Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 17 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S PV 2 11 08 05 /2 00 3 hjá okkur Vertu Sérhver viðskiptavinur og allt sem tengist fjármálum hans hefur meira vægi hjá SPV en hjá stórum fjármála- stofnunum. Njóttu þess að vera viðskiptavinur hjá SPV, öflugri fjármálastofnun sem stendur þétt að baki þér og veitir al- hliða og persónulega fjármála þjónustu. Komdu til okkar og ræddu málin. Vertu með í hópi ánægðustu viðskipta- vina fjármálafyrirtækja á Íslandi*. Það er ekkert einfaldara en að flytja öll bankaviðskipti yfir til okkar. Þú tekur ákvörðun og við sjáum um flutninginn. * Skv. mælingum Íslensku ánægjuvogarinnar, en að henni standa Gæðastjórnunarfélag Íslands, Samtök iðnaðarins og Gallup. SPV - Borgartúni 18, Hraunbæ 119, Síðumúla 1; Þjónustuver, sími 5754100 oft og hann getur frá höfuðborg- inni. Frá því að hann varð forseti fyrir tveimur og hálfu ári hefur hann farið að minnsta kosti tuttugu sinnum á búgarð sinn í Texas og um 60 sinnum dvalið í Camp David. Margir Washington-búar minn- ast með söknuði veisluhalda Ron- alds Reagans, sem naut þess að blanda geði við kvikmyndastjörnur og auðjöfra í viðhafnarveislum sín- um í Hvíta húsinu. „Það leikur töfraljómi um forseta og forsetafrú Bandaríkjanna og Reagan-hjónin eru besta dæmið um það,“ sagði Roxanne Roberts, sem skrifar um tísku í Washington Post. „Þetta er okkar konunglega hirð og þegar við erum svipt henni hverfur ákveðinn töfraljómi.“ Mörgum Washington-búum þótti hins vegar Bill Clinton ganga of langt með því að færa viðhafn- arveislurnar úr aðalborðstofu Hvíta hússins, þar sem hægt er að taka á móti 130 manns, í stórt tjald á grasflötinni til að geta boðið allt að 650 manns. Bush-hjónin buðu nýlega 130 manns í veislu til heiðurs forseta Filippseyja, Gloriu Macapagal Arroyo, og var það aðeins þriðja viðhafnarveislan sem þau hafa haldið í Hvíta húsinu. Reagan- hjónin héldu oft eina slíka veislu á mánuði. Eftir borðhaldið var veislugest- unum boðið að dansa í anddyri Hvíta hússins – án forsetahjónanna. „Við erum vön því að fara snemma í háttinn hér í Hvíta húsinu,“ út- skýrði Bush þegar forsetahjónin kvöddu til að taka á sig náðir. ’ Við erum vön þvíað fara snemma í háttinn hér í Hvíta húsinu. ‘ HÆGRIMENN í ítalska stjórnarflokknum Forza Italia biðu mikinn ósigur í héraðs- og sveitarstjórnar- kosningum sem fram fóru í Róm og 11 öðrum héruðum Ítalíu á sunnudag og mánu- dag. Þegar úrslit lágu fyrir í gær varð ljóst að kosninga- bandalag vinstriflokka hlaut 53,5% atkvæða í Róm en Forza Italia 43,7%. Misstu þar með samherjar Silvios Berlusconi forsætisráðherra stjórnartauma höfuðborgar- innar úr höndum sér. Í öðrum héruðum hélzt Forza Italia aftur á móti nokkuð vel á fylgi sínu, þrátt fyrir óvinsældir stefnu ríkis- stjórnarinnar í Íraksdeilunni og þá neikvæðu umfjöllun sem forsætisráðherrann hef- ur fengið að undanförnu vegna spillingarréttarhalda þar sem hann er meðal sak- borninga. Í fjölmiðlum var tap höf- uðborgarinnar í hendur stjórnarandstæðinga metið sem áfall fyrir stjórnina – sem nú býst til að taka við formennsku í Evrópusam- bandinu síðari helming ársins – en þar sem stjórnarflokk- arnir gætu vel við úrslitin un- að í öðrum héruðum væri áfallið takmarkað. Hægri- menn tapa Róm Róm. AFP. FLUGVÉLIN sem fórst í Tyrk- landi á mánudag með 74 menn inn- anborðs hafði áður flutt norska her- menn til og frá Afganistan. Margir þeirra kvörtuðu yfir lélegu ástandi vélarinnar að því er fram kemur á fréttavef norska ríkisútvarpsins NRK. Að því er haft er eftir Eivind Vindenes, liðsforingja í norska hernum, sem var farþegi um borð í umræddri flugvél sl. haust, gerðu farþegar þá athugasemd við ástand flugvélarinnar. „Við bentum áhöfn- inni á að plötur utan á vélinni væru lausar og að olía læki úr hreyfl- inum,“ sagði hann og bætti við að áhöfnin hefði viðurkennt að líklega hefði þurft að skipta um hreyfil áð- ur en haldið var af stað. Að sögn Vindenes voru margir norsku her- mennirnir mjög hræddir um líf sitt í flugferðunum. „Það var flugið heim sem var kvíðvænlegt. Það sem gerðist í Afganistan kom þar á eft- ir.“ 62 spænskir friðargæsluliðar og tólf manna úkraínsk áhöfn fórst með flugvélinni er hún hrapaði í norðvesturhluta Tyrklands á mánu- dag. Friðargæsluliðarnir voru á leið heim frá Afganistan eftir að hafa starfað þar á vegum alþjóðlegs frið- argæsluliðs í umboði öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Haft var eftir ráðherra landvarn- armála í spænsku stjórninni á mánudag að flugvélin sem fórst, sem var af gerðinni Jak-42, hefði verið í ágætu ástandi. Flugslysið í Tyrklandi Norskir her- menn kvörtuðu yfir vélinni STJÓRN George W. Bush Banda- ríkjaforseta ákvað um miðjan des- ember að heyja stríð í Írak þótt hún segði á þeim tíma að reynt yrði til þrautar að leysa Íraksdeiluna á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna (SÞ), að sögn Financial Times í gær. Blaðið sagði að Bandaríkjastjórn hefði komist að þeirri niðurstöðu að stríð væri óhjákvæmilegt nokkrum dögum eftir að stjórn Saddams Husseins afhenti SÞ skýrslu um vopn sín 8. desember. „Menn höfðu á tilfinningunni að Bandaríkjaforseti væri hafður að spotti,“ hafði Financial Times eftir heimildarmanni sem hafði náið sam- starf við Þjóðaröryggisráð Banda- ríkjanna. „Ómerkilegur einræðis- herra spottaði forsetann. Þetta vakti reiði í Hvíta húsinu. Eftir það var engin von um friðsamlega lausn.“ Stríðið í Írak hófst þremur mán- uðum síðar, 20. mars, eftir að tilraun Bandaríkjamanna og Breta til að tryggja stuðning öryggisráðs SÞ við hernað leiddi til harkalegrar deilu við Frakka, Þjóðverja og Rússa. Hernaðurinn löngu ákveðinn? London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.