Morgunblaðið - 23.09.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.09.2001, Qupperneq 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 19 NÍUNDA starfsár Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands hefst með tón- leikum í Glerárkirkju í dag kl. 16. Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson og einsöngvari er Hulda Björk Garðarsdóttir sópran. Á efnisskrá tónleikanna eru hljómsveitarverk, söng- lög í útsetningum fyrir hljómsveit og aríur úr óper- um. Fluttur verður Finga- lshellir, forleikur eftir Mendelsohn, sönglög eftir Grieg og Sibelius auk þekktra íslenskra sönglaga í hljómsveitarbúningi Jóns Þórarins- sonar. Seinni hluti tónleikanna er helgaður óperutónlist en þá verður flutt forleikur og aríur úr óperum. Síðasta verkið á efnisskránni er síðan Carmen svíta eftir Bizet. Einsöngvari með með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands er Hulda Björk Garðarsdóttir sópran en hún er fædd á Akureyri og hóf söngnám sitt hjá Þuríði Baldursdóttur við tón- listarskólann þar og síðar við Tónlist- arskóla Eyjafjarðar. Árið 1996 lauk hún burtfararprófi frá Söngskólan- um í Reykjavík og hélt síðan til Berl- ínar þar sem hún stundaði nám við Hochschule der Künste í eitt ár. Hún hlaut styrk frá The Associated Board til náms við Konunglega tónlistarhá- skólann í London og lauk þaðan ein- söngvaraprófi Dip RAM með láði ár- ið 1998. Aðalkennari hennar var Elizabeth Ritchie. Hún hefur tekið þátt í námskeiðum hjá söngvurunum Barböru Bonney, Richard Van Allen og Robert Tear. Hún hlaut styrk úr söngvarasjóði Félags ís- lenskra leikara árið 1999, Búnaðarbanka Íslands árið 2000 og Menningarsjóði FÍH árið 2001. Á síðustu árum hefur Hulda Björk komið fram bæði hér heima og erlendis. Hún hefur sungið þekkt að- alhlutverk í óperum og auk þess komið fram á fjölda tónleika, m.a. með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Hulda Björk sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hlakkaði mjög til þess að syngja með Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands. „Ég hef sungið flest þessara verka áður opinberlega en ekki með hljómsveit svo það er mjög spennandi og skemmtilegt. Sérstaklega finnst mér ánægjulegt að fá tækifæri til að syngja íslensku sönglögin í hljómsveitarbúningi Jóns Þórarinssonar. Ég hef ekki áður unn- ið með Guðmundi Óla svo það er einnig tilhlökkunarefni.“ Hulda Björk hefur á undanförnum mánuð- um verið búsett hérlendis en starfað bæði innanlands og utan og segir það fyrirkomulag ganga ágætlega. „Það eru ýmis spennandi verkefni í und- irbúningi bæði hér heima og erlendis sem fullsnemmt er að nefna en ég er bjartsýn á framtíðina,“ segir Hulda Björk Garðarsdóttir sópransöng- kona. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Íslensk sönglög og óperuaríur Hulda Björk Garðarsdóttir Í NORRÆNA húsinu verður ljóðaupplestur og þjóðlagatónlist frá Lettlandi í dag, sunnudag, kl. 16. Hjalti Rögnvaldsson leikari mun flytja ljóð Knuts Skujenieks í þýðingu Hrafns Harðarsonar. Knuts (f. 1936) er einn kunnasti og mest verðlaunaði rithöfundur Letta. Hann lagði stund á lettneska málfræði í Riga og bókmenntir við Maxim Gorkí stofnunina í Moskvu. Innan árs frá því að Knuts lauk námi var hann hand- tekinn af pólitískum ástæðum í apríl 1962 og varð hann að eyða sjö árum í vinnubúðum í Mordo- víu. Knuts Skujenieks hefur ein- göngu starfað sem rithöfundur eftir að hann losnaði úr vinnu- búðunum. Knuts Skujenieks hefur gefið út sjö ljóðasöfn og þýtt fjölda ljóða og leikrita. Á tónleikunum munu Valdis og Ruta Muktupavels flytja hefð- bundna baltneska tónlist (lett- neska og litáíska). Hér er um að ræða goðsagnasöngva sem hafa haldið indóevrópskum einkennum sínum. Þau leika á ýmis hefð- bundin hljóðfæri en þó fyrst og fremst á baltneska strengja- hljóðfærið kuõkles. Valdis leikur á sekkjapípu en hann er einn þekktasti sekkjapípuleikari Lett- lands. Þar að auki er leikið á geitarhorn, yfirtónaflautu, horn- flautu, flautur, munngígju, hringlu og litlar trommur. Á tón- leikunum verður stuttlega greint frá hinum ýmsu söngvum og hljóðfærum til að gefa áheyr- endum hugmynd um merkingu þeirra. Ljóðaupplestur og þjóð- lagatónlist frá Lettlandi Lettneski rithöfundurinn Knuts Skujenieks. MÁL og menning gefur á þessu hausti út skáld- sögur eftir Gyrði Elíasson, Svein- björn I. Baldvins- son og Sjón. Frá Gyrði Elíassyni kemur sjálfstætt framhald skáld- sögunnar Gang- andi íkorni sem út kom fyrir nokkr- um árum. Gyrðir hefur verið af- kastamikill und- anfarin ár en hann fékk Íslensku bókmenntaverð- launin og Lax- nessverðlaun Vöku-Helgafells fyrir smásagna- safnið, Gula húsið, í fyrra. Skáldsaga Sveinbjörns I. Baldvinssonar segir frá íslensk- um dreng sem bú- settur hefur verið í Bandaríkjunum en kemur til Ís- lands til að vitja bújarðar sem honum hefur hlotnast í arf. Þá hefur Sjón ritað nýja skáld- sögu sem mun vera sjálfstætt fram- hald skáldsögunnar Augu þín sáu mig, sem út kom fyrir nokkrum árum. Gyrðir Elíasson Sveinbjörn I. Baldvinsson Sjón Skáldsögur eftir Gyrði, Sveinbjörn og Sjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.