Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 25 ...ferskir vindar í umhirðu húðar Gættu að því sem þú átt og fáðu til baka það sem hefur tapast. VITA-A-KOMBI dag- og næturkrem Mikill árangur á skömmum tíma Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Útsölustaðir: Snyrtideildir Hagkaups, Lyf og heilsa, Lyfja, Apótekið hf., Hringbrautar Apótek, Borgar Apótek, Rima Apótek, Árbæjar Apótek, Garðs Apótek, Laugarnes Apótek, Salon Ritz, Björt-Bæjarhrauni, Lyfja Grindavík, Húsavík og Egilsstöðum, Myrra Selfossi, Apótek Keflavíkur, Borgarness Apótek, Apótek Vestmannaeyja, Apótek Ólafsvíkur, Stúdíó Dan - Ísafirði, Apótek Blönduóss, Sauðárkróks Apótek, Siglufjarðar Apótek, Hafnar Apótek og Nes Apótek. Lið-a-mót FRÁ Apótekin Tvöfalt sterkara með GMP gæðaöryggi H á g æ ð a fra m le ið sla FRÍHÖFNIN Flogið er út aðfaranótt föstudagsins kl. 2.15 og til baka mánudags- kvöldið kl. 23.10. London er tví- mælalaust eftirsóttasta heimsborg Evrópu í dag og vinsældir hennar hafa aldrei verið meiri, enda finnur þú hér frægustu leikhúsin, heims- þekkta listamenn í myndlist og tón- list, glæsilega veitinga- og skemmtistaði. Gildir út 5. október og heim 8. október. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 13.400 Verð kr. 26.800/2 = kr. 13.400 báðar leiðir. Flugvallarskattur, 4.460 á mann, ekki innifalinn. Bókaðu strax og tryggðu þér þetta ótrúlega tilboð. Örfá sæti í boði. 2 fyrir 1 til London 5. október - helgarferð kr. 13.400 Gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela í hjarta London TILBOÐ ÓSKAST Í Pontiac Firebird Formula árgerð 1995 (ekinn 42 þús. mílur) vél 350 ci. V-8 (m/Flowmaster pústi, tölvukubb og K & N síu), Plymouth Neon árgerð 1997 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 25. september kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA „BESTA leiðin til að selja Ísland er að þekkja það,“ segir Guðmundur Kjartansson, formaður fram- kvæmdastjórnar Íslandsferða Hold- ing, sem er dótturfyrirtæki Flugleiða og eignarhaldsfélag fyrir ferðaskrif- stofur Flugleiða erlendis. Allir starfs- menn ferðaskrifstofa Íslandsferða Holding eru nú á Íslandi til að kynn- ast landinu og til skrafs og ráðagerða um horfurnar á komandi sölutímabili. Guðmundur er jafnframt fram- kvæmdastjóri Island Tours í Þýska- landi, sem er með útibú í Frakklandi, Hollandi, Ítalíu og Sviss. Auk starfs- manna Island Tours eru starfsmenn Island Resor í Svíþjóð og Islandia Travel í Danmörku og útibús þess í Noregi komnir hingað til lands. Ferðaskrifstofurnar selja eingöngu ferðir til Íslands, Grænlands og Fær- eyja og mynda saman langstærsta söluaðila túristaferða til Íslands. Slíkur fundur hefur verið árlegur viðburður síðastliðin níu ár að sögn Guðmundar. „Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem öll fyrirtækin hitt- ast saman,“ bætir hann við. „Mark- miðið með þessum fundi er það, að við erum í raun að hefja undirbúning næsta sölutímabils sem byrjar svona í kringum jólin. Við byrjum á því að greina hvernig gengið hefur í sumar og síðan erum við bæði að spá í vöru og vöruþróun, myndkaup, tölvumál og eitt og annað.