Morgunblaðið - 23.09.2001, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.09.2001, Qupperneq 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 17 Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar á verði sem hefur aldrei fyrr sést. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar fegurstu borgar Evrópu á frábærum kjör- um. Allar ferð- ir í október eru nú uppseldar og þér bjóðast nú síðustu sætin þann 8. og 15. október á einstökum kjörum. Hjá Heimsferð- um getur þú valið um gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela og fararstjórar Heimsferða bjóða þér spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 16.850 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 33.700/2 = 16.850.- Skattar kr. 2.870, ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald, kr. 1.800. Síðustu sætin 8. október – 28 sæti 15. október – 47 sæti Verð hótela: Verð á mann Hotel Korunek – 3 stjörnur, kr. 3.890 nóttin í tveggja manna herbergi. Expo – 4 stjörnur, kr. 4.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Hotel Ibis – 3 stjörnur, kr. 3.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Síðustu sætin til Prag í október 2 fyrir 1 til Prag með Heimsferðum 8. eða 15. október frá kr. 16.850 Sinfóníuhljómsveit Íslands leggur land undir fót og heldur sjö tónleika á Aust- urland í vikunni, tvenna skólatónleika og fimm al- menna tónleika. Þeir fyrstu verða á Vopnafirði á mánudag kl. 16 og kl. 20. Á Egilsstöðum á þriðjudag kl. 14 og kl. 20. Í Neskaupstað miðviku- dag kl. 20, á Djúpavogi kl. 19.30 og Höfn í Hornafirði kl. 19.30 á föstudag. Tónleikarnir verða allir haldnir í íþróttahúsi bæjanna. Hljómsveitarstjóri er Bernharð- ur Wilkinson og einleikari Sigurð- ur Þorbergsson, en hann var ráð- inn básúnuleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1989. Á efnisskránni eru verk- in Pulcinella eftir Ígor Stravinskíj, Básúnukons- ert eftir Ferdinand David og 9. sinfónía Dvoraks, Frá Nýja heiminum. Á Höfn syngur Karla- kórinn Jökull sönglög með hljómsveitinni í stað bás- únukonsertsins. Á skólatónleikun- um verður flutt verkið Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helga- dóttur en tónlist við verkið hefur Guðni Franzson samið sem einnig fer með hlutverk sögumanns með meiru. Sinfóníuhljóm- sveit Íslands heim- sækir Austurland Sigurður Þorbergsson VÆNTANLEG er hjá Vöku- Helgafelli fyrsta skáldsagan eftir Matthías Johannessen. Heiti bókar- innar er Hann nær- ist á góðum minningum og mun þetta vera minninga- skáldsaga er segir frá eldri manni í nútímanum og hvernig hann minnist upp- vaxtarára sinna. Að sögn þeirra er gerst þekkja til mun í þeim efnum koma margt heim og saman við ævi Matthíasar sjálfs. Matthías Johannessen er löngu þjóðkunnur fyrir skáld- skap sinn, ljóð, viðtalsbækur, smásögur, leikrit og greinar ásamt því að hann var ritstjóri Morgunblaðsins í 40 ár. Skáldsaga eftir Matthías Johannessen Matthías Johannessen Í KATUAQ, Menningarhúsinu í Nuuk á Grænlandi, stendur nú yfir myndlistarsýning tíu íslenskra listakvenna, en þær eru allar fé- lagar í Íslenskri grafík. Þær eru Anna G. Torfadóttir, Ásrún Tryggvadóttir, Elín Perla Kolka, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Helga Ármanns, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Kristín Pálmadóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Þorgerður Sig- urðardóttir. Fjórar listakvennanna fóru til Nuuk, settu upp sýninguna, voru við opnun hennar og buðu upp á al- íslenskar veitingar. Um sýninguna hefur verið fjallað í grænlenska sjónvarpinu og dagblöðum og hún fengið mikla athygli og góða dóma. Hægt er að heimsækja Katuaq menningarhúsið á vefsetrinu www. katuaq.gl/ og sýninguna á www.katuaq.gl/katuaq2001/ udstilling.html. Sýningin er liður í að efla tengsl grafíklistamanna á Íslandi, Græn- landi og í Færeyjum. Gréta Mjöll, Margrét, Helga, Elín, Þorgerður, Ásrún, Kristín og Anna. Fjarverandi eru Ingibjörg og Magdalena. Íslensk myndlist í Nuuk  MANNLÍF og saga fyrir vestan, 9. hefti er komið út. Í heftinu er fjallað um vestfirskt mannlíf að fornu og nýju á svæðinu frá Bjargtöngum að Djúpi. Meðal efnis í þessu hefti er „Þetta er bara bóla“, umfjöllun um Fiskiðju Dýrafjarðar hf. á Þingeyri og hina sérstæðu persónuleika sem þar unnu, þáttur er um dýrfirska kraftamennið Guðmund Justsson, sem talinn var stekasti maður á Vest- fjörðum á sinni tíð, og Vestfirskar sagnir fyrr og nú eru á sínum stað. Fjallað er um fræðimanninn Ingi- vald Nikulásson frá Bíldudal og birt- ur 1. kafli ritgerðar hans, Frá liðnum tímum á Bíldudal og Arnarfirði. Þá má nefna Jónínusögur, gamansögur af Jónínu frá Gemlufalli, sem fyrst ís- lenskra kvenna tók meirapróf. Fjöldi ljósmynda eru í þessu hefti sem þeim fyrri og margir höfundar leggja hönd að verki sem áður. Ritstjóri ritraðarinnar er Hall- grímur Sveinsson á Hrafnseyri. Útgefandi Vestfirska forlagið, Hrafnseyri. Ritið er 80 bls., prentað í Ásprenti/POB, Akureyri. Verð: 1.500 kr. Rit

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.