Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 4
„Stúdentspróf var mikil menntun í þá daga“ að er erfítt að fá bílastæði klukkan þrjú á daginn á homi Suðurgötu og Túngötu. Eftir nokkra leit lagði ég bílnum mínum í merkt stæði og bað máttarvöldin þess í hljóði að bíllinn yrði ekki dreginn burtu meðan ég stæði Rætt við frú Stefaníu Guðjónsdóttur, ekkju Lárusar Jóhannessonar hæstaréttarlögmanns Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir við hjá frú Stefaníu Guðpónsdóttur í Suður- götu 4. Þegar ég virti fyrir mér virðulegt, grænmálað timburhúsið sá ég ljós í efri homglugganum sem snýr að Túngötunni. Ég ákvað að ganga á ljósið, þetta tákn hlýju og lífs, sem hefur frá örófi alda vísað veg- villtum leið til manna. Þegar ég var komin upp stigann og hafði tekið í höndina á frú Stefaníu varð mér ljóst að ég var ekki að- eins komin til manna, ég var komin þangað sem ríkti andi hinna gömlu fyrirmanna, mér fannst ég með einhveijum hætti komin inn í veröld sem var, en verður aldrei meir. Heimili frú Stefaníu er glæsilegt. Þar em þykk teppi, danskar mublur og falleg mál- verk. Silfurmunir bak við gler og manna- mjmdir í miklu úrvaii á veggjum. Ég fer úr skónum og fæ lánaðar silkitöfflur af frú Stefaníu og á þeim tipla ég um stofuna ásamt húsfreyjunni og skoða myndir af skyldmennum hennar og tengdafólki. Ég skoða málverk af tengdamóður hennar, frú Jósefínu Antoníu Blöndal. Hún var augljós- lega myndarkona og ber vel skautbúninginn sem hún skartar á myndinni. Maðurinn hennar, Jóhannes Jóhannesson sýslumaður og seinna bæjarfógeti í Reykjavík, er ekki síður fyrirmannlegur á málverkinu á veggn- um hinum megin við hurðina. „Hann var mér Qarska góður," segir Stefanía og bætir við: „Hún var mér mjög góð líka, en það var erfiðara að komast að henni, það var alltaf svo margt í kringum hana.“ Á veggnum til vinstri við Jóhannes er mynd af nafna hans, Jóhannesi Lárussyni. Myndin sýnir lítinn Ijóshærðan dreng sem fettir hendumar og horfír með spumarsvip út í heiminn. Hann varð seinna rómaður fyrir píanóleik en dó fyrir aldur fram, að- eins 45 ára gamall. Hann var elsta bam Stefaníu og eiginmanns hennar, Lárusar Jóhannessonar hæstaréttarlögmanns, al- þingismanns og síðar forseta Hæstaréttar. „Hin bömin mín tvö em á lífí,“ segir Stef- ania og bendir mér á mynd af dóttur sinni, fallegri stúlku sem hún kallar Löllu en heit- ir réttu nafni Jósefína Lára. „Og þetta er Guðjón minn,“ segir hún svo og bendir mér á mynd af ungum manni sem nú er vafa- laust orðinn töluvert eldri og lífsreyndari á svipinn. Hann hefur starfað um árabil sem læknir í Reykjavík. Við endum hringferðina um stofumar við píanóið, á myndum af foreldmm Stefaníu, þeim Guðjóni Sigurðssyni og Guðnýju Ein- arsdóttur. Myndimar sýna festulegt fólk og fremur frítt. „Þau vom verkafólk," segir Stefanía. Ég skoða myndimar og strýk jafr- framt laust yfír nótnaborðið á píanóinu. „Ég spila ekki á píanó, það vantaði allt slíkt í mitt uppeldi, við vomm of fátæk til þess,“ segir Stefanía eilítið angurvær. „Seinna ætlaði ég að læra en það gekk ekki. Ég hefði gjaman viljað kunna að spila. Þá hefði ég getað spilað undir fyrir hann Láms minn, hann hafði svo gaman af að syngjá eins og margt af Blöndalsfólkinu." Við snúum til baka úr millistofunni og silkitöfflumar sökkva mjúklega í rósamuns- tmð teppin. Frú Stefanía sest í „lenestól" og ég á borðstofustól og viðtalið hefst. Aður en ég segi frá því sem ég varð þama áskynja um ævi frú