Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 16
 Nýjungar á bandarískum skíðastöðum Skíðasvæðin stækka með hrað- skeiðari lyftum „ALLT er stærra og meira í Bandaríkjunum" er oft sagt og það gildir líka um skíðasvæðin. Þau liggja hærra uppi en þau evrópsku og skíðasnjór er betri og örugguri vegna stöðugri veðráttu. Fjölbreytnin er meiri, allt frá „kokkteilsk- íðafólkinu“ í Aspen til bandarisku Qölskyldunnar, sem leik- ur sér meira á skíðum og lætur sig litluskipta að skiða „með alpastfl“, sem oft er aðalatriðið i Ölpunum! Fjöldinn er ótrúlega mikill, en lyftugetan er ennþá ótrúlegri og allt- af er verið að bæta hana — þær hraðskreiðustu bera skíða- fólkið upp um 7000 fet á aðeins 7 mínútum og biðraðir litl- ar sem engar. fc Hi ri'i Öllu er vel stjómað í Bandaríkjunum og langar biðraðir fljótar að hverfa. Of hraðskreiðar lyftur fyrir hvild á milli ferða! Á bandarískum skíðasvæðum er mest talað um nýjung í stóla- lyftum, sem nýlega var byijað með í vesturhluta Banda- ríkjanna, en núna eru nokkur skíðasvæði í austurhlutanum líka komin með þennan nýja búnað og flest stærri svæðin að koma honum upp hjá sér. Nýjungin felst í því, að lyftustóllinn sveig- ir strax eftir að skíðafólkið er sest út frá hægfara aðallyftu- kerfí yfír á miklu hraðstreiðara kerfí, sem ber farþega með mikl- um hraða upp á toppstóllinn, fer síðan yfír á aðalkerfí rétt áður en komið er á áfangastað til að farþegar geti stigið út - rólega og örugglega. Nokkrir skíða- menn kvarta yfír því, að þessir nýju stólar beri þá svo fljótt upp í flallið aftur, að þeir nái ekki að hvfla sig á milli ferða og verði þess vegna að hætta fyrr á dag- inn! Að því leyti eru gömlu, hæg- fara stólalyftumar betri. Stóru bandarísku skíðasvæðin verða stöðugt stærri! Skíðaiðnaðurinn heldur áfram að framleiða tækninýjungar, sem bera fólkið æ hraðar upp í hæð- imar. Hraðskreiðari lyftukláfar eru alltaf að koma fram á sjónar- sviðið. Einn nýi lyftukláfurinn ber nafnið „White Mountain Lim- ited“ og ber farþega sína á met- hraða um 7000 fet á aðeins 7 mínútum! En vaxandi lyftugeta er ekki alveg vandræðalaus, þar sem hinar hraðskreiðu lyftur bera svo margt fólk á svo skömmum tíma upp í fjöliin að skíðasvæðin verða fljótt fullsetin. Aukinn lyftugeta hefur í för með sér að stöðugt verður að nema nýtt land - nýjar, áður ónotaðar skíðabrekkur. Skíðasvæði með þennan nýja lyftubúnað verða jafnframt að fjárfesta í fleiri og hraðvirkari snjóplógum og snjó- vélum til að fara yfír stærri svæði. Á þessu ári voru 95 nýjar lyftur teknar í notkun og jafn- BQög greinilegt kort yfir skiðasvæði og lyftur á hinu nýja skiða- svæði i Telluride, Colorado. framt fjárfest í hinum geysim- ikla aukabúnaði, sem fylgir þeim. Og skíðasvæðin í Bandarikjunum halda áfram að stækka og kalla til sín fleira fólk. Bandaríska skíðasambandið er með herferð í vetur til að fá fleiri á skíði - yfír 200 skíðastaðir bjóða ókeyp- is kennslu fyrir þá sem aldrei hafa stigið á skíði! Mikið gert fyrir fjölskyldufólk Alltaf er verið að gera skíða- svæðin aðgengilegri fyrir fjöl- skyldufólk. Góð stjómun er á öllu; mikil öryggisgæsla; læknar, þyrluflug og sjúkrabflar alls staðar til reiðu; barnagæsla, jaftivel fyrir komaböm; veitinga- hús við allra hæfí. Sérstök „gul svæði“ em víðast við stóm skíða- staðina, með