Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Við erum aldrei viðbúin dauðsfalli. Elsku mamma mín, þú áttir alltaf að vera á Leifsgötu 6 og taka á móti okkur í hlýja faðm- inn þinn. Fallegt og hýrt brosið þitt, góðu orðin þín og umhyggja fyrir okkur öllum, allt kemur þetta nú í hugann við fráfall þitt. Þú áttir eftir að koma til Gig Harbor í haust, hitta nýjasta langömmubarnið og njóta samvistanna við okkur í nýja húsinu. Ég er ein af þessum heppnu dætr- um sem áttu svo yndislega móður sem vakti yfir mér og fjölskyldu minni. Þú talaðir við okkur eins oft og hægt var og þótt langt væri á milli okkar tókstu þátt í lífi mínu jafnt í gleði sem sorg. Mamma mín, þú varst minn klettur í þessu lífi og ég vil þakka þér tak- markalausa elsku þína. Tina, Andy, Kellan og Liam sem ekki gátu komið og kvatt þig senda ástar- og saknað- arkveðjur. Ég veit að seinna linast sársaukinn, en núna blæðir og líf okk- ar verður aldrei eins og áður. Ég mun alltaf elska þig. Hinir fjölmörgu vinir og ættingjar í Bandaríkjunum kveðja kæra frænku og vinkonu. Hjartans kveðja. Þín dóttir Jakobína Ragnheiður (Bidda). Fordómalaus, hjálpsöm og góðvilj- uð að hugsa um allt fólkið sitt. Eitt- hvað á þessa leið hefði ég sjálfsagt lýst Frænku hefði einhver spurt mig. Frænka var einkasystir mömmu okk- ar og að foreldrum okkar látnum, nánasti ættingi okkar systkina. Þær voru tvær systurnar á Bakka, í Ket- ildölum vestur, dætur Böðvars og Lilju heiðurshjóna, sem voru sómi sinnar sveitar. Þegar við systkinin vorum lítil gát- um við ekki sagt Þóra svo úr varð að hún hlaut nafnið Frænka. Hjá okkur, börnum okkar öllum og mörgum fleiri ÞÓRA BÖÐVARSDÓTTIR ✝ Þóra Böðvars-dóttir fæddist á Bíldudal 9. febrúar 1918. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 15. apríl. gegndi hún þessu nafni. Henni þótti vænt um það, að vera hin eina sanna Frænka og það þótti okkur líka. Frænka giftist og fluttist á mölina skömmu fyrir seinna stríð. Þar bjó hún, eins og títt var á þeim tíma, í fjölskylduhúsi við Laugaveginn í sambýli við tengdafólkið sitt. Frænka varð fyrir þeirri sorg að missa Ás- geir eiginmann sinn frá börnunum tveimur fyrir rúmri hálfri öld. Afi og amma voru þá nýlega flutt til Reykjavíkur frá Bíldu- dal þangað sem þau höfðu flutt sig innanúr Arnarfirði. Varð það úr að afi og amma, Frænka og börnin hennar tvö fluttu saman á Leifsgötu 6 þar sem Frænka bjó síðan alla tíð þar til tveimur dögum áður en hún lést. Þannig varð Leifsgatan sá staður sem okkur systkinunum stóð næst á eftir heimili okkar og þangað hefur verið gott að sækja alla tíð. Þar bjuggum við einnig sumarlangt á meðan íbúðin við Skaftahlíð var í byggingu. Þaðan heimsóttum við mömmu á fæðingar- deildina þegar Sverrir bróðir fæddist og þaðan sóttum við Lilja skóla- garðana sumarið áður en tvíburarnir fæddust. Á Leifsgötu gat oft verið framandi og sérstakt andrúmsloft. Útþráin hafði gripið heimasætuna hana Biddu og ferðaðist hún til útlanda strax og hún taldi sér fært og hafði aldur til. Þar leigði herbergi danskur maður, Leif Johannesson þjónn á Gullfossi sem dvaldi þar þegar hann var í landi og einnig yfirleitt alltaf um jólin. Þar var einnig Svana, Svanhildur Tessnow, ígildi móðursystur sem kom einnig í bæinn úr Ketildölunum og lærði síðan smörrebröd hjá sjálfum Óskari Davidsen í kóngsins Kaup- mannahöfn