Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 2
2 E FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ hreinlætis Ofnæmi færist sífellt í vöxt í vestrænum samfélögum og annars staðar þar sem lífs- hættir Vesturlanda hafa veríð teknir upp. Kristínu Elfu Guðnadóttur klæjaði í fíngurgómana að fá að vita af hverju og grennslaðist fyrir um þennan torskilda___ sjúkdómsflokk. Morgunblaðið/Jim Smart Frjóofnæmi Frjóofnæmi er Líklega næstalgengasta ofnæmið. Vegna skógleysis er grasfrjóaofnæmi miklu al- gengara hérlendis en birkifrjóaofnæmi. Upplýsingar um frjótölur er hægt að nálgast á eftirtöldum stöðum: • síðu 169 í textavarpi RÚV • vedur.is • heilsuvef Lyfju á visir.is • veðurvef Morgunblaðsins á mbl.is „Velmegun er ein heista skýringin á aukningu ofnæmis,“ segir Björn Árdal. ONÆMISKERFI líkamans er álíka flókið og taugakerfíð eða heilinn. Það samanstendur af sérhæfðum frumum og líffærum sem verja líkamann gegn utanaðkomandi innrás og geta þróað með sér „minni“, þannig að þegar örvera sem hefur áður ráðist til atlögu reyn- ir það á nýjan leik bregst kerfið við með ná- kvæmum og áhrifaríkum hætti. Þegar ónæmiskerfíð starfar rétt ver það okkur fyr- ir sýklum, veirum, sveppum og sníklum. En þegar einhver truflun er í kerfinu gefur það aragrúa sjúkdóma iæri á að iosna úr læöiiigi, þar á meðal ofnæmi. Einhverra hluta vegna bregst ónæmiskerfi sumra við meinlausum efhum og ræðst á þau eins og um skaðleg efni væri að ræða. Sérfræðingur í hósta, hnerra og kláða Þegar einstaklingur með ofnæmistil- hneigingu kemst í snertingu við ofnæmis- vaka fer líkami hans að framleiða mikið magn af hliðstæðum mótefnisvaka. Þessir mótefnisvakar kallast IgE (immúnóglóbín E). Þeir festa sig við mastfrumur og þegar ofnæmisvakamir tengjast þessum mótefn- um á yfirborði frumnanna losa þær boðefni svo sem histamin, en það eru þessi efni sem valda ofnæmiseinkennunum. Bjöm Ardal, sérfræðingur í bama- og of- næmislækningum, sem sjálfur kallar sig reyndar sérfræðing í hósta, hnerra og kláða, tók ljúflega í að skýra enn frekar tilurð of- næmis og orsakir. „Ofnæmi er viðbrögð líkamans við of- næmisvökum, sem yfirleitt eru prótín,“ seg- ir Bjöm. „Spumingin er af hverju við fram- leiðum IgE ofnæmismótefnin ef þau eru okkur bara til vandræða, en við því höfum við ekkert einfalt svar. Hinsvegar er ofnæm- istilhneigingin greinilega meðfædd. Ein- staklingar sem hafa þessa ofnæmistilhneig- ingu em kallaðir atópíkerar, en orðið atópía hefur verið þýtt sem of- 1 næmishneigð. Erfðir í ofnæmi em flóknar og genamynstrið er ekki fullkomlega þekkt.“ Þijár megingerðir ofnæmis Að sögn Bjöms birtist ofnæmið aðallega á þrennan hátt, sem atópískt exem, astmi eða ofnæmiskvef. lyAtópíska exemið er þetta dæmigerða exem sem er í olnboga- og hnés- bótum og að auki oft á úlnliðum eða í andliti hjá bömum. Ef einstaklingur er með exem á þessum stöðum þá er vitað að viðkomandi er með ofnæmistilhneigingu." I öðm lagi nefnir Bjöm astma. tyAstmi telst með ofnæmissjúkdómum vegna þess að yíirleítt f<?r hann saman með því að einstakl- ingurinn er atópískur. Sérstaklega á þetta við um böm. Orsakir astma em þó ekki alltaf ofnæmi. Þegar astmasjúklingur fær slæmt kast em veirusjúkdómar langoftast ástæð- an. Areynsla, erting hvers konar og mengun getur allt valdið kasti. Ef viðkomandi er til dæmis með kattaofnæmi getur hann fengið astmakast þegar hann kemur nálægt ketti, en hann gæti fengið kast af allt annarri ástæðu í næsta sinn.