Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 53
BLÖÐIN um Swamp Thing, sem hófu göngu sína í byrjun 9. áratugarins, voru upphaflega hugsuð sem hryllingssögur enda söguhetjan af ófrýnilegra tag- inu. Alex Holland var vísindamað- ur sem vann að einhverri óskil- greindri efnafræðitilraun þegar rannsóknarstofa hans sprakk og hann steyptist, alelda, út í fen Mississippi. Í stað þess að deyja þar reis andi hans upp í líki veru sem var eins og sambland skrímslis og grænmetishlað- borðs. Samverkandi áhrif efnanna úr til- rauninni og fenjanna höfðu gert hann að hold(?)gervingi plönturíkisins. Líkami hans var saman settur úr viðjum, rótum, lauf- blöðum og öðru úr flóru landsins sem hann gat stjórnað að villd. Alan Moore tók við að skrifa blöðin nokkru seinna og endurskilgreindi í kjölfar þess sögupersónuna og hlutverk hennar. Moore, sem er breskur og einn þekktasti höfundurinn í bransanum í dag, var þá lítt þekktur og var Swamp Thing hans fyrsta verkefni í Bandaríkjunum. Hann réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, heldur tók til við að brjóta skuggahliðar bandarísks samfélags til mergjar. Til að geta fram- kvæmt þetta metnaðarfulla verkefni gerði hann Swamp Thing að hliðarpersónu í mörgum sagnanna. Með því komst hann hjá því að vera bundinn þeirri hefð í bandarísk- um myndasögum að allt snúist um átök og ástir aðalsöguhetjunnar sem hefði sniðið frásögninni of þröngan stakk. Í örvilnan sinni yfir örlögum sínum leitar Swamp Thing svara um hver hann sé og hvert honum beri að stefna. Hann leggur því í ferðalag um Bandaríkin og Moore notar per- sónuna til að endurspegla það samfélag sem verður á vegi hans. Eins og gefur að skilja hefur Swamp Thing hæfileika sem við, sem gerð erum af holdi og blóði, höfum ekki. Ferðamáti hans til að mynda er sá að láta hug sinn flæða eftir gróðri jarðar og sprettur hann síðan upp (í bók- staflegum skilningi) þegar komið er á áfangastað. Þessir hæfileik- ar, auk leitar hans að haldreipi í tilverunni, koma honum í kynni við ýmsa kynlega kvisti, suma góða og aðra illa. Sú bók, sem hér er til umfjöllunar, A Murder of Crows, er sú fjórða í röðinni í endurprentun á upprunalegu sögunum eftir Moore. Þetta er mikið og kröftugt verk þar sem endahnútur er bundinn á umfjöllunar- efni bókanna sem á undan koma. Swamp Thing fær loks svar við þeirri spurningu sem skotið hafði hvað dýpstum rótum í huga hans: Hvert hlutverk hins illa í heiminum sé? Hvorki meira né minna. En til þess að svarið fáist þarf hann að takast á við illskuna í sinni verstu mynd. Alan Moore náði með þessari sögu sinni að blanda saman hryllingi, tilvistarspeki, náttúruverndarsjónarmiðum, galdratrú og góðri gamaldags ,,aksjón“ á félagsraunsæis- legan máta, þótt ótrúlegt megi virðast. Að hann noti þriggja metra hátt plöntuskrímsli til að koma því til leiðar að ekki sé allt með felldu í heimi hér gerir það málið bara enn meira spennandi. MYNDASAGA VIKUNNAR Allt er vænt sem vel er grænt Myndasaga vikunnar er The Swamp Thing: A murder of crowes. Höfundur er Alan Moore og teiknarar eru Stephen Bissette, John Todleben, Stan Woch, Rick Weitch, Ron Randall og Alfredo Alcala. Útgefið af DC Comics, 2001. heimirs@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 53 Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800 EINA BÍÓIÐ MEÐ THX DIGITAL Í ÖLLUM SÖLUM FYRIR 1250 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 2 og 4. Mán. kl. 4. Ísl tal. Vit 265. Frábær unglingamynd með Kirsten Dunst (Bring it on) þar sem meðal annars máheyra lögin To Be Free eftir Emilíönu Torrini og Everytime með La Loy. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 268 Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán. kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit 2245 Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 251.  