Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BT KRINGLAN OPIÐ Í DAG 13-17 LABWAY DVD spilari • Multi region • Spilar alla diska s.s. MP3 • Innbygður Dolby Digital decoder • Dolby Digital/DTS • Fjarstýring BARA Í DAG FYLG IR 23.999 FULLKOMINN DVD SPILARI OG FYRSTI ÍSLENSKI DVD DISKURINN MEÐ SÁLINNI Á FRÁBÆRU VERÐI BARA Í DAG 28.999 1.999 KARAOKE VIKAN 9/9 – 15/9 ERLENT INNLENT  ÍSRAELSK kona var skotin og eiginmaður hennar særður á Vest- urbakkanum sl. fimmtu- dag. Hafa ísraelsk stjórn- völd sakað Palestínumenn um að rjúfa með því óform- legt vopnahlé en liðsmenn palestínsku öryggissveit- anna segjast hafa hand tekið tvo menn, sem grun- aðir eru um verknaðinn.  ALEXANDER Lúkasj- enko sór á fimmtudag embættiseið sem forseti Hvíta-Rússlands en vest- rænir sendiherrar í land- inu hunsuðu athöfnina flestir eða sendu til hennar lágtsetta fulltrúa. Vildu þeir með því mótmæla stjórnarháttum „síðasta einræðisherrans í Evrópu“ eins og George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur kallað Lúkasjenko.  HÖRÐ átök voru í Tsjetsjníu í síðustu viku en þá gerðu skæruliðar mikla atlögu að borgunum Guder mes og Argun. Kváðust þeir hafa skotið niður rúss- neska þyrlu og orðið 10 foringjum að bana, þar af tveimur hershöfðingjum.  MIKIL lækkun og órói hefur verið á hluta- fjármörkuðum um allan heim í kjölfar hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum enda óttast menn afleið- ingar þeirra fyrir efna- hagslífið. Alan Greenspan, seðlabankastjóri Banda- ríkjanna, segir að þótt þau hafi vissulega verið mikið áfall, þá muni bandarískt efnahagslíf engu að síður rétta úr kútnum mjög bráðlega. Öllum vopnum verður beitt GEORGE W. Bush, forseti Banda ríkjanna, ávarpaði þjóð sína í ræðu, sem hann flutti fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings sl. fimmtudagskvöld. Sagði hann, að öllum vopnum yrði beitt í baráttunni gegn hryðjuverka- mönnum og skoraði á allar þjóðir að standa með Bandaríkjamönnum í þessu stríði. „Annaðhvort standið þið með okkur eða hryðjuverkamönnun- um,“ sagði Bush og lagði áherslu á, að ekki væri um að ræða stríð gegn íslam, heldur hryðjuverkamönnum. Allt, sem fram hefur komið við rannsókn á ódæðisverkunum 11. september, bendir til, að þræðirnir liggi til hryðju- verkamannsins Osama bin Ladens, sem haft hafi samstarf um þau við aðr- ar íslamskar öfgahreyfingar. Taliban- ar í Afganistan neita hins vegar að framselja hann og hóta heilögu stríði gegn Bandaríkjamönnum ráðist þeir á landið. Hafa þeir skorað á önnur músl- imaríki að gera slíkt hið sama. Mikil ókyrrð er í Pakistan vegna stuðnings stjórnvalda þar við Bandaríkin en ým- is arabaríki, meðal annars Sádi-Ar- abía, hafa lýst yfir eindregnum stuðn- ingi við baráttuna gegn hryðju- verkum. Það hafa Rússar einnig gert með mjög afgerandi hætti. Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa slitið- stjórnmálasambandi við Afganistan. ESB lýsir stuðningi LEIÐTOGAR Evrópusambandsríkja lýstu á föstudag yfir stuðningi við rétt Bandaríkjamanna til að svara árásum hryðjuverkamanna en lögðu áherslu á markvissar aðgerðir og þær yrðu á vegum sameinuðu þjóðanna. Þá hafa innanríkis- og dómsmálaráðherrar ESB samþykkt að herða mjög aðgerð- ir gegn hryðjuverkastarfsemi. Munu handtökutilskipanir í þeirri baráttu gilda í öllum ríkjunum og refsingar verða hertar. Aðeins seldust um 5% hlutabréfa Landssímans FYRSTA áfanga í einkavæðingu Landssímans lauk á föstudag þegar sölu lauk á 16% heildarhlutafjár fyr- irtækisins til starfsmanna þess og al- mennings og opnuð voru tilboð frá