Morgunblaðið - 20.04.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.04.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vaka nú yfir og allt um kring litla skógardvergnum. Dagur bókarinnar Ævisögur og barnabækur ALÞJÓÐLEGURdagur bókarinnarstendur fyrir dyr- um og haldið er upp á hann hér á landi sem og víðar. Hagþenkir stendur fyrir málþingi í tilefni þessa og Ragnheiður Margrét Guð- mundsdóttir svaraði nokkr- um spurning þar um. – Segðu okkur frá degin- um. „23. apríl er alþjóðlegur dagur bókarinnar en hér á landi er það Bókasamband- ið sem stendur fyrir Degi bókarinnar. Að þessu sinni er Dagur bókarinnar helg- aður ævisögum og barna- bókmenntum og mun Bókasambandið kynna rækilega þær uppákomur sem verða á vegum þess. Hagþenkir ætlar að halda málþing sem ber yfirskriftina „Höfundar Íslands. Frumleiki, sæmd, eignarréttur.“ Fjallað verð- ur um höfundarrétt á „gráu svæði“. Höfundarréttur er mjög í brennidepli um þessar mundir og er stöðugt að færa út kvíarnar og vekur grundvallarspurningar um eignarhald á menningu sem munu mjög brenna á mönnum á þessari öld. Málþingið verður haldið í Reykjavíkurakademíunni sem er í JL-húsinu, Hringbraut 121, á fjórðu hæð, og stendur frá klukkan 16.30 til 18. Það er ókeypis og öll- um boðið.“ – Segðu okkur frá málþingingu. „Á málþinginu verða flutt þrjú erindi. Erla S. Árnadóttir hæsta- réttarlögmaður ætlar að tala um höfundarrétt að gagnagrunnum. Hún mun gera grein fyrir þeim réttarreglum er gilda um vernd gagnagrunna samkvæmt höfund- arlögum og nefna dæmi úr dóma- framkvæmd hér á landi og erlendis frá um hvernig þessum reglum hefur verið beitt. Jón Karl Helgason bókmennta- fræðingur kallar erindi sitt „Hver á Jónas Hallgrímsson? Hugleið- ingar um skáldabein.“ Þegar bein Jónasar Hallgrímssonar voru flutt til Íslands árið 1946 komu upp deil- ur um hver „ætti“ beinin; Sigurjón Pétursson iðnrekandi, sem kostaði heimflutninginn, stjórnvöld sem litu á Jónas sem þjóðareign, Norð- lendingar sem töldu Jónas „sitt“ skáld eða ættingjar Jónasar sem voru óhressir með að ekki hefði verið haft samband við þá út af þessu máli. Í fyrirlestri sínum mun Jón Karl fjalla um þau ólíku af- brigði eignarréttar sem þarna tók- ust á og tengja beinaflutningana almennari vangaveltum um eign- arhaldið á íslenskri menningu. Erindi Valdemars Tr. Hafstein þjóðfræðings heitir „Einkaleyfi á menningu? Alþýðuhefð, höfundar- hlutverk og eignarréttur á hug- verkum.“ Í erindinu tekur hann til umfjöllunar þann greinarmun sem tíðkast að gera á „höfundarverki“ og „alþýðuhefð“, en í núverandi mynd á sú aðgreining rætur að rekja til 18. og 19. aldar og þar hafa verið lögð til grundvallar hugtök á borð við „frumleika“, „sköpun“, „einstak- lingshyggju“ og „eigna- tengingu“. Vegna þess- arar aðgreiningar kom lengi vel ekki til álita að höfundarréttur gæti náð yfir alþýðuhefðina. Á síð- ustu árum hefur þó borið á nýjum hugmyndum um málið. Valdemar mun stikla á stóru í félags- og hug- takasögu höfundarréttar með tilliti til þjóðfræðaefnis og fjalla um al- þjóðlegt átak á vegum undirstofn- ana Sameinuðu þjóðanna til að vernda „höfundarlausa“ menningu með höfundarréttarlögum.“ – Hver er staða bókarinnar? „Það er merkilegt hve mikið er gefið út af bókum hér á landi og hve fjölbreytnin er mikil miðað við hve málsamfélagið er lítið. Hins vegar er vegið að bókaútgáfu úr ýmsum áttum. T.d. eiga bókaversl- anir í vök að verjast og hætt er við að bókaframboðið verði takmark- aðra ef stórmarkaðir eiga að ráða ferðinni í sölu bóka. Það þýðir að örfáar metsölubækur komast í sviðsljósið og aðrar, kannski vand- aðri og betri, hverfa í skuggann. Þetta bitnar á bókaflokkum eins og ljóðabókum og fræðibókum sem gætu fengið betri hljómgrunn ef aðeins yrði vakin athygli á þeim. Það eru vissar blikur á lofti um að bókaframboð verði þrengra af þessum orsökum. Þess vegna þarf að renna styrkari stoðum undir bókaútgáfu í landinu og því er gott að heyra að stjórnmálaflokkarnir gefi fyrirheit um að lækka eða af- nema virðisaukaskatt af bókum.“ – Fyrir hvað stendur Hagþenk- ir? „Hagþenkir er félag höfunda fræðirita og kennslugagna. Félag- ið heitir eftir riti sem Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði 1737. Það fjallar um menntun Íslendinga, lærdóm og bókiðnir. Ritið er hið fyrsta sinnar tegundar á íslensku en var þó ekki gefið út fyrr en árið 1996. Tekjur félagsins koma að mestu frá hinu opinbera vegna ljósritunar og annarrar fjölföldun- ar í skólum á útgefnum verkum. Hluti af þessu fé fer í að greiða höf- undum þóknun fyrir þessa ljósrit- un en einnig veitir félagið starfs- styrki til ritunar fræðirita og kennslu- efnis og til að gera heimildarmyndir. Þá veitir Hagþenkir fé- lagsmönnum ferða- og menntunarstyrki. Einu sinni á ári veitir Hagþenkir viður- kenningu fyrir framúrskarandi fræðiverk. Meðal verkefna Hagþenkis er að gera samninga fyrir hönd félaga sinna við stofnanir, s.s. Náms- gagnastofnun og Ríkisútvarpið, en einnig að berjast fyrir hagsmunum fræðirita- og kennslubókahöfunda almennt.“ Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir  Ragnheiður Margrét Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 1953. Hefur masterspróf í ís- lenskukennslu og kenndi ís- lensku við MS og Kvennaskólann í 12 ár. Er framkvæmdastjóri Hagþenkis og löggiltur skjala- þýðandi. Vinnur í Reykjavík- urakademíunni. Á tvær upp- komnar dætur. … þarf að renna styrkari stoðum undir bókaútgáfu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.