Morgunblaðið - 28.07.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.07.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 D 7 „Hófsama Hanna“ fer bil beggja. „Valkosta- Veiga“ tekur öllum nýjungum fagnandi. „Stofnana- Stebbi" heldur sig við þjónustu heilbrigðis- kerfísins. Hjúkrunarfræðingurinn Þurfum við að sanna allt? LSDÍS Þórbjamardóttir útskrifaðist ír Hjúkrunarskóla íslands árið 1984. Hún lauk BS-námi og viðbót- amámi í hjúkrun 1996 og hefur lengst af starfað með krabba- meinssjúklingum en einnig með geðfótluðum. „Áhugi fólks á valmeðferðum fervaxandi," seg- ir Ásdís. „Það er í ísku að hugsa vel um sig, þótt því liður sé það enn of algengt að ekk- rt sé gert fyrr en í óefni er komið. in fólk vill núorðið taka fullan þátt í igin meðferð, það spyr mikið og jitar sér upplýsinga. Hluti af skýr- ugunni á vinsældum valmeðferða er f til vill að þær em auðskiljanlegri n hátæknilæknisfræðin.“ Ásdfs beitir valmeðferðum í starf- au og lætur vel af því. „Eftir að ég ®rði pólun fyrir fjórum ámm finnst riér eins og ég hafi fengið framleng- tigu á hendumar á mér,“ segir hún. Pólun gefur gífurlega slökun, hún pnar fyrir orkusvið í líkamanum em fólk hefur ekki uppgötvað áður ig leiðir til þess að það fer að geta jáð sig um ýmislegt sem það hefur kki getað talað um áður.“ Ásdís egir pólun byggja á kenningum um orkukerfið, hegðun orku, samband orkumynstra og loks tengingu þessa alls við lífsorkuna. Aðferðin felst í líkamsæfingum, eflingu sjálfsvit- undar í gegnum snertingu og viðtöl og leiðbeiningum um mataræði. „Mikil krafa er gerð til meðferð- araðilans um að þekkja sín mörk og gefa skjólstæöingnum svigrúm til að nýta sína eigin orku til heilsubótar. Áherslan er lögð á það heilbrigða í hvetjum manni í stað þess að ein- blína á sjúkdóminn. Heildrænt sjón- arhom á manneskjuna eins og kem- ur fram í pólun og fleiri valmeðferðum finnst mér vanta í okkar vcstræna hraðasamfélagi." Snerting er Irfsnauðsyn Að sögn Ásdísar er algengt að þegar fólk veikist af alvarlegum sjúkdómi og leggst inn á sjúkrahús verði það beinlínis snertifirrt, fái allt oflitla snertingu. „Þetta hefur að vísu breyst nokkuð undanfarin ár, t.d. með tilkomu heimahjúkrunar fyrir langveika sem kjósa að dvelja heima, en betur má ef duga skal. Fólk talar gjaman um að það hafi ekki fengið snertingu lengi. Snert- ing er h'fsnauðsyn og pólunin er ein þeirra valmeðferða sem koma til móts við þessa þörf.“ Ásdís segir að núorðið sé mikið um það rætt innan hjúkmnarfræð- innar að veita þurfi skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra heildræna hjúkrun, sem felst í að koma til móts við bæði andlegar og líkamlegar þarfir. „Lögð er áhersla á að sjúk- lingurinn fái einstaklingshæfða hjúkmn, sinn tcngilið eða um- önnunaraðila sem heldur utan um öll hans mál.“ Ásdís notar fleiri valmeðferðir í sínu starfi, til dæmis stýrða sjón- sköpun (guidcd imagery), sem felst í að leiða eða stýra sjúklingnum í sköpun sjónrænna ímynda sem búa hann undir að ganga í gegnum að- gerð eða eitthvað annað sem hann óttast. „Sem dæmi em margir hræddir við nálar. Fyrir nálainn- setningu reynist vel að biðja sjúk- linginn að sjá fyrir sér útilegu í fall- egu ijóðri við h'tinn læk. Gengið er að læknum og þegar steinn er tekinn upp úr lækjarbot ninum opnar sjúk- lingurinn leið fyrir nálina í hugan- um. Svona ímyndir vekja vellíðunar- tilfinningu og þá um leið slökun." Ásdís bendir á að margt af því sem unnið cr með í valmeðferðum eigi sér hliðstæður í daglega lífinu. „Þegar við föram í atvinnuviðtal æf- um við okkur í huganum áður, sjá- um fyrir