Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 8
Lífríki gólfteppanna fni í fatnaði hverfur ekki heldur verður að ryki. Gólfteppin hjá okkur eru eins og heill örsmár heimur út af fyrir sig, fullur af fíngerð- um trefjum, hárum og fisi. Og innan um öll þessi rykkorn skríður svo hreingemingaliðið Þetta er hálfgerð hrollvekja. Jafnvel þótt búið sé að ryksuga gólfteppin samvizkusamlega í hverri viku, líta þau út í smásjá eins og frumskógur fullur af lífi. Þar er aragrúi af lausum treQum úr teppinu sjálfu, sem þyrlast upp við það eitt að gengið er um gólf. Ásamt þeim er urmull óskilgreindra rykagna og húðhreisturs og milljónir smámaura, sem eru á hverjum smábletti og lifa á þessu æti. EftirARNE ROSENDAHL LASSEN fram og aftur — það eru örlitlir rykmaurar. Þeir nærast á þeim 50 milljónum hreistur- flagna, sem losna og falla af húð hvers ein- asta manns á hveijum sólarhring. Þegar tvö eftii nuddast saman, losna við það ýmist stærri eða smærri agnir úr báðum efnunum og svífa af stað. Á þennan hátt breytist til að mynda það sem eitt sinn var þéttpijónaður olnbogi á ullarpeysu í milljón- ir örfínna ullartrefja. Sumar þessara trefja haldast stöðugt á sveimi í loftinu innan- húss, en aðrar falla niður á gólfteppið eða bak við bókahilluna. Á peysuna er hins veg- ar komið gat. Á gólfteppinu lenda ullartre^amar í fé- lagsskap margvíslegra annarra trefja, ýmis konar rykagna, húðhreisturs og lykmaura. Allir menn fella um það bil eitt til tvö grömm af húðhreistri á sólarhring, og það er feiki- nóg fóður handa einni milljón rykmaura, sem lifa góðu lífí á þessu æti. Attfætlu-Maurarnir Halda Sig Helzt í RÚMINU Þessi maurafans, sem heldur sig í rykinu á heimilum manna, er af þeirri tegund sem kallast áttfætlumaurar. Þeir kjósa helzt að taka sér bólfestu í svefnherbergjunum, því að 20—30 stiga hiti og um það bil 75 pró- sent loftraki veitir áttfætlu-maurunum hin ákjósanlegustu lífsskilyrði. Hvergi dafna áttfætlu-mauramir þó jafnvel og upp í rúm- unum. Rykið sem liggur í hveiju einasta rúmi er samansett á alveg sérstakan hátt, sem mauramir kunna vel að meta. Húðhreistur myndar oft meira en helminginn af þessu rúmryki; þess ber að gæta, að á meðan maður sefur sinn venjulega sjö til átta tíma nætursvefn, fellur um það bil hálft gramm af húðhreistri af honum. Auk húðflagnanna em rúmlega tuttugu prósent trefjar í því ryki, sem myndast í rúminu. Það em einkum bómullartreflar og treijar úr dýnunni í þessu rúmryki, auk Meðal þess sem ekki sést með berum augum, en er í ríkum mæli í gólfteppum, er þessi áttfætlu-maur. Hann lifír m.a. af hreisturfíögum, sem sifellt fellur af húð manna. Þessa uppáhaldsfæðu sína Gnnur maurinn bæði í gólfteppunum og eins í sængurfötum. Hár og trefjar hrúgast upp. í hvert sinn sem tvö tauefhi nuddast saman, losnar úr þeim bæði ryk og trefíar. Hér sést hluti af auga skordýrs um- kringt hári og trefjum úr fatnaði, tepp- um og húsgögnum að viðbættu því sem fellur af húð manna. þess um það bil tíu prósent sandur, tvö til þijú prósent af plöntuöjódufti og tólf pró- sent af efnisögnum sem ekki reynist unnt að greina af hvaða toga em spunnar. Og við þetta allt saman bætast svo áttfætlu- mauramir, sem em um það bil 0,3 prósent af heildarmagni ryksins. Það táknar, að í hveiju grammi af ryki í rúminu em allt að því 1500 örsmáir áttfætlumaurar á ferli. ARAGRÚIAF Agnarsmáum Afætum Áttfætlu-maur er ósköp lítið dýr, svo smávaxið að rúmlega 3000 þeirra gætu hæglega þrammað í halarófu á einni línu hér í þessari grein. Áttfætlu-maurinn er auk þess hálf-gagnsær, og er því erfitt að koma auga á hann með beru auga. í rafeindasmá- sjá lítur hann hins vegar út fyrir að vera gríðarmikil skepna. Til allrar hamingju em áttfætlu-mauramir þó í sjálfu sér hættulaus dýr. Þeir lifa sem sé einungis af dauðu húðhreistri, en þeir geta ekki þrifizt á heil- brigðu, lifandi hörundi. Nánustu ættingjar áttfætlu-mauranna em ekki skordýr heldur köngullær, og er álitið, að áttfætlu-maurar og köngullær hafi átt sér sameiginlegan fyrirrennara í dýri sem var á kreiki fyrir 300 milljónum ára. Áttfætlu-mauramir sem dafna hvað bezt í rykinu í rúmum manna, og raunar flestir af nánustu ættingjum þeirra, hafa á þróunarferli sínum sérhæft sig í að lifa sníkjulífl í bælum annarra dýra. Þar sem stærri dýr hafa