Morgunblaðið - 20.04.2003, Page 8

Morgunblaðið - 20.04.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vaka nú yfir og allt um kring litla skógardvergnum. Dagur bókarinnar Ævisögur og barnabækur ALÞJÓÐLEGURdagur bókarinnarstendur fyrir dyr- um og haldið er upp á hann hér á landi sem og víðar. Hagþenkir stendur fyrir málþingi í tilefni þessa og Ragnheiður Margrét Guð- mundsdóttir svaraði nokkr- um spurning þar um. – Segðu okkur frá degin- um. „23. apríl er alþjóðlegur dagur bókarinnar en hér á landi er það Bókasamband- ið sem stendur fyrir Degi bókarinnar. Að þessu sinni er Dagur bókarinnar helg- aður ævisögum og barna- bókmenntum og mun Bókasambandið kynna rækilega þær uppákomur sem verða á vegum þess. Hagþenkir ætlar að halda málþing sem ber yfirskriftina „Höfundar Íslands. Frumleiki, sæmd, eignarréttur.“ Fjallað verð- ur um höfundarrétt á „gráu svæði“. Höfundarréttur er mjög í brennidepli um þessar mundir og er stöðugt að færa út kvíarnar og vekur grundvallarspurningar um eignarhald á menningu sem munu mjög brenna á mönnum á þessari öld. Málþingið verður haldið í Reykjavíkurakademíunni sem er í JL-húsinu, Hringbraut 121, á fjórðu hæð, og stendur frá klukkan 16.30 til 18. Það er ókeypis og öll- um boðið.“ – Segðu okkur frá málþingingu. „Á málþinginu verða flutt þrjú erindi. Erla S. Árnadóttir hæsta- réttarlögmaður ætlar að tala um höfundarrétt að gagnagrunnum. Hún mun gera grein fyrir þeim réttarreglum er gilda um vernd gagnagrunna samkvæmt höfund- arlögum og nefna dæmi úr dóma- framkvæmd hér á landi og erlendis frá um hvernig þessum reglum hefur verið beitt. Jón Karl Helgason bókmennta- fræðingur kallar erindi sitt „Hver á Jónas Hallgrímsson? Hugleið- ingar um skáldabein.“ Þegar bein Jónasar Hallgrímssonar voru flutt til Íslands árið 1946 komu upp deil- ur um hver „ætti“ beinin; Sigurjón Pétursson iðnrekandi, sem kostaði heimflutninginn, stjórnvöld sem litu á Jónas sem þjóðareign, Norð- lendingar sem töldu Jónas „sitt“ skáld eða ættingjar Jónasar sem voru óhressir með að ekki hefði verið haft samband við þá út af þessu máli. Í fyrirlestri sínum mun Jón Karl fjalla um þau ólíku af- brigði eignarréttar sem þarna tók- ust á og tengja beinaflutningana almennari vangaveltum um eign- arhaldið á íslenskri menningu. Erindi Valdemars Tr. Hafstein þjóðfræðings heitir „Einkaleyfi á menningu? Alþýðuhefð, höfundar- hlutverk og eignarréttur á hug- verkum.“ Í erindinu tekur hann til umfjöllunar þann greinarmun sem tíðkast að gera á „höfundarverki“ og „alþýðuhefð“, en í núverandi mynd á sú aðgreining rætur að rekja til 18. og 19. aldar og þar hafa verið lögð til grundvallar hugtök á borð við „frumleika“, „sköpun“, „einstak- lingshyggju“ og „eigna- tengingu“. Vegna þess- arar aðgreiningar kom lengi vel ekki til álita að höfundarréttur gæti náð yfir alþýðuhefðina. Á síð- ustu árum hefur þó borið á nýjum hugmyndum um málið. Valdemar mun stikla á stóru í félags- og hug- takasögu höfundarréttar með tilliti til þjóðfræðaefnis og fjalla um al- þjóðlegt átak á vegum undirstofn- ana Sameinuðu þjóðanna til að vernda „höfundarlausa“ menningu með höfundarréttarlögum.“ – Hver er staða bókarinnar? „Það er merkilegt hve mikið er gefið út af bókum hér á landi og hve fjölbreytnin er mikil miðað við hve málsamfélagið er lítið. Hins vegar er vegið að bókaútgáfu úr ýmsum áttum. T.d. eiga bókaversl- anir í vök að verjast og hætt er við að bókaframboðið verði takmark- aðra ef stórmarkaðir eiga að ráða ferðinni í sölu bóka. Það þýðir að örfáar metsölubækur komast í sviðsljósið og aðrar, kannski vand- aðri og betri, hverfa í skuggann. Þetta bitnar á bókaflokkum eins og ljóðabókum og fræðibókum sem gætu fengið betri hljómgrunn ef aðeins yrði vakin athygli á þeim. Það eru vissar blikur á lofti um að bókaframboð verði þrengra af þessum orsökum. Þess vegna þarf að renna styrkari stoðum undir bókaútgáfu í landinu og því er gott að heyra að stjórnmálaflokkarnir gefi fyrirheit um að lækka eða af- nema virðisaukaskatt af bókum.“ – Fyrir hvað stendur Hagþenk- ir? „Hagþenkir er félag höfunda fræðirita og kennslugagna. Félag- ið heitir eftir riti sem Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði 1737. Það fjallar um menntun Íslendinga, lærdóm og bókiðnir. Ritið er hið fyrsta sinnar tegundar á íslensku en var þó ekki gefið út fyrr en árið 1996. Tekjur félagsins koma að mestu frá hinu opinbera vegna ljósritunar og annarrar fjölföldun- ar í skólum á útgefnum verkum. Hluti af þessu fé fer í að greiða höf- undum þóknun fyrir þessa ljósrit- un en einnig veitir félagið starfs- styrki til ritunar fræðirita og kennslu- efnis og til að gera heimildarmyndir. Þá veitir Hagþenkir fé- lagsmönnum ferða- og menntunarstyrki. Einu sinni á ári veitir Hagþenkir viður- kenningu fyrir framúrskarandi fræðiverk. Meðal verkefna Hagþenkis er að gera samninga fyrir hönd félaga sinna við stofnanir, s.s. Náms- gagnastofnun og Ríkisútvarpið, en einnig að berjast fyrir hagsmunum fræðirita- og kennslubókahöfunda almennt.“ Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir  Ragnheiður Margrét Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 1953. Hefur masterspróf í ís- lenskukennslu og kenndi ís- lensku við MS og Kvennaskólann í 12 ár. Er framkvæmdastjóri Hagþenkis og löggiltur skjala- þýðandi. Vinnur í Reykjavík- urakademíunni. Á tvær upp- komnar dætur. … þarf að renna styrkari stoðum undir bókaútgáfu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.