Morgunblaðið - 28.07.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 D 5 i neitt Einbeitt áhöfn á Ögrun, nýjustu skútunni í flotanum. Fögur fley við festar í Reykjavíkurhöfn. Jóhann Hallvarðsson, keppms- stjóri, býr sig undir að gefa rásmerkið. er að svipaðir bátar keppa í sama flokki, en hér á landi er flotinn svo lítill að ekki er hægt að koma slíku við. Þess ber líka að geta að möguleikar stærri og þyngri segl- báta eru þeim mun meiri eftir því sem vindur blæs og í miklum sjóg- angi. Það getur því verið erfitt að reikna út stigin með fullri sann- girni og menn verða því að koma sér niður á einhvern milliveg og reikna út stigin eftir því. Þetta hefur tekist með miklum ágætum fram til þessa. ekki bolta,“ segir siglingakappinn með glettnisvip og við tökum málið út af dagskrá. Þeir geta tekið til sín sem vilja. Engan aumingjaskap „Ertu búinn að taka veðrið í dag?“ spyr blaðamaður og reynir að gera sig gildandi. „Er það ekki nauðsyn- legt í landi þar sem veðurguðirnir sldpta skapi oft á sólarhring?“ „Jú, það er sjálfsagt að fylgjast með veðrinu," svarar kapteinninn og bætir svo við hughreystandi: ,Ann- ars fer ég ekki með þig út fyrir ytri höfnina að þessu sinni. Hann er dálít- ið hvass af suðaustan og byrjendur geta orðið hræddir svona í fyrsta skipti ef skútan fer að leggjast mikið á hliðina. En í rauninni gerist þá ekk- ert annað en það að vindurinn fer úr seglunum og hún réttir sig af og leggst þá kannski yfir á hina hliðina. Menn þurfa þá að vera snöggir að skipta á milli borð- stokka. Svo erum við með björgun- arvesti og því ekk- ertaðóttast.“ Fleyið fagra, Blær RE 1726, liggur fyrir fram- an okkur og vagg- ar létt við bryggjusporðinn. Skútan er 25 fet að lengd, um 7,60 metrar, skrokkurinn úr trefjaplasti, smíðuð í Bretlandi fyrir 15 árum. Þeir feðgar keyptu skútuna fyrir sex árum og fóru þá í læri hjá Benedikt Alfons- syni í siglingafræði og skútusigling- um og tóku svokallað „pungapróf*. Það er eins konar minna-próf vél- stjóra og gefur mönnum réttindi til að stjóma litlum bátum, allt upp í 30 tonn, sem á sjómannamáli eru stund- um kallaðir „pungar". Jón Rafn er einnig útlærður í úthafssiglingum. Þeir feðgar sigla oftast saman eins og gefur að skilja. Jón Rafn segir að siglingar séu tilvalið fjölskyldusport þótt þær virðist síður höfða til kvenna, enn sem komið er að minnsta kosti, „enda fylgir þessu dá- lítið slark,“ eins og hann orðar það. Skútan Blær kostaði 1.400 þúsund krónur þegar þeir feðgar festu kaup á henni, en þá var hún tíu ára gömul. „Sumir mikla dálítið fyrir sig kostnaðinn sem fylgir þessu sporti, en æskilegt er að menn kaupi svona báta saman og þá þarf þetta ekki að vera svo dýrt,“ segir Jón Rafn. „Rekstrarkostnaðurinn er hins veg- ar tiltölulega lítill, um 200 þúsund krónur á ári. Vindurinn kostar ekki neitt, en líklega er vissara að þú nefnir það ekld í greininni. Skattyfir- völdum gæti dottið í hug að leita ein- hverra leiða til að skattleggja vind- inn.“ í skútunni er 8 hestafla hjálparvél, sem notuð er til að sigla inn og út úr höfninni og eins getur hún komið sér vel ef vindur dettur niður. Blær hef- ur innanborðsvél, en sumar skútum- ar em með utanborðsmótor. Undir þilfarinu er snotur káeta og meira að segja lítið salemi. í káetunni galla menn sig upp og fara í björgunar- vestin og feðgamir leggja á ráðin um hvaða háttur skuli hafður á sigling- unni og ákveða að „nota bara litlu fokkuna og eitt rif í stórseglið", eins og þeir orða það. Blaðamanni skilst að þá muni hraðinn ekki verða eins mikill og ella og minni hætta á tmkki og dýfum. Engu að síður muni segl- um hagað eftir vindi, svo sem vera ber. Eftir ábendingar Ameríkanans um varasaman bómuslátt og nauðsyn þess að halda sig frá vatninu, auk lýsinga Jóns Rafns á því hvemig segl- bátar geta lagst á hliðiná, fer blaða- maður að gæla við þá hugmynd að halda sig neðan þilja í ferðinni. Hann varpar hikandi fram þeirri spumingu hvort hann sé ekki best geymdur niðri í lúkar? Kapteinninn tekur það ekki í mál. „Nei, þú verður hér uppi á dekki og hjálpar til,“ svarar hann ákveðinn og líður engan aumingjaskap um borð. „Þú verður bara sjóveikur þama niðri.