Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um viðskiptasérleyfi Minni áhætta RÁÐSTEFNAN Erviðskiptasérleyfi(Franchise) eitt- hvað fyrir þig? verður haldin á morgun á Grand Hóteli klukkan 14 til 17. Þeir sem standa að ráð- stefnunni er Félag um við- skiptasérleyfi og Price- WaterhouseCoopers. Emil B. Karlsson hjá Félagi um viðskiptasérleyfi hefur haft umsjón með undir- búningi ráðstefnunnar. Hann var spurður hvað viðskiptasérleyfi væri? „Viðskiptasérleyfi er það þegar eitt fyrirtæki veitir öðru fyrirtæki rétt til þess að nota viðskipta- hugmynd sína. Þegar búið er að sanna að einhver til- tekin viðskiptahugmynd fyrirtækis gangi upp er auðveld- ara að stofna stofna sambærilegt fyrirtæki annars staðar. Dæmi sem allir þekkja er MacDonalds og ýmsar merkjavöruverslanir í fatatísku.“ – Eru viðskiptasérleyfi að ryðja sér æ frekar til rúms? „Já, svo sannarlega, við erum hér á Íslandi með um hundrað fyr- irtæki sem eru rekin með þessu formi. Ástæðan er sérstaklega sú að það er miklu minni áhætta að reka svona fyrirtæki heldur en að stofna hefðbundið fyrirtæki af því að viðskiptahugmyndin hefur þegar sannað sig annars staðar.“ – Er auðveldara að fjármagna svona fyrirtækja en hin hefð- bundnu? „Það þarf minni stofnkostnað vegna þess að samningurinn felur það í sér að það er verið taka upp form sem þegar hefur gengið upp. Sá sem selur sérleyfið tekur líka að einhverju leyti þátt í stofn- kostnaði, samningarnir fela það í sér.“ – Hverjir stofna helst svona fyrirtæki? „Konur eru í meirihluta á al- þjóðavísu. Það er talið að vegna þess að áhættan er þarna minni þá sælist þær fremur til að hasla sér þarna völl, konur eru sam- kvæmt rannsóknum minna fyrir að taka áhættu en karlar. Í Sví- þjóð eru t.d. 60% fyrirtækja með viðskiptasérleyfi stofnuð af kon- um en þær eru aðeins 30% stofn- enda hefðbundinna fyrirtækja.“ – Hvað fer fram á ráðstefnunni á Grand Hóteli á morgun? „Hingað kemur maður sem er varaforseti innan alþjóðafélags um viðskiptasérleyfi. Hann heitir Marcel R. Portmann og hefur mikla og langa reynslu af við- skiptasérleyfum og stjórnar m.a. upplýsingasöfnum um viðskipta- sérleyfi. Hann hefur eigin reynslu af að stofna svona fyrirtæki og hefur starfað lengi sem ráðgjafi um viðskiptasérleyfi. Hann mun fjalla um hvernig þeir sem reka þegar fyrirtæki geta metið það með tilliti til þess hvort þeir geti selt viðskipta- sérleyfi sjálfir og hins vegar að hverju menn þurfa að huga sem vilja kaupa viðskipta- sérleyfi.“ – Eru slík leyfi dýr? „Yfirleitt ræðst það af veltu- hlutfalli. Mörg fyrirtæki í versl- unar- og veitingageiranum eru með viðskiptasérleyfi en það eru æ fleiri atvinnugreinar að taka þetta rekstrarform upp.“ – Hverjir fleiri tala á ráðstefn- unni? „Formaður Félags um við- skiptasérleyfi, Gunnar Þ.S. Elv- arsson, opnar ráðstefnuna og verður ráðstefnustjóri. Hann rek- ur verslunina Sand í Kringlunni. Björgvin Bjarnason, ráðgjafi hjá PriceWaterhouseCooper, talar um kosti og galla viðskiptasér- leyfa. Árni Vilhjálmsson hrl. talar um samninga og viðskiptasérleyfi. Þá verða sagðar tvær reynslusög- ur íslenskra fyrirtækja. Þær segja Hákon Hákonarson, fram- kvæmdastjóri HS, sem rekur m.a. Boss og nýja verslun sem heitir Mango – hann mun fjalla um reynslu sérleyfistaka og Georg Georgiou framkvæmdastjóri Pizza 67 mun fjalla um reynslu sérleyfisgjafa.