okkur atburðarásina lið fyrir lið. Þetta er okkur tamt og því höfðar sjónsköpunin til fólks. Sama má segja um snertinguna. Við emm í sífellu að snerta bömin okkar, róa og mgga og leggja hönd á enni. Þörfin fyrir snertingu er augljós í daglegu lífi og hún hverfur ekki þótt við veikjumst." Við eigum bara einn líkama Krafan um vísindalega sönnun er alger innan vestrænnar Iæknisfræði enda gmnnstoð vfsinda. Ásdís telur mikUvægt að halda opnum huga Tilraun til fiokkunar OHEFÐBUNDNAR lækn- ingar eru af sumum kall- aðar viðbótarlækningar eða valkostalaekningar. Þær eru ekki allar af austrænum toga spunnar og sumar þeirra sem áður voru flokkaðar sem óhefð- bundnar eru núorðið stundaðar af mUdum fjölda vestrænna lækna. Þótt línur skarist má í grófum dráttum flokka þessar lækningar í fimm flokka. 1. Heildarkerfi Þetta eru lækningar sem hafa þróast óháð vestrænni læknisfræði og hafa alla eiginleika heildstæðs kerfis, þ.e. bæði hugmyndafræði og aðferðir. Sem dæmi má nefna Ayurveda, hin fomu indversku læknavísindi. Megintilgangur lækn- isfræðinnar samkvæmt Ayurveda er að endurnýja meðfætt jafnvægi eða samræmi líkama, hugar og sál- ar hjá hverjum einstaklingi. Til þess er beitt ýmiss konar meðferð- um; sérstöku mataræði, hugleiðslu, líkamsrækt, jurtum, nuddi, sólböð- um og stýrðri, öndun. Kínversk læknisfræði fellur einnig í þennan flokk, en hún nær yfir fjögur aðal- svið: Qi Gong, sem er sambland af hugleiðsln, hreyfingu og öndún, nálastungur, jurtalyf og Tuina, ,sem er nudd. Onnur heildstæð lækn- ingakerfi eru flest tengd tilteknum löndum, svo sem tíbesk læknifefræði og ýmis lækningakerfi hjá indí- ánum Amieríku, í Afríku óg víðar. Einnig tilheyra þessum fíokki nokkur vestræn kerfi, tvö 1 þau þekktustu eru smáskammtalækn- ingar (homeopathy) og náttúru- lækningar (naturopathy). í nátt- úrulækningum er leitað til annarra kerfa og beitt aðferðum á borð við nálastungur og smáskammtalækn- ingar, en meginmunurinn á þeim og gagnveikislækningum (hefð- bundnum lækningum) er að nátt- úmlæknar líta á sjúkdóma sem vitnisburð um breytingar á náttúr- legum lækningamætti líkamans og útgangspunkturinn er fremur end- urreisn heilsu en meðhöndlun sjúk- dóms. andspænis meðferðum sem eiga rætur að rekja til hugmyndafrasði utan vísindanna en segir jafhframt nauðsynlegt að vera gagnrýninn. „Sumt virkar án þess að hafa verið sannað með vísindalegum aðferðum og spuming hvort við þurfum að sanna allt. I rannsóknum kemur fram að fólk notar í auknum mæli óhefðbundnar meðferðir en segir sjaldnast læknunum sínum frá því og þetta er stórhættuleg þróun. Vísindaleg sönnunarbyrði hvílir þungt á læknisfræðinni en að mínu mati verður fólk í fagstéttunum að þekkja þær valmeðferðir sem em í boði og geta rætt þær við skjólstæð- inga sína. Á þann hátt geta til dæmis læknar hvatt fólk til að vera gagn- rýnið og meðvitað um að kaupa ekki köttinn í sekknum. Við eigum bara einn líkama og eigum ekki að bjóða honum upp á hvað sem er. Núorðið er margt í boði og sumir sem bjóða upp á valmcðferðir hafa afar litla undirstöðuþekkingu.“ Ásdís segir jafnframt að fjöldi jur- talyfja komi á markað sem cnginn virðist vita almennilega hvað inni- halda, jafinvel ekki seljendur sjálfir. „Þýðingiu- á innihaldi og virkni em oft svo slæmar að engin leið er að botna í þeim. Stundum virðist manni eins og hægf, sé að þvæla og bulla óheft án þess að nokkur geri athuga- semdir. Þótt jurtalyf geti verið sam- verkandi með hefðbundnum lyfjum geta þau líka verið gagnverkandi og því er mjög slæmt ef fólk þorir ekki að segja lækninum sinum hvað það er að nota til hliðar við læknisly fin. Ábytgð okkar fagaðilanna er mikil og ef við tökum ekki faglega á þessu em litlar likur á að málin þróist á faglegan liátt og fólk leggi hlustir við því sem við segjum.