Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ K ÍNVERSKUR kenninga- smiður lét þau orð falla fyrr á öldum, að væri einn maður myrtur skyti verknaðurinn tíu þúsund öðrum skelk í bringu. Þeir sem rannsaka hryðjuverk segja að nú væri nær að segja að morð eins vekti ótta hjá tíu milljónum. Hryðjuverk hafa þekkst frá örófi alda, þótt ekkert dæmi sé um jafn mikið mannfall í einu og varð í Bandaríkjunum 11. september. Menn eru ekki á einu máli um skilgreiningu hugtaksins „hryðjuverk“. Bandaríska alríkis- lögreglan FBI segir að það sé ólögleg beiting valds eða ofbeldi gagnvart fólki eða eignum til að kúga eða þvinga stjórnvöld, óbreytta borgara eða hluta þeirra, í þeim tilgangi að ná fram póli- tísku eða þjóðfélagslegu markmiði. „Terreur“ í Frakklandi Le Terreur, eða „Ógnarstjórnin“ kallaðist tímabilið frá september 1793 til júlíloka 1794 í Frakklandi. Stjórnvöld, með Robespierre í broddi fylkingar, gripu þá til harðra aðgerða gegn þeim sem töldust óvinir byltingarinnar. Í París urðu aftökur daglegt brauð og sendimenn stjórnarinnar fóru um héruð með ofbeldi. Sett voru lög sem kváðu á um að sakborningar ættu ekki kröfu á réttarhöldum eða lögfræðiaðstoð og kviðdómur mætti aðeins taka afstöðu til þess hvort hinn ákærði væri saklaus, eða hvort refsa bæri honum með dauða. Um 300 þúsund manns voru handteknir, 17 þúsund teknir af lífi og fjöldi manns lést í fangelsum Frakklands. Í kjölfar þessa skelfingartíma varð „terror- isti“ samheiti yfir hvern þann sem reynir að vinna málum sínum brautargengi með þvingun og ógnunum. Frakkar voru ekki fyrstir til að stjórna með ofbeldi og skelfingu. Og það sem við köllum hryðjuverk nú á dögum eru heldur engin ný bóla. Gríski sagnfræðingurinn Xenofón (um 431–350 f. Kr) ritaði um áhrifamátt sálfræðilegs hernaðar gegn óvinaþjóðum. Rómversku keis- ararnir Tíberíus og Kaligúla, sem sátu að völd- um á árunum 14 til 41, notuðu útlegðardóma, eignarnám og aftökur til að hafa hemil á and- stæðingum sínum. Spænski rannsóknarréttur- inn handtók menn af handahófi, pyntaði þá og tók af lífi í baráttu sinni gegn villutrú. Þar var túlkunum á Biblíunni óspart beitt til að styðja málstaðinn og enn í dag vísa menn til trúarrita sinna til að réttlæta ofbeldisverk. Félagsskapurinn Ku Klux Klan var stofnaður í suðurríkjum Bandaríkjanna eftir borgara- styrjöldina 1861–1865, en liðsmenn hans vildu m.a. ekki sætta sig við lok þrælahalds og ný- fengin borgararéttindi svartra. Þeir stunduðu íkveikjur og myrtu blökkumenn, sem og hvíta menn sem þeim þóttu of hliðhollir málstað svartra. Ku Klux Klan er enn við lýði. Upp úr miðri 19. öld störfuðu hópar stjórn- leysingja innan Vestur-Evrópu, í Rússlandi og í Bandaríkjunum, sem reyndu að þvinga fram þjóðfélagslegar breytingar með morðum á valdamönnum. Frá 1865 til 1905 féllu konungar, forsetar, forsætisráðherrar og embættismenn fyrir sprengjum og byssum stjórnleysingja. Tekist á um landsvæði og trú Á 20. öld breyttust hryðjuverkin, í takt við öra þróun vopna. Ýmsir stjórnmálahópar, allt