“ I þriðja lagi nefnir Bjöm síðan ofnæmis- kvef. „Ofnæmiskvef er kalLað „hay fever“ á ensku, sem er slæmt því þetta hefur hvorki með hey né hita að gera. Ofnæmiskvef er nokkurs konar hattheiti yfir nef- og augn- einkenni sem stafa af frjóofnæmi, gæludýra- ofnæmi, rykmauraofnæmi og fleim. Vert er að taka fram að einnig er hægt að fá astma af þessum sömu ofnæmisvökum, og margir fá því miður allan einkennapakkann." Að sögn Bjöms er fæðuofnæmi nokkuð sér á parti og einkenni þess em aðallega melting- artmflanir og einkenni í öndunarvegi, húð og augum, en einnig getur fæðuofnæmið tengst exemi. I undantekningartilvikum getur ein- staklingur með fæðuofnæmi fengið ofnæmis- lost. Fleiri sjúkdómar sem em ofnæmistengdir em t.d. ofsakláði, en orsök hans er stundum ofnæmi að sögn Bjöms. „Ef ofnæmið er sökudólgurinn þá er það vegna einhverra fæðutegunda, en þó getur það stundum ver- ið vegna loftborinna ofnæmisvaka. Ofsakláði sem er ekki af völdum ofnæmis getur verið af völdum sólar, hita, kulda, áreynslu eða þrýstings á húð. Hjá börnum em veirusýk- ingar mjög algeng orsök ofsakláða." Hvað varðar ýmsa_ aðra sjúkdóma, til dæmis mígreni, er ekki vitað um bein of- næmistengsl en ef mígrenisjúklingur er með ofnæmi geta ofnæmiseinkennin ef til vill framkallað kast. Bjöm segir þann misskiln- ing nokkuð útbreiddan að ftjóofnæmi og heymæði séu eitt og hið sama en svo er alls ekki. „Heymæði (farmers lung) er miklu meiri veikindi og þar koma IgE oinæmis- móteftiin ekkert við sögu. Ónæmissvömnin er af allt öðrum toga og mótefnin em af IgG- flokki. Veikindin felast í lungnabólgum af völdum lífræns ryks.“ Fá ekki endilega ofnæmi Bjöm segir nauðsynlegt að átta sig á að þótt ofnæmistilhneiging sé til staðar er eng- an veginn víst að viðkomandi þrói með sér ofnæmi. „Það er þó ekki ólíklegt og til þess að ganga úr skugga um að einhver sé með of- næmi era gerð svokölluð pikkpróf. Þau em mjög áreiðanleg, sérstaklega fyrir loftbom- um ofnæmisvökum, en hinsvegar er alltaf eitthvað um falskar jákvæðar niðurstöður úr fæðuprófunum. Stundum er gert áreitipróf sem felst í því að gefa einstaklingnum fæðu- tegundina í vaxandi mæli. Þetta er aðallega til að afsanna að um ofnæmi sé að ræða.“ í sambandi við hvort einstaklingur með of- næmistilhneigingu þróar með sér ofnæmi eða ekki spila tvær framugerðir lykilhlutverk. „Þessar frumur nefhast Th-frumur,“ segir Bjöm „og við fæðingu má orða það svo að þær séu ekki enn búnar að ákveða hvað þær ætla að verða þegar þær verða stórar. Þær em á núllstigi. Við hvatningu frá sýklum og öðrum örvemm þróast þær í Th-1 framur, sem em framur sem stuðla að mótstöðu gegn örver- um, eða Th-2 frumur, sem em lykilfrumumar á bak við ofnæmissvörun líkamans við áreiti. í móðurkviði lifir og hrærist bamið í Th-2 um- hverfi og svona án ábyrgðar má því segja að meðgangan sé hálfgert ofnæmi,“ segir Bjöm kímileitur. „Ef einstaklingur er með ofnæm- istilhneigingu þá er hann Th-2 svarari í eðli sínu. Áreiti örvera í irumbemsku ýta hins vegar undir að hann verði Th-1 svarari og þrói ekki með sér oftiæmi.“ Fylgifiskur vestrænnar menningar Miklar rannsóknir em í gangi á ofnæmi víða um heim og margar þeirra fjölþjóðleg- Fæðu Algengir ofnæmisvakar í fæðu em mjólk, egg, fískur, skelfiskur, hnetur, möndlur, jarðhnetur, baunir og sojaafurðir. Af þessum em mjólk og egg langalgengustu ofnæmisvakarnir. Fæðuofnæmi er miklu fátíðara en kattar- og fijóofnæmi. • Algengi ofnæmis virðist fara vaxandií vestrænum iðnríkjum • Undirrót of- næmis er enn aðeins þekkt að hluta • Um er að ræða fjölgena sjúkdóm þar sem umhverfis- þættir eru greinileg- ir áhrifavaldar Langalgengasti ofnæmisvakinn er köttur. Kattarofnæmi veldur töluverðum usla hjá börnum því að ofnæmisvakinn berst inn í skól- ana með nemendum og kennurum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.