Morgunblaðið - 20.04.2003, Side 53

Morgunblaðið - 20.04.2003, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 53 Tónlistakennarar Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða til starfa kennara í eftirtaldar greinar: Tónfræðagreinar, píanó, forskóla, blokk- flautu (afleysing), þverflautu, klarínettu og slagverk. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf. Uppl. fást í tónlistarskólanum, sími 482 1717. Umsóknarfrestur er til 5. maí 2003. Senda má fyrirspurnir og umsóknir í tölvupósti til tonar@sudurland.is . Tónlistarskóli Árnesinga var stofnaður 1955 og starfar á 12 kennslustöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er 680 og starfa 30 kennarar við skólann. Skólastjóri. Hrafnagilsskóli Við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit eru lausar stöður á næsta skólaári. Skólinn er heildstæður grunnskóli með 200 nemendur í 11 bekkjar- deildum. Um er að ræða eftirtalin störf:  Umsjónarkennari á unglingastigi. Æskilegar kennslugreinar: Samfélagsfræði, íslenska og danska.  Umsjónarkennari á miðstigi, staða í for- föllum til eins árs.  Smíðakennsla, hlutastarf.  Sérkennsla.  Heimilisfræði, hlutastarf  Námsráðgjafi, 40% staða til eins árs.  Umsjón með félagsmiðstöð, 3 klst. á viku yfir skólaárið.  Umsjón með skólavistun, 50% starf. Áhersla er lögð á að starfsfólk sýni metnað í starfi og samstarfsvilja auk þess að vera leið- togar nemenda í samskiptum og námi. Upplýsingar um störfin veita skólastjóri og að- stoðarskólastjóri í símum 463 1137, 463 1230 og 463 1127, netföng karl@krummi.is og annag@krummi.is . Umsóknarfrestur er til 27. apríl. Upplýsingar um stefnu og starf Hrafnagilsskóla má lesa á heimasíðu skólans: http://www.krummi.is . Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði Nýr og glæsilegur fjögurra deilda leikskóli verður opnaður í ágúst nk. við Hauka- hraun 2 í Hafnarfirði þar sem áður var leikskólinn Hraunkot. Óskað er eftir áhugasömum leikskólakennurum, sem vilja taka þátt í að byggja upp skapandi starf með áherslu á hreyfingu og slökun. Lausar stöður: · Aðstoðarleikskólastjóra frá 15. júní. · Leikskólakennara. Nánari upplýsingar veitir Oddfríður Jónsdóttir, leikskólastjóri, í símum 555 3493 og 664 5837. Ennfremur veita leikskólafulltrúi og leikskólaráðgjafi upplýsingar í síma 585 5800. Umsóknarfrestur um stöðu aðstoðarleikskólastjóra er til 2. maí. Umsóknarfrestur um stöður leikskólakennara eru til 22. maí en ráðning samkvæmt samkomulagi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, en einnig er hægt að sækja um rafrænt á hafnarfjordur.is. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og FÍL/STH. Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um störfin. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Nýr leikskóli - leikskólakennarar óskast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.