Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ sér í þau sæti sem þeim hafði verið úthlutað. Sá fundur stóð yfir í hálf- tíma en um kvöldið var þriðji fund- HLUTAÐ var um sæti þingmanna á Alþingi síðdegis í gær eftir að geng- ið hafði verið frá kosningu í forsæt- isnefnd, fastanefndir og alþjóða- nefndir. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, gerði það reyndar að til- lögu sinni að ekki yrði hlutað um sæti þingmanna að þessu sinni þar sem gert væri ráð fyrir því að þessu sumarþingi myndi ljúka síðar um kvöldið. Hluta á um sæti þingmanna við setningu hvers nýs löggjaf- arþings, skv. þingsköpum Alþingis. Nokkrir þingmenn stjórnarand- stöðunnar gerðu hins vegar at- hugasemdir við tillögu Halldórs og því fór sætaúthlutunin fram. Út- hlutunin fór þannig fram að þing- menn komu upp að forsetaborðinu og drógu sér númer sætisins. Sætaúthlutunin tók um það bil hálftíma en eftir það var fundi slit- ið. Næsti fundur var síðan haldinn um það bil einum og hálfum tíma síðar þar sem þingmenn gátu raðað ur dagsins haldinn, þar sem fram fóru umræður um stefnuræðu for- sætisráðherra. Sumarþinginu lauk síðar um kvöldið. Þar með hafði verið hlutað um sæti þingmanna fyrir hálfan dag. Hlutað um þing- sæti fyrir hálfan dag Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hlutað var um sæti þingmanna á Alþingi í gær. Á myndinni sitja nýju þingmennirnir Birgir Ármannsson, Sjálf- stæðisflokki, og Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu. Halldór Blöndal kjör- inn forseti þingsins HALLDÓR Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var á þing- fundi Alþingis í gær kjörinn forseti Alþingis. Gert er ráð fyrir því að Sólveig Pétursdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði kjörin forseti Alþingis haustið 2005. Eftir að Hall- dór hafði verið kjörinn tók hann við fundarstjórn af Halldóri Ás- grímssyni, for- manni Fram- sóknarflokksins og starfsald- ursforseta þings- ins. „Ég þakka háttvirtum alþing- ismönnum það traust sem þeir hafa sýnt mér með því að kjósa mig á ný forseta Alþingis. Ég met það traust mikils,“ sagði Halldór. „Ég býð nýja alþingismenn velkomna til starfa á Alþingi. Þeir eru átján að þessu sinni eða rúmlega fjórðungur þing- heims.“ Halldór óskaði jafnframt nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störf- um. Guðmundur Árni fyrsti varaforseti Þá voru í gær kosnir sex varafor- setar þingsins, en saman mynda þeir ásamt forseta þingsins, forsæt- isnefnd Alþingis. Guðmundur Árni Stefánsson var kjörinn 1. varafor- seti, Jónína Bjartmarz var kjörin 2. varaforseti, Sólveig Pétursdóttir var kjörin 3. varaforseti, Jóhanna Sigurðardóttir var kjörin 4. vara- forseti, Þuríður Backman var kjör- in 5. varaforseti og Birgir Ármanns- son var kjörinn 6. varaforseti. Auk þess var á þingfundi í gær gengið frá kjöri í fastanefndir þingsins og alþjóðanefndir. Halldór Blöndal Kosið í banka- ráð Seðla- bankans og útvarpsráð ALÞINGI kaus í gær fulltrúa í stjórnir, nefndir og ráð utan þings, til næstu fjögurra ára. Í útvarpsráð voru kjörnir, sem aðalmenn: Gunn- laugur S. Gunnlaugsson, Páll Magn- ússon, Anna K. Jónsdóttir, Andri Óttarson, Svanfríður Jónasdóttir, Ingvar Sverrisson og Sigurður Ingi Jónsson. Sem varamenn voru kjörn- ir: Laufey Jóhannsdóttir, Pétur Gunnarsson, Rúnar Freyr Gíslason, Rúna Malmquist, Lára Stefáns- dóttir, Andrés Jónsson og Kjartan Eggertsson. Í Þingvallanefnd voru kjörnir þeir Björn Bjarnason, Guðni