Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KANNA á hvort æskilegt sé að flytja rannsókna- stofnunina á Keldum á starfssvæði Háskóla Ís- lands í Vatnsmýrinni og verður skipaður starfs- hópur hlutaðeigandi aðila til að fara yfir þá kosti sem fyrir hendi eru í þeim efnum. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, telur að hagnaður af sölu Keldnalands af þessum sökum eigi að ganga til þess að efla rannsókna- og vísindastarf í landinu. Páll sagði að ekki væri nein ákvörðun fyrirliggj- andi hvað þetta snerti en menntamálaráðherra væri að setja á laggirnar starfshóp þeirra aðila sem hagsmuna ættu að gæta hvað þetta snerti. Kanna ætti hvort fýsilegt væri að flytja rann- sóknastofnunina á Keldum vestur á háskólasvæð- ið og í þeim efnum væru tveir kostir fyrir hendi. Annars vegar að rannsóknastofnunin á Keldum yrði hluti þeirra nýju vísindagarða sem fyrirhugað væri að reisa í Vatnsmýrinni og hins vegar að byggt yrði yfir rannsóknastarfsemina í tengslum við Læknagarð sunnanvert við Hringbraut, en áhugi væri á því hjá læknadeild. Páll sagði að starfshópurinn myndi skoða þessi mál á næstunni í samráði við starfsfólkið á Keld- um. „Ég tel að skoða eigi það mjög alvarlega að einhverjar af rannsóknastofnunum atvinnuveg- anna komi með starfsemi sína inn í þessa nýju vís- indagarða okkar,“ sagði Páll. Hann sagði að með því að færa saman skylda starfsemi og sameina kraftana sköpuðust mögu- leikar til að stórefla allt vísinda- og þekkingar- starf. Það hefði reynslan að þessu leyti erlendis frá sýnt ótvírætt. Starfsemi Iðntæknistofnunar fer fram í Graf- arholti skammt frá Keldum. Aðspurður hvort til greina kæmi að Iðntæknistofnun kæmi einnig inn í þessa nýju vísindagarða sagði Páll að ákveðnir þættir í starfsemi stofnunarinnar ættu vel heima á þessum vísindagörðum. Þannig væri talað um að koma upp frumkvöðlasetri á vísindagörðunum og Iðntæknistofnun væri með vísi að því. Keldur tilheyra Háskólanum Keldur eru í eigu ríkisins. Páll sagði að Háskól- inn liti þannig á að þetta land tilheyrði skólanum og ætti að nýtast honum. „Háskólinn telur að hagnaður af sölu þessa lands eigi að ganga til upp- byggingar á rannsóknastarfi í landinu, einkum í Háskólanum, og sérstaklega að hugað verði að því að nýta þessa fjármuni til hagsbóta fyrir þá rann- sóknastarfsemi sem hann hefur staðið fyrir og er mjög mikilvæg,“ sagði Páll ennfremur. Páll Skúlason rektor HÍ telur landið á Keldum tilheyra Háskólanum Flutningur rannsókna á Keld- um í Vatnsmýri athugaðurÖKUMAÐUR sendiferðabíls,sem fór út af veginum við vega-mót Þrengslavegar í Svína-hrauni á þriðjudagskvöld, er al- varlega slasaður. Að sögn vakthafandi læknis á gjör- gæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss er líðan hans óbreytt. Hann er enn á gjör- gæsludeild, tengdur við öndun- arvél. Bæði eru tengd við öndunarvél Þá er líðan tólf ára stúlkunn- ar sem varð fyrir bifreið á Háa- leitisbraut föstudaginn 14. september síðastliðinn einnig óbreytt en hún er alvarlega slösuð. Hún er enn á gjör- gæsludeild, tengd öndunarvél. Óbreytt líðan hinna slösuðu ÖKUMAÐUR missti stjórn á bifreið sinni í gærmorgun með þeim afleið- ingum að hún hafnaði inni í garði sem er við Borgarholtsbraut til móts við Urðarbraut í Kópavogi. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var ökumaður ekki á mikilli ferð en einhverra hluta vegna hefði honum fipast við aksturinn. Kranabíll kom á vettvang til að fjarlæga bifreið- ina. Engin meiðsl urðu fólki, en um- talsverðar gróðurskemmdir urðu í viðkomandi garði. Morgunblaðið/Ásdís Bíll fór inn í garð SVO mikil ýsa hefur veiðst við Grímsey og víðar úti fyrir Norður- landi síðustu vikurnar að sumir sjó- menn hafa neyðst til að stöðva veiðar vegna skorts á ýsukvóta. Óli H. Óla- son, útgerðarmaður, sem hefur einn mesta kvótann í Grímsey, kláraði ýsukvótann á nýbyrjuðu fiskveiðiári í fyrsta túrnum. Hann segir mjög erfitt að fá leigðan ýsukvóta og því standi sumir sjómenn frammi fyrir því að þurfa að hætta veiðum jafnvel þó að þeir eigi nógan þorskkvóta. Það sé sama hvar þeir dýfi niður færi, alls staðar sé ýsa. Óli hefur stundað sjósókn í nærri 60 ár og kveðst aldrei muna eftir öðru eins ýsuskoti. Ýsan sé stór og feit og bersýnilegt að hún hafi nóg að éta því lifrin sé sérstaklega feit. „Við erum alveg í vandræðum. Við fengum mjög lítinn ýsukvóta enda hefur engin ýsa verið hérna. Við fengum úthlutað 1.400 kílóum og við kláruðum það í fyrsta róðri. Við fengum 1.400 kíló í gær líka og það virðist vera sama hvar við leggjum; alls staðar er ýsa. Við erum að reyna að leigja ýsukvóta, en það er mjög erfitt að fá kvóta. Okkur hefur tekist að leigja 5 tonn, en það klárast fljótt,“ sagði Óli. Neyðast til að hætta veiðum Óli leigði kvótann á 117 kr/kg, en ýsa á fiskmörkuðum hefur farið á 170 kr/kg. Verðið hefur lækkað vegna mikils framboðs. Hann sagði að mikil ýsa væri við Skagagrunn, austur við Sléttu, út af Kópaskeri og víðar fyrir Norðurlandi. Óli sagðist vita til þess að sjómenn hefðu neyðst til að hætta veiðum. Bátur frá Hrísey stæði núna t.d. frammi fyrir hálfs mánaðar svipt- ingu veiðileyfis vegna þess að útgerð hans hefði ekki tekist að útvega ýsu- kvóta. Fleiri stæðu frammi fyrir því sama. Óli sagði þetta slæmt vegna þess að þessir menn ættu þorsk- kvóta sem þeir gætu ekki nýtt við þessar aðstæður. Veiðar smábáta á ýsu voru frjálsar fram til 1. september. Óli sagði að ýsuskotið hefði byrjað í ágúst og þá hefðu bátarnir sótt í hana en nú reyndu þeir að forðast hana með litlum árangri. Hann sagði að það hefði verið dýrmætt fyrir smábáta- sjómenn, sem væru sumir hverjir stórskuldugir, með lítinn kvóta og í harðri baráttu við að halda bátunum, að fá að veiða ýsuna núna. Óli var spurður hvort það væri ekki freistandi fyrir sjómenn að henda ýsunni við þessar aðstæður. „Að sjálfsögðu. Nú fyrst byrja menn að henda,“ sagði Óli og var ómyrkur í máli í garð fiskifræðinga og stjórn- valda. Hann sagðist telja að menn gerðu sér enga grein fyrir hvað væri að gerast í sjónum. „Fiskifræðingar virðast hafa reiknað út að fiskurinn kunni ekki að synda. Ég get nefnt sem dæmi að hér norðan við eyjuna eru góð fiski- mið sem fiskur kemur öðru hverju á. Í fyrsta togararallinu fengu togar- arnir fleiri poka af fiski, en síðan hef- ur hist svo á að þeir hafa ekki þurft að leysa frá. Það hefur svo kannski verið mokfiskirí þar nokkrum vikum síðar. Þeir toga hins vegar alltaf á sama blettinum og helst á sama degi og svo er reiknað út frá þessu. Í tog- ararallinu er aldrei farið upp á grunnslóð, en þar hefur verið ágæt veiði og þeir hafa ekki hugmynd um þann fisk. Ég hef ekki þurft að fara upp að Kolbeinsey í á annað ár,“ sagði Óli. Trillusjómenn geta ekki nýtt þorskkvótann vegna mikillar ýsuveiði Kláraði ýsukvótann strax í fyrstu veiðiferð sinni HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir óljóst hvernig ríkis- stjórnin komi til með að bregðast við vegna þeirrar stöðu sem upp er kom- in í tryggingamálum flugvéla. Málið sé bæði stórt og flókið. Utanríkisráðuneytið vann um helgina að því að afla upplýsinga um viðbrögð annarra þjóða við þeirri stöðu sem upp er komin varðandi tryggingar á flugvélum íslenskra flugfélaga, en tryggingafélög um all- an heim hafa sagt upp ábyrgðar- tryggingum vegna stríðs og hryðju- verka í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Fundur var í sam- gönguráðuneytinu í gær þar sem fjallað var um stöðuna. Á fundinum var farið yfir málið og ákvörðunar- taka undirbúin. Ákvörðun þarf að liggja fyrir eigi síðar en á mánudags- kvöld þegar ábyrgðartryggingin fell- ur úr gildi. Halldór sagði að hlutfallslega væru Íslendingar háðari flugsam- göngum en margar aðrar þjóðir og þess vegna væri þetta mál alvarlegt, en einnig mjög flókið. Í laugardags- blaði Morgunblaðsins er haft eftir samgönguráðherra að boðaður hafi verið aukafundur í ríkisstjórninni á laugardag. Þetta er ekki rétt og er beðist velvirðingar á því. Það sem ráðherra sagði var að boðaður hefði verið fundur um málið í samgöngu- ráðuneytinu. Næsti reglulegi fundur í ríkis- stjórninni er á þriðjudaginn, en hugs- anlegt er hins vegar að ríkisstjórnin komi saman á mánudaginn til að fjalla um málið þar eð flest bendir til að of seint sé að taka ákvörðun á þriðjudag. Formleg ákvörðun um það lá þó ekki fyrir í gær. Eitt af því sem gerir þessa ákvörð- un stjórnvalda erfiða er fámenni þjóðarinnar. Verði hryðjuverk fram- ið í íslenskri flugvél getur tjónið orðið gríðarlega mikið eins og gerðist í New York 11. september sl. Það er því meira mál fyrir ríkissjóð Íslands að veita slíka ábyrgð en t.d. stjórn- völd í Bretlandi eða Bandaríkjunum sem eru margfalt stærri ríki. Það er flókin ákvörðun að veita ábyrgðir Á FUNDI sambandsstjórnar Far- manna- og fiskimannasambands Ís- lands nýverið komu fram hörð mót- mæli vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fjölga fisktegundum í afla- marki, sem tók gildi 1. september síðastliðinn. Um er að ræða löngu, keilu og skötusel. Í fréttatilkynningu frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands seg- ir orðrétt: „Þessi ákvörðun stjórn- valda mun óhjákvæmilega leiða til mikils brottkasts afla á stórum sem litlum fiskiskipum, þar sem mörg skip hafa afar takmarkaðar veiði- heimildir í þessum tegundum og með hliðsjón af þeirri staðreynd að frá 1. september síðastliðnum hefur nán- ast ekkert framboð verið á löngu, keilu og skötusel á kvótamarkaði.“ Jafnframt var mótmælt ákvörðun stjórnvalda um millifærslu á veiði- heimildum frá fiskiskipum stærri en 10 brúttólestir til smábáta. Mótmælin hafa verið send for- sætisráðherra og sjávarútvegsráð- herra. Mun leiða til mikils brottkasts BÍLLAUSI dagurinn var haldinn víða í borgum og bæjum Evrópu í gær. Var fólk hvatt til að skilja einkabílinn eftir heima og í hans stað nota strætisvagna eða fara fótgang- andi. Ísland er eitt fárra landa í Evr- ópu sem ekki tóku þátt í þessum degi nú í ár. Innt eftir því hvort umferðin í Reykjavík hefði verið eitthvað minni í gær en gengur og gerist sagði lög- reglan í Reykjavík erfitt að gera sér grein fyrir því þar sem umferð á laugardögum væri afar misjöfn. Bíllaus dagur víða í Evrópu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.