Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 41
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 41 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Ingibjörg Ólafsdóttir 478 8962 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Björn Ingólfsson 463 3131 463 3118 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Valdimar Ingi Auðunsson 486 1136 Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400 Neskaupstaður Sigrún Júlía Geirsdóttir 477 1812 477 1234 Neskaupstaður Ægir Guðjón Þórarinsson 477 1372 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 Neskaupstaður Bjartur Sæmundsson 477 1489 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Agnieszka Szczodrowska 465 1399 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15 OG 17 AUSTURBERG 8 - MEÐ BÍLSKÚR Glæsileg þriggja herbergja 80,4 fm íbúð á þriðju hæð í litlu fjöl- býli, Merbau-parket og -flísar á gólfum. Björt stofa með útgengi á suðursvalir. Fallegt útsýni. Bílskúr. Kristinn á bjöllu. Myndir á www.borgir.is Verð: 10,2 millj. 0PIÐ HÚS Í GRJÓTASELI 5, Í DAG, FRÁ KL. 14–17 Til sölu vönduð sérhæð ásamt tvöföldum bílskúr á góðum stað í Seljahverfi. Flísar og parket á gólfum. Þetta er eign sem býður upp á marga mögu- leika. Anna og Grímur munu sýna húsið milli kl. 14 og 17 á sunnudag. Komið og skoðið. Sjón er sögu ríkari. SKOÐANA- og tjáningarfrelsi, sem eru aðall vestrænna lýðræðisríkja, fylgir mikil ábyrgð, ríkar skyldur, ef vel á að vera. Ef taka á ábyrga afstöðu eða móta marktæka skoðun er gott að búa að reynzlu og þekkingu. Sem og að setja sig vel inn í málavexti. Það er reyndar siðferðileg skylda okkar. Í þjóðfélagi, eins og okkar, þar sem al- menn menntun og þekking er á til- tölulega háu stigi, er eftirleikur þessa frelsis, þessara mannréttinda, auð- veldari. Auk tiltækrar menntunar og þekkingar höfum við tvær mik- ilvægar eigindir til að styðjast við, þegar ákvörðun er tekin eða skoðun mótuð: Dómgreind og samvizku. Dómgreindin spannar skynsemi okkar, sem að hluta til er tekin í arf en að hluta til þróuð eða þroskuð á lífsferli okkar. Samvizkan hefur verið skilgreind sem siðgæð- isvörður vitundarinnar eða sem rödd Guðs í manninum. Ef við setjum okkur eins vel inn í málavexti og kostur er og höf- um jafnframt fullt samráð við dómgreind okkar og samvizku erum við á réttri leið. Enginn getur breytt réttar en að breyta eins og samvizka hans, rödd Guðs í honum, býður. Í Merki krossins (1. hefti 2001), sem kaþólska kirkjan á Íslandi gefur út, er vitnað til merkrar bókar, Yfir þröskuld vonarinnar, eftir Jóhannes Pál II. páfa, en hann hefur áunnið sér trúnað og virðingu meðal þjóða heims, langt út fyrir raðir rómversk-kaþólskra. Bók þessi kemur væntanlega út í haust á vegum Þorlákssjóðs í þýðingu Reynis Guðmundssonar. Í henni er svo að orði komizt um sam- vizkuna: „Samvizkan er griða- staður og leyndasti kjarni mannsins, þar sem hann finnur sig einan með Guði, en rödd hans hljómar innra með honum …“ Ennfremur: „Í hollustu við samvizkuna sameinast kristnir menn öðrum mönnum við að leita sannleikans og ráða fram úr, samkvæmt þessum sann- leika, hinum mörgu siðferðilegu vandamálum sem upp koma í lífi hvers og eins sem og í lífi samfélagsins …“ Í beinu framhaldi af fram- ansögðu segir: „Eftir því sem góð samvizka er útbreiddari lætur fleira fólk og samfélags- hópar af blindri þrákelkni sinni og leitast við að laga sig að hlutlægum reglum siðferðilegr- ar breytni. Engu að síður gerizt það oft að samvizkan villist af leið vegna óviðráðanlegrar fá- fræði, en það veldur ekki því að hún glati tign sinni. Ekki er hægt sð segja það sama þegar maðurinn gerir lítið sem ekkert til að leita sannleikans og hins góða eða þegar samvizkan verð- ur nánast blind vegna ávanans að syndga …“ Þessi orð undir- strika mikilvægi þess að nýta trú okkar og siðfræði hennar, hvort sem við tilheyrum róm- versk-kaþólskri eða evangelísk- lútherskri kirkju, til að þroska með öllum og sérhverjum það góða og fagra, þá mannúð, sem ýmsir kennimenn telja eðl- islæga dómgreind mannsins og samvizku. Rétturinn til menntunar og rétturinn til skoðana-, trúar- og tjáningarfrelsis eru kjarni al- mennra mannréttinda. Þessi réttindi falla í einu og öllu að kristnu lífsviðhorfi. „Fagn- aðarboðskapurinn er fyllsta staðfestingin á öllum mannrétt- indum,“ segir Jóhannes Páll II. páfi í bók sinni. Frelsið getur hins vegar verið vandmeðfarið, jafnvel breytzt í andhverfu sína, ef kristin mannúð er ekki með í för, ef við virðum ekki jafnrétti náungans til frelsis og vel- ferðar. „Ef við föllumst ekki á þann möguleika,“ segir Jóhann- es Páll II, „að verða öðrum gjöf, verður hættan á eig- ingjörnu frelsi ávallt yfirvof- andi.