Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ munum berjast fyrir því að náað minnsta kosti einum manni áþing,“ segir Kristján Pálsson, efstimaður á T-lista óháðs framboðs íSuðurkjördæmi, þegar hann er spurður um markmiðin með framboðinu. Krist- ján var sem kunnugt er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Reykjaneskjördæmi en fékk ekki sæti á framboðslista flokksins í nýju Suður- kjördæmi. „Framboðið varð til við frekar óvenjulegar aðstæður, vegna uppstillingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Vinnubrögð uppstillingarnefndar voru með þeim eindæmum að mér og ekki síst stuðnings- mönnum mínum fannst að undir því væri ekki hægt að sitja. Við ákváðum að bjóða fram í þessu eina kjördæmi og hefur það gengið hratt og vel fyrir sig. Ég get ekki annað en verið ánægður með framboðslistann og stefnuskrána. Þetta sýnir að í þessu kjördæmi er hópur fólks sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er og rís upp gegn yfirgangi og virðingarleysi.“ Jákvæðar undirtektir – Hversu raunhæft telur þú það markmið að fá mann kosinn á þing? „Ég tel það raunhæft. T-listinn hefur mælst með 6–7% fylgi í skoðanakönnunum sem ég hef haft aðgang að. Við þurfum að vísu meira, eða 8 til 10%, til þess að þetta gangi upp. Það skiptir miklu máli hvernig framboðið er kynnt og þau málefni sem barist er fyrir. Þegar litið er til þeirra góðu undirtekta sem framboðið fær verður maður enn bjartsýnni. Auðvitað verður að viðurkenna að alltaf er torveldara fyrir ný framboð að koma sér á framfæri og vinna jafn harðan slag og pólitískar kosningar eru, við gamalgróin framboð og flokka sem allir þekkja og hafa ótakmarkað fjármagn. Ég tel þó að okkar framboð njóti þess að ég hef setið á þingi í átta ár og starfað sem bæjarstjóri í mörg ár þar á undan. Mín störf eru því nokkuð þekkt, ekki síst á Suðurnesjum. Fólk veit að hverju það gengur hvað mig varðar. Þetta á einnig við um þá sem skipa listann með mér, frambjóðendurnir eru allir þekktir að góðu einu í sínu nánasta umhverfi. Þannig er annar maður á listanum, Snæbjörn Sigurðsson, varaoddviti Bláskógarbyggðar. Þriðji maðurinn er Valþór S. Jónsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Njarðvík, og fjórði maðurinn á listanum er Garðar Garðarsson, farsæll skipstjóri. Þannig gæti ég haldið áfram.“ – Framboðið tengdist mjög Suðurnesjum, í upphafi a.m.k. Hvaða möguleika hafið þið til að höfða til fólks annars staðar í kjördæminu? „Með því að berjast fyrir málefnum sem fólk er tilbúið til að fylkja sér um. Dæmi um það er gagnrýni okkar á framgöngu ríkisvaldsins í þjóðlendumálum. Mikil óánægja er með það sem fólk telur yfirgang ríkisins í því máli, ekki síst meðal bænda, með ósanngjarnri kröfugerð á hendur bændum og jafnvel ætlað brot á stjórnarskrá. Við höfnum þessum vinnubrögð- um og segjum einfaldlega að þinglýst eign- arlönd bænda eigi að virða.“ – Hver er sérstaða T-listans, hvaða mál hafið þið fram að færa sem aðrir hafa ekki? „Við skerum okkur frá öðrum framboðum á ýmsan hátt, það er eðli framboðs sem bundið er við eitt kjördæmi. Það er kostur að geta einbeitt sér að málefnum eins kjördæmis þótt sú vinna hafi auðvitað áhrif um allt land. Við bjóðum íbú- um Suðurkjördæmis þeirra eigin lista. Vandinn er að slagkraftur okkar verður minni þar sem við erum ekki með í umræðunni annars staðar. Þá erum við útilokuð frá umræðum með leið- togum framboðanna í útvarpi og sjónvarpi. Við höfum sérstöðu í