Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 61 DAGBÓK EFTIR því sem háspilin eru „fyrirferðarmeiri“ er auðveldara að finna þau á höndum andstæðinganna. Ásar og kóngar dyljast illa, en drottningar eiga betra með að fela sig, og gosa er nánast útilokað að reikna út – svona oftast nær. Spil dagsins snýst fljótlega upp í gosaleit: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ 10982 ♥ K102 ♦ ÁD92 ♣Á5 Suður ♠ KDG653 ♥ D63 ♦ 73 ♣G4 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 lauf 2 spaðar Dobl * 4 spaðar Pass Pass Pass Kerfi AV er Standard og dobl vesturs neikvætt og lofar fjórlit í hjarta. Vestur kemur út með lauftíu og þú tekur drottningu aust- urs með ás. Og spilar spaða. Vestur reynist eiga spaðaásinn og hann spilar laufníu yfir á kóng félaga síns. Austur klórar sér í höfðinu stutta stund, en spilar svo smáum tígli og vestur setur kónginn. Þú tekur með ás og staldrar við til að meta stöðuna. Vörnin hefur fengið tvo slagi og fær þann þriðja á hjartaás. Viðfangsefnið er að gefa ekki líka slag á hjartagosa. AV eiga ekki mikil spil, þótt báðir hafi sagt. Vestur hefur sýnt spaðaás og tígulkóng, sem rétt nóg til að dobla tvo spaða. En hvað með aust- ur? Hann á laufhjónin og örugglega hjartaásinn. Það eru bara níu punktar. Sé hann ekki þeim mun léttari á bárunni á hann rauðu gosana líka. Norður ♠ 10982 K102 ♦ ÁD92 ♣Á5 Vestur Austur ♠ Á7 ♠ 4 ♥ 9854 ♥ ÁG7 ♦ K1064 ♦ G85 ♣1098 ♣KD7632 Suður ♠ KDG653 ♥ D63 ♦ 73 ♣G4 Ef þú kemst að þeirri niðurstöðu, þá er úrvinnsl- an þessi: Þú tekur tígul- drottningu og trompar tíg- ul. Spilar spaða á blindan og trompar síðasta tíg- ulinn. Loks hjarta á drottningu og leggur upp. Austur verður að spila út í tvöfalda eyðu eða hjarta frá gosanum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. c3 e6 3. d4 d5 4. exd5 exd5 5. Rf3 Rc6 6. Bb5 Bd6 7. O-O Rge7 8. Rbd2 cxd4 9. Rxd4 O-O 10. R2f3 Bg4 11. Be2 h6 12. h3 Bh5 13. Be3 Bg6 14. Bd3 Dd7 15. Bxg6 fxg6 16. Rb3 b6 17. He1 Hf7 18. De2 Haf8 19. Bd4 Hxf3 20. gxf3 Kh7 21. De6 Dd8 22. Kf1 Hxf3 23. Ke2 Hf4 24. Kd3 Dc7 25. He2 Rf5 26. Dxd5 Rfxd4 27. He8 Staðan kom upp í flokki al- þjóðlega meistara Gausdal mótsins sem lauk fyrir skömmu. Leszek Ostr- owski (2324) hafði svart gegn Ingvari Þ. Jóhann- essyni (2263). 27... Rb4+! og hvítur gafst upp enda verður hann mát eftir 28. cxb4 Dc2+ 29. Ke3 De2#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 60ÁRA afmæli. Sextug-ur verður á morgun, mánudaginn 21. apríl, Arnór L. Pálsson, framkvæmda- stjóri Útfararstofu Kirkju- garða Reykjavíkur, Kórsöl- um 1, Kópavogi. Eiginkona hans er Betsý Ívarsdóttir. Þau hjónin dvelja á Kanarí- eyjum á Gran Hotel Costa Meloneras, á afmælisdag- inn. Síminn þar er 0034-928- 128100, fax 0034-928-128122. 