Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 49 Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MÁLFRÍÐUR JÓHANNA MATTHÍASDÓTTIR, Boðahlein 12, Garðabæ, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju, Hafnar- firði, miðvikudaginn 23. apríl kl. 13.30. Sigurður Ólafsson, Rut Sigurðardóttir, Bjarni Sigurðsson, Sigurður Ólafsson, Sonja Granz, Sigurjón M. Ólafsson, Guðrún Sunna Egonsdóttir, Frímann Dór Ólafsson, Ágúst Óli og Rut. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar JÓHANNS G. GUÐNASONAR, Vatnahjáleigu, Austur-Landeyjum, síðast til heimilis í Kirkjuhvoli. Fyrir hönd ættingja og vina, Haraldur Guðnason, Ilse Guðnason. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og útför HÓLMFRÍÐAR HÓLMGEIRSDÓTTUR, Byggðavegi 136a, Akureyri. Við þökkum starfsfólki lyflækningadeilar F.S.A. og heimahlynningar fyrir alla umönnun. Níels Krüger, Auður Stefánsdóttir, Herbert B. Jónsdóttir, Kristjana Níelsdóttir, Sigurður Pálmi Randversson, Haraldur Krüger, Bryndís Benjamínsdóttir, Þorsteinn Krüger, Guðrún Heiða Kristjánsdóttir og ömmubörnin öll. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sími 893 8638 Komum heim til aðstoðar við undirbúning útfarar sé þess óskað Sími 567 9110 www.utfararstofan.is Mágur minn, Stein- þór Halldórsson, er látinn. Einn þeirra fjölmörgu sem sáttir hafa gengið til sinna daglegu starfa, staðið skil á sinni tí- und til þjóðfélagsins, maður sem gerði fyrst og fremst kröfu til sjálfs sín og þótti best að vera ekki öðr- um háður. Steinþór hafði unnið til þess að sjá fram á þægilegt ævikvöld með sínu fólki, þar sem afrakstur vinn- unnar myndi skila sér. Maður sem ásamt eiginkonu sinni hafði ekki fyrir nokkrum mánuðum ástæðu til annars en að ætla að næsta framtíð yrði með þeim hætti sem lýst er hér að framan en örlögin hafa orðið önnur. Á fyrsta degi febrúarmánaðar sl. varð Steinþór og fjölskylda hans fyrir þeirri þungu sorg að eigin- kona hans Erla Kroknes lést en að- draganda þess bar að eins og þruma úr heiðskíru lofti í vikunni áður. Þá var ekki liðinn nema mán- uður frá því að Steinþór kvaddi yngstu systur sína Hinriku eftir stutta en harða baráttu hennar við illvígan sjúkdóm, reyndar þann sama og lagði hann sjálfan. Við sem stöndum næst þessu fólki hljótum að mega spyrja al- mættið hvað er hér að gerast? Hvað vill sá sem öllu ræður spyr eitt af ljóðskáldum okkar. Upprisa og kærleiksverk frelsarans svara því. Í þeirri trú og vissu ber okkur sem eftir sitjum að hugsa og takast á við breytta tíma. Gildismat og lífsreynsla kallar fram í huga okkar mikið þakklæti STEINÞÓR G. HALLDÓRSSON ✝ Steinþór Guð-mundur Hall- dórsson fæddist á Svarthamri í Álfta- firði 20. febrúar 1931. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 15. apríl. til allra þeirra sem komið hafa að því að bæta líðan hins látna og aðstoða okkur að- standendur við að sætta okkur við orðinn hlut. Þá hefur at- burðarás sem þessi sannað að enn eiga læknavísindin margt ólært og því mikilvægt að samfélagið tryggi því fólki sem að þess- um málum vinnur við- unandi aðstæður. Steinþór var maður í eðli sínu hlédrægur, fór hljótt með skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Hins vegar kom í ljós við náin kynni að hann tók afstöðu til þjóðfélagsmála. Í því efni vildi hann jafnan tryggja hag þeirra sem minna máttu sín. Ekki minnist ég þess að hann hafi lagt til nokkurs manns slæmt orð. Stein- þór var maður afar verklaginn og flest lék honum í hendi. Nú hin síð- ari ár tók hann sér fyrir hendur að stunda tréútskurð og bera mörg verk hans höfundi sínum fagurt vitni. Þá tæpu fjóra áratugi sem leiðir okkar Steinþórs hafa legið saman hafa þær einkennst af þeim við- horfum hans að horfa fyrst og fremst til hins jákvæða í fari manna og vera fús til að rétta náunganum hjálparhönd. Slíku fólki er gott að kynnast og vera sam- ferða í gegnum lífið. Þá verður ekki skilið við þessi kveðjuorð án þess að minnast þess trausta sambands sem ríkti milli Steinþórs og Hin- riku systur hans. Hún mat bróður sinn mikils og lagði rækt við tengsl þeirra. Fjölskylda Hinriku Halldórsdótt- ur biður þess að börnum þeirra hjóna Erlu Kroknes og Steinþórs og öðru venslafólki verði friður gef- inn og tími til að yfirvinna sorg sína um leið og við kveðjum Stein- þór. Vertu sæll, góði drengur Sigurður Þórðarson. Hvað er hlýrra en höndin föður kær? Hvað er betra en styrkur föðurarmur? Sem alltaf var svo traustur, alltaf nær okkur finnst nú lífið dimmur harmur. Þú ert nú farinn, horfinn himna til, horfinn burt frá