Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 2 12 66 05 /2 00 3 Viðskiptadeild Í viðskiptanámi HR þjálfar þú hæfni í greiningu, ákvarðanatöku og samskiptum. Þannig eykur þú samkeppnishæfni þína sem einstaklingur og margfaldar möguleika þína í starfi og frekara námi. www.ru.is Umsóknarfrestur er til 5. júní „Ég valdi Háskólann í Reykjavík því ég taldi að hér væri meiri metnaður en gengur og gerist í öðrum íslenskum háskólum. Í þeim efnum hef ég sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum.“ Kolbeinn Friðriksson, 1. ári í viðskiptadeild HR, stúdent frá VMA sagðist viss um að Íslendingar gerðu sér grein fyrir að hvalveiðar væru umdeildar í alþjóðasamfélag- inu. Ólafur Ragnar svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort hvalveiðar væru efnahags- lega mikilvægar fyrir Ísland en sagði hvalveiðar hafa verið mik- ilvægan hluta af lífinu á Íslandi mjög lengi. Forsetinn lagði þó áherslu á að Íslendingar þekktu vel sjónarmið Svía og annarra í þessu máli. Ólafur Ragnar sagði í samtali við Morgunblaðið að m.a. hefði samvinna á Norðurslóðum verið ít- HVALVEIÐAR og norræn sam- vinna voru meðal þess sem rætt var á fundi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og Görans Perssons, forsætisráðherra Sví- þjóðar, í Stokkhólmi í gær. Í dag verður Íslandsdagurinn haldinn hátíðlegur í Stokkhólmi. Viktoría, krónprinsessa Svía, mun þá fyrir hönd fatlaðra sænskra hestamanna taka við íslenskum hesti að gjöf frá forsetanum við hátíðlega athöfn. Svíþjóðarferðin nú er fyrsta utan- landsferð Ólafs Ragnars Gríms- sonar og Dorritar Moussaieff eftir að þau gengu í hjónaband. Þau munu snæða hádegisverð í boði sænsku konungshjónanna í dag. Eftir fundinn í gær sagði Göran Persson m.a. að þeir Ólafur Ragn- ar hefðu rætt norræna samvinnu í víðu samhengi. Einnig hefði hann komið sjónarmiðum Svía varðandi hvalveiðar á framfæri við forseta Íslands og lýst ánægju með Ís- landsdaginn, sem haldinn er að frumkvæði sendiherra Íslands í Svíþjóð, Svavars Gestssonar. Áhugi á aukinni samvinnu við Svía Ólafur Ragnar sagði að fund- urinn hefði verið ánægjulegur og áhugaverður. Hann lýsti m.a. áhuga Íslendinga á aukinni sam- vinnu við Svía í viðskiptum og fjár- festingum, en forsetinn ávarpaði m.a. ráðstefnu á vegum Lands- virkjunar í Stokkhólmi í gær og mun einnig sækja ráðstefnu um heilsutækni í dag. Persson og Ólafur Ragnar voru spurðir um mismunandi afstöðu ríkjanna til hvalveiða og Ólafur Ragnar sagði að sjónarmið Íslend- inga varðandi hvalveiðar í rann- sóknarskyni væru vel þekkt í Sví- þjóð og hefðu ekki breyst. Persson arlega rædd á fundi þeirra Pers- sons. „Við ræddum möguleikana á því að Norðurlöndin gætu í sam- vinnu við Rússland, Bandaríkin og Kanada þróað nýja tegund af sam- vinnu á Norðurslóðum sem beind- ist til dæmis að umhverfismálum, orkumálum, siglingaleiðum og menningarmálum.“ Einnig var rædd viðleitni Íslend- inga til að gera sig meira gildandi á erlendum vettvangi. „Til dæmis með framboði til forstjóra Al- þjóðasiglingamálastofnunarinnar og með forystu fyrir hópi Norður- landanna og Eystrasaltsríkjanna innan Alþjóðabankans á næstu þremur árum. Við fórum yfir hvernig Svíar gætu stutt viðleitni okkar í þessum efnum. Það er nýtt að við séum að gefa kost á okkur til forystu á þessum vettvangi og það var kærkomið að fá tækifæri til að leita eftir stuðningi Svía við þau verk,“ sagði Ólafur Ragnar. Aðspurður sagðist sænski for- sætisráðherrann myndu reyna að sækja viðburði í tengslum við Ís- landsdaginn í dag en hann verður þó afar upptekinn við að sannfæra andstæðinga sína á sænska þinginu um kosti þess að taka upp evruna. Hvalveiðar ekki efnahagslega mikilvægar fyrir Ísland Ljósmynd/Maja Suslin, SCANPIX Vel fór á með Ólafi Ragnari og Göran Persson í Stokkhólmi í gær. Íslandsdagurinn hefst í dag, miðvikudag. Stokkhólmi. Morgunblaðið. Forseti Íslands í Svíþjóð vegna Íslandsdagsins RÍKISSTJÓRN Svíþjóðar hefur samþykkt breytingar á sænskum nafnalögum sem gerir Íslendingum kleift að kenna sig við föður eða móður. Reglugerðin gekk í gildi hinn 1. maí. Breytingin felur í sér að ís- lenskir ríkisborgarar sem einnig hafa sænskan ríkis- borgararétt geta haldið kenni- nöfnum sínum eða tekið þau kenninöfn sem þeir myndu bera samkvæmt íslenskum nafnalögum. Ókeypis breyting Þessar nafnabreytingar eru öllum að kostnaðarlausu og geta gengið í gildi þegar við- komandi aðili hefur lagt inn umsókn til Einkaleyfis- og skráningarstofunnar (Patent- och registreringsverket, PRV), en hún hefur heitið skjótri afgreiðslu þessara mála. Ríkisstjórn Svíþjóðar álítur sem svo að það séu sérstakar ástæður fyrir þessum breyt- ingum á sænskum nafnavenj- um. Reglugerðin verður birt í sænska lagasafninu (Svensk författningssamling, SFS). Íslendingar mega kenna sig við föð- ur eða móð- ur í Svíþjóð JÖRÐIN séð frá himni, stærsta ljós- myndasýning sem sögur fara af, verður opnuð á Austurvelli næst- komandi laugardag kl. 15. Þar get- ur að líta ljósmyndir franska ljós- myndarans, Yann Arthus- Bertrand, frá ýmsum stöðum á jörðinni, meðal annars Íslandi, en myndirnar eiga það sameiginlegt eins og nafnið gefur til kynna að vera teknar úr lofti. Myndirnar eru 120 talsins, flennistórar og settar upp á þartilgerða standa, þær eru litríkar og fjölbreyttar og sýna mannlíf og náttúru á jörðinni í öll- um sínum margbreytileika frá þessu sérstæða sjónarhorni. Sýn- ingin hefur hlotið mikið lof og notið ómældra vinsælda hvar sem hún hefur komið og er talið að þegar hafi um 30 milljónir manna séð hana og bíða forráðamenn borga víða um heim í röðum eftir því að fá hana til sín. Morgunblaðið/Jim Smart Jörðin séð frá himni ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra vill að gefnu tilefni árétta að minnisblað það sem minnst var á í frétt Morgunblaðsins í gær um hækkun húsnæðislána er ekki minn- isblað félagsmálaráðherra. Minnis- blaðið hefur að geyma hugmyndir sem Árni setti á blað í aðdraganda alþingiskosninganna sem fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokksins og ber að meðhöndla þær sem slíkar. Ekki minnis- blað félags- málaráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.