Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ M ILLJÓNIR manna líða skort í Afganistan. Talið er að um það bil fjórðungur 25 milljóna íbúa landsins hafi flosnað upp hin síðari ár, vegna þurrka og styrjaldarástands, margir komust úr landi en líklegt er að um ein milljón sé nú á vergangi innan- lands. Ástandið er því ömurlegt en óttast er að enn frekar harðni á dalnum innan skamms vegna þess að allt erlent starfsfólk al- þjóðlegra hjálparstofnana, sem séð hafa um þremur milljónum íbúa fyrir nauðþurftum síð- asta árið, hefur flúið land vegna yfirvofandi hættu. Heimamenn halda einhverju hjálp- arstarfi enn gangandi og talið er að matvæli sem fyrir hendi eru dugi í tvær til þrjár vikur. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er ástandið í Afganistan sagt „hryllilegt“ af ýms- um ástæðum og yfirmaður Flóttamannahjálp- ar SÞ hvatti Bandaríkjamenn í vikunni til þess að hafa mannúðarsjónarmið að leiðarljósi þegar þeir veltu fyrir sér mögulegum hefnd- araðgerðum gegn talibanastjórninni. Sjónvarpsþáttur breskrar konu af afgönsk- um uppruna um lífið í Afganistan, sem sýndur var á RÚV á dögunum, líður áhorfendum væntanlega seint úr minni. Hér eru brot sem sitja eftir í hugskotinu:  Nokkrar konur eru leiddar til aftöku (vegna hórdóms og fleira) á knatt- spyrnuvelli í Kabúl að viðstöddu fjöl- menni, ein gengur fram, krýpur á kné og er skotin í höfuðið.  Ekkja kaupir myglað kex, selt sem hundafóður. Mylur kexið þegar heim er komið; á þessu og engu öðru nærast börn hennar sjö þann daginn.  Sjónvarpskonan spyr talsmann stjórn- valda hvort ekki sé einkennilegt að knattspyrnuvöllur, sem byggður er fyr- ir erlent fjármagn, sé einungis notaður til þess að aflífa þegna landsins. Og hann svarar: Allir aðrir staðir eru í rúst. Ef þið látið okkur hafa fé til að byggja upp annan stað þar sem aflífa má afbrotamenn getur vel verið að hægt sé að nota völlinn aftur fyrir fót- boltaleiki!  Afgönsk kona í viðtali á heimili sínu segir ekkert að óttast þótt andlit henn- ar sjáist í viðtalinu. Þegar hún fari út þekkist hún hvort eð er ekki; aldrei sjá- ist framan í hana þar. Sjónvarpskonan breska sýndi mikið hug- rekki því bannað var að mynda á sumum þessara staða. Einnig ljósmyndari, sem birti myndir í Sunday Times Magazine um síðustu helgi. Myndirnar, sem eru frá því í desember, tók hann, að sögn, ýmist úr bíl eða með því að fela myndavélina í skyrtunni. „Í hvert skipti sem ég smellti af skulfu förunautar mínir,“ er haft eftir honum. Bandarískur rithöfundur af afgönskum uppruna, Tamim Ansary, segir í grein sem birtist á Netinu í vikunni, að ekki sé hægt að sprengja Afganistan aftur til steinaldar því landið sé nú þegar á því stigi eftir stríðið við Sovétríkin. Hann spyr ennfremur hvort rétt sé að láta Afgana þjást og svarar: Þeir þjást nú þegar. „Jafna hús þeirra við jörðu?“ spyr hann. „Búið og gert. Mylja skólahúsin? Búið og gert.“ Hann spyr líka: „Hindra aðgang að lyfjum og læknisþjónustu? Of seint. Aðrir hafa séð um það.“ Hann segir sprengjur ein- ungis myndu ýfa sár fyrri sprenginga og ólík- legt sé að talibanarnir næðust; þeir einir landsmanna hafi nóg að borða og tækifæri til að flytja sig úr stað. „Kannski einhverjir fötl- uðu munaðarleysingjanna næðust. Þeir fara ekki hratt yfir og eiga ekki einu sinni hjóla- stóla.