Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 20
LISTIR 20 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í tilefni af 10 ára afmæli Rainbow á Íslandi: Ótrúlegt tilboð Ath. Takmarkað magn. Hrein fjárfesting ehf. Nánari uppl. í síma 893 6337 & 567 7773 – 10 ár á Íslandi – AFMÆLISTILBOÐ ® Síðan 1936 NÚ hefur verið komið á laggirnar alíslenskri galdrasýningu á Broad- way, þar sem færustu galdramenn þjóðarinnar láta ljós sitt skína. Á frumsýningu sl. fimmtudag var ekki annað að sjá en að áhorfendur, full- orðnir og börn, skemmtu sér hið besta enda mikið glens innan um galdraatriðin. Fyrstur á svið er galdramaðurinn Bjarni. Honum til aðstoðar er þvotta- björninn Þórður. Bjarni er enginn harðkjarnagaldramaður, og virðist ekki taka sig mjög alvarlega sem slík- ur, heldur var atriðið hans meira uppistand með nokkrum gríngaldra- atriðum, og féll hann sérstaklega vel í kramið hjá yngri kynslóðinni. Næstur kemur Pétur Gísli Finn- björnsson sem gerir hlutina með stæl. Hann er mikill „sjó“maður, með ljós, reyk og sprengingar, hann leikur að spilum og ljósum. Dulúð ríkir yfir honum og tveimur aðstoðarkonum hans, en þau minna helst á blóðsugur með skykkjurnar flaksandi. Pétur sýndi nokkur góð og klassísk töfra- brögð. Flestir hafa oft séð galdra- brögð í svipuðum stíl, en þau eru þó alltaf jafn áhrifamikil. Í seinni hluta dagskrárinnar fer að færast meira fjör í leikinn. Baldur Brjánsson kemur fram og rifjar upp þegar Íslendingar flykktust til undra- læknisins á Filippseyjum, og endur- tekur leikinn í býsna skondnu atriði. Þá kemur Pétur aftur á svið og um leið hefst besti hluti sýningarinnar. Hann virðist nú dáleiða fólk, bæði sjálfboðaliða og aðstoðarkonur, þótt líklega séu þetta bara sjónhverfingar. Hann endar svo sýninguna með því að láta ótrúlegustu verur hverfa. Já, nú verður hver að sjá fyrir sig! Pétur er í rauninni sá eini sem sýndi raunverulega galdra. Atriði Bjarna og Baldurs myndu frekar flokkast sem skemmtiatriði. Pétur er augljóslega mjög klár og svo sannar- lega með taktana á hreinu. Ég hefði samt viljað sjá Baldur, sem sagður var einn fremsti galdramaður Evr- ópu, sýna alvöru galdra, því ég veit hann kann það betur en flestir. Sýningin er bæði fyndin og fjöl- breytt, en hún hefði mátt renna betur. Ég veit ekki hvort höktið var vegna frumsýningarskrekks, en stundum er sýningin langdregin, og ætti leikstjór- inn aðeins að halda betur um taum- ana. Einnig finnst mér að það hefði mátt gera meira „sjó“ úr sýningunni, með meiri og fjölbreyttari notkun á ljósum, reyk, fleiri sprengingum og ja, ýmsu sem hugmyndaflugið leyfir fólki sem að sýningu stendur. Skemmtilegra hefði verið að hafa hljómsveit á staðnum, en tónlistin var samt vel valin og skapaði alltaf viðeig- andi stemmningu. Auðvitað fer það fyrst og fremst eftir því hvort fólk hefur gaman af göldrum hvort það skemmtir sér á þessari sýningu. Þetta er áreiðanlega frábær lífsreynsla fyr- ir börn, og því ágætis tækifæri fyrir börn og fullorðna til að eiga góða kvöldstund saman. Galdrar og glens Hildur Loftsdótt ir SJÓNHVERF- INGAR B r o a d w a y PC MAGIC SHOW Leikstjórn: Stefán Sturla Sig- urjónsson. Leikmynd: Vignir Jó- hannsson. Tónlistarstjórn: Máni Svavarsson. Fram komu: Töfra- maðurinn Bjarni, Pétur Gísli Finn- björnsson og Baldur Brjánsson. 