fag- fjárfestum í 8% hlutafjársins. Alls seldist hlutafé fyrir um 2 milljarða af þeim tæpu 10 milljörðum að kaupverði sem í boði voru eða samtals um 5% af heildarhlutafé Símans og er það ekki nóg til að hægt sé að skrá fyrirtækið á Verðbréfaþingi Íslands. Tryggingafélög segja upp ábyrgðar- tryggingu STJÓRNENDUR Flugleiða hafa ósk- að eftir því að íslensk stjórnvöld ábyrgist tryggingar gegn tjóni sem flugvélar félagsins verða fyrir vegna stríðs eða hryðjuverka. Trygginga- félög hafa sagt upp þessum trygging- um gagnvart þriðja aðila og renna ábyrgðirnar út á mánudagskvöld. Tak- ist flugfélögunum ekki að leysa málið fyrir þann tíma stöðvast allt flug. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra átti fund með forsvarsmönnum Flug- leiða á föstudaginn. Ekki var tekin af- staða um það á fundinum hvort ríkið komi félaginu til aðstoðar. Erill hjá Fasteigna- mati ríkisins KÆRUFRESTUR vegna nýs fast- eigna- og brunabótamats rann út á mánudaginn. Um það bil 8.000 athuga- semdir bárust, mikill meirihluti vegna brunabótamats. Mikil vinna er fram- undan hjá starfsmönnum Fasteigna- mat ríkisins við að vinna úr athuga- semdunum og búast má við að hún muni taka nokkra mánuði.  ÁÆTLAÐ er að tap Flugleiða vegna röskunar á flugi eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum nemi um 100 milljónum króna. Fé- lagið þurfti að aflýsa 26 ferðum dagana 11.-14. september og varð röskun á sjö ferðum til viðbótar.  GENGIÐ var á þriðju- dag frá kaupsamningi um kaup Olíufélagsins hf. (ESSO) á hlutabréfum í Samskipum hf. að nafn- virði 445 milljónir króna, sem er 42% af hlutafé fé- lagsins. ESSO átti fyrir 7,7% í Samskipum þannig að félagið á nú 49,7% af heildarhlutafénu. Sama dag var einnig tilkynnt um kaup Olíuverslunar Íslands hf. (Olís) á 10% af hlutafé Samskipa, þ.e. 105 millj- ónum króna að nafnvirði.  TÓNLEIKAR José Carreras, Sigrúnar Hjálm- týsdóttur, Kórs Íslensku óperunnar og Sinfón- íuhljómsveitar Íslands und- ir stjórn Davids Giménez fóru fram á mánudags- kvöldið. Tónleikagestir í troðfullri höll voru ósparir á fagnaðarlætin.  Í KJÖLFAR mikillar umræðu um ritstuld í laga- deild Háskóla Íslands við samningu lokaritgerðar við deildina, sem varð til þess að fyrrverandi nem- andi var sviptur kandídat- stitli, hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands ákveðið að leggja fram tillögu við Há- skólaráð um að gefnar verði út leiðbeiningar fyrir háskólastúdenta um frá- gang lokaverkefna. ÞINGKOSNINGAR fara fram í Pól- landi í dag, sunnudag, og er talið fullvíst að flokkur endurhæfðra kommúnista sigri með miklum yf- irburðum. Flokkurinn, sem nefnist Lýðræðislega vinstribandalagið gæti jafnvel náð meirihluta á þingi ásamt litlum stuðningsflokki, Verka- lýðsbandalaginu. Sigurvissa vinstrimanna er slíkt að þeir eru þegar teknir að tilnefna menn til ráðherraembætta auk þess sem áhersla hefur verið lögð á að friða fjármálamenn sem hafa látið í ljós áhyggjur af því að efnahags- stefnu Pólverja verði breytt. Þá hafa talsmenn Lýðræðislega vinstri- bandalagsins ítrekað lýst yfir því að utanríkisstefnu Pólverja verði ekki breytt en landið er nú eitt aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) og stefnir á aðild að Evr- ópusambandinu (ESB). Skoðanakannanir hafa gefið til kynna að kjósendur hafi fyrir löngu gert upp hug sinn og afráðið að hafna frekari forystu af hálfu fjölda smáflokka sem farið hafa fyrir rík- isstjórninni og kennt sig við Sam- stöðu, verkalýðshreyfinguna frjálsu sem ruddi kommúnismanum í Pól- landi úr vegi. Deilur, hneykslismál