frá þeim sem stóðu lengst til hægri til þeirra sem voru yst á vinstri vængnum, beittu hryðjuverk- um. Heilu ríkin tóku í raun upp sömu aðferðir og eru skýrustu dæmin Þýskaland Hitlers og Sov- étríki Stalíns, þar sem handtökur, pyntingar og aftökur án dóms og laga voru óspart notaðar til að hafa hömlur á andstæðingum stjórnvalda. Nú á dögum er sjaldnast átt við ríkisstjórnir þegar talað er um terrorisma og terrorista, eða hryðjuverkamenn, heldur ýmsa herskáa minni- hlutahópa sem beita ofbeldi til að vekja athygli á málstað sínum. Baráttan hefur snúist um yf- irráð nýlenduherra, til dæmis átök Alsírbúa og Frakka, deilur um hverjir eigi tilkall til ákveð- inna landsvæða, eins og deila Palestínumanna og Ísraelsmanna er skýrasta dæmið um, trúar- bragðadeildur, eins og kristallast í átökum kaþ- ólikka og mótmælenda á Írlandi og í innbyrðis átökum á milli uppreisnarhópa og stjórnvalda, líkt og í Malasíu, Indónesíu, á Filippseyjum, í Ír- an, Nikaragúa, El Salvador og Argentínu. Þá eru dæmi um hryðjuverk sem beinast að af- markaðri starfsemi, til dæmis sprengjuárásir á læknastofur þar sem fóstureyðingar eru fram- kvæmdar. Stundum starfa hryðjuverkamenn- irnir einir, til dæmis var Ted Kaczynski, Una- bomber, einn á ferð í sprengjuherferð sinni gegn iðnríkinu í Bandaríkjunum, sem varð þremur að bana og slasaði fjölda manns. Þessi átök hefðu að líkindum flest farið fram hjá þorra mannkyns ef ekki kæmi til fjölmiðlun nútímans. Sprengja sem limlestir eða deyðir fólk í fjarlægu landi endurómar samdægurs um allan heim. Ógnir í Evrópu Ýmsir hryðjuverkahópar létu mjög að sér kveða í Evrópu upp úr miðri 20. öld. Í Þýska- landi voru Baader-Meinhof samtökin (Rote Armee Fraktion) stofnuð árið 1968. Höfuðpaur- arnir voru þau Andreas Baader og Ulrike Mein- hof. Samtökin öfluðu sér fjár með ránum og stunduðu sprengjuárásir og íkveikjur. Þýsk fyr- irtæki urðu oftast fyrir barðinu á þeim, sem og herbúðir þýska og bandaríska hersins. Hópur- inn stundaði einnig mannrán og morð á stjórn- málamönnum og mönnum í viðskiptalífinu. Um miðjan áttunda áratuginn tóku samtökin upp samstarf við palestínska hryðjuverkahópa, til dæmis tóku tveir liðsmenn þeirra þátt í ráni á farþegaþotu Air France árið 1976. Því ráni lauk á Entebbe flugvelli í Úganda, þegar sérsveitir Ísraela réðust til inngöngu í vélina. Upphaflegur kjarni Baader-Meinhof samtak- anna var 22 félagar. Ulrike Meinhof var hand- tekin árið 1972, en hún hengdi sig í fangaklefa sínum árið 1976. Andreas Baader náði að flýja úr fangelsi árið 1972, en var handtekinn á ný ár- ið 1976. Ári síðar fannst hann látinn af skotsári í klefa sínum, sem og tveir aðrir félagar í samtök- unum. Dauði þeirra var úrskurðaður sjálfs- morð. Daginn áður hafði rán á flugvél þýska flugfélagsins Lufthansa farið út um þúfur. Flug- ræningjarnir kröfðust lausnar félaga sinna úr fangelsi, en þýsk sérsveit réð niðurlögum flug- ræningjanna á flugvelli í Sómalíu. Eftir hrun kommúnismans í Austur-Þýska- landi kom í ljós að leynilögreglan