Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 33 ✝ Sigríður LovísaHaraldsdóttir fæddist á Ísafirði 15.09. 1916. Hún lést 12. september síðast- liðinn á heimili sínu, Hraunbúðum í Vest- mannaeyjum. Sigríð- ur var dóttir hjón- anna Haraldar Lofts- sonar beykis og Kristjönu Bjarneyjar Jónsdóttur. Albróðir Sigríðar var Jón Haraldsson sem er látinn og eft- irlifandi systkini samfeðra eru Guðrún, Elísabet Hjördís, Jón Kristinn, Jónína Guð- rún og Halla Vilborg. Sigríður kvæntist Gísla Ragnari Sig- urðssyni útgerðar- manni f. 16.09. 1916 d. 17.05. 1995. For- eldrar hans voru Sigurður Sigurðsson og Vilborg Jónsdótt- ir. Fóstursonur Sig- ríðar og Gísla er Jón Kristinn Haraldsson, kona hans er Guðný Alfreðsdóttir og eiga þau þrjú börn og fjögur barna- börn. Útför Sigríðar var gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 22. september sl. Með örfáum orðum langar mig að minnast ástkærrar ömmu minnar og nöfnu, Sigríðar Lovísu Haraldsdótt- ur. Undirbúningur 85 ára afmælis þíns stóð fyrir dyrum þegar þú skyndilega ákvaðst að kveðja þennan heim. Ég er þakklát fyrir það, að í ágúst síðastliðnum heimsótti ég þig ásamt fjölskyldu minni til Vest- mannaeyja og eru þær stundir sem við áttum þá mér mjög dýrmætar. Minn fyrsta áratug bjuggum við á neðri hæðinni á Faxastígnum og þú amma mín og afi á efri hæðinni. Það er óhætt að segja að það voru forrétt- indi að fá að búa í sama húsi og þið. Eftir að fjölskylda mín flutti til Reykjavíkur gisti ég alltaf hjá ykkur þegar ég kom til Eyja, hvort sem ég var að stunda þar vinnu, fara á þjóðhátíð eða bara að koma í heim- sókn og þar leið mér alltaf vel, enda dekrað við mig eins og þér og afa var einum lagið. Þegar þú svo fluttir á Hraunbúðir þótti þér afar leitt að þurfa að selja Faxastíginn og geta ekki hýst okkur þegar við kæmum til Eyja. Þú varst ætíð afar stolt af okk- ur, barnabörnum þínum, og vonaðist til að ég myndi feta í fótspor þín og gerast saumakona, en það varð nú ekki ég heldur var það hún Freydís systir sem fetaði í þau spor. Nú hafið þið afi hist aftur og mig langar til að þakka þér og afa fyrir þær ógleymanlegu stundir sem við áttum með ykkur, þær verða vel geymdar og ykkar verður sárt sakn- að. Þín Sigríður Lovísa. SIGRÍÐUR LOVÍSA HARALDSDÓTTIR                                           !   "  "     # $%  #   &' ( )  &     * *"+#  ''  ,   ( '     "+'%-'                                  !""# $  %    &       '  (      !! " # $! # %#& '' ( " # $!  #" & '' % )$% # $! *# # & '' +#%!, # $! (# -# & ''  !!# . /$% # & ''  !,!# #"! $! /#!#/0!/#!#/#!#/0! $%  '! !!# 1'!2                                                           !  "    #    $ %# # "% &       !!  " # $% & ! % '   !!  %( ) % $% *%% + (  $% , %- $% (  '(  !!  .  $% '( /! %.  !!  (, % , % !! $-/ % /, %                                                               ! " #$!%$  !%  &  "!!! ' ("   " %$     "!!! #$!(!"  $"  "!!%$   )!" !%! *" !"*+ !&                                                          !  # !"# #"$%& ' &()   * +&$$%& ,*- # % . ++ $+&& #, $/!&$$%& % $+!&& ++ ' &$$%& 0!%  ' &$$%& %#( & &- &                                                      !"!"##  $ %#  !"##  &' (     !" ) !"##  *+ +   ,-.&'!"##   * %   !"##  )"   !"##  ( !     !"