“ – Er langt síðan Félag um við- skiptasérleyfi tók til starfa? „Það var stofnað 27. mars á þessu ári og aðaltilgangur þessa félags er að veita upplýsingar til þeirra sem reka viðskiptasérleyf- isfyrirtæki og hjálpa þeim sem vilja stofna slík fyrirtæki. Það er kappsmál þessa félags að aðstoða ekki síst þau íslensk fyrirtæki sem vilja selja viðskiptasérleyfi innanlands sem utanlands. Það geta allir gerst félagar í þessu fé- lagi hvort sem þeir reka fyrirtæki eða sem einstaklingar.“ – Hvernig miðlar félagið sínum upplýsingum? „Við erum að opna heimasíðu núna, www.franchise.is, sem er rekin í samstarfi við öll hin Norð- urlöndin, þar sem menn geta aflað sér upplýsinga um sérleyfi sem eru í boði og komið sín- um sérleyfum á fram- færi.“ – Geta svona fyrir- tæki skilað svipuðum hámarksarði og hefð- bundin fyrirtæki? „Þau geta það en það er líka annað mikilvægt við þau í sam- félagslegu tilliti – þau eru mjög atvinnuskapandi, Bretar halda því t.d. fram að ekkert sé eins at- vinnuskapandi og stofnun sérleyf- isfyrirtækja. Ráðstefnan er opin öllum sem hafa áhuga á að kaupa eða selja sérleyfi og þeim sem veita faglega eða fjárhagslega þjónustu.“ Emil B. Karlsson  Emil B. Karlsson fæddist í Reykjavík 24. mars 1953. Hann lauk fil. cand. próf 1983 frá Há- skólanum í Lundi í kynning- artækni. Hann hefur starfað lengst af hjá Iðntæknistofnun, fyrst sem kynningarstjóri stofn- unarinnar og síðan sem for- stöðumaður Evrópumiðstöðvar. Nú er hann verkefnisstjóri hjá Samtökum verslunar og þjón- ustu. Emil er kvæntur Hallveigu Thordarson jarðfræðingi og eiga þau samtals fimm börn. Fyrirtæki með viðskiptasér- leyfi mjög at- vinnuskapandi NORRÆN ráðstefna, Sprogpoli- tisk strategikonference, um að- gerðir og samræmingu til verndar norrænum tungumálum á pólitísk- um grundvelli hófst í fyrradag á Hótel Borgarnesi. Ráðstefnuna sitja pólitískir fulltrúar Norður- landaráðs sem móta málverndar- stefnu í samvinnu Norður- landanna, auk þess sem allir þeir aðilar sem vinna á vegum Norð- urlandaráðs að málfarslegum efn- um sitja ráðstefnuna. Þar á meðal eru starfsmenn orðabóka og allir þeir aðilar sem koma nálægt nor- rænu samstarfi á tungumála- grundvelli. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, setti ráðstefnuna í fyrradag en henni lauk í gær. Sölvi Sveinsson skólameistari og fulltrúi norrænu málnefndarinnar, segir markmiðið með ráðstefnunni að reyna að samræma vinnu þess- ara aðila betur með því að bera saman bækur og ákveða verka- skiptingu milli aðila. „Markmiðið með ráðstefnunni er að þeir aðilar sem eru að sinna svipuðum eða hliðstæðum verkefnum vinni meira saman og reyna að forðast að menn séu að taka upp ný verkefni á sama sviði til að nýta fjármunina sem best.“ Að sögn Sölva eru Danir t.d. að reyna að móta pólitíska stefnu til verndar dönskunni og Svíar hafa verið að vinna að svipuðum að- gerðum á vettvangi stjórnmálanna. „Nú er á pólitískum vettvangi í Danmörku og Svíþjóð verið að reyna að búa til málstefnu sem á að hafa það að markmiði að tungu- málið dugi áfram til að tala um allt sem gerist í samfélaginu. Þeir eru á ákveðnum sviðum búnir að týna dönsku eða sænsku um eitt og annað og nota bara ensku. Þetta fer vaxandi og þess vegna eru þeir að reyna að spyrna við fótum,“ segir Sölvi. Norræn ráðstefna um samræmda málvernd Ég er að koma. BROTIST var inn í Sjónvarpsmið- stöðina í Síðumúla um tíuleytið í fyrrakvöld og stolið þaðan tíu mynd- bandsupptökuvélum, en verðmæti hverrar vélar er á bilinu 100–300 þúsund krónur. Rúða í versluninni var brotin til þess að komast að vélunum og fór þjófavarnarkerfi hennar í gang. Fljótlega eftir innbrotið fundust vél- arnar skammt frá versluninni. Þeir sem voru að verki eru enn ófundnir. Tíu mynd- bandsupp- tökuvélum stolið ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.