Morgunblaðið - 23.09.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 23.09.2001, Qupperneq 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness í leikgerð Sveins Einarssonar FRUMSÝNING fö 28. sept kl. 20 - UPPSELT 2. sýn su 30. sept. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 3. sýn fim 4. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. sýn fö 5. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI 5. sýn lau 13. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 29. sept. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 6. okt, kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 12. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI UMRÆÐUKVÖLD Þri. 25 kl 20. Draumaleikhúsið mitt. Umræður um gott leikhús og betra leikhús. PÍKUSÖGUR e. Eva Ensler Fi 27. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 29. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 30. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fi 4. okt kl. 20 - UPPSELT Fö. 5. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 6. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Lau 29. sept kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 6. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Fim11. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 12. okt. 20 - LAUS SÆTI ATH. AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR Stóra svið Litla svið 3. hæðin Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Munið áskriftarkortin, leiksýningar og ýmis fríðindi að auki. VERTU MEÐ Í VETUR!!!                                              !   !!"!# ! !$   %  !  IRO Á ÍSLANDI, Loftkastalinn, kl. 20. sun. 23/9, lau 29/9 aukasýning Aðeins þessar sýningar. Miðasala er í síma 552 3000, virka daga kl. 12-16, um helgar frá kl. 16 og fram að sýningu. Opið er í Loftkastalanum sam- kvæmt fyrrgreindum tíma.                                  !"#$%&$"'(##)*'(!#)+ AusturlandTónleikaferð um Ígor Stravinskíj: Pulcinella Ferdinand David: Básúnukonsert Antonin Dvorak: Sínfónía nr. 9, frá Nýja heiminum 24. Íþróttahúsið á Vopnafirði Skólatónleikar kl. 16.00 Tónleikar kl. 20.00 25. Íþróttahúsið á Egilsstöðum Skólatónleikar kl. 14.00 Tónleikar kl. 20.00 26. Íþróttahúsið í Neskaupstað Tónleikar kl. 20.00 27. Íþróttahúsið á Djúpavogi Tónleikar kl. 19.30 28. Íþróttahúsið á Höfn Tónleikar kl. 19.30* Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Einleikari: Sigurður Þorbergsson Á Höfn syngur karlakórinn Jökull eftirtalin lög með hljómsveitinni í stað Básúnukonsertsins: Hornafjörður eftir Egil Jónsson, Veiðimannakór eftir von Weber, Þér landnemar eftir Sigurð Þórðarson og Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson. Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is 24.-28. september AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR * M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN            ! "  #                       !  "#   $   %  &  ' (     )&#*#+,,# $%%   &         '    (   %    -.     "   / 0 1 2%      &   & "    .   %& . $& %2 # )&#*#+,,# ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200           !"# $    %&'() ()*+(, & % '-../01"'23/40 -/1 ' (55- /40 -/6 7 "8"""  !9 %  ('-../0# '23/40 -/1" ' #:6/;((,6      <8  < ## 8 78 $ =>> ?'+ '"0@ ) '(55-/40 -/# '(55-/40 -/# '        8 !  # A'< ('# ' Miðasalan er opin frá kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga, aðra daga kl. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga www.leikhusid.is — midasala@leikhusid.is FÁAR hljómsveitir hafa hlot-ið annað eins umtal á síð-ustu árum og bandarískikvintettinn The Strokes. Ekki þurfti til nema eina þriggja laga smáskífu til þess að popp- pressan breska lýsti því yfir einum rómi að þar færi framtíð rokksins; besta sveit sem frá New York hefði komið síðan Velvet Un- derground var og hét. Slíkar yf- irlýsingar eru reyndar daglegt brauð í breskri poppblaðamennsku þar sem menn stunda þá iðju að hefja sveitir á stall til að geta dundað sér við að skjóta þær nið- ur við fyrsta tækifæri. Strokes er ekki gömul í hett- unni, ríflega tveggja ára