hægum, þægilegum brekkum. Og það sem meira er - hraðatakmörk em á gulu svæð- unum, til að hægfara skíðamað- urinn geti skíðað af öryggi! „All- ir virðast skíða sér til meiri ánægju í Bandaríkjunum en í Evrópu segir íslendingur nýkom- inn þaðan. Enginn er feiminn við að detta - aldrei gert grín að neinum - allir jafnir, byriendur jafnt sem keppnisfólk. A evr- ópskum skíðastöðum er meira lagt upp úr „að skíða með stfl“ - allir em alltaf að læra og meiri ögun. Skíðaíþróttin er meira gamanmál hjá Ameríkönum. Til dæmis er mjög vinsælt að skíða í „moguls" eða „holóttu, ójöfnu landi“ og fólk skemmtir sér vel við að detta sem oftast!" O.Sv.B. Nýjustu flugslysin em dæmi- gerð fyrir þá tvo áhættuþætti, sem ógna flugsamgöngum. I fyrsta lagi er hætta á sprengjum, þegar skemmdarverkamenn geta gengið berserksgang alls staðar. Plastsprengjur, eins og þá sem trúlega tætti í sundur Pan Am flugvélina 21. desember sl., getur verið erfítt að finna. Hættan á að eitthvað geti farið úrskeiðis tækniiega hefur alltaf verið fyrir hendi - frá dögum Wright-bræðr- anna. Hættumar em báðar jafh augljósar. Aftur á móti er ekki eins augljóst, hvað kom fyrir í næstum nýrri Boeing 737 frá British Midland 8. janúar si. Vom það mistök flugmannsins, slökkti hann á röngum hreyfli, eða brást tæknibúnaður vélarinnar? Meira öryggi - hærra flugmiðaverð Það er alltaf hægt að auka öryggið með auknum tilkostnaði. í flugslysum er eldsvoði hættuleg- astur. Árið 1985 sprakk hreyfíll í þotu, sem var að hefja sig á loft frá Manschester. Meirihluti farþeganna lést vegna eiturgufa frá bráðnandi plasti og brennandi sætum. í framhaldi af slysinu skipaði loftferðaeftirlitið öllum breskum flugvélum að breiða óeldfím efni yfír flugvélasætin, varða betur og breikka leið að útgöngudymm. En hvers vegna var þetta ekki gert fyrr? Af því að kostnaðurinn var svo gífurleg- ur. Breytingamar einar kostuðu 11 milljónir punda eða 19 milljón- ir Bandaríkjadala, að auki kom Evrópskt ferðaár 1990 Frétt&tilkyniiiiig frá Ferðamálaráði Evrópu. FerðamAlanefad Evrópu- ráðsins kaus sér nýjan formann í siðasta mánuði, Antonius Andronicou frá Kýpur, sem Ieysir af Svisslendinginn Walt- er Leu. Búið er að ákveða, að árið 1990 verði „evrópskt ferðaár“ og Evrópska ferða-. málanefndin, undir forystu Andronicou, ætlar að vera með mikla herferð í Bandarílqun- um, Kanada, Japan, Ástralíu og Rómönsku Amerfku, til að tryggja að gamla Evrópa haldi áfram stöðu sinni sem aðal- áfangastaður ferðamanna. Ferðamálaráð Evrópu hefur gefíð út dagskrá yfir þau hátíða- höld í Evrópulöndum þetta ár, sem em líklegust til að draga ferða- menn til sín. Þar ber hæst 200 ára afmæli frönsku byltingarinn- ar, sem verður minnst á eftir- minnilegan hátt - fall Bastillu- kastalans og mannréttindayfírlýs- ingin verða sviðsett f útileikhúsum og með skrúðgöngum. París er menningarhöfuðborgin í ár. í borginni verður því mikið um dýrðir í leikhús- og tónlistarlífi, einnig verður þar minnst 100 ára afmælis Eiffeltumsins. Austar í Evrópu fagnar fæðing- arborg Beethovens, Bonn, 2000 ára afmæli sínu, með hátíðahöld- um, sýningum og tónleikum. Hamborg heldur upp á 800 ára afmæli, sem stærsta þýska hafn- arborgin. Stórhertogadæmið í Lúxemborg fagnar 175 ára af- mæli og ríkissetu stórhertogans, Jeans mikla. í London verða sett- ar upp sýningar úr æviskeiði Arabíu-Lawrence. Hátíðahöld í Feneyjum, nokkmm þýskum borgum, frönsku borginni Nice og spönsku borginni Cadiz byija í febrúar, síðan taka við hátíða- höld á Möltu, f Lúxemborg og Portúgal. Frá ágúst fram í september verður stærsta listahátíð í heimi hingað til haldin í Edinborg og þar mun koma fram margt af þekktasta listafólki S heimi. 