og þurfti ekki að ræða yf- irburði þeirrar borgar fram yfir önn- ur pláss. Frænka hóf störf í miðasölu Þjóð- leikhússins skömmu eftir að það hóf starfsemi. Þar vann hún síðan alla tíð, þar til hún fór á eftirlaun. Frænku þótti vinnan í leikhúsinu heppileg því leikhúsið lokaði á sumrin og gaf henni því færi á að vinna í mjólkurbúð eða við önnur störf, því ekki veitti af til að sjá sér og sínum farborða. Það að Frænka vann í leikhúsinu varð svo til þess að við systrabörnin nutum góðs af. Þegar fátt var á sýningum gat hún smeygt okkur inn og gjafir hennar til okkar á jólum og afmælum voru yf- irleitt aðgöngumiðar í leikhúsið. Fyrir það, að kenna okkur að meta leikhús og ótal leikhúsverk stöndum við í ævarandi þakkarskuld. Eftir andlát foreldra okkar hefur Frænka reynt eftir bestu getu að vera börnum okkar sú amma sem þau kynntust ekki og reynt af fremsta megni að koma í stað bæði afa og ömmu. Hún vissi að það hlutverk var mikilvægt og lagði sig alla fram um að gegna því eins og vel og nokkur var kostur. Það gerði hún vel og fyrir það getum við og börnin okkar verið henni ævinlega þakklát. Blessuð veri minning ástkærrar móðursystur. Bolli Héðinsson. Fyrstu minningarnar um Frænku tengjast strax bernskuárunum, svo stór hluti var hún af tilveru okkar. Eftir allan þennan tíma er ómögulegt að hugsa sér tilveruna án Frænku og Leifsgötunnar sem alltaf hefur skipað stóran sess í lífi okkar. Frænka og mamma voru einkasystur og bjó Frænka lengst af með afa á Leifsgöt- unni. Mikill samgangur var milli systranna og innan fjölskyldunnar. Ógleymanlegar eru heimsóknir afa og Frænku í vöfflur og kaffi um nánast hverja helgi. Leifsgatan var okkur systkinum sem annað heimili og alltaf gott að koma þangað og finna fyrir því andrúmslofti sem þar hefur ríkt í gegnum tíðina. Þarna var hinn fasti punktur sem afi okkar og amma stofnuðu til. Okkur systkinunum þótti sérstaklega spennandi að grúska þarna í gömlu dóti og jafnvel gömlum fötum af henni sjálfri þegar við vorum börn. Frænka sýndi okkur ótrúlega þolinmæði þegar mest gekk á. Þegar fjölskyldan kom saman var Frænka ávallt í öndvegi enda höfuð sinnar kynslóðar. Frænku var alltaf saknað í þau fáu skipti sem hún komst ekki í hin fjölmörgu fjölskylduboð. Það var alltaf gaman að skrafa við Frænku enda hafði hún skoðun á öllu og fylgdist alltaf vel með allt fram í andlátið. Sérstaklega var ánægjulegt að finna hversu vel hún hlustaði, hafði gaman af að tala við fólk og kynnast nýjum hlutum og öðrum viðhorfum til lífsins og tilverunnar. Hún fór aldrei í manngreinarálit og var svo fordóma- laus að það var aðdáunarvert. Frænka var alltaf til staðar og sýndi okkur systkinunum mikla hlýju og ástúð, sérstaklega eftir fráfall for- Það er svo ótrúlega margt sem kemur upp í hugann þegar við hugs- um um Lalla afa. Við munum eftir ótal mörgum sunnudög- um þar sem við borðuðum kökur hjá ömmu og hlustuðum á sögur hjá afa, borðuðum ís og fengum brjóstsykur. Við eldri systurnar munum eftir því að hafa horft á Húsið á Sléttunni alla sunnudaga með afa. Afi var fljótur að fá sér videotæki til að taka upp barna- efni, gamanþætti og þess háttar fyrir yngri barnabörnin. Afi var mikill bókasafnari og lestrarhestur og átti ógrynnin öll af bókum, frá ástarsög- um til danskra Andrésblaða, ævi- og þjóðsagna sem hann greip oft til og las fyrir okkur. Oft var gaman að stinga sér inni í bókaherbergi og LÁRUS ÞÓRARINN JÓSEPSSON BLÖNDAL ✝ Lárus ÞórarinnJósepsson Blön- dal fæddist á Siglu- firði 12. júlí 1912. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Holtsbúð í Garðabæ 8. apríl síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ 15. apríl. skoða allar þessar bæk- ur. Hann afi var mikið jólabarn, og skreytti húsið mikið. Með öll jólaljósin og tilheyrandi skreytingar, gerði hann húsið að eins konar æv- intýraheimi sem gerði okkur barnabörnin agn- dofa. Á jóladag buðu amma og afi allri stór- fjölskyldunni í hangi- kjöt og kaffi. Þá var oft margt um manninn og mikið fjör. Það sem við munum helst eftir voru allir kossarnir, hann kyssti alla fram og til baka, dillandi hláturinn og létta lundin. Lalli afi mun alltaf lifa í minningu okkar. Við söknum hans og óskum honum góðr- ar ferðar til himnaríkis. Karlotta, Eivor Pála og Anna Kristín. Afi okkar var án efa besti afi í heimi. Blíðari, jákvæðari og betri mann var ekki að finna og hann heill- aði alla með persónuleika sínum. Á hverjum sunnudegi hlökkuðum við til að fara í heimsókn til afa og ömmu í Hlíðarbyggðina því þar biðu þau eftir að fá að knúsa okkur og dekra við okkur með kræsingum eins og kúlu- kökunni frægu. Afi var alltaf brosandi og alltaf var stutt í sönginn. Sama hvað gekk á í lífinu þá gat maður alltaf komið til afa og fengið að heyra magn- aðar sögur frá Siglufirði eða af galdrakarlinum góða og látið stríða sér aðeins með kitli og „kemur afi gangandi“. Það myndu heldur ekki allir afar spila á greiðu og penna fyrir afabörnin sín á jólahlaðborði á veit- ingastað úti í bæ. En það gerði afi. Hann hafði alltaf tíma fyrir afabörnin sín og gerði allt fyrir þau. Því eins og hann sagði sjálfur þá var hann barn í anda og skildi þess vegna okkur börn- in betur en hitt fullorðna fólkið. Stundirnar sem við áttum með afa voru ómetanlegar og eru það að okkar mati forréttindi að hafa átt svona frá- bæran afa. Elsku afi okkar, við munum ekki aðeins sakna þín sem besta afa í heimi heldur höfum við líka misst einn af okkar bestu vinum. Þú munt samt lifa áfram í hjörtum okkar. Guð geymi þig. Þínar afastelpur, Erna Kristín, Marta Guðrún og Brynja Rut Föðursystkin mín hafa öll fengið þá ættarfylgju að eldast ekki. Að vísu hefur hár sumra þeirra gránað og á andlit þeirra hafa bæst drættir sem hafa vitnað um reynslu þeirra, áhyggjur, gleði og sorgir, en annað hefur ekki breyst. Þau hafa á ein- hvern undarlegan og óútskýranlegan hátt fengið eilífa æsku í vöggugjöf, ei- Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, Safamýri 48, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 17. apríl. Sigurður Pálsson, Sigrún L. Sigurjónsdóttir, Kara Pálsdóttir, Valur Árnason, Sigrún Pálsdóttir, Bragi Ólafsson, Ragnhildur Ásta Valsdóttir, Þórdís Kara Valsdóttir, Hrafnhildur Bragadóttir, Konráð Bragason, Hákon Bragason, Sigurður Helgason, Artie Helgason, Sigríður A. Helgadóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARÍA STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR, Hrafnagilsstræti 32, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 17. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Þorvaldur Kristján Jónsson, börn, tengdabörn og fjölskyldur. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.