Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 4
Íslending- um boðið í veislu HÓTELSTJÓRINN á Taja Residency hótelinu í Coch- in bauð íslensku leik- mönnunum í garðveislu í gærkvöldi, ásamt leik- mönnum Bosníu, sem búa á öðru hóteli í Cochin. Hljómsveit hússins var mætt á staðinn og lék ýmsa þekkta slagara. Ýmsir grillréttir voru á boðstólum, ásamt öðrum réttum sem leikmenn Ís- lands þekktu vel. Þá var á staðnum glæsilegt eft- irréttaborð og í miðjum garði var stór svanur unn- inn í ís og á borðinu voru ávextir. Mikill hiti var í veisl- unni, sem var undir stóru tjaldi. Rakinn var mikill, þar sem sjórinn liggur að hótelinu. Þegar leikmenn gengu í garðinn var Böðv- ar Örn Sigurjónsson, læknir landsliðsins, tilbú- inn með varnir fyrir flugnabiti, en nokkrir leikmenn íslenska lands- liðsins hafa fengið flugna- bit síðustu daga. Það var fögnuður í herbúðumÍslands í gær, þegar tilkynnt var að íslenska liðið færi ekki til Kalkútta fyrr en á föstudaginn, eða daginn fyrir leikinn í 8 liða úr- slitum. Leikmönnum íslenska landsliðsins hefur liðið vel í Cochin og þeir vildu vera þar sem lengst. Það þýðir að þeir geta einnig æft á aðalvellinum í Cochin á fimmtu- dagsmorgun, en leikmennirnir eru búnir að venjast hitanum og áttu mjög góða æfingu í gærmorgun. „Það er allt annað að sjá til strák- anna nú, þeim líður vel. Þeir eru tilbúnir í slaginn og þrá fleiri æv- intýri. Það yrði stórkostleg upp- lifun fyrir þá að komast í keppni um fjögur efstu sætin og verð- launafé,“ sagði Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari. Fögnuður í herbúðum Íslands Það verður ekki ljóst fyrr en ídag hverjir verða mótherjar Íslendinga, eða eftir að tveir síð- ustu leikirnir í 4. riðli hafa verið leiknir. Chile, sem er með 6 stig og þrjú mörk í plús, mætir Úsbekistan, sem er með þrjú stig og þrjú mörk í plús. Jap- an, sem er með þrjú stig og eitt mark í plús, mætir Barein í seinni leiknum. „Japanir eiga að leggja Barein að velli. Ég sá Japani vinna Úsb- ekistan sannfærandi, 2:0. Mér sýn- ist Chile-liðið vera það gott, að það verði mótherji okkar, en auðvitað væri gaman ef þeir töpuðu fyrir Úsbekistan og Japanir myndu vinna Barein stórt. Þá yrðu Japanir mótherjar okk- ar. Við erum miklu hærri en Jap- anir og líkamlega sterkari. Við gætum staðið betur í þeim en Chilemönnum. Eins og ég sagði þá yrði það best fyrir okkur að fá Úsbekistan. Við bíðum spenntir eftir að vita hver mótherji okkar verður,“ sagði Sigurvin. Jórdanía tryggði sér rétt til að leika í 8 liða úrslitum í gær, með því að leggja Hong Kong að velli, 2:0. Jórdanía mætir liðinu í öðru sæti í 4. riðli í 8 liða úrslitum í Kalkútta á sunnudaginn. Júgóslavía vann Bangladess í gærkvöld í Cochin, 4:1. Júgóslavar mæta Rúmeníu í 8 liða úrslitum í Goa á laugardaginn. Úrúgvæ mætir Bosníu í 8 liða úrslitum í Cochin á morgun. Ef Ís- land kemst áfram í undanúrslit verður leikið gegn Jórdaníu eða því liði sem verður í öðru sæti í 4. riðli í undanúrslitum. Morgunblaðið/Einar Falur Við ströndina í gamla borgarhlutanum í Cochin ganga nokkrir leikmenn knattspyrnulandsliðsins framhjá fiskimönnum sem greiða úr netum við bát sinn. Sigurvin Ólafsson um væntanlega mótherja Íslands „Við getum lagt þá alla að velli“ Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Indlandi FÓLK  FRANK Lebeouf, franski varnar- maðurinn sem leikur með Chelsea, er nú sterklega orðaður við Mónakó og fullyrða bresk blöð að Frakkinn yfirgefi Lundúnaliðið í þessari viku. Sjálfur segist Lebeouf vilja halda heim á leið eftir að hafa átt rúm fjög- ur góð ár hjá Chelsea.  