búið sér ból, fínna þessar afætur vemd gegn ofþurrki og blæstri og geta orðið sér úti um mikið magn af æti, sem ekkert annað dýr lítur við. Inni í yfir- sængunum í rúmunum okkar stendur því yflr ein heljarmikil æðardúnsveisla hjá átt- fætlu-mauranum, og endast þeim birgðimar í áratugi. Hver maur lifir í þetta 45 til 60 daga. Mikill fjöldi þeirra sogast vitanlega á brott úr heimkynnum sínum, þegar ryksugunni er beitt, en mauramir lifa á hinn bóginn góðu lífi áfram í rykpokanum. Þar inni berst þeim stöðugt meira æti í hvert sinn sem ryksugað er. Geta Orsakað Ofnæmi í reynd gegna rykmauramir eins konar sorphreinsunarstarfi með því að éta upp það húðhreistur sem stöðugt fellur af mönnum. Þessir áttfætlu-maurar era samt lítt vinsæl- ir, ekki vegna þess hve ógeðslegir þeir em í útliti, heldur sökum þess að dritið úr þeim getur orsakað ofnæmi hjá fólki sem er sér- staklega viðkvæmt fyrir ertingu að eðlis- fari. Dritið úr áttfætlu-maur er yflrleitt um það bil 20 míkrómetrar í þvermál, en það er hémmbil sama stærð og eitt kom af birkifijói. Þessar örsmáu agnir þyrlast upp við minnstu hreyfíngu, halda sér lengi á sveimi og geta svifið mjög langt. í því lofti, sem menn anda að sér innanhúss er mikið magn af slíkum dritögnum, en þessi loftm- engun hefur þó engin áhrif á heilbrigt, sterk- byggt fólk. En ef þessar dritagnir lenda á hinn bóginn niður í öndunarfæri manna, sem haldnir em ofnæmi fyrir áttfætlu-maumm, þá valda þær heymæði eða andarteppu. Það dugir því miður ekki til vamar, að sá sem haldinn er ofnæmi fyrir lykmauram, taki sig til og ryksjúgi bæði oft og vandlega, því að dritagnir áttfætlu-mauranna em svo örsmáar, að nokkur hluti þeirra þyrlast út í gegnum síumar á flestum ryksugum og er blásið út í andrúmsloftið á ný. Mögnuð Rykmengun Það væri ef til vill ekki fjarri lagi að skíra ryksuguna upp og kalla hana fremur rykblásara. Þegar ryksugan er sett í gang, upphefst um leið heilmikill rykstormur í herberginu. Það ryk sem ekki hefur verið sogað upp, þyrlast út í lofti og leggst ekki aftur fyrr en löngu eftir að slökkt hefur verið á ryksugunni. Það em líka takmörk fyrir því, hve hart má ganga fram í að beita ryksugunni. Því fastar sem gólfteppið er nuddað og hamast á því með ryksugustútn- um, þeim mun fleiri hár og treflar losna úr því. Aðrar hreingemingaaðferðir valda líka mikilli rykmengun loftsins. Fátt kemst þó til jafns við það rykþykkni, sem gýs upp þegar verið er að búa um rúm: Sæng sem tekin er upp og hrist kröftuglega eins og alsiða er, skilar við það af sér meira en 100.000 hreisturflögum í hveijum rúmsenti- metra af lofti. Rykmengunin í svefnherberg- isloftinu er þar með orðin fimm sinnum meiri en hún var, áður en búið var um rúm- ið. Séu gólf sópuð og ryk þurrkað af munum með klúti, þyrlast líka upp mikið ryk, og eftir slíka hreingemingu getur fjöldi rykagna í loftinu hæglega tvöfaldast. Jafn- vel hreingeming með rennblautri gólftusku veldur aukningu á fjölda rykagna í loftinu — en mengunin er þó miklu minni með þeirri aðferð. Otrúlegt Svifþol Nú má ekki skilja þessar lýsingar á meng- andi áhrifum hreingemigna á híbýlum manna þannig, að það sé algjörlega til- gangslaust að þrífa húsin, því að allir vita að nokkur hluti óhreinindanna lendir þrátt fyrir allt í rykpokanum og á fægiskóflunni. Þau dæmi um loftmengun við hreingem- ingu, sem nefnd vom hér að framan, eiga fremur að minna fólk á það, hve auðveld- lega rykið þyrlast upp. Ástæðan fyrir því, að hvers kyns athafnir manna skuli hafa jafn feiknaleg áhrif á rykmagnið í loftinu innanhúss, er svifþol rykagnanna. Minnsti andblær veldur því, að rykagnimar taka að þyrlast hátt á loft, og þær setjast ekki aft- ur fyrr en þær rekast á einhvem flöt í her- berginu, sem hefur einhvetja viðloðunar- hæfni. Rykögn sem er einn hundraðasti úr millimetra í þvermál, lækkar svif sitt um 20—50 sm á mínútu í algjörlega kyrrstæðu lófti. Séu lykagnimar ennþá minni um sig, lá reyndar segja að þær staðnæmist aldrei jn séu á stöðugu sveimi fram og aftur. Þar im teppi hafa verið lögð á allan gólfflötinn veggja á milli á heimilum og á skrifstofum, er oft á tíðum reynt að úða dálitlu vatni yfir teppin til þess að halda rakastigi lofts- ins hærra og draga úr rykmagninu í and-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.