“ – Það er ekki út í hött, sem eitt sinn var sagt: Þegar við ýtum úr jarðlífsvör höfum við það eitt í farteski sem við höfum öðrum gert og gefið. Tæknin hefur fært öll ríki jarðar í nábýli. Við getum flogið til fjarlægustu heimshorna á einu dægri. Við getuð séð á sjónvarpsskjá heima í stofu okkar atburði hinum megin á hnettinum, jafnskjótt og þeir gerast. Ferðalög tugmilljóna manna álfa og landa á milli eru ein stærsta atvinnugrein mann- kynsins. Fólk flytzt og í stórum stíl landa á milli í leit að betra lífi. Þúsundir Íslendinga búa og stunda atvinnu erlendis. Þús- undir fólks af erlendu bergi brotið býr og vinnur hér á landi. Þegar ólíkir „menningar- heimar“ blandast er hætta á árekstrum, ekki sízt ef fáfræði og fordómar vísa veginn. Þessi framvinda í „þorpinu Jörð“ er þegar allt kemur til alls próf- raun sem mannkynið getur staðizt, ef kristin viðhorf ráða ferð. Ef við nýtum dómgreind okkar. Ef við höfum samráð við samvizkuna, rödd Guðs í mann- inum. Við skulum standa trúan vörð um mannréttindi okkar. En við verðum að deila þeim hvert með öðru. Kirkja Krists konungs í Landakoti. Dómgreindin og samvizkan Skoðanir okkar eru byggðar á reynslu, þekkingu, dómgreind og samvizku. Stefán Friðbjarnarson staldrar við þessar eigindir – sem og skoðana- og tjáningarfrelsi. ÞRIÐJUDAGINN 25. september 2001 heldur Sverrir Jakobsson sagnfræðingur fyrirlestur í hádeg- isfundaröð Sagnfræðingafélags Ís- lands sem hann nefnir: Sjálfs- myndir miðalda og uppruni Íslendinga. Fundurinn fer fram í stóra sal Norræna hússins, hann hefst kl. 12.05 og lýkur kl. 13. Fundurinn er opinn öllu áhuga- fólki um sögu og er aðgangur ókeypis. „Í fyrirlestrinum verður fjallað um þjóðerni sem hluta af sjálfs- mynd fólks fyrr og nú. Umræða um þjóðlega sjálfsmynd hefur á seinustu áratugum verið mót- sagnakennd. Annars vegar ganga margir sérfræðingar um þjóðerni út frá því að það sé afurð seinni tíma, en miðaldasagnfræðingar telja sig hins vegar hafa nægar heimildir um tilvist þjóðernis fyrr á öldum. Af hverju stafar þessi ágreiningur? Eru menn kannski ekki að ræða um sama fyrirbærið? Ástæða er til að velta því fyrir sér hvers konar sjálfsmyndir hafi ver- ið ríkjandi á miðöldum, hvort mið- aldaþjóðerni sé sama eðlis og nú- tímaþjóðerni og í hverju munurinn sé fólginn,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Sverrir Jakobsson hefur BA- próf í sagnfræði frá HÍ, MA-próf í miðaldafræðum frá University of Leeds og vinnur nú að doktors- ritgerð um heimsmynd Íslendinga á tímabilinu 1100-1400 við sagn- fræðiskor HÍ. Hann hefur verið stundakennari við HÍ síðan 1997. Rætt um sjálfsmynd- ir miðalda FRÉTTIR STJÓRN Verkalýðsfélags Húsa- víkur hefur samþykkt eftirfarandi ályktun varðandi niðurskurð á rekstrarframlagi til svæðisútvarps Norðurlands: „Verkalýðsfélag Húsavíkur átel- ur stjórnendur Ríkisútvarpsins fyrir að draga þarf verulega úr út- sendingartíma og fækka þarf starfsfólki til að mæta sparnaðar- áformum útvarpsráðs. Svæðisútvarp Norðurlands gegnir mikilvægu hlutverki í fréttaþjónustu og þjóðmálaum- ræðu á svæðinu og hefur verið í forystu annarra fjölmiðla á Norð- urlandi á því sviði. Ákvörðun út- varpsráðs er því mikil vonbrigði fyrir hlustendur svæðisútvarpsins ekki síst í hinum dreifðu byggðum. Verkalýðsfélag Húsavíkur hvet- ur stjórnendur Ríkisútvarpsins til að leita allra leiða til að efla starf- semi Ríkisútvarpsins og þar með svæðisstöðva stofnunarinnar á landsbyggðinni og draga til baka boðaðar aðgerðir meðan unnið verði að því að skapa Ríkisútvarp- inu eðlileg rekstrarskilyrði. Þá skorar félagið á Norðlend- inga að standa vörð um starfsemi svæðisútvarps Norðurlands á Ak- ureyri.“ Mótmæla niðurskurði á svæðisútvarpi Norðurlands FYRIRLESTUR verður haldinn í Foreldrahúsinu í Vonarstræti 4b mánudaginn 24. september kl. 20:30. Fjallað verður um athyglisbrest með ofvirkni en það er hegðunar- röskun sem kemur fram hjá börnum fyrir 7 ára aldur. Fyrirlesari er Málfríður Lorange, sálfræðingur. Fyrirlestur um athyglisbrest með ofvirkni ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.