sjávarútvegsmálum, mér virðist að við séum þar á milli stefnu stjórn- arflokkanna sem fylgja óbreyttri stefnu og stjórnarandstöðuflokkanna sem vilja kollvarpa sjávarútvegskerfinu. Við leggum höfuðáherslu á að samþjöppun aflaheimilda verði stöðvuð. Aflaheimildirnar færast á sífellt færri hendur og mér virðist að stjórnarflokkarnir ætli að láta undan þrýstingi stórútgerða um að hækka kvótaþak einstakra útgerða úr 12 og upp í 20%. Kom það berlega fram í orðum sem Árni Ragnar Árnason, for- maður sjávarútvegsnefndar Alþingis, lét falla í sjónvarpsviðtali. Það sýnir mér að stjórn- arflokkarnir muni standa að enn frekari sam- þjöppun aflaheimilda. Ég lít á þessa þróun sem meiriháttar aðför að byggðum landsins og að innan fárra ára verði fimm fyrirtæki komin með meginhluta kvótans á sína könnu. Við höfum séð afleiðingarnar á Suðurnesjum, þegar Miðnes í Sandgerði var sameinað Haraldi Böðvarssyni og allur kvótinn fluttur upp á Akranes. Nýlega kom fram að rætt væri um sameiningu Þorbjarnar Fiskaness í Grindavík við Granda í Reykjavík. Hvað gerist þá í Grindavík? Og Vestmannaeyjar gætu fljótt komið inn í þá mynd því ef ég veit rétt á Grandi einnig stóran hlut í Ísfélagi Vestmannaeyja. Við berjumst fyrir því að kvótaþakið verði fært aftur niður í 8%. Ég viðurkenni að erfitt er að snúa til baka þegar svona langt hefur verið gengið. En skilaboðin eru skýr, frekari sam- þjöppun verður ekki samþykkt. Sjálfur hef ég alltaf verið hlynntur kvótakerfinu og mælt með því sem stjórntæki. Með því er gott að skipu- leggja veiðar og vinnslu. Kvótakerfið á mikinn þátt í stöðugleikanum í efnahagslífinu sem við höfum búið við síðasta áratuginn. Hins vegar hefur samþjöppun aflaheimilda og ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á kerfinu dregið kraft úr sjávarbyggðunum. Við sjáum að allt líf er að fara af bryggjunum og glampinn að hverfa úr augum sjómanna. Þetta vinnst ekki til baka nema með því að breyta vissum þáttum kvótakerfisins. Í þeim tilgangi leggur T-listinn til að veiðar á aukategundum sem voru kvótasettar fyrir tveimur árum með einhliða ákvörðun sjávar- útvegsráðherra, án nokkurra skynsamlegra raka, verði gefnar frjálsar á ný. Þar er um að ræða keilu, löngu og skötusel og einnig kemur til greina að taka ufsa út úr kvótanum. Ég var ósammála þessari breytingu á Alþingi en hún var samþykkt eigi að síður. Kvótasetning auka- tegundanna kippti grundvellinum undan fjölda lítilla útgerða sem lögðu sig eftir því að veiða þennan fisk. Nú er fiskinum hent vegna þess að hann er og verður fyrst og fremst meðafli. Til að koma lífi í sjávarþorpin þarf einnig að taka upp línutvöföldun á ný og viðurkenna að það voru mistök að afnema þessa uppbót. Það mun auka atvinnu í landi og opna fyrir nýliðun í útgerð. Við viljum gera þetta á næsta fisk- veiðiári og að hluti þeirrar 30 þúsund tonna aukningar í þorskveiði sem nú er talað um verði sett í línutvöföldunarpott. Ef stjórnvöld ætla að úthluta þessu öllu til núverandi kvótaeigenda meina þeir ekkert með tali um línuuppbót. T-listinn hefur einn flokka lagt fram raunhæfa stefnu í þeim efnum.