Morgunblaðið - 23.09.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 23.09.2001, Síða 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 25 ...ferskir vindar í umhirðu húðar Gættu að því sem þú átt og fáðu til baka það sem hefur tapast. VITA-A-KOMBI dag- og næturkrem Mikill árangur á skömmum tíma Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Útsölustaðir: Snyrtideildir Hagkaups, Lyf og heilsa, Lyfja, Apótekið hf., Hringbrautar Apótek, Borgar Apótek, Rima Apótek, Árbæjar Apótek, Garðs Apótek, Laugarnes Apótek, Salon Ritz, Björt-Bæjarhrauni, Lyfja Grindavík, Húsavík og Egilsstöðum, Myrra Selfossi, Apótek Keflavíkur, Borgarness Apótek, Apótek Vestmannaeyja, Apótek Ólafsvíkur, Stúdíó Dan - Ísafirði, Apótek Blönduóss, Sauðárkróks Apótek, Siglufjarðar Apótek, Hafnar Apótek og Nes Apótek. Lið-a-mót FRÁ Apótekin Tvöfalt sterkara með GMP gæðaöryggi H á g æ ð a fra m le ið sla FRÍHÖFNIN Flogið er út aðfaranótt föstudagsins kl. 2.15 og til baka mánudags- kvöldið kl. 23.10. London er tví- mælalaust eftirsóttasta heimsborg Evrópu í dag og vinsældir hennar hafa aldrei verið meiri, enda finnur þú hér frægustu leikhúsin, heims- þekkta listamenn í myndlist og tón- list, glæsilega veitinga- og skemmtistaði. Gildir út 5. október og heim 8. október. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 13.400 Verð kr. 26.800/2 = kr. 13.400 báðar leiðir. Flugvallarskattur, 4.460 á mann, ekki innifalinn. Bókaðu strax og tryggðu þér þetta ótrúlega tilboð. Örfá sæti í boði. 2 fyrir 1 til London 5. október - helgarferð kr. 13.400 Gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela í hjarta London TILBOÐ ÓSKAST Í Pontiac Firebird Formula árgerð 1995 (ekinn 42 þús. mílur) vél 350 ci. V-8 (m/Flowmaster pústi, tölvukubb og K & N síu), Plymouth Neon árgerð 1997 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 25. september kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA „BESTA leiðin til að selja Ísland er að þekkja það,“ segir Guðmundur Kjartansson, formaður fram- kvæmdastjórnar Íslandsferða Hold- ing, sem er dótturfyrirtæki Flugleiða og eignarhaldsfélag fyrir ferðaskrif- stofur Flugleiða erlendis. Allir starfs- menn ferðaskrifstofa Íslandsferða Holding eru nú á Íslandi til að kynn- ast landinu og til skrafs og ráðagerða um horfurnar á komandi sölutímabili. Guðmundur er jafnframt fram- kvæmdastjóri Island Tours í Þýska- landi, sem er með útibú í Frakklandi, Hollandi, Ítalíu og Sviss. Auk starfs- manna Island Tours eru starfsmenn Island Resor í Svíþjóð og Islandia Travel í Danmörku og útibús þess í Noregi komnir hingað til lands. Ferðaskrifstofurnar selja eingöngu ferðir til Íslands, Grænlands og Fær- eyja og mynda saman langstærsta söluaðila túristaferða til Íslands. Slíkur fundur hefur verið árlegur viðburður síðastliðin níu ár að sögn Guðmundar. „Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem öll fyrirtækin hitt- ast saman,“ bætir hann við. „Mark- miðið með þessum fundi er það, að við erum í raun að hefja undirbúning næsta sölutímabils sem byrjar svona í kringum jólin. Við byrjum á því að greina hvernig gengið hefur í sumar og síðan erum við bæði að spá í vöru og vöruþróun, myndkaup, tölvumál og eitt og annað.