“ Þar með er málið útrætt og við leggjum úr höfn. Beggja skauta byr Það gefur á bátinn, að vísu ekki við Grænland að þessu sinni, heldur bara rétt fyrir utan hafnarkjaftinn og blaðamaður, sem nú er allt í einu orðinn „háseti“, fær þann starfa að vinda upp segl með því að toga í þar til gerða kaðla. „Hann var sjómaður dáðadrengur" kemur óneitanlega upp í hugann og ýmsir landfleygir sjómannatextar og vísubrot allt írá „Simba sjómanni“ að „Stolt siglir fleyið mitt“. Og hafi Ijóðlínan „beggja skauta byr, bauðst mér aldrei fyr ...“ einhvern tíma átt við þá er það nú. Það er þægileg tilfinning að svífa svona seglum þöndum og smám sam- an hverfur öll hræðsla við að detta útbyrðis, jafnvel þótt fleyið halli dá- lítið. Það er í rauninni bara meira gaman. Og að hafa ákveðinn starfa um borð, til dæmis að losa og toga í kaðlana þegar þarf að venda, dreifir huganum og eykur á ánægjuna sem fylgir siglingunni. Maður þarf bara að passa sig á bómunni þegar hún slengist til og fró. Kapteinninn er við stýrið og „fyrsti stýrimaður“ er stað- settur framan við mastrið til að liðka fyrir í vendingunum. Þeir virðast vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera og greinilega öllum hnútum kunnug- ir um borð. Ljósmyndarinn er líka þaulvanur siglingum og lætur sér hvergi bregða enda í hlutverki „báts- manns“. Þetta er allt afar traustvekjandi og „hásetinn" færir sig upp á skaftið, fikrar sig af þóftunni og upp á borð- stokkinn. Svo kemur hressileg dýfa og hann verður rassblautur, en það vekur bara kátínu og eykur á stemmninguna um borð. Vindhraðinn er 22 til 24 hnútar eða um 6 vindstig ef mælt er upp á gamla móðinn og skútan virðist þjóta yfir hafflötinn. Hún fer þó ekki nema um 6 til 8 sjómílur, sem er um 13 til 14 kílómetrar á klukkustund, enda ekki siglt undir fullum seglum. Þetta er afslappað ferðalag og um leið hress- andi fyrir líkama og sál. Þeir feðgar eru sammála um að þetta sé nú ekki alveg svona rólegt þegar komið er í keppni. Þá eru fjórir til fimm í áhöfn og menn þurfa að vera samhentir og vinna hratt og örugglega. Þar duga engin vettlinga- tök, en það er önnur saga. Eftir dágóða siglingu um sundin blá er haldið til hafnar á ný og geng- ur heimsiglingin greiðlega. Hásetinn og bátsmaðurinn hoppa léttstígir frá borði, en skipstjómarmenn verða eftir um borð til að ganga frá. Ekki er laust við að örlítillar sjóriðu gæti fyrstu skrefin upp bryggjuna en hún líður fljótt frá og eftir situr minning- in um skemmtilega dagstund „á sjón- um“. HELOSAN HÚÐKREMIÐ í SÓLARFRÍIÐ! Við siglingamenn erum ekki mjög sýnilegir í fjölmiðlum og okkur finnst stundum að það mætti sýna þessari íþrótt meiri áhuga. Keppnin hefst þannig að tíu mínútum fyrir „startið" er gefið merki með því að draga upp flagg. Keppnisstjóri gefur merki með flautu og menn gera sig klára. Fimm mínútum síðar er dregið upp annað flagg og þá raða bátarnir sér sem næst marklinunni. Svo hefst keppnin á tilsettum tíma með því að keppn- isstjóri þenur lúðurinn, flöggin dregin niður og skúturnar þjóta af stað. Keppnin gengur svo út á það að vera fyrstur að fara hring- inn. Og það getur verið „mikil kúnst að beisla byrinn", svo notuð séu orð siglingakappanna sjálfra. Menn þurfa líka að gæta þess að lenda ekki í „vindskuggum" hver af öðrum og því velur hver sfna Ieið til að sigla eftir brautinni. Um borð í Blæ taka menn því rólega og fá sér kaffi og meðlæti niðri í káetu á meðan keppendur standa í stórræðum norðanmegin við Engey. Svo koma fyrstu seglin í Ijós, rúmri klukkustund eftir að rásmerkið er gefið. Þá kemur í Ijós að Sygin, ein minnsta skútan í flotanum, er í fararbroddi, en áhöfnin á henni gengur undir nafninu „gulldrengirnir". Þetta eru ungir strákar aldir upp í kænudeild Brokeyjar og eru sagð- ir eiga framtíð fyrir sér sem keppnismenn á alþjóðavettvangi. Sjálfir kalla þeir sig „Team Al- pine“, enda styrktir af því vöru- merki. Keppnisstjóri tekur tímann á hverri skútu fyrir sig, upp á sek- úndu, og „flautar þá inn“ sem kallað er. Síðan er reiknað út eftir forgjöfinni. Sigl- ingakapparnir koma svo saman í félags- heimili Brokeyjar við Austurbugt og úrslit kynnt. Og það voru „gull- drengirnir" á Sygin, að sjálf- sögðu, sem hrósuðu sigri að þessu sinni. Meira reynir á lagni og útsjónarsemi keppenda í litlum byr O'drjjJöbffl! Milupa bamamaturínn er farsæl byrjun a réttu og undirstöðugóðu mataræði fyrír bamið þitt. Milupa bamamaturínn er ætlaður bömum frá 4-8 mánaða aldrí. SKOLAVORÐUSTIG 14 - SIMI551 2509

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.