“ Atvinnumál og samgöngur Í stefnuskrá T-listans er fjallað um atvinnu- mál og samgöngur, ekki síst málefni sem snerta Suðurkjördæmi sérstaklega. Kristján segir að mikið atvinnuleysi sé á Suðurnesjum og víðar í kjördæminu. Það hafi afar slæm áhrif á mann- lífið. „Okkur finnst að það hafi gleymst að skapa hér möguleika til atvinnuuppbyggingar, frekar að þeir hafi verið minnkaðir með því að dregið hefur verið úr mætti eignarhaldsfélaga á lands- byggðinni til að takast á við sín verkefni en pen- ingarnir þess í stað notaðir til að byggja upp þróunarstofu á Akureyri. Við viljum styrkja stöðu eignarhaldsfélaga að nýju til að skapa betri skilyrði fyrir nýsköpun í atvinnulífinu. Okkur finnst athyglisvert það frumkvæði sem Hornfirðingar hafa sýnt við að efla frum- kvöðlastarf og að koma upp menntun fyrir frumkvöðla. Það starf þarf að útfæra víðar um landið. Samfara því þarf að koma upp sjóði þar sem frumkvöðlar fá hugmyndir sínar metnar og aðstoð við að koma þeim í framkvæmd.“ Kristján segir að ferðaþjónusta sé afar mik- ilvæg atvinnugrein í öllu kjördæminu. Í stefnu- skrá framboðsins kemur fram að það vill efla ferðaþjónustuna með því að lækka flugvallar- skatta og hafnar sértækum álögum á ferðaþjón- ustuna, eins og gistináttagjaldi. Kristján bendir á að Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé langstærsti vinnustaðurinn á Suðurnesjum og mikilvægt að auka umferð flugfarþega þar í gegn. „Það eru innheimt 76% hærri gjöld hér en á Kastrup- flugvelli í Kaupmannahöfn. Það tel ég að sé óviðunandi.“ Hann bætir því við að vel komi til greina að lækka álögur á léttvíni og bjór til veit- inga- og gististaða til að efla ferðaþjónustuna. Málefni heilsugæslunnar á Suðurnesjum hafa verið mjög til umræðu vegna þess að ekki hefur tekist að fá heimilislækna til starfa und- anfarna mánuði. „Ég tel að það hafi komið í ljós að núverandi fyrirkomulag á stjórnun heil- brigðisstofnana virkar ekki ef eitthvað bjátar á. Það er í raun hneyksli hvað lausn þessarar deilu milli ráðuneytisins og lækna hefur dregist lengi og algjört virðingarleysi við íbúa Suðurnesja. Boðleiðir eru greinilega of langar. Heilbrigð- isráðherra ætti að segja sig frá þessu máli. T-listinn vill efla heilbrigðisstofnanir á lands- byggðinni og að stjórn þeirra verði færð heim í hérað. Þetta er nærþjónusta við íbúana og hún á að vera í höndum heimamanna, rétt eins og rekstur grunnskólans. Sveitarfélögin þurfa auðvitað að fá tekjustofna á móti.“ T-listann vill að tvöföldun Reykjanesbrautar ljúki þegar á næsta ári. Hann setur breikkun og lýsingu Hellisheiðar á stefnuskrá sína og vill að framkvæmdum við fækkun einbreiðra brúa verði flýtt. Þá er því lofað að ferðum Herjólfs milli lands og Vestmannaeyja verði fjölgað og gjaldskrá lækkuð. Auk þess nefnir Kristján að staðið verði við áform um uppbyggingu Gjá- bakkavegar og Suðurstrandarvegar. „Miðað við núverandi áform lýkur tvöföldun Reykjanesbrautar ekki fyrr en eftir tíu ár. Það er allt of langur tími. Það er tæknilega vel fram- kvæmanlegt að ljúka verkinu á næsta ári en það þarf að veita fjármagn í það. Það hafa verið miklar umræður um það hvernig best er að standa að samgöngum við Vestmannaeyjar í framtíðinni. Við teljum að umræðan hafi dregið athygli manna frá því sem öllu máli skiptir, hvernig best er og ódýrast að gera almenningi í Eyjum kleift að komast milli lands og Eyja í dag. Það kostar nú fimm manna fjölskyldu 12–15 þúsund krónur að fara upp á land með bíl og til baka aftur. Það er allt of mik- ið, fólki finnst það innilokað og kostnaðurinn sligar fyrirtæki í samkeppnisiðnaði sem starfa í Vestmanneyjum. Við viljum að ferðum verði fjölgað og gjaldskrá lækkuð.