Stefaníu þá langar mig að lýsa henni ofurlítið. Stefanía er fremur hávaxin kona og ekki feitlagin. Hún er blá- eyg og skarpir drættir andlitsins benda til þess að hún láti engan ráðskast með sig. Hún notar handahreyfíngar töluvert til þess að leggja áherslu á það sem hún segir og hendur hennar era bæði langar og grannar. Til enn frekari áherslu sveiflar hún stundum hækjunni sem hún þarf að styðjast við síðan hún lærbrotnaði fyrir fáum áram. Ég þykist sjá að hún hafí verið mjög falleg ung stúlka. Það kom fram í samtali okkar að skólabræð- ur hennar í Menntaskóla notuðu ekki gróf- yrði f návist hennar og bekkjarsystur henn- ar. Ég veit ekki hvemig bekkjarsystirin var í hátt en hitt sé ég á augabragði að frú Stefanía er ekki kona sem býður uppá slíkt. Sjá öllsömul ljósin „Ég man fyrst eftir mér skjögrandi úti á tröppum í Lindarhúsi í Skuggahverfínu, þar sem við bjuggum fyrst eftir að ég komst á fót,“ segir Stefanía. „En svo pípti strand- ferðaskipið Hekla svo hátt að ég varð hrædd og flýtti mér inn. Ég var þriggja ára þegar þetta var og þessi er mín fyrsta minning í lífinu. Nokkm seinna man ég eftir að hafa fengið að sjá jólatré hjá vinahjónum for- eldra minna í Lmdarbæ, nokkm fyrir neðan heimili okkar. Ég man að ég sagði þegar ég kom niður stigann: „Sjá öllsömul ljósin." Ég ólst upp á fátæku heimili en heiðar- legu. Foreldrar mínir vom vel kristið fólk og fóm oft með mig til kirkju. Ég fór þess utan í bamaguðsþjónustu hvem einasta sunnudag og fékk verðlaun þar fyrir góða mætingu. Ég var lang yngst og ólst upp næstum eins og einbimi. Móðir mín hét Guðný, var dóttir Einars Eiríkssonar. Móðir hans hét einnig Guðný, hún er selráðskona sú sem Matthías Joehumsson var samtíða á Kvennabrekku, og talar um í Söguköflum af sjálfum mér. Móðir mín ólst upp í Skaga- fírði og seinna suður með sjó. Þar var hún í vist á góðum heimilum og lá undir böm- um, eins og það var nefnt þegar stúlkur höfðu lítil böm hjá sér í rúmum sínum til þess að ylja þeim, því húskuldi var mikill á þessum árum. Þar syðra kynntist hún föður mínum og þau giftust. Þá var hún ekkja, hafði misst mann sinn eftir eins árs hjóna- band. Foreldrar mínir eignuðust §ögur böm, þijú þau elstu fæddust þegar þau vom á Suðumesjum en ég fæddist í Reykjavík árið 1902. Til þess- að geta flutt til Reykjavíkur. þurftu menn á þeim tíma að kaupa sér bæjarfestu. Pabbi fékk lánaða peninga hjá vinafólki sínu á Bergstaðastræti, Ragnheiði sótara og manni hennar og hjá þessu fólki gistu þau fyrstu nóttina eftir að þau komu til Reykjavíkur skömmu fyrir aldamót. Pabbi fékk leigt húsnæði í Lindarhúsi og þar bjuggu þau í nokkur ár en fluttu svo seinna á Hverfísgötuna, fyrst númer 31 og svo númer 71. Pabbi stundaði lengi sjóinn, var harðduglegur maður og mikið karlmenni en hann varð aldrei húseigandi. Margir vinir hans áttu hús. Það vom ekki stór hús og þau stóðu gjaman t.d. við Njálsgötuna, Frakkastíginn eða Lándargötuna. Þegar þessir menn áttu frí þá fóra þeir að dytta að húsum sínum eða niður í fjöm að tína kolamola og spýtur. En þá fór pabbi til Arinbjamar Jónssonar bóksala og keypti bækur, sem Arinbjöm batt svo inn fyrir hann. Pabbi var alla tíð mikið gefínn fyrir bækur. Hann keypti sér bókaskáp með Stefanía t.h. og æakuvinkonan sem hún missti, Ingveldur Klara. Á myndinni eru þær 17 ára menntaskólastúlkur. Lárua og Stefanía á Ráðhúatorginu í Kaupmannahöfh í einni af utanlandsferðum sínum. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.