Morgunblaðið - 20.04.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 20.04.2003, Síða 32
LISTIR 32 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ hlykkir sem flestir koma á óvart, og hvarfpunktarnir eru sterkir og áhrifamiklir í uppfærslu Ágústs Torfa Magnússonar með Leikfélagi Seyðisfjarðar. Sýningin er snyrtilega upp sett að mestu leyti, leikmynd og búningar ágætir. Nokkuð bar á frumsýn- ingaróöryggi í textaflutningi sumra leikenda sem stendur auðvitað til bóta, eins má reikna með að sýningin þéttist. Leikendur skila allir skýrum persónum. Það sem helst stendur áhrifamætti Lífsháska fyrir þrifum er samt að ekki tekst fyllilega að koma til skila háskanum sem byggist LÍFSHÁSKI er lipurlega smíðað- ur spennuleikur sem hverfist um tvo leikritahöfunda, annan útbrunninn og bitran, hinn ferskan og metnaðar- gjarnan. Að rekja fléttuna væri auð- vitað firra, enda eru á henni ótal upp í hverjum þætti og meðfylgjandi taugatitringi persónanna. Það er of mikil afslöppun í gangi. Á hinn bóginn eru ofbeldisatriðin óvenju vel útfærð hjá Ágústi og hans fólki og þrátt fyrir að ég þekki fléttuna tókst honum að skjóta mér skelk í bringu hvað eftir annað. Af leikendum mæðir mest á Snorra Emilssyni sem eldri höfundinum og stendur hann sig ágætlega fyrir utan hina almennu annmarka sýningar- innar. Þá er sjáandinn sérlega skemmtilega unninn hjá Sigurveigu Gísladóttur. Sýningin er ágæt skemmtun og á skilið betri aðsókn en á frumsýningunni, þar sem skamm- arlega fáir voru mættir. Gullna hliðið Ungmennafélagið Vaka hefur sofið leiklistarlegum þyrnirósarsvefni síð- an 1970, fyrir utan smárumsk fyrir fjórum árum. En núna eru þau komin á fætur og sýna vandvirknislega, ein- læga og að mestu leyti hefðbundna uppfærslu Gunnars Sigurðssonar á móður allra íslenskra alþýðusjón- leikja, Gullna hliðinu. Að mestu leyti, segi ég, því vissu- lega örlar á stundum á háðstóni tutt- ugustu og fyrstu aldarinnar yfir bernskri trúarlífsmynd Davíðs – ótrúlega hlægilegur prestur Þor- steins Loga Einarssonar kemur upp í hugann. En hæðnin virkar vegna þess að heildarlögnin er einlæg og vinnur með verkinu en ekki á móti. Annað frávik frá hefðinni er sú snjalla hugmynd að láta tvær leikkonur fara með hlutverk Óvinarins. Þetta gefur kost á að láta hinn lævísa Belsebúbb koma kerlingu sífellt á óvart, hann er ekki fyrr horfinn út af sviðinu öðrum megin en hann birtist fyrir aftan hana hinum megin. Snjöll hugmynd, sem Gunnar hefði reyndar átt að nýta sér á ögn fjölbreyttari hátt. Leikhópurinn er ungur að árum og reynslu, en ná margir furðusterkum tökum á persónum sínum. Ber þar hæst fallega meðferð Gróu Valgerðar Ingimundardóttur á kerlingu. Sig- Lífs- og sálarháski LEIKLIST Leikfélag Seyðisfjarðar Höfundur: Ira Levin, þýðandi: Tómas Zoëga leikstjóri: Ágúst Torfi Magnússon. Félagsheimilinu Herðubreið 4. apríl 2003. LÍFSHÁSKI Ungmennafélagið Vaka Höfundur: Davíð Stefánsson leikstjóri: Gunnar Sigurðsson. Félagsheimilinu Þjórsárveri 5. apríl 2003. GULLNA HLIÐIÐ www.das.is e›a á netinu 561 7757 Hringdu og endurn‡ja›u heppnina D r e g i › í h v e rr i v i k u 52x DAS Fær› flú símtal frá okkur? 20% fjölgun vinninga Gle›ilegt ár hefst 8. maí Í ár kynnir Happdrætti DAS glæsilegustu vinningaskrá sína frá upphafi me› fjölgun vinninga um 20 % sem ver›a nú um 51.000 a› tölu. Vi› drögum í hverri viku um milljónir og fla› er flví ljóst a› mun fleiri munu hampa vinningi í ár. fietta gerist allt flrátt fyrir óbreytt mi›aver›. fiú hefur flví aldrei haft jafn gó›a ástæ›u til a› spila me› – í DAS. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 19 09 2 04 /2 00 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.