90 ÁRA afmæli. Í dag,20. apríl, páskadag, verður níræð Herborg Laufey Gestsdóttir, Furu- gerði 1, Reykjavík. ÁRNAÐ HEILLA MEÐ MORGUNKAFFINU FÖÐURLANDSMINNI Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig! sem á brjóstum borið og blessað hefir mig fyrir skikkun skaparans, vertu blessað, blessi þig blessað nafnið hans. Gleymt ég get þér aldrei, göfugt föðurland! þótt í þykkju kaldri þetta tryggða-band fyrnast taki fyrir mér, vanmátturinn veldur því, ég vil samt fylgja þér. - - - Eggert Ólafsson LJÓÐABROT Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 25. apríl og laugardaginn 26. apríl í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Tek að mér að útbúa ilmkjarnaolíublöndur fyrir börn og fullorðna við hvers kyns kvillum. Hægt er að fá blöndur til innöndunar, baðblöndur eða til að bera á líkamann. Verð frá 500 krónum. Sjá nánar á www.yogastudio.is Lísa B. Hjaltested, ilmkjarnaolíunámskeið og -ráðgjöf, s: 544 5560 ILMKJARNAOLÍU-RÁÐGJÖF LÍSU JAKKAR, JAKKAR GALLAJAKKAR, RÚSKINSJAKKAR, LEÐURJAKKAR MIKIÐ ÚRVAL GOTT VERÐ STÆRÐIR 34-48 HLIÐARGANGINUM SMÁRALIND NÝJAR VÖRUR MIKIÐ ÚRVAL OG GOTT VERÐ STÆRÐIR 34-56 KONAN KLÆÐIR ÞIG           Af því að myndin er bönnuð börnum! STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú kannt að vilja kaupa eitt- hvað dýrt í næsta mánuði. Þú hefur komið auga á eitthvað sem mun fylla þig stolti. Naut (20. apríl - 20. maí)  Í dag fer sólin í merki þitt og verður þar næstu fjórar vikur. Nú er rétti tíminn til að hlaða orkustöðvarnar fyrir næsta árið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að grípa hvert tæki- færi sem gefst til að eiga kyrrðarstund. Þú þarft á því að halda að íhuga málin. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vinsældir þínar fara vaxandi á næstunni. Fólk vill hitta þig og þú vilt hitta það. Skemmtu þér vel. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú nýtur talsverðrar athygli um þessar mundir, kannski vegna þeirrar stöðu sem þú gegnir. Hver sem ástæðan er skaltu njóta þess. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hafðu auga á tækifærum á næstunni til að auka þekkingu þína. Lestu meira, horfðu á sjónvarp eða kvikmyndir en best er ef þú fengir tækifæri til ferðalaga. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að einbeita þér meira að skyldumálum á borð við tryggingar, skatta, sameig- inlegar eignir og tekjur. Ef þú getur komið skikk á þessi mál mun þér líða betur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Á þessum tíma árs er sólin eins fjarri þínu merki og mögulegt er. Það þýðir að það dregur úr orku þinni. Þess vegna þarftu meiri hvíld og svefn en ella. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú telur að þörf sé á betra skipulagi í kringum þig. Þegar þú þarft á einhverju að halda viltu geta fundið það strax. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ástarmál, rómantík, sam- kvæmi og allt sem tengist skemmtunum verða í brenni- depli hjá þér næstu vikurnar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki undrast þótt þú fáir skyndilega mikinn áhuga á heimilinu og fjölskyldunni. Þú þarft að einbeita þér að þess- um hlutum, einkum þar sem börn koma við sögu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er annríki framundan. Stuttar ferðir, samningar, kaup og sala og aukin sam- skipti við systkini og ná- granna halda þér við efnið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Afmælisbörn dagsins: Þú ert sterkur leiðtogi. Þú vinnur hörðum höndum í þágu þín og annarra, eink- um fjölskyldunnar. Á árinu einbeitir þú þér að samskiptum við þína nánustu. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.