Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 7
ÞYZKALANDSP I ST I L L Að ganga um jörðina eins og að eiga aðra til vara gær fékk ég dagblaðið mitt eins og venjulega. Því fylgja oft hvers konar litprentaðir auglýsingapésar frá vöruhúsum sem bjóða ákveðna hluti á tombólu- verði. Að þessu sinni fylgdi blaðinu mínu ekkert vildartilboð eða ákall úr neysluþjóðfélaginu. Því fylgdi ekki litprentaður bæklingur, — heldur tilskrif alvarlegs eðlis. Það var prentað á endurunninn pappír, — en slíkt færist mjög í vöxt hér í landi, — og var frá GREENPEACE-samtökunum. Þetta er tímanna tákn. A síðustu árum hafa Þjóðverjar verið að vakna af vondum draumi, nú reyna þeir að snúa þróuninni við. — Það er aldrei of seint, segja þeir. Upphafsorð bréfsins frá Greenpeace eru höfð eftir gömlum Cree-Indíána sem beindi máli sínu til hvíta mannsins: „Fyrst þegar sfðasta tréð hefur verið höggvið, síðasta áin eitruð og sfðasti fiskurinn veiddur, munið þér komast að því, að peningamir verða ekki etnir." Og hver skyldu vera helstu baráttumál samtakanna. I bréfinu segir m.a.: „Við göngum enn á tegundimar, bæði dýra og plantna. Á hverri klukkustund deyr út ein plöntutegund og daglega ein dýrategund. Við beijumst fyrir því að sem fyrst muni maðurinn á ný fara að lifa í góðu samneyti við náttúmna og hætta að ganga um móður jörð eins og hann sé þess fullviss að hann eigi aðra til vara.“ ÁTAKÞJÓÐVERJA í NÁTTÚRUVERND Á sínum tíma urðu Þjóðveijar skelkaðir „Þjóðverjar taka umhverfísverad svo föstum tökum, að nú eru settar upp þrjár ruslatunnur við hvert hús: Svört undir sorp, blá undir gler og græn undir pappír. Bæði glerið og pappírinn eru endurannin.“ Eftir HJALTA JÓN SVEINSSON þegar í ljós kom, að búið var að eyða öllu lífríki í hinni voldugu Rín. Það fannst þeim síðasta sort, þar eð þetta mikla fljót hefur löngum átt sinn sess f þjóðarsálinni. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar í orðsins fyllstu merkingu. — Rín hefur smám saman verið að lifna við. Þjóðveijar hafa reynt allt sem þeir geta til þess að svo megi verða. Þýskaland er í sjálfu sér ekki mjög stórt. Að minnsta kosti ekki ef miðað er við þann mikla fjölda fólks sem hér býr, — um 63 milljónir. Þeir hafa lært að búa saman í sátt og samlyndi og eru meðvitaðir um það hvað hver og einn hefur lítið olnbogarými. Þeir vita líka að ekki má mikið bregða út af til þess að því litla andrými sem þeir eiga kost á sé spillt. Kappið var svo mikið þegar allir sem vettlingi gátu valdið hófu uppbygginguna eftir hina ofboðslegu eyðileggingu sem heimsstyijöldin síðari olli, — að enginn átt- aði sig á því að verið var að ganga of nærri náttúrunni og spilla jafnvægi hennar. Allir tóku síðan þátt í efnahagsundrinu sem leiddi til þeirrar velmegunar á flestum sviðum sem Þjóðveijar búa nú við? Fólkinu er þó meðfædd ákveðin sparsemi og nýtni. Án þeirra eiginleika hefði undrið kannski aldrei átt sér stað. Þrátt fyrir lífsgæðin, er þjóðin nýtin og sparsöm. Eftir að hún vaknaði af vondum draumi og upp- götvaði að hún sigldi hraðbyri að feigðarósi hefur hún heldur betur tekið við sér. Ástandið er þannig núna að andrúmsloft- ið er orðið svo mengað að til vandræða horfir. — Svo mikilla reyndar, að skógamir eru að deyja, — 52% þeirra hafa orðið fyrir skemmdum af völdum loftmengunar. RuslatunnurÍ regnbogans Litum Ifyrir utan húsið sem ég bý í eru þijár ruslatunnur, hver með sínum litnum. Sú svarta er ætluð undir allt venjulegt sorp, sú bláa undir gler og sú græna undir pappír. Allt gler er nefnilega endurunnið og pappír- inn líka. - Ef ég ekki gæti mín á því að fleygja öllum flöskum undan appelsínusaf- anum sem ég innbyrði á hveijum morgni heilsunnar vegna, og undan vínföngum sem stundum eru drukkin gleðinnar vegna, þá fæ ég ákúrur frá húseigandanum. Hann fylgist glöggt með því að leigjandinn fari eftir settum reglum. Víða hefur líka verið komið fyrir sérstökum gámum á almanna- færi, sem ætlaðir er undir endurvinnslugóss. Það er ekkert smáræðis sorp sem kemur frá þessum 66 milljónum manna sem Þýska- land byggja. Þess vegna borgar það sig að endurvinna öll þau tonn af gleri sem safn- ast saman og ekki síður pappírinn sem er fimamikill. — Þó ekki sé nema það sem nemur þeim reiðinnar ósköpum af dagblöð- um sem út koma. Þau eru reyndar prentuð á mjög svo umfangsmikinn pappír og þau stundum allt upp í fjögur blöð í einum pakka daglega. Þetta verður til þess að fólk þarf að