“ Guðmundur segir meginmarkmið fundarins að greina hvernig megi samnýta ýmsa þætti í rekstri ferðaskrifstofanna, fyrst og fremst vinnu en einnig innkaup, þekkingu og markaðssetningu, því að í raun sé verið að vinna sams konar vinnu á skrifstofunum þó að í sitt- hverju landinu sé. Hugarflugsfundur Fundurinn var hugsaður sem svo- kallaður „brainstorm“-fundur, eða fundur þar sem reynt er að gefa ímyndunaraflinu og hugmyndaauðg- inni lausan tauminn. „Við blöndum þessu svolítið saman, þ.e.a.s. við reynum í fyrsta lagi að ná utan um heildarhugmynd fyrirtækjanna og hlutverk okkar gagnvart móðurfélag- inu Flugleiðum. Nú, síðan er einn hluti af þessu líka sá, að við vinnum að vöruþróun. Við erum að reyna að finna upp nýjungar og finna upp nýj- ar ferðir sem við getum boðið við- skiptavininum, því við erum mjög vakandi fyrir því, að bjóða upp á réttu ferðirnar.“ Annar tilgangur með komu starfsmannanna til Íslands er að kynna þeim landið. „Við segjum: Besta leiðin til að selja Ísland er að þekkja það,“ segir Guðmundur. Um helgina ferðast hópurinn um landið. Farið verður í Kerlingarfjöll og síðan skipt liði og bæði bóndabæir heimsóttir og náttúruperlur skoð- aðar. Gæti brugðið til beggja vona Aðspurður segir Guðmundur að það sé erfitt að segja til um það hvort nýliðnir at- burðir í Bandaríkjun- um muni hafa áhrif á straum ferðamanna frá Evrópu til Íslands. „Við erum einmitt núna á þeim tímamótum, að nú er törnin nánast búin hjá okkur, þ.e.a.s. sum- artímabilið, þannig að þetta kemur svona í lokin. Næstu mánuðir eru að öllu jöfnu mjög rólegir.“ Hann telur að þróun heimsmálanna í kjölfar hryðjuverkanna muni hafa megin- áhrif á það hvernig ferðamanna- straumurinn verði. „Ef svo ólíklega vildi til að það myndi allt falla í ljúfa löð eftir tvo, þrjá máunuði, þá, að sjálfsögðu, hefur það engin áhrif. En þetta fer líka svolítið eftir því hvort þessi hryðjuverk breiðast líka út til Evrópu – sem hugsanlega yrði til þess að fólk hætti að ferðast.“ Guð- mundur nefnir hins vegar, að Ísland gæti mögulega hagnast á ástandinu í Bandaríkjunum með tillititi til ferða- mennsku. „Síðan náttúrulega er önn- ur skoðun sem líka hef- ur verið uppi, að þetta mundi hugsanlega geta gagnast Íslandi að því leytinu til – þó það sé ljótt að segja frá því – að það yrði til þess að fólk mundi fara að velja sér öruggari áfanga- staði. Þar mundi Ísland örugglega teljast öruggur áfangastaður. Flugleiðir eru lítið og óþekkt félag og fólk mundi kannski frekar vilja fljúga með slíkum félögum. Þannig að þetta gæti snúist upp í eitthvað jákvætt. En eins og ég segi, á þessum tímapunkti er alltof fljótt að spá.“ Tímabilið í ár hefur verið nokkuð gott að sögn Guðmundar. Gengið hafi verið ágætt í flestum löndum, þannig að þau hafi verið tiltölulega bjartsýn á næsta sölutímabil áður en hörm- ungarnar í Bandaríkjunum komu til sögunnar. Þó hafi reyndar verið smá uggur í mönnum vegna þess að verð- lag hefði hækkað mjög mikið á milli áranna 2000 og 2001 og það hafi haft áhrif. En almennt séð og burtséð frá hinum hörmulegu atburðum í Banda- ríkjunum þyki ferðaskrifstofunum í Skandinavíu og á meginlandi Evrópu horfurnar nokkuð góðar á komandi sölutímabili. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá hádegisverðarfundi Íslandsferða Holding sem haldinn var á Hótel Sögu í fyrradag. Starfsmenn ferðaskrifstofa Íslandsferða Holding funda Almenn bjartsýni á næsta sölutímabil Guðmundur Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.