Morgunblaðið - 28.05.2003, Page 8

Morgunblaðið - 28.05.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Niðurtalningin er hafin, minn tími mun koma. Fyrirlestur um skipulagsmál Nýjar leiðir í skipulagi borga HÉR á landi er nústaddur belgískurprófessor í arkí- tektúr og skipulagsfræð- um, Jean Francois Le- jeune, og mun hann halda fyrirlestur í Norræna hús- inu í kvöld klukkan 20. Fyrirlesturinn hreyfir við nýstárlegum hugmyndum um borgarskipulag sem hafa verið að ryðja sér til rúms hin síðari ár, en eru eigi að síður bæði erfið og umdeild. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Lejeune. – Hvernig ber heimsókn þína hingað að? „Gamall nemandi minn, Einar Ólafsson, bauð mér að koma hingað til lands, kynna mér land og þjóð og halda fyrirlestur.“ – Um hvað ætlar þú að tala? „Það er tvískipt. Fyrst ætla ég að tala um málefni sem ég kalla „Dynamic city“ og snýst um nýja hreyfingu og þróun í borgarskipu- lagi sem hófst í Bandaríkjunum á miðjum áttunda áratugnum og hefur vaxið talsvert fiskur um hrygg. Stefnan heitir „New urb- anism“ og í henni er þess freistað að finna nýjar leiðir til að skipu- leggja borgir, ýmist heilu hverfin upp á nýtt eða jafnóðum og byggð breiðist út. Byggja það að ein- hverju leyti á fortíðinni, fyrir tíma bíla og annarra stórvirkra sam- göngutækja. Það er leitað eftir umhverfis- og samskiptavænum leiðum, svo og fjárhagslega hag- stæðum leiðum til að opna hverfi. Gera götur og hverfi þannig úr garði að minni þörf sé t.d. fyrir bíla og umhverfið verði opnara og vænna fyrir gangandi vegfarend- ur.“ – Hvar er þessi stefna upprunn- in og hversu sterk er hún orðin? „Hún er upprunnin í Flórída og það voru arkítektarnir Andres Duany og Elisabeth Plater Zyberk sem eru höfundar hennar. Stefnan er í góðri sókn, einkum í Bandaríkjunum, margvísleg stað- bundin smærri hverfaverkefni hafa farið vel og nú teygir stefnan anga sína í vaxandi mæli inn í mið- borgirnar. Haldin er fjölmenn ráðstefna um stefnuna á ári hverju og er hún jafnan vel sótt og uppfull af skemmtilegum nýjung- um í faginu. Það hafa verið að mæta 1500 manns á ráðstefnuna síðustu árin, en næst verður hún haldin í Washington í næsta mán- uði.“ – Er þetta ekki nánast óvinn- andi vígi, þar sem fyrir eru mót- aðar og grónar miðborgir? „Jú, það er óhætt að segja að þetta sé umdeild stefna. Menn eru tregir að breyta og stjórnvöld hafa tilhneigingu til að fylgja tíð- arandanum í þeim efnum. Samt sem áður hefur tekist að ljúka ýmsum verkum á það farsælan máta að menn vilja gjarnan sjá meira.“ – Hvað heldur þú um þessi mál hér? „Ég hafði ekkert fyr- ir mér um ástand skipulagsmála séð frá þessum sjónarhóli þeg- ar ég þáði boðið að koma hingað og halda fyrirlestur. Eftir að hafa bæði gengið og ekið frá Keflavík til Reykjavíkur hef ég þó tekið eftir því að það er ekki jafn úti í hött og ég hefði mögu- lega gert mér í hugarlund. Það eru afar athyglisverðar og skemmtilegar götur og hverfi hér þó ég taki það skýrt fram að ég er ekki búinn að skoða mig jafn mik- ið um og ég ætla mér að gera á meðan á dvöl minni hér á landi stendur. Ég get nefnt sem dæmi aðalverslunargötuna í gamla mið- bænum, Laugaveginn, alveg niður að svæðinu í kringum Tjörnina og líka hverfið í kring um kaþólsku kirkjuna. Ég geri mér grein fyrir því að þetta eru eldri hverfin í borginni og mér finnst koma alveg sérstaklega vel út breytileikinn í húsunum. Þetta eru ýmist stein- hús eða bárujárnsklædd timbur- hús og í öllum mögulegum litum. Yfir höfuð finnst mér húsin á þessu svæði vera afskaplega tengd götunum og ég finn lítið af það sem ég kalla leiðinlegar götur. Annars staðar eru hverfi þar sem göturnar líta ekki út fyrir að vera götur í þeim skilningi sem ég vil leita eftir. Hér er um götur með nýlegum húsum að ræða, en engu er líkara en að hönnunin hafi mið- ast við fjölskyldubílana og geri varla ráð fyrir gangandi vegfar- endum. Þá er yfirbragðið sums staðar skipulagslítið.“ – Í ljósi þess að það er miklum erfiðleikum bundið að fá stuðning við stefnuna, hvað getur breytt því? „Eitt af því sem stendur stefn- unni fyrir þrifum er í raun ein helstu meðmælin með henni. Það er líklegt að mjög oft, ef ekki oft- ast, sé það kostnaðarmeira að byggja, skipuleggja og/eða breyta eftir hugmyndafræði þessarar nýju stefnu. Hins vegar hefur ver- ið látið á þetta reyna víða og út- koman er sú, að þótt meiru sé til kostað þá standa eftir bæði eftirsóttari og þar af leiðandi dýrari og seljanlegri eignir.“ – En þú nefndir áðan að fyrirlesturinn væri tvískiptur… „Já, seinni hlutinn fjallar um stöðu mála þar sem World Trade Center stóð í New York, en nú er um eitt og hálft ár síðan atburð- irnir þar áttu sér stað. Skipulagn- ing á svæðinu stendur yfir og fjör- leg umræða hefur átt sér stað um hvað var gott við svæðið og hvað lakara. Ég mun segja frá þessari vinnu og skoðanaskiptum.“ Jean Francois Lejeune  Jean Francois Lejeune er Belgi og búsettur í Miami á Flór- ída þar sem hann er prófessor og kennari í arkítektúr, borgar- sagnfræði og skipulagsfræðum við Háskólann í Miami. Hann lærði við Háskólann í Liege í Belgíu og starfaði síðan um tíu ára skeið í Brussel. Hann flutti til Bandaríkjanna árið 1986 og kenndi um tíma í Portland í Oregon. Hann hefur skrifað bækur og tímaritsgreinar um skipulagsmálin. … geri varla ráð fyrir gang- andi vegfar- endum – sumartilboð á gæðaparketi ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 21 29 8 0 5/ 20 03 Í maí er opið lengur í timbursölu Súðarvogi 3-5 og versluninni Skútuvogi. Opið virka daga kl. 8.00-18.00 og laugardaga kl. 9.00-17.00. Athugið! Karelia Eik Robust Vnr. 146563 Aðeins 2.790 kr./m2 Verðfall á nokkrum tegundum af parketi: Lamella kirsuberjaviður, aðeins 4.390 kr./m2 Vnr. 146266 Lamella Merbau Klassic, aðeins 3.490 kr./m2 Vnr. 146276 Lamella Jatoba Klassic, aðeins 3.990 kr./m2 Vnr. 146286

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.