þar, Stasi, hafði veitt félögum í Baader-Meinhof skjól, séð um þjálfun þeirra og aðföng. Þegar skjólið var horfið var óhjákvæmilegt að samtökin hættu starfsemi, sem þau og gerðu árið 1992. Morð á Ítalíu og í Frakklandi Á Ítalíu létu Rauðu herdeildirnar, Brigate Rosse, mjög að sér kveða á áttunda áratugnum. Liðsmenn sögðust vera Marxistar, sem vildu grafa undan ítalska ríkinu. Stofnandi samtak- anna var Renato Curcio. Í nóvember 1970 voru eldsprengjur sprengdar við ýmis fyrirtæki og vöruhús í Mílanó og lýstu Rauðu herdeildirnar ábyrgð á hendur sér. Ári síðar hófust mann- ránin og 1974 morðin. Þekktasta hryðjuverk Rauðu herdeildanna var ránið og morðið á Aldo Moro, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, árið 1978. Talið er að liðsmenn Rauðu herdeildanna hafi verið um 400–500, um eitt þúsund í viðbót hafi starfað með þeim tímabundið og nokkur þúsund stutt samtökin með fjárframlögum og húsa- skjóli. Undir lok níunda áratugarins var allur máttur úr samtökunum, eftir að fjölmargir liðs- menn höfðu verið handteknir. Í Frakklandi starfaði hryðjuverkahópurinn Action Directe og er talinn hafa verið samsuða úr ýmsum eldri öfgahópum. Hópurinn kom fyrst fram árið 1979 og réðst gegn ýmsum „kapítal- ískum“ skotmörkum, eins og verksmiðjum og gegn opinberum stofnunum á borð við dómstóla og lögreglustöðvar. Þá myrti hópurinn m.a. Georges Besse, stjórnarformann Renault verk- smiðjanna og René Audran, embættismann hjá franska varnarmálaráðuneytinu. Hópurinn réðst einnig gegn gyðingum, til dæmis réðst hann með vélbyssum og handsprengjum inn á veitingastað í eigu gyðinga. Aðskilnaðarsinnar Baska, ETA, hafa myrt um 800 manns á Spáni frá 1968, gerst sekir um 70 mannrán og sært þúsundir manna í baráttu sinni fyrir sjálfstæði baskahéraðanna í norðurhluta landsins. Spænsk stjórnvöld hafa ávallt neitað að setjast til samningaviðræðna við ETA, enda sé ekki verjanlegt að láta samtökin ná sínu fram með hermdarverkum. Tugir þúsunda myrtir í Perú Utan Evrópu var fjöldinn allur af hryðju- verkahópum virkur á 20. öldinni. Einna at- kvæðamest voru ofstækisfullu maóistasamtökin Skínandi stígur (Sendero Luminoso) í Perú. Draumsýn stofnandans, Abimaels Guzmans, var að umbreyta Perú og stofna þar nýtt lýðræði. Samtökin voru stofnuð árið 1970 og óx fljótt fiskur um hrygg. Um 1980 lýsti Skínandi stígur yfir „alþýðustríði“ og þá hófust hryðjuverkin, sem fólust m.a. í sprengjuárásum og launmorð- um. Skínandi stígur réð lögum og lofum í ýmsum fátækum héruðum Perú með hótunum og of- beldi. Samtökin rændu m.a. ungum börnum og ólu upp í sínum anda. Þegar Guzman var handtekinn og dæmdur í lífstíðarfangelsi, árið 1992, var áætlað að Skín- andi stígur hefði drepið um 25–30 þúsund manns, auk þess sem samtökin höfðu valdið miklum efnahagslegum skaða. Stríð yfirvalda og Skínandi stígs hefði að mati ýmissa fréttaskýrenda án efa vakið meiri athygli á Vesturlöndum hefði Perú haft meiri efnahags- lega eða hernaðarlega þýðingu en raun ber vitni. Handtaka Guzmans veikti samtökin