##     # ! ! Ég var staddur í sumarleyfi erlendis þegar hringt var í mig og mér sagt að Kjart- an væri dáinn. Þetta kom mér ekki á óvart því áður en ég fór hafði ég talað við dóttur hans sem tjáði mér alvarleika sjúkdóms- ins sem þá var talinn kominn á það stig að dauðinn væri á næsta leiti. Kjartan hafði um nokkurt skeið verið veikur en lengi vel áttum við gott spjall saman og síðast nú í sumar. Þegar ég hóf störf hjá lögregl- unni á Akureyri, þá ungur maður, var Kjartan annar tveggja varð- stjóra liðsins. Hann var varðstjóri á minni fyrstu vakt sem er mér mjög eftirminnileg, og það var hann sem leiddi mig fyrstu sporin á þeirri braut sem síðar varð mitt ævistarf. Kjartan var stór og myndarlegur og voru fáir sem báru lögreglubún- inginn jafn glæsilega og hann. Áður en Kjartan hóf störf hjá lögreglunni KJARTAN SIGURÐSSON ✝ Kjartan Sigurðs-son, fyrrv. lög- regluvarðstjóri, fæddist 23. október 1926. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 30. ágúst. hafði hann starfað við bifreiðaakstur og vinnuvélastörf. Þau störf voru honum ávallt kær og minntist hann þeirra oft í um- ræðu. Þá átti hann um margra ára skeið trillu með Sigurði Eiríks- syni lögreglumanni og kærum vini sínum og sóttu þeir félagar sjó- inn stíft á tímabili. Með starfi sínu hjá lögreglunni kenndi hann fólki listina að keyra bíl og nutu margir tilsagnar hans í þeim efn- um. Meðal annarra voru mín þrjú börn, en þegar ég valdi ökukennara fyrir þau kom enginn annar en Kjartan til greina. Þau hafa líka fram til þessa ekið óhappalaust eft- ir þá góðu leiðsögn sem þau fengu hjá ökukennara sínum. Eftir að Kjartan fór á eftirlaun vann hann um tíma sem sendi- sveinn, eins og hann sagði sjálfur, hjá Háskólanum á Akureyri. Þar naut hann samvista við ungt starfs- fólk nýs skóla og líkaði honum það vel. Mér er kunnugt um að þeim lík- aði einnig samveran við þennan glæsilega öldung. Hann gat örugg- lega miðlað þeim einhverju af sinni miklu og góðu reynslu, sérstaklega í mannlegum samskiptum. Þegar ég hafði starfað í lögreglunni um hríð, hagaði svo til að ég gerðist að- stoðarvarðstjóri á vaktinni hjá Kjartani og var það í mörg ár. Þá varð samstarf okkar mikið og ein- staklega gott. Hjá honum lærði ég mikið um starfið. Hann var einstak- lega réttsýnn maður og kenndi mér það m.a. að enginn er sekur fyrr en sekt hans hefur verið sönnuð, og að allur vafi skuli vera sakborningi í hag. Ég undraðist það oft hve mikla þolinmæði hann hafði þegar við komum með ölvaða og æsta menn til hans, en yfirleitt tókst honum að tala þá til, þannig að ekki þurfti að koma til frekari vandræða með þá. Ég hugsaði líka hve gott handtek- inn maður ætti, sem leiddur var fyrir Kjartan. Sá maður var í góð- um höndum. Þegar Kjartan hafði tekið sínar skýrslur af þeim hand- teknu, eða þá róað æsta menn ók hann þeim yfirleitt heim á sínum eigin bíl og fór þá gjarnan úr lög- reglujakkanum til að heimferðin yrði ekki áberandi fyrir þá. Þetta kunnu menn að meta og þess vegna var Kjartan vinmargur og mjög vinsæll bæði meðal okkar viðskipta- vina og samstarfsmanna. Það var alltaf hlustað á skoðanir Kjartans í öllum málum. Kjartan var ættaður úr Vopnafirði og átti greinilega mjög ljúfar minningar þaðan úr uppvextinum. Nú þegar leiðir okkar skilja er það fyrst og fremst þakklæti sem er í mínum huga og þá fyrir að hafa átt þess kost að eiga þennan ágæta mann að vini og samstarfsfélaga í mörg ár. Ég sendi fjölskyldu Kjart- ans samúðarkveðjur um leið og ég kveð þennan góða vin. Ólafur Ásgeirsson. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@- mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, (um 25 dálk- sentimetra í blaðinu). Frágangur afmælis- og minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.