“ Sameinuðu þjóðirnar áætluðu fyrir nokkrum árum að um hálf milljón fatlaðra munaðarleysingja væru í landinu. Margir hafa reynt að komast úr landi upp á síðkastið. Enn er rólegt vestanlands og -norðan, en Kandahar – stærsta borgin í suð- urhlutanum, þar sem höfuðstöðvar talibana eru – er sögð hálf tóm. Gríðarlegur fjöldi er einnig sagður hafa flúið höfuðborgina Kabúl, sem og Jalalabad, stærstu borg austurhluta landsins. Margir fara frá borgum til þorpa í fjöll- unum. Um 200.000 manns búa í tímabundnum flóttamannabúðum sem komið hefur verið upp við borgina Herat og komast hvorki lönd né strönd enda um að ræða þá fátækustu í hópi þeirra sem lifað hafa á neyðaraðstoð síðasta árið. Á svæðinu sem sovéska sendiráðið hafði til umráða á sínum hafast nú við ríflega 20.000 Afganar, sem flosnað hafa upp hér og þar um landið á síðustu þremur árum vegna þurrka. Afganar hafa þrátt fyrir allt þótt sýna styrk og verið úrræðagóðir svo undrun sætir gegnum árin, en nú er þjóðin sögð svo and- lega og líkamlega máttfarin að slíku er ekki lengur til að dreifa. Botninum er náð. Fregnir herma að fjöldi fólks sé þegar svo máttvana að hann geti ekki einu sinni farið á vergang! Sé ekki fær um að flytja sig úr stað úr heimahögum. Síðan talibanar náðu völdum í Afganistan, fyrir fimm árum, hefur leið almennings legið hratt niður á við. Íbúarnir eru sagðir lifa í stöðugum ótta og útivistarbann er frá því rökkva tekur og til morguns. Ekki er talið æskilegt að fólk fylgist með því sem er að ger- ast í veröldinni; útvörp og rafhlöður eru mjög af skornum skammti og sjónvarp er bannað. Samkvæmt International Herald Tribune deyr fjórðungur afganskra barna áður en fimm ára aldri er náð. Lífslíkur fólks eru nú 43 ár og ungbarna og mæðradauði er næst- hæstur í Afganistan í heiminum. Einungis 12% prósent Afgana hafa aðgang að öruggu drykkjarvatni og aðeins 30% karla og 15% kvenna eru talin læs og skrifandi. Varla er ofsagt í Sunday Times Magazine að sorgin í Kabúl sé einstök. Bent er á að stríð og fátækt séu víða meinsemdir í heim- inum, en gleði sé óvíða algerlega bönnuð. Afganskir drengir leita matar á ruslahaug í Kabúl. Fátæktin gerir það að verkum að einhvers matarkyns er leitað hvar sem það hugsanlega finnst. Ný götumynd frá höfuðborginni Kabúl. Hús og híbýli eru í rúst og eyðilegging og gapandi sár blasa við, en fólkið býr sér frumstæð heimili. Fólk á göngu á götu í Kabúl á fimmtudaginn. Myndin er tekin af myndbandsupptöku. Húsarústir eru algeng sjón enda hefur ekkert verið byggt upp eftir stríðið við Sovétmenn, sem lauk þó fyrir meira en áratug, og fá merki að finna um að uppbygging hafi átt sér stað í landinu. Hópur Afgana bíður eftir langferðabifreið í Kabúl til að komast úr landi. Betl er orðið mjög algengt í Kabúl, höfuðborg Afganistans, og öðrum borg- um landsins vegna gríðarlegrar fátæktar sem fylgdi í kjölfar stríðsins við Sovétríkin og langvarandi uppskerubrests. Utandyra er konum gert að hylja allan líkama sinn í burqa, nokkurs konar eins manns tjaldi. Hryllingur í Afganistan Árás á Afganistan vofir yfir eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum. Skapti Hallgrímsson leiðir hugann að ömurlegum aðstæðum íbúa þessa hálenda Mið-Asíuríkis, þar sem eyðilegging er alls staðar en uppbygging engin. skapti@mbl.is Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.