“ 2. Miðlun milli hugar og líkama Hér er lögð áhersla á að ýta und- ir getu hugans til að hafa áhrif á líkamann. Sem dæmi má nefna hugleiðslu, vissar tegundir dá- leiðslu, líföndun, ýmiss konar list- meðferð, dans og tónlist, stýrða sjónsköpun og hugræna atferlis- meðferð. Einnig má nefna bænir og andlega heilun sem nær yfir bæði handayfirlagningu og fjarheilun, oft með aðstoð andalækna, þar sem guðstrú og/eða trú á aðra heima kemur við sögu. Jóga á að hluta til heima í þess- um flokki, sem og hugleiðsluþáttur- inn í Qi Gong, ýmsar sállækningar (psyehotherapy), kenningar um heildræna hjúkrun, starf AA-sam- takanna, notkun gervilyfja (placebo)-og fleira. Margt af ofan- töldu hefur verið innlimað í vest- ræna læknisfræði og hjúkrunar- fræði. 3. Líffrædilega grandvölluð meðferð Undir þennan flokk falla ýmsar jurtalyfjameðferðir, meðferðir sem byggjast á inntöku tiltekinna efna (vítamína, snefilefna o.fl.), sumir matarkúrar og loks neysla tiltek- inna afurða (hákarlabrjósks, blóma- frjódufts o.sJr\-.) sem er ætlað að lækna éinh eða fieiri sjúkdóma. 4. Unnið með likamann Til þessa flokks teljast hnykk- lækningar (chiroþractic), skekkju- lækningar (osteopathy) og ýmiss konár nudd.í Einnig skyldar aðferð- ir á bórð við Alexanderstækni, Rolfing, FelÖénkrais-tækni, Pilates, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeð- ferð (craniosacral thferapy), þrýsti- nudd (t.d: svæðanudd og acupress- ure, sem er nálastunguaðferð en án nálanna) og hagnýta hreyfingar- fræði (applied, kihesiplogy), sem byggist á að finna og síðan leið- rétta ójafnvægi, spennu og stíflur í líkamanurn með n.k. vöðvaprófun- ., um. I öllum þessum lsékninga- aðferðum er lögð áhersla á að örva náttúrlega lækningafæmi líkamans og mörgum þeirra er beitt af hefð- bundnum læknuni eða í samráði við þá. 5. Orkumeðferð I þessum flokki eru orkusvið í brennidepli, ýmist orka sém á upp- tök sín í líkamanum eða utan hans. Ekki em allir á einu máli um upp- sprettu orkunnar, en oft er talið að hún sé rafsegulsvið sem umlyki alla hluti og lífverur. Einnig tengja margir hana við eins konar alheimsorku, sem sumir telja vera guðlegs eðlis í einhverjum skiln- ingi. Margar lækninganna hér fel- ast í að hendur em lagðar á eða yf- ir líkama sjúklingsins í því skyni að hafa áhrif á orkusvið líkamans, eins og tií dæmis Reiki, sem gengur út á að veita orku í gegnum lækninn út í sjúklinginn. Orkan læknar and- ann/sálina sem tekur þá við og læknar líkamann. Flokkun val- kostalækninga er flókin og töluvert um sköran. Heilun og handayfir- lagningar eru dæmi um þetta. Ástæða þess að Reiki er flokkað hér svo dæmi sé tekið er sú að þar er aðaláherslan lögð á orkutilfærslu en ekki hið andlega, eða samvinnu hugar og líkama eins og í flokki tVö. Qi Gong á einnig heima hér þar sem aðaltilgangur þess er að auka orkufiæði líkamans og með því auka blóðflæði og styrkja ónæmiskerfið. Einnig má telja með í þessum flokki ýmsar aðferðir þar sem beitt er orlai frá utanaðkomandi orku- gjöfum til jækninga, t.d. raforku og segulorku. | Ýmsar heirafldir voru notaðar við þessa samantekt cn flokkunin sjálf er fcngin frá handarískurn samtökum, National Center for Complementary and Altemative Medi- cine. Upptalningunni er ekki ætlað að vera tæmandi heldur einungis gefa hugmynd um þá grósku sém er f lækningum af ýmsu tagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.