mjög, en þau eru enn á lista bandaríska utanríkisráðu- neytisins yfir hættulegustu hryðjuverkahópa heims. Sprengt í New York Í Puerto Rico árið 1974 risu upp samtökin FALN, Fuerzas Armadas de Liberación Nacional (Vopnaðar herdeildir til þjóðarfrelsun- ar). Samtökin voru stofnuð um 1974 og höfðu það markmið að vinna að sjálfstæði Puerto Rico frá Bandaríkjunum. Samtökin áttu rætur að rekja til Þjóðernisflokks Puerto Rico, sem reyndi m.a. að ráða Harry S. Truman Banda- ríkjaforseta af dögum árið 1950 og réðst með byssur á lofti inn í fulltrúadeild bandaríska þingsins og særði fimm þingmenn. FALN kom fram á sjónarsviðið þegar sam- tökin lýstu ábyrgð á hendur sér vegna fimm sprenginga á Manhattan í New York, nærri Wall Street, í Rockefeller Center og á Park Avenue. Skemmdir urðu umtalsverðar, en ekkert mann- tjón. Ári síðar létust þrír og 40 slösuðust í sprengjutilræði FALN á Wall Street og síðar það ár sprungu níu sprengjur nær samstundis í New York, Washington og Chicago. Ekkert manntjón varð. Bandarísk yfirvöld handtóku 11 félaga í FALN í Illinois ríki árið 1980. Þeir voru dæmdir í allt að 50 ára fangelsi. Flugrán og fjöldamorð Japan fór ekki varhluta af hryðjuverkabylgj- unni sem skók heiminn upp úr miðri síðustu öld. Þar var Rauði herinn (Rengo Sekigun) athafna- mestur, en hann var stofnaður 1969. Rauði her- inn rændi m.a. vélum japanska flugfélagsins og lagði undir sig sendiráð í ýmsum löndum, en þekktasta hryðjuverk hans er líklega fjölda- morðið á Lod flugvelli í Tel Aviv árið 1972 þar sem 26 létust. Miklar deilur blossuðu upp innan Rauða hers- ins 1971–1972 og tóku liðsmenn hans 14 félaga sína af lífi. Um svipað leyti náði japanska lög- reglan að hafa uppi á mörgum hryðjuverka- mannanna. Í kjölfarið urðu samtökin vanmátt- ug, en þau héldu þó áfram hryðjuverkum. Að öllum líkindum berast flestar fréttir til Vesturlanda af hryðjuverkum tengdum átökum Palestínumanna og Ísraela. Helstu hryðju- verkasamtök þar nú eru Alþýðufylking fyrir frelsi Palestínu (PFLP-GC), Hamas-samtökin, Íslamska jihad og Þjóðarhreyfing til frelsunar Palestínu. Árið 1958 stofnaði Yasser Arafat. leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO), samtökin Fatah. Fatah var ætlað að frelsa Palestínu frá Ísrael. Sýrland veitti Fatah stuðning og sam- tökin höfðu bækistöðvar í Damaskus. Árið 1968 voru Fatah samtökin orðin mjög öflug og áttu í mannskæðum átökum við Ísr- aelsmenn. Fatah hafði töglin og hagldirnar í PLO. Árið 1971 var hins vegar kominn upp klofningur innan samtakanna og öfgahópur, sem kallaði sig Svarta september, kom fram á sjónarsviðið. Ódæði í nafni æ Hryðjuverk hafa þekkst frá örófi alda, þótt aldrei hafi afleiðingar þeirra verið jafn skelfilegar og í árásinni á Bandaríkin 11. september. Ragnhildur Sverrisdóttir stiklaði á stóru í hryðjuverkasögu heimsins og kannaði spár um framtíðarþróun hryðjuverka. Í aldanna rás hafa ýmsir minni- hlutahópar gripið til hryðjuverka til að ná sínu fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.