Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 E 3 DAGLEGT LÍF Tíðni ofnæmis hjá í Suður-Wales 1973 1988 1996 12-13 ára börnum 30% Tíðni astma hefur fimmfaldast og ofnæmiskvefs fjórfaldast á rúmum tveimur áratugum hjá þess- um aldurshópi í Suður-Waies. í þýskri rannsókn frá 1994 kom fram að þrefalt fleiri Vestur- Þjóðverjar þjást af ofnæmiskvefi en Austur- Þjóðverjar og er orsökin rakin til ólíkra lífshátta. Ofnæmi var óþekkt í Papúa Nýju-Gíneu þar til vestræn menning hóf þar innreið sína. ar. Niðurstöður sýna að tíðni ofnæmissjúk- dóma fer vaxandi og þá sérstaklega í vest- rænum löndum. „Ofnæmið virðist vera fylgifiskur vestrænnar menningar, en þeg- ar kemur að því að svara af hverju, þá vand- ast málið,“ segir Björn. „Genin hafa greini- lega ekki breyst þannig að eitthvað í umhverfinu er sökudólgurinn. Sterkur grunur er um að það beinlínis verji fólk að verða fyrir áreiti sýkla í frumbernsku. Hugsanlegt er að mikill örverugróður í þörmunum hvetji ónæmiskerfið í vörnum gegn myndun ofnæmis.“ Bjöm segir að lengi vel hafi rannsóknh- á dýrum legið að baki þessari ályktun, en nú streymi gögn inn úr rannsóknum á fólki sem renna enn frekari stoðum undir þetta. )rÁður en múr- inn féll sögðu kommarnir að tíðni ofnæmis væri miklu lægri hjá þeim en við trúðum því auðvitað ekki. Eftir að kalda stríðinu lauk var svo gerð rannsókn á algengi ofnæmis og fleiri sjúkdóma í Vestur- og Austur-Þýska- landi og niðurstöðurnar birtar árið 1994. Lífshættir Austur- og Vestur-Þjóðverja voru mjög ólíkir þrátt fyrir landfræðilega nálægð. Notað var tilviljunarúrtak og í ljós kom að bronkítis og aðrar sýkingar vom miklu algengari í Austur-Þýskalandi, eða 33,7% á móti 15,9%, enda loftmengun miklu meiri austan megin. Hins vegar þjáðust ein- ungis 2,7% Austur-Þjóðverja af ofnæmis- kvefi en 8,6% Vestur-Þjóðverja, eða um þrefalt fleiri. Ástæður eru líklega fleiri en ein, en aðalástæðan er talin vera velmegun með tilheyrandi hreinlæti. Einnig hefur aukning ofnæmissjúkdóma verið rannsökuð innan eins samfélags. Þeg- ar Ástralir fóru að rannsaka í Papúu Nýju Gíneu laust fyrir 1970 þá fundu þeir ekki já- kvæða svörun við ýmsu ofnæmi, til dæmis af völdum rykmaura. Nú er vestræn menning að hefja innreið sína þar enda fer ofnæmi vaxandi. I Suður-Wales var algengi astma og ofnæmiskvefs meðal 12-13 ára barna rannsakað á árunum 1973, 1988 og 1996. Á þessu tímabili fimmfaldaðist astmatíðnin og tíðni ofnæmiskvefs fjórfaldaðist eða því sem næst.“ Bjöm nefnir að lokum samanburðar- rannsókn frá Afríku sem sýndi að börn sem fengu náttúrlega mislinga ung þróuðu mun síður með sér ofnæmi en þau sem voru bólu- sett fyrir mislingum. Á misjöfnu þrífast bömin best „Það er viðurkennt að þættir sem auka líkur á atópískum sjúkdómi eru, auk erfð- anna, velmegun, að viðkomandi sé fyrsta barn og lítil mengun,“ segir Björn. „Þetta með fyrsta barn skýrist af því að ef börnin eru fleiri sýkjast þau yngri af hinum eldri og eru þá líklegri til að þróa með