lífsins sorg og þrautum. Skýjum ofar, bak við himins hlið þú horfir okkar til frá ljóssins brautum. Við munum þína hlýju ljúfu lund, svo létt og gjafmild „öðlingurinn sanni“. Þér munum þakka alla ævi stund, því allir vita að þú varst gull af manni. Við biðjum guð að blessa þína för. Þín bíður hún er sárt þú máttir trega. Við skynjum fögnuð þinn við frelsis skör og biðjum ykkur blessist ævinlega. Það er svo sárt að sjá á bak tveim, er saman hafa okkur leitt fram veginn. Þó erum viss nú ertu kominn heim, því eftir þér beið mamma hinum megin. Við skynjum að þið leiðist hönd í hönd. Sú hugsun fögur mýkir dýpstu sárin. Það ljós frá himni lýsir sorgar strönd, því lítum upp og brosum gegnum tárin. (Guðný Jónsdóttir.) Fjölsk. Langholtsvegi 4. Ùr fjarlægð sendum við hjónin saknaðarkveðjur, einn nágrann- anna úr Hvalfjarðarhópnum er kallaður burtu, aldur og veikindi valda því, en þessi er lífsins saga, stutt er síðan við kvöddum eig- inkonu Steinþórs og full saknaðar þá bætist þessi missir við. Steinþór var maður framkvæmda og átaka eins og sumarhús hans í Hvammsendalandi sýnir okkur svo vel, öll umgjörð, hús, lóð og aðkoma lýsa vel hvern mann Steinþór hafði að geyma. Hann var einnig ein- staklega góður granni, hjálpsamur, ráðagóður og alltaf tilbúinn að að- stoða ef einhver þurfti eitthvað. Handan Atlantsála sendum við öllum aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur og kveðjum Steinþór. Hafi hann innilegar þakkir fyrir samfylgdina. Guð blessi minningu góðs manns. Þóra og Atli. Það voru okkur þungar fréttir þegar tilkynnt var að Þor- steinn, okkar einlægi fjölskylduvinur, væri látinn. Við höfðum aðeins fáum stundum áður hringt til að óska honum til ham- ingju með afmælið. Þá virtist hann svo léttur og kátur að það hvarflaði ekki að okkur að dauðinn væri svo nærri. Ég var svo gæfusamur, þá átta ára drengur, að byrja í sveit í Norðtungu hjá foreldrum hans. Allt frá þeim tíma var hann mér mikill vinur og nánast sem bróðir. Eftir að hann var orðinn vörubíls- eigandi á þessum árum áttum við oft samleið á ferðum milli Reykja- víkur og Norðtungu. Eftirminni- legust er þó ferðin þegar hann fékk sér Fordinn, dráttarvélina sem hann átti alla tíð. Sat ég þá á brett- inu, þessa löngu leið. Steini vann um tíma í Reykjavík og bjó þá hjá foreldrum mínum í Rauðagerðinu. Það kom þá best í ljós hvað hann átti auðvelt með að kynnast fólki á öllum aldri. Hann varð fljótt vinur vina okkar. Þetta ÞORSTEINN MAGNÚSSON ✝ Þorsteinn Magn-ússon fæddist á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð í Mýra- sýslu 6. apríl 1943. Hann lést á heimili sínu, Svartagili í Norðurárdal, 6. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 15. apríl. var góður og skemmtilegur tími, sem hann rifjaði oft upp. En sveitin átti alltaf huga hans og hóf hann síðar eigin búskap. Eftir að hann er flutt- ur að Svartagili og breytir hluta af jörð- inni yfir í sumar- bústaðaland, fengum við lóð undir hús rétt við bæinn. Hann átti mörg handtökin og heilræðin við bygg- inguna. Enda átti hann fast sæti við eldhúsborðið sem fáir reyndu að setjast í, því þá var sagt: „Neeei, þetta er sætið hans Steina.“ Já, það er rétt að Steini mun alltaf eiga sérstakt sæti í huga okkar. Mikill vinskapur skapaðist milli Steina og barna okkar, ekki síst hin seinni ár á milli hans og Hildar Margrétar. Einnig myndaðist mik- ill vinskapur milli Öddu dóttur Steina og Maju stjúpdóttur hans og sona okkar, sem haldist hefur æ síðan. Minningin um Steina verður um traustan og hugulsaman vin sem vildi allt fyrir alla gera. Það var dæmigert fyrir Steina, að láta aðra og annarra þarfir ganga fyrir, jafnvel á þeim tíma- mótum sem hann átti á dánardegi sínum. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til dætra hans og systkina. Grétar, Sigrún og fjölskylda. Minningarathöfn um ástkæra móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KATRÍNU JÓNSDÓTTUR frá Seyðisfirði, sem lést miðvikudaginn 2. apríl, verður í Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 22. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður á Seyðisfirði laugardaginn 26. apríl. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast Katrínar, er bent á Barnaspítala Hringsins. Jón Erlendsson, Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, Björn Erlendsson, Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir, Halldóra Erlendsdóttir, Ólafur Víðir Björnsson, Hákon Erlendsson, Ermenga Stefanía Björnsdóttir, ömmu og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.