Morgunblaðið - 20.04.2003, Page 54

Morgunblaðið - 20.04.2003, Page 54
54 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hjúkrun - sumarvinna Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, hjúkrunarnema og starfsfólk í aðhlynningu óskast á hjúkrunar- deild fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu frá 25. apríl nk. til 1. sept. eða eftir samkomulagi. Leggum áherslu á góðan starfsanda, þar sem frumkvæði einstaklinga skiptir máli. Vaktavinna eftir samkomulagi. Upplýsingar veita Gerður Baldursdóttir í síma 695 9297 og Sigríður Pálsdóttir í síma 891 9053, netfang: siggap@centrum.is . Gleðilega páska Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra páska. Garðyrkjuverktaki óskar eftir vönum mönnum til starfa. Reynsla skilyrði. Umsóknir sendist til auglýsingadeilar Mbl. eða á box@mbl.is fyrir 28. apríl, merktar: „A — 13574.“ Yfirlæknir heilsugæslusviðs Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ auglýsir eftir yfirlækni á heilsugæslusvið stofnunarinnar. Á heilsugæslusviði eru heilsugæslustöðvar, á Ísafirði, Þingeyri og Flateyri auk heilsugæslu- sela í Súðavík og á Suðureyri sem þjónað er frá Ísafirði. Um er að ræða 100% starf auk vakta. Laun samkvæmt úrskurði kjaranefndar. Nánari upplýsingar gefur: Þröstur Óskarsson framkvæmdastjóri (throstur@fsi.is). Vinsam- legast sendið umsókn ásamt menntun og fyrri starfsreynslu til Heilbrigðisstofnunarinnar Ísa- fjarðarbæ, Torfnesi, 400 Ísafirði, fyrir 25. apríl. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ skiptist í sjúkrasvið og heilsugæsl- usvið og er vel búin stofnun, með rúmgóðri vinnuaðstöðu. Stofnunin þjónar Vestfjörðum, einkum norðurhlutanum. Við veitum alla al- menna þjónustu, bæði á heilsugæslusviði og á sviði skurð- og lyf- lækninga, fæðingarhjálpar, öldrunarlækninga, slysahjálpar og endur- hæfingar. Starfsemin hefur verið í örum vexti á undanförnum árum. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar eru rúmlega 150 talsins og starfsandi er mjög góður. Ísafjörður er höfuðstaður Vestfjarða og þar blómstrar öflugt lista-, menningar- og félagslíf. Íþrótta- og keppn- isaðstaða er mjög góð, bæði innan- og utanhúss. 3 golfvellir eru á svæðinu, 4 íþróttahús og 5 sundlaugar. Tækifæri til útivistar eru mörg, skíðaland er frábært, stutt í veiðilönd og áhugaverð göngu- svæði og aðstaða til sjósports er engu lík. Veðursæld er mikil á Ísaf- irði og lognkyrrð algeng. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi í miðbæ Reykjavíkur Til leigu skrifstofuherbergi í glæsilegu húsnæði í miðbæ Reykjavíkur. Húsnæðið er allt ný málað og búið góðum innréttingum. Sameigin- leg afnot af fundarherb., snyrtingu og eldhúsi. Möguleiki að fá leigð bílastæði í bílastæðahúsi. Upplýsingar í síma 820 2877 eða á net- fangið: kristmundur@in.is , Kristmundur. Er með kaupanda að atvinnuhúsnæði Vantar eignir með langtíma leigusamningum Er með kaupanda að atvinnuhúsnæði sem er með traustum langtímaleigusamningum. Eignir án leigutaka koma til greina, ef við- komandi eigendur eru tilbúnir til að leigja eignina til langs tíma. Staðgreiðsla í boði fyrir eignir á verðbilinu 25—150 millj. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, sími 822 8242. TILKYNNINGAR LÁN EÐA STYRKIR TIL TÆKNINÝJUNGA OG ANNARRA UMBÓTA Í BYGGINGARIÐNAÐI Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2003 Í lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál kveður á um að eitt af hlutverkum Íbúðalánasjóðs sé að stuðla að tækninýjungum og öðrum umbótum í byggingariðnaði, m.a. með veitingu lána eða styrkja. N O N N I O G M A N N I | Y D D A • 9 1 5 5 /s ia .i s Íbúðalánasjóður auglýsir til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði. Lán eða styrki má veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem vinna að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði og viðhaldi íbúðarhúsnæðis, styttingar byggingartíma eða stuðlað með öðrum hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði. Sá sem óskar eftir láni eða styrk skal skila inn umsókn til Íbúðalánasjóðs á sérstöku eyðublaði, um verkefni það er vinna skal. Umsóknina skal leggja fyrir stjórn sjóðsins til ákvörðunar með greinargerð og tillögu um afgreiðslu. Fjárhæð láns eða styrks og lánstíma, skal ákveða hverju sinni af stjórn Íbúðalánasjóðs með hliðsjón af kostnaði við að koma nýjungum í notkun, svo og mikilvægi þeirra fyrir byggingariðnaðinn. Ef um lán er að ræða skulu þau tryggð með fullnægjandi veði í fasteign að mati Íbúðalánasjóðs samkvæmt almennum reglum Íbúðalánasjóðs um veðrými. Rafræn umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is Nánari upplýsingar veitir Helga Arngrímsdóttir á þjónustusviði lána Íbúðalánasjóðs, Borgartúni 21 í síma 569 6986. Skrifstofustarf Skrifstofustarf laust til umsóknar Hæfniskröfur: Bókhaldskunnátta, gjaldkerastörf ásamt almennum skrifstofustörfum. Ensku og/eða dönskukunnátta æskileg. Þeir, sem kunna að hafa áhuga, eru beðnir að senda inn starfsumsókn, ásamt viðeigandi upplýsingum, til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 5. maí, nk. merkta: „Skrifstofa — 13584“. Nýr veitingastaður Opnaður verður nýr og glæsilegur matsölu- og skemmtistaður í Austurstræti. Áhversla verður lögð á létt og skemmtilegt umhverfi sem og mat og þjónustu. Hafir þú áhuga á að vinna í umhverfi sem þessu þá eru lausar til umsoknar eftirtaldar stöður: vakstjóri í sal þjónustufólk í sal barþjóna matreiðslumann aðstoð í eldhús uppvask dyravarsla Starfsreynsla er æskileg. Upplýsingar eingöngu gefnar á staðnum milli kl. 14 og 19 næstu daga. Verið velkomin. Nýr veitingastaður í Austurstræti 9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.