Morgunblaðið - 20.04.2003, Page 65

Morgunblaðið - 20.04.2003, Page 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 65 framúrskarandi skífu 1988, sam- nefnda henni. Á þeirri skífu mátti heyra að Lucinda vissi nákvæmlega hvað hún vildi og afraksturinn var framúrskarandi. Samningurinn við Rough Trade var bara fyrir eina plötu, næst samdi Lucinda Williams við RCA, en það gekk ekki upp; enn þurftu menn að bíða drjúga stund eftir næstu skífu, Sweet Old World, sem kom út 1992. Enn kom ný útgáfa til sögunnar og gaf út Car Wheels on a Gravel Road, rokkaða skífu sem stóð þó föstum fótum í þjóðlegri sveitatónlist. Sú kom út 1998, eftir sex ára útgáfuhlé, en 2001 kom svo afbragðsplatan Ess- ence á vegum Lost Highway. Þar virðist Lucinda Williams kunna vel við sig því um daginn kom svo enn út plata á því merki, World Without Tears, og nú var biðin aðeins tvö ár. Það hefur verið sagt um Lucindu Williams að hún semji bestu lögin / textana þegar hún er hvað lengst niðri og ef marka má skífuna nýju hafa síðustu mánuðir / ár verið býsna erfið. Hún tekur þó sjálf ekki undir þessa greiningu þótt textarnir marg- ir séu dapur- og átakanlegir. „Mörg- um finnst lögin mín sorgleg, en þótt menn vilji velta sér upp úr þunglynd- inu finnst mér glasið alltaf vera hálf- fullt.“ Aftur í gamla farið Tuttugu og fjögur ár eru síðan Lucinda Williams sendi frá sér fyrstu skífuna, en Jayhawks hafa bara verið að í sautján ár þótt átján ár séu síðan Mark Olson stofnaði sveitina. Síðar slóst Gary Louris í hópinn og með tímanum tóku þeir Olson og Louris að semja saman lög sem steyptu saman nútímalegu poppi, rokkfrösum og ómengaðri sveitatónlist. Fyrsta plata Jay- hawks, samnefnd henni, kom út 1986 og þremur árum síðar, þegar sveitin var eiginlega hætt eða í það minnsta í löngu fríi, kom út platan Blue Earth; hálfgert uppsóp að liðs- mönnum fannst en fínasta plata í eyrum okkar hinna. Hún varð svo til þess að þeir félagar tóku upp þráð- inn að nýju og næsta plata, Holly- wood Town Hall, sem kom út 1992, gerði sveitina landsþekkta. Þar á eft- ir kom Tomorrow the Green Grass, 1995, og gerði þá félaga landsfræga fyrir flutning sinn á laginu Bad Time eftir Mark Farner, en í kjölfarið hætti Mark Olson, leiður á poppinu og frægðinni, fluttist út á land og hefur sent frá sér tvær snilldarsóló- skífur síðan. Eftir sat Gary Louris og næsta plata Jayhawks var einnig afbragð, The Sound of Lies, sem kom út 1997. Á The Sound of Lies voru menn ekki langt frá því sem Jayhawks hafði hljómað með Olson innan borðs, stóðu enn traustum fótum í sveita- tónlist en krydduðu vel með rokki og popphugmyndum með góðum ár- angri. Á Smile, sem kom út 2002, er annað upp á teningnum og helst eins og sveitin væri á krossgötum og vissi ekki alveg hvert ætti að stefna. Fyrir skemmstu kom út sjöunda Jayhawks-skífan, Rainy Day Music, og enn hafa menn breytt um stefnu, nú aftur í gamla farið, aftur til sveita- tónlistarinnar og órafmagnaðra hljóðfæra sem skilar góðri plötu, en þess má geta að fyrsta upplagi fylgir diskur með prufuupptökum og óraf- mögnuðum útgáfum af lögum á plöt- unni. Þrjár stúlkur Þriðja sveitin sem við nefnum til sögunnar, Be Good Tanyas, er tals- vert yngri; sendi frá sér fyrstu plöt- una, Blue Horse, fyrir tveimur árum og aðra skífu, Chinatown, um dag- inn. Sú er frá Vancouver, en þar virð- ist talsvert á seyði í þessari gerð tón- listar; nægir að nefna Neko Case sem byrjaði sinn tónlistarferil þar. Stöllurnar Samantha Parton, Frazey Ford og Trish Klein skipa Be Good Tanyas. Þær kynntust í trjá- rækt í fjöllum Bresku Kólumbíu, en þær Klein og Ford voru þá búnar að vera að gutla saman. Nafn sveit- arinnar er úr lagi eftir Obo Martin McCrory, Be Good Tanya, sem er uppreisnarlag að því þær segja sjálf- ar, um mann sem sagði skilið við fjöl- skyldu sína til að helga sig tónlist- inni. Um það leyti sem sveitin varð til bættist þeim liðskona í fiðluleik- aranum og söngkonunni Jolie Hol- land. Sveitin hefur alla tíð verið iðin við spilamennsku en ekki eins iðin við að auglýsa sig. Orðsporið hefur þó fleytt þeim langt, ekki síst eftir að þær lögðu upp í tónleikaferðalag um Bandaríkin í gömlum Dodge- sendibíl. Þær komust klakklaust úr þeirri ferð og hljóðrituðu fyrstu skífu sína, Blue Horse, í skúr sem vinur þeirra átti. Plötunni var vel tekið enda er hún einkar skemmtilega ljúf blanda af blús, sveitatónlist, bluegrass og þjóðlagapoppi. Jolie Holland hætti þegar upptök- urnar á Blue Horse stóðu sem hæst, fluttist aftur heim til San Francicso, og upp frá því hafa þær bara verið þrjár í sveitinni. Blue Horse fékk frábæra dóma sem vonlegt var og ný plata Be Good Tanyas, áðurnefnd Chinatown, stendur henni ekki að baki nema síð- ur sé. The Be Good Tanyas.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.