Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frönskunámskeið innritun 22. apríl til 2. maí Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Taltímar og einkatímar. Námskeið fyrir börn. Stuðningsnámskeið fyrir skólafólk. FRANSKA FYRIR FERÐAMENN (10 tíma hraðnámskeið) Hringbraut 121 - JL-húsið, 107 Reykjavík, fax 562 3820 Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is Innritun í síma 552 3870 Námskeiðin hefjast 5. maí. ÞÁTTTAKENDUR í hring-borðinu voru MargrétBóasdóttir, forseti Tónlist-arráðs Íslands og formað-ur Félags íslenskra tónlist- armanna, Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlist- armanna, Rúnar Vilbergsson og Ólöf Þorvarðsdóttir, hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Ís- lensku tónlistarverðlaunanna, og Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Í máli þeirra kom fram að þau hafa miklar áhyggj- ur af því að áhugi stjórnmálamanna á framkvæmdum sé meiri í orði en á borði, og að tveggja ára frestun á framkvæmdum nú, séu til marks um það. Þau leggja líka áherslu á að tón- listarmenn verði hafðir með í ráðum um byggingu Tónlistarhúss. Ólöf: Hljóðfæraleikarar í Sinfóníu- hljómsveit Íslands hafa stofnað með sér tíu manna nefnd sem við köllum jarðýtunefnd. Nefndin hefur nú starf- að í um hálfan mánuð og ætlar að beita sér í málefnum tónlistarhússins. Okkur er ofboðið hvernig staðið er að málum. Í apríl í fyrra undirrituðu ríki og borg samninga um byggingu húss- ins og framkvæmdir áttu að hefjast á næsta ári. Samningurinn var undir- ritaður í Háskólabóíi og mikið við haft; við lékum og allir voru glaðir. Nú höfum við hins vegar heyrt utanað okkur að það sé verið að fresta fram- kvæmdum, og það er ekki gott. Þegar samningurinn var undirritaður voru sveitarstjórnarkosningar framundan og þá var hægt að tala um að til væru peningar og að tímabært væri að hefj- ast handa. Við viljum fá skýringar á því hvers vegna ekkert hefur gerst í heilt ár og framkvæmdum frestað. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að það er mikið um að vera í þjóð- félaginu með virkjunarframkvæmd- um og slíku, en okkur er nóg boðið og viljum að staðið verði við samkomu- lagið frá í fyrra og framkvæmdir hefj- ist á næsta ári. Björn: Það er einkennilegt hvað hljótt fór um frestun fram- kvæmdanna. Það var haft eftir borg- arstjóra um mánaðamótin febrúar, mars að það væri búið að fresta öllum áætlunum og líklegt að húsið risi jafn- vel ekki fyrr en 2007. Margrét: Þegar þessi orðrómur fór á kreik, voru fyrstu viðbrögð okkar að líta svo á að þetta væru ósannindi. En raunin varð þó því miður önnur. Björn: Við tónlistarmennirnir í Samtökum um byggingu tónlistar- húss óskuðum eftir fundi með borg- arstjóra, þar sem hann ræddi við okk- ur mjög opinskátt og heiðarlega um þetta, og sagði að það væri bara ekki búið að vinna málið nægilega vel, það þyrfti að undirbúa skipulagsmálin betur, gera markaðskannanir og svo framvegis. Auk þess væri þetta dýrt verkefni, og borgin þegar búin að skuldbinda sig í ábyrgðir gagnvart Kárahnjúkavirkjun. Við gengum hvorki sátt né sæl af þessum fundi, og töldum okkur svikin. Það næsta sem við fréttum af frestun var á fundi Bandalags íslenskra listamanna, þar sem Tómas Ingi Olrich og Geir Haarde sátu. Þar kom tónlistarhúsið til umræðu. Við spurðum mennta- málaráðherra hvort rétt væri sem við höfðum heyrt hjá borgarstjóra að til stæði að fresta áætlun um fram- kvæmdir. Hann neitaði því ítrekað og sagði að staðið yrði við allar