20. september 2001. SUMIR myndlistarmenn forðast sviðsljósið og allt brambolt því fylgjandi, vinna að list sinni í kyrr- þey, eru þó glaðvakandi um fram- vinduna og vel virkir í sínum ranni. Jafnframt sýna þeir sjaldan opin- berlega, helst með öðrum, einka- sýningar fágætur viðburður og ein- ungis þá fyllstu kröfum um aga og listrænt vægi telst fullnægt. Slíkt meinlæti naumast ávinningur á tím- um hraðans, augnabliksins, og nýj- ungagirninnar, er óþroskaðir kepp- ast við að ryðja eldri gildum burt af borðinu og upplýsingaáreitið dynur á skilningarvitunum. Málarinn Hjörleifur Sigurðsson er ótvírætt einn þessara manna og hefur hér haldið sínu striki í hálfa öld, allan tímann verið í framvarða- sveit íslenzkra málara og látið til sín taka í félagsmálum, jafnvel skrifað endurminningabók sem er einsdæmi í þeirri stétt. Hvernig sem á framtakið er litið, hvalreki um upplýsingaflæði. Meinlæti í notkun miðla sinna hefur fylgt listamanninum frá upp- hafi, svo sumum var um og ó, bæði heima sem erlendis, töldu hann jafnvel ganga skrefi lengra en fyr- irmyndirnar í útlandinu. Hafi í þann tíma verið rétt ályktað var hann á leið í naumhyggjuna eða minimalismann eins og menn nú helst nefna fyrirbærið. Þann knappa myndstíl formræns klár- leika, myndræns og byggingar- fræðilegs naumleika, sem telja verður ótvíræðustu einkenni birt- ingarmyndar hans. Stílbrigðið sem hugtak var einmitt að formast á svipuðum tíma, eða litlu eftir að knöppustu flatarmyndir listamanns- ins litu dagsins ljós, svo hann var klárlega með á nótunum en þó fjarri góðu gamni hér á hjara ver- aldar eins og fleiri hafa reynt í ár- anna rás. Hjörleifur var þó að upplagi meiri málari og þegar allt kom til alls var ljósið og birtumagn litarins honum kærara en dauðhreinsuð form og réttrúnaður í listinni. Sum- arsýning í Norræna húsinu 1976 ásamt Ragnheiði Jónsdóttur Ream og Snorra Sveini varð að nokkru leyti vendiás til listræns uppgjörs, og eins og hann sjálfur segir, steig hann hliðarspor, þrátt fyrir einlæg- an ásetning um að láta formin spíra eftir tíðarandans hefðbundnu skikk- an. Kínaför haustið 1977 og mynd- verkin sem komu í kjölfarið átti ekki svo lítinn þátt í frávikinu, á þeim víðfeðmu slóðum er svo margt milt og gagnsætt í náttúrunni, land- inu sjálfu, himinhvelfingunni og at- höfnum framstreymandi múgsins. Samanlögðum huglægum áhrifun- um hugkvæmdist listamanninum að festa á sérstaka gerð af pappír, ættuðum frá Japan og ber nafn landsins, mættust þar léttleiki og gagnsæi tveggja mjög ólíkra menn- ingarheima austursins. Í vestrinu líkt og austrinu var japanpappír lengi vel helst notaður í prenttækni ýmiss konar, til að mynda þrykk- ingu kalligrafíu, tréstungu og tré- ristu til afmarkaðrar fjölföldunar. Á seinni tímum hafa listamenn einnig í vaxandi mæli hagnýtt hann í vatnslitatækninni, einkum þegar um fínleg og gagnsæ litbrigði er að ræða. Hjörleifur var í raun löngu fyrir þennan tíma farinn að vinna í vatnslit, sem var léttmeðfarnari þá næði gafst frá brauðstriti en hinir kröfuhörðu olíulitir sem sumir hverjir eru að auki óratíma þorna. Vatnsliturinn í léttleika sínum rím- aði einkar vel við þær ljóðrænu kenndir sem með listamanninum bærast, en veitist svo miklu erf- iðara að yfirfæra með olíu á léreft þótt honum hafi einnig tekist það með miklum ágætum. Svo skeður það, að vegna sjúkleika varð hann að hætta við olíulitinn og hefur síð- an einbeitt sér alfarið að vatnslit- unum. Árangurinn af nær áratugs glímu við þennan miðil einan getur nú að líta í einum sal efri hæðar og öllum kjallara Gerðarsafns. Á efri hæðinni eru myndir er byggjast öðru fremur á mjúkum leik lita og forma, láréttu og ljóðréttu hryni og stígandi, hvar