1 nóv- ember hópast ferðamenn til Portúgals á árleg hátfðahöld dýrl- ingsins Fatima. í árslok hefjast svo sýningar ópemnnar í Mflanó, sem standa í 7 mánuði - sænska höfuðborgin úthlutar Nóbelsverð- launum ársins og fagnar degi heilagrar Lúsíu. Þannig keppast evrópskar borgir við að kynna sig — skarta sínu fegursta og tengja með því þjóðimar betur saman í alþjóðlegum hátfðahöldum fyrir ferðamenn, „landkönnuði nútím- ans“. ----------------------------------! 2 3 MilljarOar 5 6 Njóttu þess að fljúga Economút, janúarblað. Flugslys eru yfirleitt stórslys, sem setja óhug í alla, en eru sem betur fer fátíð. Þú mátt njóta þess að blunda og hvflast á 600 mílna hraða á klst. í 35.000 feta hæð ofar skýjum því þú ert, þrátt fyrir allt, i öruggasta farartækinu. Um leið og þú stígur um borð í Boeing 747 i New York, eru um 99,999% likur á, að þú lendir heilu og höldnu í London; að aka út úr borginni í helg- arfrí er miklu áhættusamara. Líkumar - ein á móti miiljón - ættu að vera sannfærandi, en á siðustu vikum hafa þessar tölur glatað ljóma sínum með tveimur stórslysum í Bretlandi og slysi í Ameríku, sem gæti hafa orðið stórslys. Og nú er talað um „að það verði að gera eitthvað!“ [*s]6 || M/]órnbrautum DAUÐSFOLL . mlðafr vlfr mllljarb farþega- kflomatra ÍjÍFLUGI IBratlandl (meðaltal 1976-86) Heimild: Economist 14.01.89 1 1 kostnaður við aukaþyngd, sem öll kallar á meira eldsneyti. Sætayfír- breiðslumar em taldar kosta bresku flugfélögin eina milljón punda aukalega á ári. Þeir sem segja að ekki eigi að horfa í kostnaðinn þegar öryggi er annarsvegar em yfírleitt að tala um kostnað sem aðrir bera. Æskilegast væri að ferðamenn gætu sjálfír kosið hvað þeir vilja eyða miklum peningum í öryggi. Þá gætu sumir keypt sér ódýr sæti í yfírfullum véíum, en aðrir myndu borga meira fyrir að ferð- ast með vélum, sem væm með færri og sterkari sætum, betri eldvömum, reykgrímum, vel vörð- um eldsneytisgeymum í árekstr- um og svo framvegis. En flugfé- lögin geta ekki gefið slíka val- kosti. Þess í stað er það markaðs- aflið sem ræður, en öryggis- orðstír hvers flugfélags er dýrmæt söluvara. Ríkisstjómir ættu að beita sér fyrir meira öryggi í flugsam- göngum, hafa hönd í bagga með að tækjabúnaður, sem gegnum- lýsir farangur, sé ömggari og yfirmenn á flugvöllum ættu ekki að vera einir í ráðum. Rfkisstjóm- ir ættu líka að vera með í ráðum við rannsóknir á flugslysum og láta birta niðurstöðumar, en flug- félög og flugvélaframleiðendur vilja oft reyna að hilma yflr mis- tök sfn. En krafa almennings um að nú verði að gera eitthvað í sambandi við flugöiyggi er ekki alveg réttmæt. Hún kemur frá fólki, sem tekur með jafnaðargeði miklu stærri áhættuþáttum í sínu daglegu lífí sínu á jörðu niðri! Krafan er meira en lítið furðuleg, þegar litið er á töfluna hér að ofan - af hveiju er ekki krafíst meira öryggis í bflaumferðinni?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.