og vanhæfni, ekki síst í glímunni við atvinnuleysið, hefur einkennt þessa stjórn mið- og hægriflokkanna. Kosningabaráttan hefur verið eft- ir því daufleg og heldur óspennandi auk þess sem hryðjuverkin í Banda- ríkjunum hafa gert að verkum að al- menningur hefur haft hugann við annað en karp stjórnmálamanna. Hið sama hefur raunar átt við stjórnmálamennina og segir And- rzej Rychard, stjórnmálafræðipró- fessor við Pólsku vísindaakadem- íuna, að stjórnmálamenn telji „brambolt þeirra heldur lítilmótlegt í samanburði við þá ógurlegu atburði sem gerst hafa í Bandaríkjunum.“ Reynist skoðanakannanirnar rétt- ar verður Leszek Miller næsti for- sætisráðherra Póllands. Verður það í fyrsta skipti frá hruni kommúnism- ans 1989 sem samsteypustjórn verð- ur ekki við völd í Póllandi. Miller átti sæti í stjórnmálaráði Kommúnista- flokks Póllands þegar endi var bundinn á flokkseinræðið í Póllandi. Flokkur Millers, Lýðræðislega vinstribandalagið, er nú almennt tal- inn nútímalegur flokkur evrópskra jafnaðarmanna. Slagorð flokksins „Nú skulum við koma á eðlilegu ástandi“ hefur náð vel til alþýðu manna, sem upplifað hefur efna- hagsumskiptin á þann veg að fólkið í landinu hafi gleymst. Að auki er nú tekið að draga úr hagvextinum sem verið hefur mikill á undanliðnum tíu árum eða svo og atvinnuleysið mælist nú um 16%. Samstöðu-flokkarnir hafa stöðugt verið í vörn vegna hneykslismála og flótta áhrifamanna úr röðum þeirra. Þetta hefur skyggt á þann árangur sem ríkisstjórnin hefur þó náð og má þar nefna NATO-aðildina og nokkuð stöðugan hagvöxt. Umskiptin í pólskum stjórnmálum eru að sönnu mikil. Fyrir 12 árum fékk Samstaða nánast öll þingsætin í fyrstu frjálsu kosningunum til þingsins, Sejm. Nú kann svo að fara að leifar hreyfingarinnar nái ekki að fá einn mann kjörinn en í Sejm sitja 460 fulltrúar. Hrun ríkisstjórnarinnar hefur getið af sér tvo mið- og hægriflokka sem berjast um hylli kjósenda. Kannanir gefa til kynna að Borg- aravettvangur fái um 15% atkvæða en þau samtök boða einkum breyt- ingar á skattakerfinu til að hleypa nýjum þrótti í efnahagslífið. Átta prósent kjósenda eða þar um bil munu trúlega greiða Flokki laga og reglu atkvæði sín. Líkt og nafnið gefur til kynna hefur flokkurinn einkum á stefnuskrá sinni breyting- ar í dómskerfinu; flokksmenn vilja stórhertar aðgerðir gegn skipulegri glæpastarfsemi og að dauðarefsing- ar verði teknar upp að nýju. Þriðji flokkurinn sem einhverju fylgi mun fagna er síðan Smábænda- flokkurinn gamli sem íhaldssamir bændur styðja einkum. Hann gæti fengið um 11% atkvæðanna. Leszek Miller, sem er 56 ára, hef- ur heitið því að hvika hvergi frá því markmiði að tryggja Pólverjum að- ild að Evrópusambandinu. Hann hefur einnig lýst yfir stuðningi við hugsanlegar herfarir NATO sökum hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. þessa mánaðar. Pólverjar fengu aðild að NATO árið 1999. Miller er hins vegar sagður eiga erfiða daga í vændum. Hallinn á rík- issjóði er talinn nema 11% þjóðar- framleiðslunnar og hægt hefur veru- lega á hagvextinum. Hann var lengst af fjögur til sex prósent á ári en svo gæti farið að hann verði að- eins tvö prósent á næstunni. Þetta myndi gera að verkum að Miller neyddist til að skera niður ríkisút- gjöldin sem tæpast myndi mælast vel fyrir á tímum mikils atvinnu- leysis. Reuters Leszek Miller ávarpar aðdáendur sína á landsfundi Lýðræðislega vinstribandalagsins. Úrslit þingkosninga í Póllandi talin fyrirsjáanleg Fyrrum kommúnist- ar eiga sigur vísan Varsjá. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.