GIANLUCA Festa er efstur á óskalista Chelsea ef Lebeouf fer frá félaginu. Festa er ítalskur og hefur verið óánægður með dvölina hjá „Boro“ og vill fara frá félaginu. Boro vill fá rúmlega 250 milljónir fyrir Festa en liðið er líklegt til að kaupa Dean Windass frá Bradford á næstu dögum fyrir um 130 milljónir króna.  MICHAEL Owen, sóknarmannin- um skæða hjá Liverpool, er mjög annt um fjölskyldu sína ef marka má nýjustu tíðindin af kappanum. Nú hefur Owen fest kaup á fimm húsum í einni og sömu götunni í Liverpool og þar með á hann öll húsin í göt- unni. Foreldrar Owens og systkini hans fá hvert sitt hús og kostaði þessi pakki Owen 100 milljónir króna.  GUÐNI Bergsson og félagar hans í Bolton urðu fyrir áfalli um helgina. Finnski landsliðsmarkvörðurinn Jussi Jaaskalainen sem leikur með Bolton meiddist á hné í leik gegn Tranmere og nú er komið í ljós að hann leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. Sam Allardyce, stjóri Bolton, er farinn að svipast um eftir markverði til að leysa Finnann af hólmi en á meðan mun varamark- vörðurinn Steve Banks fylla skarðið.  SVEN Göran Eriksson, nýráðinn landsliðseinvaldur Englendinga í knattspyrnu, var gabbaður illa af manni sem þóttist vera Kevin Keeg- an, fyrrverandi þjálfari enska lands- liðsins. Maðurinn, sem vinnur á út- varpsstöð í London, hringdi í Eriksson til Ítalíu og kynnti sig sem Kevin Keegan. Saman áttu þeir dá- gott spjall og í því samtali veiddi maðurinn upp úr landsliðsþjálfaran- um meðal annars það að hann vill að David Beckham haldi fyrirliðastöðu enska landsliðsins. ÍSLENSKI landsliðshópurinn í knattspyrnu fór í skoðunar- ferð um elstu byggð Cochin í gærdag, eða Fort Cochin. Þar má sjá veiðimenn munda hin frægu kínversku net í fjöru- borðinu og má segja að aflinn hafi ekki verið mikill. Fiskurinn sem kom í netið var ekki stór, minni en lítil murta í Þingvallavatni. Þá var farið með hópinn í verslun, sem var með silkiteppi, silkidúka og útskorna muni á boðstólum. Landsliðsmönnum voru sýnd teppi, sem skiptu litum eftir því hvernig þeim var snúið. Dýr- ustu teppin, þrír metrar á breidd og fimm metrar á lengd, kostuðu 680 þús. íslenskar krónur. Í þeim voru 45 millj- ónir hnúta og gerð þeirra tók tvö og hálft ár. Þegar leikmennirnir komu að St. Francis-kirkjunni var hún lokuð. Það er elsta evr- ópska kirkjan á Indlandi, sem Portúgalar byggðu 1503. Þar var landkönnuðurinn Vasco da Gama, sem kom fyrstur sjóleið- ina til Indlands, jarðsunginn 1524. Hann var grafinn við kirkjuna og síðan voru líkams- leifar hans fluttar til Portúgals fjórtán árum síðar og komið í vígða mold í Lissabon. Ýmislegt annað var að sjá. Það óhapp varð í ferðinni að sjö landsliðsmenn urðu viðskila við hópinn – leikmennirnir gleymdu sér, fóru á undan hópnum. Þeir komu sér sjálfir til baka tuttugu kílómetra leið, með því að ferðast með þriggja hjóla farartækjunum sem setja svip sinn á borgarlíf á Indlandi. Ferðin í þessum smábifreiðum kostaði fjögur hundruð íslensk- ar kr. „Það er ódýrara en start- gjald leigubifreiða heima,“ sagði einn landsliðsmaðurinn. Sjö leik- menn týndust „VIÐ getum lagt allar þrjár þjóðirnar, sem berjast um tvö efstu tvö sætin í fjórða riðli, að velli – Chile, Japan og Úsbekistan,“ sagði Sig- urvin Ólafsson, þegar við báðum hann að spá í spilin í 4. riðli og hvaða mótherja hann teldi að hentuðu Íslendingum best í 8 liða úr- slitum í Kalkútta. „Það væri best fyrir okkur að fá Úsbekistana, þótt ég hafi ekki trú á að þeir nái að leggja Chile að velli, en allt getur þó gerst í knattspyrnunni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.