Ágústs- son og Össur Skarphéðinsson. Kosið í bankaráð Seðlabankans Í bankaráð Seðlabanka Íslands voru kjörnir sem aðalmenn: Ólafur G. Einarsson, Helgi S. Guðmunds- son, Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, Jón Sigurðsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Sigríður Stef- ánsdóttir og Ragnar Arnalds. Sem varamenn í bankaráði voru kjörin: Erna Gísladóttir, Sigfús I. Sigfússon, Hilmar Gunnlaugsson, Birna M. Olgeirsdóttir, Jón Þór Sturluson, Kristrún Heimisdóttir og Tryggvi Friðjónsson. Fimm kjörnir í tryggingaráð Eftirtaldir aðilar voru kjörnir sem aðalmenn í tryggingaráð: Mar- grét S. Einarsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Guðrún Inga Ingólfs- dóttir, Karl V. Matthíasson og Sig- ríður Jóhannesdóttir. Sem varamenn voru kjörin: Svala Árnadóttir, Elsa Ingjaldsdóttir, Ey- rún I. Sigfúsdóttir, Signý Jóhann- esdóttir og Bryndís Friðgeirsdóttir. ALÞINGI samþykkti í gær kjör- bréf þingmanna og varaþingmanna en áður hafði verið felld tillaga minnihluta kjörbréfanefndar um að Alþingi frestaði því að kveða upp úr um kjörbréf þingmanna og lögmæti alþingiskosninganna þar til fengnar hefðu verið skýrslur frá yfirkjör- stjórnum allra kjördæma um með- ferð kjörgagna og framkvæmd kosninganna. Tillaga minnihluta kjörbréfanefndar var felld með 30 atkvæðum gegn 25. Þegar það lá fyrir lýstu Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, og Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, því yfir að þingflokkar þeirra myndu greiða atkvæði með samþykkt kjörbréf- anna enda hefði þingið kveðið upp sinn dóm um lögmæti þingkosning- anna með því að fella áðurnefnda tillögu minnihlutans. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði hins vegar að þing- menn síns flokks myndu sitja hjá við atkvæðagreiðsluna um kjörbréf- in. Atkvæðagreiðslan um þau fór þannig að 51 þingmaður greiddi at- kvæði með samþykkt kjörbréfanna en 4 þingmenn sátu hjá. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæðum sínum þegar greidd voru atkvæði um fyrrnefnda tillögu minnihluta kjörbréfanefndar. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformað- ur Sjálfstæðisflokksins og talsmað- ur meirihluta kjörbréfanefndar, sagði m.a. að yfirkjörstjórnir allra kjördæma hefðu sent frá sér skýrslur um kosningaúrslit í sínum kjördæmum. Þá hefði kjörbréfa- nefnd þingsins unnið sitt starf. Það þýddi m.a. að allar upplýsingar sem á þyrfti að halda til að taka ákvörð- un um lögmæti kosninganna lægju fyrir. Því væri tilefnislaust að sam- þykkja tillögu minnihlutans. Lúðvík Bergvinsson, talsmaður minnihluta kjörbréfanefndar, sagði á hinn bóginn að leidd hefðu verið skýr rök fyrir því að misbrestur hefði orðið á framkvæmd þingkosn- inganna. „Það liggur líka fyrir að lítill munur var á því hvort menn næðu inn sem þingmenn eða ekki. Það liggur því fyrir mjög verulegur vafi á því hvort þeir þingmenn sem hér sitja séu allir löglega kosnir. Það er því mikilvægt að öllum vafa verði eytt.“ Málinu ekki lokið Steingrímur J. tók til máls, ásamt fleirum, við atkvæðagreiðsl- una um samþykkt kjörbréfa þing- manna og varaþingmanna. Þar tók hann fram að þrátt fyrir að tillaga minnihluta kjörbréfanefndar hefði verið felld, og þar með tæmd þau úrræði sem þingmenn hefðu til að rannsaka lögmæti kosninganna, væri málinu ekki lokið. „Ég hef enga trú á öðru en að þeir ágallar sem komu fram við framkvæmd þessara alþingiskosninga eigi eftir að hafa það í för með sér að þessi mál verði rannsökuð.