hafa sérstaklega stórt morgunverðarborð ef unnt á að vera að lesa blöðin meðan snætt er áður en haldið er til vinnu. Til þess að með góðu móti sé síðan unnt að halda blaðinu opnu þarf maður helst að vera með skósíðar hendur. Margir eru nú famir að nota enduranninn pappír enda er hann mjög góður til síns brúks. Opinberir aðilar, eins og Póstur og sími, senda frá sér urmul af hvers konar plöggum. Ég fékk t.d. um daginn bréf frá Póstinum, eða samning um símanotkun o.fl. Að sjálfsögðu var viðkomandi prentað á enduranninn pappír og það sérstaklega tek- ið fram neðanmáls. FÁMENN SAMTÖK Öfgamanna? Heyrst hafa háværar raddir á meðal okk- ar íslendinga að Greenpeace-samtökin séu aðeins fámenn samtök öfgamanna, sem séu að beijast gegn hagsmunum okkar, — þeir hvetji fólk til þess að kaupa ekki af okkur fisk vegna þess að við veiðum hval, — jafn- vel þó það sé aðeins gert í þágu „vísind- anna“. Hér í Þýskalandi era samtökin viðurkennd af yfirvöldum jafnt sem af almenningi. í téðu bréfi era þau að fara fram á stuðning almennings til þess að unnt verði að gera enn meir og herða baráttuna. Ásamt bréfinu var sendur gíróseðill en þar er tekið fram að þar eð búið sé að viðurkenna samtökin sem samtök um almenningsheill, — því sé fjárhagslegur stuðningur við þau frádráttar- bær frá skatti! Mér hefur virst fólk taka þessari hjálpar- beiðni vel og greinilegt er að samtökin hafa mikinn meðbyr á meðal almennings hér í landi enda í raun um að ræða þjóðarátak hvað umhverfisvemd snertir. Áf þessum sökum hafa mótmæli Greenpeace samtak- anna vegna hvalveiða íslendinga að undan- fömu vakið mikla eftirtekt. Samtökunum hefur tekist að* ná athygli fólks og nú er haldið uppi áróðri fyrir því að Þjóðveijar hætti að kaupa íslenskar fískafurðir. í dag- blöðum og tímaritum hafa að undanfömu birst greinar þar sem sagt er frá mótmælum samtakanna og fjallað um hvalveiðar íslend- inga. Og það er ekki lengur talað um hval- veiðar, heldur hvalaslátran. Höfundur býr í Siegen í Veslur-Þýskalandi. Guðbrandur Siglaugsson tók saman J.R Donleavy’s IRELAND «■ In AIIHerSíns ♦. And in Some of Her Graces 'A grand book .. . ko ii ooc of the funnieU wríterm io ih* world' — Stanley Reynolda in the Guardian ^ J. P. Doneavy’s IRELAND In All Hers Sins And in Some of Her Graces. Penguin Books. Höfundur þessarar bókar fæddist í New York-borg fyrir meira en sextíu áram. Hann gekk þar í skóla en þegar hann lagði svo á háskólabrautina varð fyrir valinu Þrenningar-háskólinn í Dyflinni. Ekki nein stórandur það þar sem hann var af írsku bergi brotinn og ævintýragjam í ofanálag. Hann stundaði námið með annarri hendi en hélt um bjórkollur með hinni, kjmntist óteljandi sniliingum, málaði og fór að skrifa. Fyrir Ginger Man, eina af þess- um fyndnu bókum aldarinnar, öðlaðist hann snögga frægð sem Hann hefur haldið við. Og þessi bók, hún er í senn sjálfsævi- saga og leiðsögn um Dyflinni eftirst- ríðsáranna. Hér segir af köppum á borð við Brendan Behan, Anthony Cronin, Ednu O’Brien og fleiri. Atvik era tíunduð af kostgæfni manns sem á auðvelt með að vera skemmtilegur og segja ljósmyndir sem f bókinni era margt um tíðarandann. LECORBUSIER ARCHlTÉcnjR? CHARLESJENCKS Charles Jencks: Le Corbusier and the Tragic View of Architecture. Penguin Books. Einn merkasti arkítekt aldarinnar, Le Corbusier, hefur fengið misjöfn eft- irmæli. Hann var ókrýndur konungur arkitektanna allt fram í andlátið (1965) en að honum látnum hafa menn verið ólatir við að ófrægja það sem hann teiknaði og byggt var af hugmyndum hans. Þannig hafa misvitrir viljað meina að allur óskapnaðurinn f borgar- arkitektúr síðustu áratuga sé beinlínis honum að kenna. Le Corbusier fæddist fyrir öld í Sviss. Hann var sjálflærður arkitekt sem lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi og skrifaði flöldann allan af ritgerðum og bókum, ýmist undir eigin nafni eða dulnefnum, málaði og stundaði höggmyndalist. Hann var stjómleysingi af hugsjón, meinlæta- maður og óletjandi baráttumaður fyrir betra lífi. Nu þegar öld er liðin frá fæðingu hans rignir yfir markaðinn bókum um hann og list hans. Þessi er ein. Úttektin er greindarleg og góðra gjalda verð. Það era margar myndir í bókinni og niðurstaðan verða orð Le Corbusiers sjálfs: „Brennið það sem þið elskið, elskið það sem þið brennið." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. FEBRÚAR 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.