Morgunblaðið - 20.04.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 20.04.2003, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 31 = allt er framkvæmanlegt Umboðsmenn og söluaðilar um land allt. Nánari upplýsingar er að finna á www.ok.is eða í síma 570 1000 Tíminn líður hratt. Það er ekki víst að þú vitir hvar þú verður árið 2006 – en hp-tölvan þín verður enn í ábyrgð. Stöðug þróun og auknir notkunarmöguleikar kalla á vandaðri tölvur til að þjóna notandanum af öryggi og stöðugleika. Sérfræðingar HP eru haldnir fullkomnunaráráttu. Fullvissa þeirra um hraða, öryggi og gæði skilar sér til þín í þriggja ára ábyrgð. Kynntu þér málið og tryggðu þér eintak af mest seldu fartölvu í heimi.**S am kv æ m t I D C er u hp co m pa q m es t s el du fa rtö lv ur na r í he im iá rið 2 00 0, 2 00 1 og 2 00 2. A B X 90 30 31 4 GUÐ minn góður, en aumlegt land,“ umlaði eldri kona frá Am- eríku sem sat við hliðina á spænska rithöfundinum Xavier Moret þegar hann lenti á Keflavíkurflug- velli í fyrsta sinn. „Og býr fólk hér,“ hélt hún áfram með- an þau gengu inn í flugstöðina. Kannski ekki óalgeng við- brögð. Moret segist aftur á móti þeg- ar hafa heillast af landinu þrátt fyrir efasemdir sessunautar síns sem hélt flugi sínu áfram til New York og hefur sennilega aldrei komið aftur. Moret hefur ekki látið sitja við orðin tóm heldur skrifað bók um Ísland sem kom út síðast- liðið haust og nefnist La isla secreta eða Leynieyjan. „Ég var eiginlega afvegaleiddur af landinu, töfrum náttúrunnar og fjölbreytilegum sögunum um álfa og víkinga og tröll,“ segir Moret. „Athygli mín á landinu var fyrst vakin í ljóði eftir argentínska skáldið Jose Luis Borges en úr því er nafnið á bókinni. Þegar ég kom hingað í fyrsta sinn sá ég að þetta land hlyti að kalla á bók. Að mínu mati er Ísland best geymda leynd- armál Evrópu.“ Moret segir að sér þyki flest áhugavert við þjóðina og landið. „Maður þarf ekki annað en að skoða Reykjavík sem er undarleg blanda af alþjóðlegri borg og sjáv- arþorpi. Og þessar skörpu and- stæður sjást víðar: Veðrið stillir upp endalausum andstæðum, land- ið er gjörólíkt á sumri og vetri, sí- felld átök eru milli birtu og myrk- urs nema þessa daga þegar bjart er alla nóttina en þá verður líka allt vitlaust, fólk hleypur upp um holt og hóla eða á milli ölknæpna.“ Moret segist einnig heillaður af sjávarþorpunum úti á landi. „Siglu- fjörður er gott dæmi um einn af þessum bæjum sem voru fullir af lífi fyrir fáeinum árum en standa núna eins og auðnuleysingjar undir fjallsvegg, yfirgefnir af flestum og afskiptir. Ég kann að meta þessa staði. Þeir eru enn fullir af orku þótt þeir virðist hafa glatað reisn sinni við fyrstu sýn. Um náttúruna gildir hið sama. Snæfellsjökull kann að hafa verið óvirkur um aldir en það streymir orka frá honum. Maður er alger- lega bergnuminn eftir að hafa gengið þarna upp og horft út í blámann á sumarkvöldi.“ En Moret þótti þetta ekki auð- velt land. „Þótt landið sé ekki ýkja stórt og fjölmennt var ekki auðvelt að kynnast því. Veðráttan og nátt- úran eru erfið viðureignar. En fólkið er hlýtt og gestrisið. Ég hafði kynnst Svíum og hélt að Ís- lendingar væru svipaðir en komst fljótt að því að Íslendingar eru mun vinalegri. Það er auðveldara að kynnast Íslendingum, þeir eru alltaf tilbúnir til að setjast niður og segja manni nokkrar sögur af náunganum eða sögulegum hetjum sínum. Þessi munnlega sagnahefð er ótrúlega frjó og áhugaverð. Ég held að fáir staðir eigi lifandi sagnagerð af þessu tagi. Ég var sí- felldlega endurhlaðinn af þessum sögum og innblásinn. Það hlaut að verða bók úr þessu.“ Auk þess að segja frá landi og þjóð og ferðalögum sínum um land- ið segir Moret frá Íslendingasög- unum, einkum Njálu og Hrafn- kötlu. Hann ræðir einnig við íslenska listamenn. Bókin hlaut ferðabókarverðlaunin Premis Grandes Viajeros árið 2002. Leynieyjan, ný spænsk ferðabók um Ísland komin út Ísland best geymda leyndarmál Evrópu Xavier Moret

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.