gömul, og hefur ekki sent frá sér nema eina breiðskífu, Is This It. Hamagang- urinn allur hófst reyndar þegar þeir félagar sendu frá sér fjögurra laga smáskífu með prufuupp- tökum. Við það var fjandinn laus og í harðri samkeppni poppblað- anna bresku voru menn fljótir að hefja þá félaga upp til skýjanna sem hina nýju Velvet Undergro- und, framtíð rokksins og svo má telja. Í kjölfarið hefur sveitinni gengið allt í haginn í Bretlandi sem vonlegt er en vestan hafs hafa menn verið lengur að taka við sér, að mati þeirra félaga vegna þess að menn eru almennt opnari fyrir nýrri tónlist í Bretlandi. Það varð og ekki til að draga úr áhuga manna á sveitinni að Noel Gallag- her, höfuðpaur Oasis, reyndi hvað hann gat að ná samningi við sveit- ina fyrir útgáfu sína, en var of seinn til. Af auðmönnum Strokes er kvintett með hefð- bundinni hljóðfæraskipan; Þeir Al- bert Hammond yngri og Nick Val- ensi leika á gítara, Nikolai Fraiture á bassa, Fab Moretti á trommur og Julian Casablancas syngur. Casablancas er leiðtogi sveitarinnar og lagasmiður, en hann stofnaði hana með Ham- mond. Ýmsum hefur orðið tíðrætt um uppruna drengjanna, enda eru þeir allir af auðmönnum, menntað- ir við dýra skóla í ýmsum löndum. Þannig er Casablancas sonur hins fræga módelfrömuðar Johns Casa- blancas, stjórnarformanns Elite, stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi og Hammond sonur enska popp- arans Alberts Hammonds sem var upp á sitt besta á áttunda ára- tugnum, en hefur rakað inn millj- ónum sem lagasmiður fyrir aðra. Aðrir liðsmenn eru einnig af vell- auðugu fólki þótt ekki sé það eins frægt og það sem getið er. Casablancas kynntist Fraiture í frönskum einkaskóla í New York sem barn og þegar hann var síðan sendur í svissneskan einkaskóla þrettán ára gamall kynntist hann Hammond. Valensi og Moretti kynntist hann síðan í enn einum einkaskólanum, þessum í New York. Casablancas segist hafa ver- ið með það á hreinu að hann ætl- aði að verða tónlistarmaður frá því hann kynntist Hammond og fór að semja lög sem mest hann mátti. 1998 byrjuðu þeir Casablancas, Valensi og Moretti síðan að gutla við tónlist saman og síðar slóst Fraiture í hópinn. Þegar Ham- mond fluttist síðan frá Los Ang- eles til New York 1999 til að leggja stund á kvikmyndagerð var Casablancas ekki seinn á sér að fá hann í hópinn og þannig skipuð lagðist Strokes í stífar æfingar til að móta lög Casablancas sem hann hafði samið áður en sveitin varð til. Fyrstu tónleikarnir voru síðan á Spiral í New York í september það ár. Television, Blondie eða Ramones Umboðsmaður Strokes sendi Geoff Travis, sem rekur Rough Trade-útgáfuna, kynningarupp- tökur af nokkrum lögum og Travis leist svo vel á gripinn að hann gerði þegar útgáfusamning við sveitina og gaf kynningarupptök- urnar út á The Modern Age- smáskífunni sem sagt er frá ofar. Margir hafa líkt sveitinni við þær sem hæst bar í New York ný- bylgjunni undir lok áttunda ára- tugarins og byrjun þess níunda, en þeir félagar sverja af sér öll áhrif frá sveitum eins og Television, Blondie eða Ramones; þeir haldi að vísu verulega upp á Velvet Underground, sem sér stað í söng- stíl Casablancas, en fyrst og fremst séu þeir að pæla í rokk- tónlist sjöunda áratugarins. Varla er nema von að menn staldri við það sem breskir popp- blaðamenn lofa svo hástöfum, enda oftar en ekki sem aðrar hvatir en tónlistaráhugi liggja þar að baki. Skemmst er þó frá því að segja að frumraun Strokes er býsna góð plata, skemmtilega kraftmikil, grípandi og hrá. Casablancas svip- ar víst til Reed sem söngvara og rödd hans, sem oft er bjöguð, fell- ur vel að kraftmiklu gítarpoppinu. Iðulega er álíka umtal og þeir Strokes-liðar fengu í Bretlandi banabiti hljómsveita, en það held- ur þeim félögum vonandi á jörð- inni að hægar gengur heima fyrir. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Framtíð rokksins Á Englandi er tónlistarblaðamönnum gjarnt að taka stórt upp í sig. Árni Matthíasson segir frá bandarísku rokksveitinni The Strokes sem breskir segja hafa framtíð rokksins í höndum sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.