Kvikmyndir.com Frumsýning Steven Spielberg leikstyrir hér Haley Joel Osment (Sixth Sense, Pay it Forward) og Jude Law (Enemy at the Gates) í einni stórkostlegustu sögu og sjónarspili sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Sýnd kl. 3, 6 og 9. Mánudag 6 og 9. B. i. 12. Vit 270 Í leikstjórn Steven Spielberg  Rás 2  Mbll  Radíó X  Tvíhöfði/Hugleikur  Hausverk.is  USA TODAY 1/2 NY POST www.sambioin.is Þegar þú veist lykilorðið, geturðu gert allt! Snorrabraut 37, sími 551 1384 FYRIR 1250 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i. 12. Vit 267.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 251. Sýnd sunndag kl. 4. Ísl tal Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit 245Sýnd sunnudag kl. 2. Tilboð 2 fyrir 1 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12 ára. Vit 273 Frumsýning Frá meistara njósnasagna, John Le Carré, kemur pottþéttur spennutryllir með engum öðrum en sjálfum Bond, Pierce Brosnan, óskarsverðlaunahafanum Geoffrey Rush (Shine) og Jamie Lee Curtis (True Lies) í leikstjórn John Boorman (Deliverance). , , , , .  strik.is Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mánudag kl. 6. Ísl tal. Vit 265. HVERFISGÖTU  551 9000 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Mán. 5.30, 8 og 10.30. Beint á toppinn í USA Af hverju að stela peningum þegar þú getur gifst þeim? Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. www.planetoftheapes.com Frumsýning Sprenghlægileg mynd frá sama manni og færði okkur Airplane og Naked Gun myndirnar. Hér fara á kostum Rowan Atkinson, hinn eini sanni Mr. Bean, og John Cleese, úr Monty Python, ásamt fleiri frábærum leikurum. Sýnd kl. 3, 5.50, 8 og 10.15. Mán. 5.30, 8 og 10.15. STÆRSTA bíóupplifun ársins er hafin! Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Mán. 5.30, 8 og 10.30.  Tvíhöfði/Hugleikur  Hausverk.is  USA TODAY 1/2 NY POST EITT vinsælasta og jafnframt flott- asta R&B-lag síðustu ára er án alls vafa „Thong Song“ með litla stera- boltanum sem kallar sig SisQó. Drenginn þann skortir ekki hæfileik- ana á sviði dans og söngs og það veit hann manna best. Því vegur hann smæðina upp með gríðarlega út- blásnu egói sem hann skammast sín nákvæmlega ekk- ert fyrir. Líkt og tíðkast svo mjög í R&B-geiranum er SisQó titlaður „yfirframleiðandi“ nýju plöt- unnar Return of Dragon. Hvað í því felst veit ég ekki. Trúlega það þó að hann hefur eitthvað um það að segja hverjir semja ofan í hann lögin, út- setja þau og hljóðrita. Svo sem ekk- ert nema gott um það að segja. Val- inn R&B-maður í hverju rúmi og í hvívetna séð til þess að allt sé nú skothelt. En þar liggur samt hund- urinn grafinn – og það á bólakafi. Það er allt eitthvað svo slétt og fellt, svo útreiknað og fyrirsjáanlegt, að halda mætti að þeir hjá Gallup hefðu verið fengnir til þess að reikna út lögin svo þau yrðu nú örugglega vin- sæl. Og niðurstaðan: Hafa bara nógu désk… marga „Thong Songs“ á plöt- unni. Þegar allt kemur til alls er ekki eitt einasta lag sem kemst í hálf- kvisti við það og SisQó-drengnum því alveg óhætt að prófa bara sjálfur næst. Tónlist Dasaður dreki SisQó Return of Dragon Def Soul/Skífan Litli R&B-naggurinn sem gerði stúlkurnar óðar með hinu mjög svo eggjandi „Thong Song“ er snúinn aftur. Skarphéðinn Guðmundsson ÞAÐ HEFUR ekki staðið á meðlimum dægur- og afþrey- ingariðnaðarins í Bandaríkj- unum að rétta þjáðum með- bræðrum hjálparhönd í kjölfar voðaverkanna í New York. Whitney Houston ætl- ar að endurútgefa sína út- gáfu af bandaríska þjóð- söngnum sem kom upprunalega út árið 1991 er Flóabardagi stóð sem hæst. Houston vill að allur ágóði af sölunni renni til fjölskyldna lögreglumanna og slökkvi- liðsmanna sem létu lífið í björgunarstörfum við World Trade Center. Áður hefur verið greint frá lagi Michaels Jacksons, „What more can I give“, þar sem hann nýtur aðstoðar N’Sync og Britney Spears en auk þess ætla fjölmargar stjörnur, þ. á m. Diana Ross, Dionne Warwick, Sheryl Crowe, Charlotte Church, Run DMC og tennisleik- ararnir Andre Agassi og John McEnroe, að hljóðrita hið sígilda lag „We Are Family“, sem Sleggjusystur gerðu vinsælt hér um árið. Styrktarskífur vegna hryðjuverkanna Ein stór fjölskylda Reuters Whitney Houston er ein af fjölmörgum tónlistar- mönnum sem hafa lagt sitt af mörkum til að að- stoða fórnarlömb hryðju- verkanna 11. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.