sér vamir gegn ofnæmi, þrátt fyiár að þau hafi ofnæm- istilhneigingu sökum erfða. Hvað varðar mengunina þá veldur hún sýkingum sem, eins og komið er íram, ýta undir vöm gegn ofnæmi." Björn nefnir fleiri atriði sem leggja sitt af mörkum til þess að ónæmis- kerfið fær ekki tækifæri til að læra að bregð- ast rétt við ofnæmisvökum: „Mikil notkun sýklalyfja, bólusetningar og hreinsuð fæða og vatn veikja náttúrlegar varnir líkamans." Björn er þó ekki þeirrar skoðunar að við eig- um að taka aftur upp fyrri hætti, eða henda bömunum út í fjóshauginn og gefa fúkka- lyfjunum langt nef. „Nei, þá myndum við fara að deyja úr niðurgangspestum, eins og í þriðja heiminum.Við höfum náð geysilegum árangi-i, til dæmis með tilliti til tíðni ung- barnadauða. Slakara hreinlæti í matvæla- framleiðslu myndi bara gera það að verkum að kamfýlóbaktersýkingar, salmónella og annað þvíumlíkt myndu breiðast ört út.“ En hvað er þá til ráða? Bjöm nefnir að að sjálfsögðu megi hreinlæti og tilraunir til að halda börnum frá veikindum ekki ganga út í öfgar. „Á misjöfnu þrífast bömin best,“ seg- ir hann og brosir. „Eg hefði gaman af að vita hvaðan þéssi málsháttui- er kominn, en mér skilst að málshættir sömu merkingar séu til í fleiri tungumálum, a.m.k. í ensku og dönsku." I framtíðinni getum við vonandi farið að gefa börnum, sem em erfðafræði- lega líkleg til að þróa með sér ofnæmi, eitt- hvað áreiti í fmmbemsku," segir Bjöm. „Það er byijað að tala um og þróa þessa hluti og áreitið gæti verið í formi bólusetningar. Líklega yrði það að gerast á fyrstu sex til tólf mánuðum ævinnar en við vitum það ekki fyr- ir víst. Við eigum eftir að vinna úr þessu þannig að unnt sé að hagnýta fræðin." Saga hlutanna Hárautt Roberts R250 útvarp er tilvalið í haustferðalagið til þess að haida uppi fjöri. Tónlist úr tekki og leðri ÚTVARPSTÆKI geta verið tískufyrirbrigði eins aðrir hlutir, ekki síst ef þau eru framleidd í mörg- um litum með margs konar áferð. Bresku Roberts- n&gpF útvörpin ganga um þessar mundir í endumýjun líf- daga, um þau hefur til dæmis verið stofnaður póstlisti p á Netinu og á þau var nýlega minnst í grein um fólk með fágaðan smekk í tímaritinu Style sem fylgir The Sunday Times. Saga Roberts-viðtækjanna spannar tæpa sjö áratugi og i inn í hana fléttast konunglegir þræðir sem og hvers- dagslegir. Vörumerkið Roberts Radio er eins breskt og hugsast getur og hefur leikið lykilhlutverk í dag- legu lífi milljóna Breta allt frá millistríðsárunum. Um er að ræða nokkrar tegundir ferðaútvarpa, ásamt vasadiskóum, stuttbylgjuútvarpstækjum, útvarpsklukkum og geislaspilurum sem bæst hafa við úrvalið í áranna rás. Markað- shlut deild Roberts er nú 30% á sviði ferðaút- varpa í Bretlandi, en eldri tæki ganga að auki á milli forfallinna saftiara mn allar jarðir. Roberts R760 ferðaútvarp i tekk-framhlið og tískubleikum hliðum. Úr linunni Classic. Leðurtaskan setur sterkan svip á Roberts R550 og eru þrír litir tiltækir fyrir þessa tegund. Fjólublátt