“ Hafið þið reiknað út hvað það kostar að fram- kvæma stefnumál ykkar – og hvernig á að fjár- magna þau? „Það er ljóst að þetta kostar nokkra milljarða og að það verður að forgangsraða í fram- kvæmdum ríkisins öðruvísi en nú er gert ráð fyrir. Einnig teljum við að nota eigi þá fjármuni sem fást við sölu ríkisfyrirtækja, eins og til dæmis Landssímans, til að byggja upp vega- kerfið í landinu þannig að það verði með því besta í heiminum.“ Kristján segist ekki fylgjandi því að hækka skatta til að standa undir þeim framkvæmdum sem eru á stefnuskrá T-listans. Framboðið hef- ur á hinn bóginn á stefnuskrá sinni að hækka skattleysismörk í 90 þúsund krónur og hefur Kristján sagt að við það verði ríkissjóður af fjögurra milljarða króna tekjum á ári. „Þau loforð sem sett hafa verið fram í kosn- ingabaráttunni um allt að 30 milljarða kr. al- mennar skattalækkanir eru um margt gáleysis- leg. Benda má á að í ár er til dæmis aðeins 1,2 milljarða króna afgangur af fjárlögum og að við afgreiðslu ríkisreiknings kemur venjulega í ljós að útgjöld hafa verið vanáætluð og tekjur hafi í besta falli skilað sér nokkurn veginn eins og áætlað var. Gáleysislegar skattalækkanir hafa einfaldlega í för með sér minni framkvæmdir og minni velferðarþjónustu við þegnana. Það svigrúm sem við vonum að skapist á næstu árum fyrir skattalækkanir viljum við nýta fyrst og fremst í þágu þeirra sem eru með lág laun. Það er best gert með því að hækka skattleysismörk tekjuskattsins. Það mun gagnast 80% skattgreiðenda og þá ekki síst öldruðum og öryrkjum. Huga þarf að lækkun skatta sem gagnast barnafólki, eins og til dæm- is matarskattsins. Margir þeir sem eru með millitekjur hafa einnig orðið illa úti vegna áhrifa jaðarskatta og þarf að athuga það sérstaklega.“ Getum unnið með öllum – Hvernig ríkisstjórn vilt þú styðja, ef þú kemst í þá aðstöðu að hafa áhrif á stjórn- armyndun eftir kosningar? „Af okkur hálfu er allt opið. Við getum unnið með hverjum sem er ef við náum fram okkar stefnu í þeim málum sem við leggjum mesta áherslu á. Í okkar huga er skilyrði að viðhalda stöðugleikanum í efnahagslífinu og auka at- vinnu. Kollsteypur í sjávarútvegi sem orsaka óðaverðbólgu og upplausn eru ekki á dagskrá. Við teljum brýnt að horfið verði frá þeirri stefnu að hirða þinglýst eignarlönd af bændum. Stöðvun frekari samþjöppunar aflaheimilda er algjört skilyrði. T-listinn er traustur kostur í þessum kosningum. Fólk tekur ekki áhættu með því að kjósa okkur. Með því geta kjósendur hins vegar sýnt að þeir vilja breytingar.“ Kristján þekkir það vel að vera í framboði fyrir gamalgróinn stjórnmálaflokk og segir að vinnan við framboðið nú sé mjög ólík því. „Okkur hefur tekist að fá duglegt fólk til liðs við okkur, fólk sem leggur nótt við dag í vinnu fyrir framboðið. Það á jafnt við um fólk sem tekið hefur sæti á framboðslistanum og stendur utan hans. Svo höfum við harðduglegan kosn- ingastjóra, Jón Einarsson, sem er vanastur því að sigra í kosningum. Þá erum við í fjölskyld- unni ekki óvön kosningavinnu og hefur alltaf þótt hún skemmtileg. Á því hefur ekki orðið nein breyting,“ segir Kristján Pálsson. Stöðvum samþjöppun kvótans Kristján Pálsson, efsti maður á T-lista óháðs framboðs í Suður- kjördæmi, segir að það sé kostur við framboð af þessu tagi að geta ein- beitt sér að málefnum eins kjör- dæmis. Kristján segir Helga Bjarna- syni að fólk taki ekki áhættu með því að kjósa T-listann en geti með því sýnt að það vilji breytingar. Morgunblaðið/Árni Sæberg helgi@mbl.is Alþingiskosningar 10. maí 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.