“ Sagði hann að væntanlega yrði lögum breytt og gerðar ýmsar ráðstafanir til að betrumbæta framkvæmd alþingis- kosninga. Alþingi samþykkir kjörbréf þingmanna Tillaga um rannsókn á framkvæmd kosninga felld ♦ ♦ ♦ ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra sagði m.a. í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, sem fram fóru á Alþingi í gærkvöld, að hann hygðist á komandi þingi leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnrétt- ismálum kynjanna. Hann sagði að enn væri margt óunnið á sviði jafn- réttismála karla og kvenna og að for- gangsmálið á kjörtímabilinu væri að eyða mun á launum karla og kvenna. Hann sagði að í boðaðri þingsályktun- artillögu yrði gerð grein fyrir fyrir- ætlunum ríkisstjórnarinnar. Árni fór í ræðu sinni yfir nokkur þau málefni sem hann hygðist beita sér fyrir á komandi kjörtímabili og sagði að hann myndi beita sér fyrir því, nú í upphafi kjörtímabilsins, að gerð verði könnun á húsnæðismark- aðnum í því skyni að fá heildaryfirlit yfir stöðuna og undirbúa frekari stefnumótun. Davíð Oddsson fór í stefnuræðu sinni einkum yfir nýsamþykktan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Áður en hann hóf umfjöllun um sátt- málann vék hann þó að kosningabar- áttunni í vor. Hann sagði að hún hefði verið allhörð. Við því hefði mátt búast að tekist yrði á um menn og málefni, en því væri ekki að neita að ýmislegt í þeirri baráttu hefði ekki endilega ver- ið til vegsauka þeim sem hvað harðast hefðu gengið fram í persónulegum árásum. „Það er von mín að það megi draga þann lærdóm af kosningabar- áttunni að affarasælast sé að halda sig við málefnin; deila hart um þau og takast á um skoðanir og sannfæringu. Þannig fullnægjum við stjórnmála- menn skyldum okkar gagnvart lýð- ræðinu.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi m.a. stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Hann sagði m.a. að þar væri ekkert markvert að finna. Hann sagði einnig að það eina sem breyttist með nýrri ríkisstjórn væri að skipt væri um nokkra ráðherra enda snerist ríkis- stjórnin um stólaskipti og valdakapal. Lítið nýtt á ferðinni Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, gagnrýndi eins og Össur stjórnarsáttmálann og sagði þar lítið nýtt á ferðinni. Hann sagði að Sjálf- stæðisflokkurinn réði ferðinni; verið væri að framkvæma hans stefnu, m.a. í skattamálum. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sagðist í sinni ræðu m.a. ánægður með sína liðsmenn á þingi og að þeir væru vík- ingar til verka. „Það er ánægjulegt að enn skuli vera hægt að koma skoð- unum á framfæri í íslensku þjóðfélagi án þess að vaða í peningum og hafa óheftan aðgang að fjölmiðlum,“ sagði hann. Guðjón lofaði því að flokkur hans myndi vinna vel á kjörtíma- bilinu. „Við trúum því að eftir fjögur ár muni valdaferli þessarar ríkis- stjórnar vera lokið og það muni vara um langan tíma þar á eftir.“ Í umræðunum fluttu sjö nýir þing- menn fyrstu ræðu sína, svokallaða jómfrúræðu. Það voru auk Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra, þau Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu, Dagný Jónsdóttir og Birkir Jónsson, Framsóknarflokki, Magnús Þór Haf- steinsson, Sigurjón Þórðarson og Gunnar Örlygsson, Frjálslynda flokknum. Affarasælast sé að halda sig við málefni í kosningabaráttu Morgunblaðið/Arnaldur Davíð Oddsson flytur stefnuræðu. Umræður um stefnuræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.