Roberts R250 með leðurklæðningu sækir í brunn 6. áratugarins. Kátt í höllinni Fyrirtækið Roberts Radio var stoftiað í Lon- don árið 1932 af Harry Roberts og Leslie Bid- mead. Þremur árum síðar var framleiðslugeta fyrirtækisins komin í átta útvörp á viku; þau voru tiltölulega stór, með ferðatöskulagi, hand- fangi og hringlaga hátalaraneti. Undir lok ára- tugarins voru minni og handhægari útvörp komin í framlciðslu og með minnkandi framleiðslukostnaði tókst að lækka útsöluverð tækjanna. I kjölfar sprengjuár- ása á London f siðari heimsstyrjöldinni flutti fyrirtækið til Surrey og það var einmitt þá sem Harry Roberts fékk upp- hringingu frá tengiliði sfnum í versluninni Harrods. Sá tilkynnti hátíðlega að Englandsdrottning hefði fest kaup á Roberts útvarpstæki til einkanota. Raunar var þetta annað útvarpið sem drottningin keypti, hið fyrra hafði hún valið sem gjöf handa dóttur sinni, Elísabetu prinsessu. Viðskiptum konungsQölskyldunnar við Roberts sleppti ekki þarna; síðar var Harry Roberts boðið til Buckingham-hallar til þess að halda litla sýningu á tækj- um sinum fyrir Onnu prinsessu og Karl prins, og mun sá siðarnefndi luma á Roberts-útvarpi í fórum si'num. Litrík sumartæki Roberts-útvörp eru nú framleidd í nýrri verksmiðju í Mexborough í Suður-Jórvíkurski'ri og eru hclstu flokkarnir þrír: Revival, sem eru í swing-stfl, byggð á Roberts R66 tækj- unum frá 6. áratugnum, Classic, sem er úrval hefðbundinna ferðatækja með harðviðarframhlið, og World, stuttbylgju- tæki af ýmsum gerðum. Sumarlína Revival-tækjanna er býsna Iífleg, þar eru á ferð leðurklædd tæki í sextán Iitum, svo sem ljósgrænum, gulum og bleikum. Þá er ónefndur nýj- asti flokkurinn, Lifestyle, sem hefur að geyma nýti'skutæki til ýmiss konar hljóðspilunar. Roberts útvarpstækin eru orðlögð fyrir vandaða fram- leiðslu og lága bilanati'ðni. Á póstlistanum www.robertsra- dio.Iistbot.com er einmitt lítið rætt um hvernig gera megi við tækin, en þess meira um hvar nálgast megi ákveðnar eldri tcgundir. Þar má einnig lesa skilaboð frá fólki sem þarf að losna við Roberts-tæki úr safni sínu vegna plássleysis, en þegar komið er út í nánari samræður um RTl, M4Q og RSR50 fara óinnvígðir að aka sér í sæti sínu og finna til vankunnáttu sinnar í veröld hinna ódauðlegu Roberts-útvarpa. sþ VILT ÞU BESTU FRAMKOLLUNINA? Fujifilm Ijósmyndapappír endist 334% lengur en sá næst besti* ÖBRE\TT UTfiÆDÍ 1 f.o ÁU ÞAÐ I l( I NÐINCl 111 I KAM I IDAk Fujicolor Crysta/Árchive Ccyie/* Minningar dofna.... Myndírnar ekki. ii ii II II •8‘5 n iSa. UJJjl FUJI FRAMKÖLLUN Ljósmyndavörur, Skipholti 31 • Úlfarsfell, Hagamel 67 • Barna og fjölskylduljósmyndir, Núpalind 1 • Ljósmyndastofa Grafarvogs • Framköllun Mosfellsbæjar • Framköilunarþjónustan, Borgarnesi J UM LANO ALLT Ljósmyndavörur, Akureyri • Myndsmiðjan, Egilsstöðum • Ljósey, Höfn • Filmverk, Selfossi • Fótó, Vestmannaeyjum • Geirseyrarbúðin, Patreksfirði • Myndastofan, Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.