“ Guðmundur segir meginmarkmið fundarins að greina hvernig megi samnýta ýmsa þætti í rekstri ferðaskrifstofanna, fyrst og fremst vinnu en einnig innkaup, þekkingu og markaðssetningu, því að í raun sé verið að vinna sams konar vinnu á skrifstofunum þó að í sitt- hverju landinu sé. Hugarflugsfundur Fundurinn var hugsaður sem svo- kallaður „brainstorm“-fundur, eða fundur þar sem reynt er að gefa ímyndunaraflinu og hugmyndaauðg- inni lausan tauminn. „Við blöndum þessu svolítið saman, þ.e.a.s. við reynum í fyrsta lagi að ná utan um heildarhugmynd fyrirtækjanna og hlutverk okkar gagnvart móðurfélag- inu Flugleiðum. Nú, síðan er einn hluti af þessu líka sá, að við vinnum að vöruþróun. Við erum að reyna að finna upp nýjungar og finna upp nýj- ar ferðir sem við getum boðið við- skiptavininum, því við erum mjög vakandi fyrir því, að bjóða upp á réttu ferðirnar.“ Annar tilgangur með komu starfsmannanna til Íslands er að kynna þeim landið. „Við segjum: Besta leiðin til að selja Ísland er að þekkja það,“ segir Guðmundur. Um helgina ferðast hópurinn um landið. Farið verður í Kerlingarfjöll og síðan skipt liði og bæði bóndabæir heimsóttir og náttúruperlur skoð- aðar. Gæti brugðið til beggja vona Aðspurður segir Guðmundur að það sé erfitt að segja til um það hvort nýliðnir at- burðir í Bandaríkjun- um muni hafa áhrif á straum ferðamanna frá Evrópu til Íslands. „Við erum einmitt núna á þeim tímamótum, að nú er törnin nánast búin hjá okkur, þ.e.a.s. sum- artímabilið, þannig að þetta kemur svona í lokin. Næstu mánuðir eru að öllu jöfnu mjög rólegir.“ Hann telur að þróun heimsmálanna í kjölfar hryðjuverkanna muni hafa megin- áhrif á það hvernig ferðamanna- straumurinn verði. „Ef svo ólíklega vildi til að það myndi allt falla í ljúfa löð eftir tvo, þrjá máunuði, þá, að sjálfsögðu, hefur það engin áhrif. En þetta fer líka svolítið eftir því hvort þessi hryðjuverk breiðast líka út til Evrópu – sem hugsanlega yrði til þess að fólk hætti að ferðast.“ Guð- mundur nefnir hins vegar, að Ísland gæti mögulega hagnast á ástandinu í Bandaríkjunum með tillititi til ferða- mennsku. „Síðan náttúrulega er önn- ur skoðun sem líka hef- ur verið uppi, að þetta mundi hugsanlega geta gagnast Íslandi að því leytinu til – þó það sé ljótt að segja frá því – að það yrði til þess að fólk mundi fara að velja sér öruggari áfanga- staði. Þar mundi Ísland örugglega teljast öruggur áfangastaður. Flugleiðir eru lítið og óþekkt félag og fólk mundi kannski frekar vilja fljúga með slíkum félögum. Þannig að þetta gæti snúist upp í eitthvað jákvætt. En eins og ég segi, á þessum tímapunkti er alltof fljótt að spá.“ Tímabilið í ár hefur verið nokkuð gott að sögn Guðmundar. Gengið hafi verið ágætt í flestum löndum, þannig að þau hafi verið tiltölulega bjartsýn á næsta sölutímabil áður en hörm- ungarnar í Bandaríkjunum komu til sögunnar. Þó hafi reyndar verið smá uggur í mönnum vegna þess að verð- lag hefði hækkað mjög mikið á milli áranna 2000 og 2001 og það hafi haft áhrif. En almennt séð og burtséð frá hinum hörmulegu atburðum í Banda- ríkjunum þyki ferðaskrifstofunum í Skandinavíu og á meginlandi Evrópu horfurnar nokkuð góðar á komandi sölutímabili. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá hádegisverðarfundi Íslandsferða Holding sem haldinn var á Hótel Sögu í fyrradag. Starfsmenn ferðaskrifstofa Íslandsferða Holding funda Almenn bjartsýni á næsta sölutímabil Guðmundur Kjartansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.