Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJI heyrði áþreifanlegtdæmi um samdrátt í innan- landsflugi í Bandaríkjunum eftir hryðjuverkin. Íslendingur, búsettur í Texas, var staddur hér heima þegar ósköpin dundu yfir en komst að nokkrum dögum liðnum vestur um haf. Flaug frá Keflavík til Minneapol- is og þaðan áfram til Dallas. Hann hefur oft farið þessa leið áður, en aldrei hefur verið jafn fámennt í vél- inni frá Minneapolis til Dallas og nú; farþegarnir voru aðeins fimm. x x x UMMÆLI Þorvaldar Örlygsson-ar, þjálfara knattspyrnuliðs KA, í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag vöktu athygli Víkverja. Þá var ljóst að KA-menn fylgdu Þórsurum upp í úrvalsdeild að ári, og blaðamaður spyr Þorvald hvernig það sé fyrir Akureyri að fá tvö lið í efstu deild. Þjálfarinn svarar: „Ég ætla ekki að segja neitt um það. Það eina sem ég hugsa um er mitt lið, ég er KA-maður og það er nóg fyrir mig.“ Ef marka má þessi orð virðist, eins og Víkverji hefur reyndar einhvern tíma heyrt, að ekki ríki mikill kær- leikur á milli íþróttafélaganna tveggja á Akureyri. x x x VINUR Víkverja, mikill KR-ing-ur, gat ekki leynt gleði sinni eft- ir að lið hans sigraði Fram í næstsíð- ustu umferð Símadeildar karla í knattspyrnu. Með tapi gegn Fram á heimavelli hefði KR hins vegar fallið, og hann sagði að fall með því að tapa á heimavelli fyrir þeim bláu hefði verið óbærilegt. Miklu skárra væri að falla með því að tapa í Grindavík í dag! En vonaði samt auðvitað það besta. x x x MENNTASKÓLINN á Akureyrivar settur í vikunni, í 122. skipti. Víkverji rakst á ávarp Tryggva Gíslasonar skólameistara við það tækifæri á heimasíðu skólans og fannst meistari komast vel að orði þegar hann beindi orðum sínum sér- staklega til nýnema. Hann sagði m.a.: „Umskiptin eru mikil frá því að stunda skyldunám í grunnskóla til þess að hefja bóknám í menntaskóla, sem hefur það meginmarkmið að búa nemendur undir nám í háskóla. Þetta er skemmtilegt nám og Menntaskól- inn á Akureyri er skemmtilegur skóli og hann er góður skóli fyrir þá nem- endur sem vilja vinna. Ég vona, ný- nemar góðir, að þið eigið eftir að hafa bæði gagn og gaman af því að vera hér og leggja stund á nám sem þið hafið valið ykkur sjálf og njóta lífsins á hollan hátt, á þann hátt að þið þurfið aldrei að skammast ykkar fyrir neitt.“ Tryggvi sagði ennfremur að öll byrjun væri erfið, en erfiðleikar væru til að sigrast á. „Enginn ræður því hvað fyrir hann kemur í lífinu, en allir ráða hvernig þeir vinna úr því sem fyrir þá kemur. Við ráðum því hvern- ig við bregðumst við því sem fyrir okkur kemur – hvort sem það er gott eða illt. Því skiptir það máli, nemend- ur góðir, að snúa sér öllu í hag – sigr- ast á erfiðleikunum og vaxa með vandanum. Ef allt væri auðvelt, ef enginn vandi væri til þess að glíma við, hætt- um við að þroskast. Auk þess gefur fátt meiri lífsfyllingu en að sigrast á vanda. Vellíðan fylgir vel unnu starfi.“ 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 ragna, 4 róar, 7 hrogn- in, 8 viljugt, 9 greinir, 11 jaðar, 13 skora fast á, 14 matnum, 15 ófrjálsan mann, 17 tanga, 20 skemmd, 22 annmarki, 23 atvinnugrein, 24 nam, 25 virtur. LÓÐRÉTT: 1 bugða, 2 önduð, 3 fífl, 4 tréflögu, 5 ana, 6 nagdýr, 10 synja, 12 vingjarnleg, 13 hug, 15 fámál, 16 hyggur, 18 pannan, 19 trú, 20 skot, 21 upp- spretta. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 matvendni, 8 nýtur, 9 tómur, 10 kór, 11 tuðra, 13 akrar, 15 hafts, 18 hrund, 21 tía, 22 freta, 23 dónar, 24 Skipasund. Lóðrétt: 2 altíð, 3 verka, 4 nötra, 5 nemur, 6 snót, 7 þrír, 12 rót, 14 ker, 15 hafs, 16 flesk, 17 stapp, 18 hadds, 19 unnin, 20 durt. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss og Örfirisey koma í dag. Atlantic Peace, Alta Mar og An- ine Maleen koma á morgun. Brúarfoss fer á morgun Hafnarfjarðarhöfn: Seagull og Hachimnoe fara í dag. Gemini og Brúarfoss koma á mánudag. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist. Árskógar 4. Á morgun kl. 9-12 opin handa- vinnustofan, kl. 10:15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13:30-16:30 opin smíðastofan/útskurður, kl. 13:30 félagsvist, kl. 10-16 púttvöllurinn op- inn, kl. 16 myndlist. All- ar upplýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9-16 handa- vinna,kl. 9-12 bútasaum- ur,kl. 10-11:30 samveru- stund, kl. 13:30-14:30 söngur við píanóið, kl. 13-16 bútasaumur. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Snyrtinám- skeið byrjar 25. sept. kl. 9. Spænska hefst 27. sept. kl. 12:15. Les- hringur á Bókasafni Garðabæjar byrjar 1. okt. kl. 10:30. Búta- saumur byrjar 3. okt. kl. 16 í Garðaskóla. Les- hringur á bókasafni Álftaness byrjar 10. okt. kl. 15. Nánari upplýs- ingar á www.fag.is. Sími 565 6622. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20:30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16:30-18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9:30 hjúkrunarfræðing- ur á staðnum, kl. 10-12 verslunin opin, kl. 11:10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun verður fé- lagsvist kl. 13. Á þriðju- dag verður saumur og brids. Pútt á vellinum við Hrafnistu kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga kl. 10- 13. Matur í hádeginu. Félagsvist kl. 13:30 í dag. Dansleikur í kvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla fellur niður. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9:45. Söngvaka kl. 20:45 umsjón Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Stjórnandi Eiríkur Sig- fússon. Námskeið í framsögn og upplestri hefst fimmtudaginn 27. september kl. 16:15. Kennari Bjarni Ing- varsson. Skráning og upplýsingar á skrif- stofu. Heimsókn og fræðslukynning hjá Ís- lenskri erfðagreiningu föstudaginn 28. septem- ber. Brottför frá Ás- garði Glæsibæ kl. 14. Ath. takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráning hafin á skrifstofu FEB. Brids námskeið byrjar miðvikudagskvöldið 3. október kl 19:30 í Ás- garði Glæsibæ, kennari Ólafur Lárusson, upp- lýsingar og skráning á skrifstofu. Farið verður til Kanaríeyja 20. nóv- ember á sérstökum vildarkjörum. Upplýs- ingar og skráning á skrifstofunni. Silfurlín- an er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10- 12. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10-16 í s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Á morgun kl. 9-16:30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9-13 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun er handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9-17, kl. 9 gler- og postulínsmálun, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári Gullsmára 13. Á morgun leikfimi kl. 15. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10-11 ganga, kl. 9-15 fótaaðgerð, kl.12- 15 bókasafn. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9-16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9:15- 15:30 handavinna, kl. 10-11 boccia, kl.12:15- 13:15 danskennsla, kl. 13-16 kóræfing. Haust- fagnaður verður fimmtudaginn 11, októ- ber, kvöldverður, skemmtiatriði, söngur, dans og fleira. Nánar auglýst síðar; upplýs- ingar í síma 562-7077. Hálfsdagsferð. Fimmtudaginn 27. sept. kl. 13. Farið verður á sýningu á útskurðar- verkum eftir Siggu á Grund sem tekur á móti hópnum í Sjó- minjasafni Íslands í Hafnarfirði. Ekið verð- ur til Krísuvíkur. Krísuvíkurkirkja skoð- uð. Kaffiveitingar í Bláa lóninu, skoðunar- ferð um Grindavík. Leiðsögumaður Nanna Kaaber, athugið tak- markaður fjöldi, sækja þarf farmiðana fyrir þriðjudaginn 25. sept. upplýsingar og skráning í síma 562-7077. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hár- greiðsla, kl. 9:30 bók- band, morgunstund og handmennt, kl. 10 fóta- aðgerðir, kl. 13 leikfimi og frjáls spil. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánu- daga og fimmtudaga. Skráning kl. 12:45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60 mánudaginn 24. sept. kl. 20. Sigursteinn Her- sveinsson sér um fund- arefnið. Allir karlmenn velkomnir. GA-fundir spilafíkla, eru kl. 18:15 á mánu- dögum í Seltjarnarnes- kirkju (kjallara), kl. 20:30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðu- múla 3-5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laugar- dögum kl. 10:30. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13-15, kaffi. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir alla mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-sam- takanna. Kvenfélag Kópavogs vinnukvöld vegna bas- ars mánudag kl. 20, að Hamraborg 10. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Haustmót í pútti fer fram þriðjudaginn 25. september kl. 14. Skráning á staðnum frá kl. 13. Reykjavíkurdeild SÍBS Þriðjudaginn 25. sept verður fyrsta spila- kvöldið í húsnæði Múla- lundar, vinnustofu SÍBS, í Hátúni 10c. Fé- lagar fjölmennið og tak- ið með ykkur gesti. Byrjað að spila kl 20. Mæting kl. 19:30. Hús- inu lokað kl. 20. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Á Suðureyri: hjá Gesti Kristinssyni, Hlíðarvegi 4, s. 456-6143. Á Ísa- firði: hjá Jóni Jóhanni Jónss., Hlíf II, s. 456- 3380, hjá Jónínu Hög- nad., Esso-versluninni, s. 456-3990 og hjá Jó- hanni Káras., Engjavegi 8, s. 456-3538. Í Bolung- arvík: hjá Kristínu Kar- velsd., Miðstræti 14, s. 456-7358. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Í dag er sunnudagur 23. sept- ember, 266. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. (Jóh. 12, 46.) ÞAÐ er mjög athyglis- vert að aldraðir ætli að bjóða fram til sveitar- stjórnakosninga og ef til vill líka til Alþingis. Þá munu þeir eiga full- trúa sem getur flutt mál þeirra. Ég held að öryrkjar eigi svo sannarlega samleið með félögum eldri borgara með framboð í huga því það vantar fulltrúa í sveit- arstjórnir og á Alþingi sem kemur áfram mál- efnum aldraðra og ör- yrkja. Forystusveit öryrkja ætti að íhuga alvarlega að ganga til samstarfs við aldraða. Öll loforð fjórflokkanna hafa ver- ið meira og minna svik- in. Öryrkjar og aldrað- ir þurfa að þjappa sér saman og styðja hver annan í baráttunni fyr- ir mannsæmandi kjör- um þessara hópa. Að endingu óska ég öldruðum velfarnaðar með áform sín til fram- boðs. Gunnar G. Bjartmannsson, Hátúni 10. Finnst þetta bruðl MIG langar til að fá út- reikninga á því hve mikið sími allra lands- manna myndi spara ef þeir slepptu fylgiskjali með símreikningunum og færðu allt á viðhengi giróseðilsins, sem er að miklu leyti autt núna. Mér og mörgum öðrum finnst þetta bruðl. Sama má segja um seðla frá Orkuveitunni, upplýsingarnar ættu að komast fyrir á einu blaði. Talað hefur verið um að minnka pappírs- flóðið eftir að tölvurnar komu til sögunnar og þessi fyrirtæki ættu að huga að því. Elísabet. Tapað/fundið Stór, gylltur kross týndist LÍTIL þriggja ára hnáta týndi fallega krossinum hennar ömmu sinnar. Hann er úr víravirki, gulllitaður og nokkuð stór. Hún var með hann í mynda- töku hjá ljósmyndara, svo fór hún í Fossvogs- kirkjugarð og þaðan í Grasagarðinn og hefur líklega týnt honum á öðrum hvorum staðn- um. Hafi einhver fund- ið krossinn þá er sím- inn hjá litlu hnátunni, sem heitit Pétrína, 698- 470 og 561-8134. Dýrahald Kettlingur í óskilum UM það bil sex mánaða svartur kettlingur með hvítar hosur, hvítan smekk og hvítt yfir- skegg öðrum megin er í óskilum í Skeiðarvogi og langar heim. Eig- andi hringi í síma 698- 9246. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Öryrkjar og aldraðir í framboð HINN síungi öldungur, Viktor Korts- noj (2614), teflir enn af fítónskrafti. Hann nartaði í hæla gamla erkióvinar síns, Anatoly Karpovs, á minningar- móti Najdorfs er lauk fyrir skömmu í Buenos Aires. Í stöðunni hafði hann svart gegn heimamanninum, Pablo Ricardi (2545). 31... Rxe5! 32. Bxb7 Rg4+ 33. Kf3 Kxb7 34. Kf4 Kc6 35. Hb1 a6 36. d5+? Þótt það sé megin- regla að ýta eigi frípeðum áfram var óráðlegt að gera það strax. 36. Rh4 hefði verið skynsamlegra. 36... Kc5 37. d6 Hg6 38. Rh4 Hxd6 39. Rxf5 Hg6 40. He1 Rf6 41. Re7 Rh5+ 42. Kf5 Rg7+ 43. Kf4 He6 44. Hg1 Hxe7 45. Hxg7 He2 46. Hg8 Hxc2 47. Hc8+ Kd5 48. Hd8+ Ke6 49. Hb8 Hxc3 50. Hxb6+ Kd5 51. Hxa6 Ha3 52. a5 Kd4 53. Ha7 c3 og hvítur gafst upp. Haustmót Tafl- félags Reykjavíkur hefst í dag, 23. september, kl. 14.00 í húsakynnum fé- lagsins í Faxefeni 14. Fyrirkomulag mótsins er með hefðbundnu sniði. Evr- ópukeppni taflfélaga stendur nú yfir í Chania á Krít. Hægt er að fylgjast með gangi mála á skak.is en bæði Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir hafa sveitir í keppninni. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.