línur og á stundum eins konar gróðurnálar skera og binda myndflötinn. Þetta eru afar ferskar og viðkvæmar myndir, lit- rænn andardráttur heitur og mjúk- ur ef svo má komast að orði. Lista- maðurinn sem hefur ofnæmi fyrir blómum og frjóögnum eins og yf- irfærir þessi lífsmögn á tvívíðan flötinn. Hér þarf hvorki stóran flöt né sterka liti til að skapa viðbrögð hjá skoðandanum eins og myndin Sprotar frá 1993 er til vitnis um og hún sækir mjög á við nánari kynni og líkt má segja um myndina Hrap (18) frá 1997. Þá vakti hinn marg- þætta mynd Skoteldar (17) frá sama ári strax athygli mína, þar sem kunnuleg form úr smiðju Hjör- leifs eins og kallast á í mjög sam- ræmdri heild. Stóru myndirnar á endavegg svo allar afar mjúkar og áleitnar, málarinn í essinu sínu um skynræn vinnubrögð. Myndin 1613 Stormurinn (1995), sem hangir ein sér á millivegg úti á gólfi, alveg sér- stök fyrir ólgandi hryn í láréttum bylgjuformunum og þó í fullkomnu jafnvægi. Það er þó til lítils að telja upp myndir á hæðinni, sem eru hver annarri hrifmeiri, því alltaf er eitthvað nýtt að koma fram í öðrum sem manni yfirsást í fyrstu umferð- um en magnast við hverja sýn. Í kjallaranum eru annars skonar myndir og mun meira byggingar- fræðilegs eðlis, skálínur og hvöss horn skera myndflötinn og litahryn öllu minna, kannski finnst einhverj- um þetta meira í takt við nútímann, en þá er það staðbundinn og nývak- inn nútími. Undantekning er þó myndin Infinitum 0 2001, sem byggist á afar efnisríku hryni lá- réttra forma og má vera rétt að hér sé eitthvað að gerjast sem boðar breytingar. Sá gagnsæi funi og lífræna nánd sem streymir á móti gestinum á efri hæðinni er fjarri á þeirri neðri, bæði vegna eðli myndanna og rým- isins, sem er afar kalt og sértækt, hæfir helst innsetningum og fjöl- þættari gerð myndverka. Líkast til væri birtingarmynd hinna hörðu og knöppu myndheilda allt önnur í rými meiri nálgunar. Í heild er þetta afar vönduð sýn- ing og listamanninum til mikils sóma, vinnubrögðin bera festu og aga vitni, sem eru fágætir eiginleik- ar nú um stundir. Á Japangrunni MYNDLIST L i s t a s a f n K ó p a v o g s Opið alla daga frá 12-17. Lokað mánudaga. Til 7. október. Aðgangur 300 krónur. VATNSLITAMYNDIR HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON 1613, Stormurinn, 1995, vatnslitir. Infinitum 0, 2001, vatnslitir. Bragi Ásgeirsson  FERJUÞULUR – rím við bláa strönd er hljóðbók og hefur að geyma lestur höfundarins, Valgarðs Eg- ilssonar, á verkum sínum. Auk Ferjuþulu les höfund- urinn, sem er læknir og rit- höfundur, smásögu sína Söguna af Hakanum hegg. Með disknum fylgir bók- arhefti með texta beggja verkanna. Ferjuþulur taka 23 mínútur í lestri, en Sagan af Hakanum hegg 48 mínútur. Þulurnar voru gefnar út af Al- menna bókafélaginu, þá mynd- skreyttar af Guðmundi Thorodd- sen. Smásagan er nýleg, birtist í Morgunblaðinu á síðasta ári. Á hulstri um diskinn segir svo um þulurnar: „Höfund- urinn flytur okkur sögu – með músíkalskri hrynjandi óreglulegri – af för sinni með ferjunni upp á Skaga. Farþeginn horfir til allra átta og hugmyndaflugið er óhamið. Þulur voru vinsælt form áður – eins konar frásöguljóð; hljómfallið stundum breytilegt. Þær höfðu á sér blæ ævintýrisins.“ Útgefandi er Smekkleysa. Lest- urinn er tekinn upp í Stúdíó Stemmu undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar. Hönnun á hulstri: Guðmundur Oddur. Verð: 2.990 kr. Nýjar geislaplötur Valgarður Egilsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.