áætlanir og samninga sem gerðir hefðu verið við borgina. Á þeirri stundu, vissi enginn sem í salnum var að ráðherr- unum þó líklegast undanskildum, að búið væri að gera nýja verkáætlun með tveggja ára frestun frá áætlun- inni sem samþykkt var í apríl í fyrra. Ég túlka þetta sem ljóslifandi dæmi um hvernig málið hefur þróast. Emb- ættismenn virðast forðast að ræða þessi mál við okkur og vilja helst ekki hlusta á okkur. Hverju sem um er að kenna, vil ég þó meina að þetta sé hvorki vandamál ráðherra né borgarstjóra, þetta er viðvarandi vandamál í íslensku tón- listarlífi að ekki skuli vera til tónlist- arhús. Við viljum fá að fylgjast með Margrét: Það eru merkileg skila- boð í öllu þessu máli að Samtök um byggingu tónlistarhúss skuli ekki eiga fulltrúa í stjórn nýja einkahluta- félagsins. Samt sem áður eru Sam- tökin búin að leggja ómælda vinnu af mörkum við að vinna málinu fylgis, safna fé og vera sá farvegur þar sem almenningur hefur getað sýnt þessari byggingu stuðning í verki. Okkar fyrri formaður, Stefán P. Eggertsson, hefur líka allan tímann starfað náið með stjórnvöldum að framgangi málsins. Þrátt fyrir allt þetta virðist aldrei hafa komið til tals að samtökin ættu fulltrúa í stjórn einkahluta- félagsins, hvað þá áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt. Þetta lít- ur þannig út að stjórnvöldum finnist málið ekki koma tónlistarfólki og áhugafólki um bygginu hússins við. Við höfum alltaf sagt, að húsið verði betra, fáum við, með okkar fagþekk- ingu, eitthvað um það að segja. Við höfum verið að styrkja þá ímynd þessa húss að hljómburður stóra salarins eigi fyrst og fremst að þjóna sinfónískri tónlist, en að verði engu að síður þannig úr garði gerður að hann þjóni öllum tegundum tón- listar, tæki við öllum stærstu viðburð- um okkar fólks, en einnig gesta okkar á Listahátíð. En það eru fjölmörg dæmi um það að í hönnun húsa af þessu tagi hafi gleymst að taka tillit til ýmissa hluta sem virðast smáir, en geta skapað mikil vandræði ef mistök verða. Það hafa komið upp tilvik þar sem gleymst hefur að gera ráð fyrir því að græjur og flyglar komist gegn- um dyr inn í sali, og að ljóskastarar séu staðsettir beint í sjónlínu áheyr- enda. Þess vegna teljum við húsinu lífsnauðsyn að við fáum að fylgjast með, alltaf. Einar: Ég er sat á ráðstefnu í London nýverið með mörgum helstu tónleikahöldurum í heiminum. Þarna spunnust miklar umræður, og einn hópur ræddi sérstaklega aðstöðu til tónleikahalds í Evrópu og Ameríku. Þar kom fram að þrátt fyrir vilja stjórnmálamanna til að byggja menn- ingar- og tónlistarhús, væru þau oft svo einstrengingslega hönnuð, að þegar kæmi rekstri þeirra og nýt- ingu, kæmi í ljós að ekki væri hægt að halda þar nema takmarkaðar tegund- ir tónleika. Þetta virðist vera mjög al- gengt, og má ekki gerast hér. Erlendir listamenn vilja ekki koma vegna aðstöðuleysisins Gunnar: Íslenskir tónlistarmenn eru mjög metnaðarfullir og keppa stöðugt að því að verða betri. En hvernig verða þeir það? Með því að æfa sig og við bestu aðstæður. Þannig geta þeir keppt við tónlistarmenn annars staðar í heiminum á jafnrétt- isgrundvelli. Margir erlendir lista- menn – stór nöfn – hafa ekki viljað koma hingað vegna þess aðstöðuleys- is sem við búum við. Þetta eru atriði sem skipta okkur miklu máli og vegna þeirra er brýnt að Tónlistarhúsið rísi sem fyrst. Neyðarástand baksviðs Ólöf: Þetta er eins og að bjóða fólki að spila í mónó en ekki stereó. Ís- lenskir tónlistarunnendur hafa ekki heyrt Sinfóníuhljómsveitina spila með þeim gæðum sem hún gerir, vegna aðstöðuleysisins. Þegar hljóm- sveitin fór í tónleikaferð til Bandaríkj- anna fyrir nokkrum árum heyrðum við þetta svo vel. Við hljómuðum allt öðruvísi og betur. Þar var bara einn salur sem reyndist verri en Háskóla- bíó. En aðstaðan baksviðs er ekki síð- ur slæm. Hún er gluggalaus, lítil og þröng. Ef við bjóðum kór að syngja með okkur, þá ríkir hreinlega neyðar- ástand baksviðs. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að alvarlegt hættu- ástand geti skapast í troðningnum sem þá verður. Þess vegna er svo nauðsynlegt að draga byggingu Tón- listarhússins ekki á langinn. Við verð- um að fara að komast upp úr þessum kjallara. Björn: Það virðist vera erfitt að fá stjórnmálamenn að ræða Tónlistar- húsið, og að þar eigi öll tónlist að eiga heima. Við spyrjum, Hvað kostar að setja óperu þar inn? Á sama tíma eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að laga rekstrarvanda Borg- arleikhússins með því að flytja Ís- lensku óperuna þangað. Við sem höf- um setið í hljómsveitargryfjunni þar vitum að henni er ekkert við bjarg- andi, það heyrist ekkert fram í sal. Það þarf að kosta miklu til að breyta Borgarleikhúsinu til að það verði not- hæft sem tónlistarhús. Á sama tíma segja ráðamenn of dýrt að reikna með óperusal í Tónlistarhúsinu. Þó er ver- ið að byggja menningarhús á Akur- eyri og setja í það einn og hálfan millj- arð, og það er vissulega gott. En það er líka verið að setja sex milljarða í flýtiframkvæmdir til að bæta atvinnu- ástandið. En tónlistar- og ráðstefnu- hús er þá allt í einu orðið þensluskap- andi verkefni sem ekki er hægt að fara í fyrr en eftir tvö, þrjú ár. Hvern- ig á nokkur maður að skilja þetta? Ólöf: Þetta lýsir algjöru vantrausti á menningarlíf Íslendinga. Á meðan spilum við í poppbrækjunni í Há- skólabíói og svitalyktinni í Laugar- dalshöll. Rúnar: Vandamálið er líka að vissu leyti það hvað tónlistin er sjálfsagður þáttur í lífi okkar allra alveg frá fæð- ingu til dauða. Tónlistin virðist vera nánast eins og súrefnið í kringum okkur. Það er eins og þeir sem fara með peningavöldin skynji það ekki að tónlistin þarf íverustað. Það eru ekki lagðir peningar í tónlistina þótt hún sé svona mikilvæg í lífi okkar. Við eig- um góða tónlistarmenn – það er löngu sannað, og tekjur okkar af ferða- mönnum hafa til dæmis aukist fyrir þeirra tilverknað. Björn: „Það er athyglisvert að allir stjórnmálamenn segjast vilja ljá þessu máli lið á allan hátt. Það er hins vegar sláandi að á Alþingi hafa aðeins fjórir þingmenn tekið til máls um Tónlistarhús á síðustu fimm kjör- tímabilum, í um 20 mínútur alls. Það er mjög sérstakt.“ Vantraust á menningarlíf Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tónlistarmenn óttast að áhugi stjórnmálamanna á framkvæmdum sé meiri í orði en á borði. Á myndinni eru Bjarni Daníelsson, Gunnar Guðmundsson, Björn Th. Árnason, Ólöf Þorvarðsdóttir, Rúnar Vilbergsson, Einar Bárðarson og Margrét Bóasdóttir. Bjarni hvarf af fundi áður en umræður hófust. Um síðustu helgi birtist í Morgunblaðinu auglýsing frá nokkrum forsvarsmönnum úr íslensku tónlistar- og menningarlífi, þar sem töfum á undirbúningi byggingar Tónlistarhúss var mótmælt og skorað var á frambjóðendur til alþingiskosninga að láta málið til sín taka. Á laugardag hlýddi Bergþóra Jónsdóttir á hringborðsumræður hóps tónlistarmanna um málefni tónlistarhússins. begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.