Morgunblaðið - 28.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.2000, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Hugrún Dögg Árnadóttir „Pönkaður dömustíll" AÍSLANDI er mikil orka og við verðum að notfæra okkur það. íslendingar eru líka svo metnaðarfull- ir,“ segir Hugrún Dögg Árnadóttir, Frakklandsfari með meiru. Hún var að ljúka fatahönnunarnámi við hinn virta skóla Studio Bergot í París og segir Frakkana vera töluvert ólíka íslendingum. „Maður þarf að venj- ast frönskum viðhorfum en til dæm- is ríkir hörð valdabarátta í tísku- heiminum. Allir reyna að fínna veikan blett á öðrum. Maður verður að vera kaldur í mannlegum sam- skiptum að þessu leyti,“ segir hún. Hugrún spjaraði sig þó vel og kom nýlega aftur heim til íslands eftir rúmlega tveggja ára námsdvöl í Frakklandi. „í upphafi ætlaði ég mér ekki að fara í fatahönnun held- ur hafði ég áhuga á búningahönnun og öllu tengdu leikhúsi. Þegar ég komst inn í þennan skóla ákvað ég hins vegar að slá til. Skólinn er listaskóli og námið snýst því mikið um hugmyndavinnu og það að finna eigin stíl. Þetta er einkaskóli og stærstur hluti nemendanna er úr ríkum fjölskyldum en þeir sækja einungis í skólann út af nafninu,“ segir hún. Námið við Studio Bergot er að miklu leyti sjálfsnám þó að nem- endur sæki einnig hefðbundna áfanga eins og í textíl auk lista- og búningasögu. „Ég er ekki í ullinni og náttúrulegu efnunum eins og svo margir hér heima. Textíllinn er samt mjög mikilvægur fyrir mér. Ég hef mjög gaman af því að vinna með efni og liti og út frá þeim kem- ur síðan formið.“ Efnin sem Hugrún notar eru m.a. keypt á litlum mörkuðum en hún hefur einnig gaman af að nota efni sem eru venjulega notuð í eitthvað annað en föt. „Sem dæmi er efnivið- ur minn meðal annars sérstakir borðdúkar með pappírsáferð. Þegar ég byrjaði í skólanum hafði ég sama sem aldrei teiknað. Ég sest því ekki niður við teikniborðið og teikna heila fatalínu. Frekar geri ég pruf- Daglegt líf heldur nú áfram kynningu á fatahönn- uðum Futurice, alþjóðlegrar fatahönnunarsýning- ar sem haldin verður í Bláa lóninu aðra helgina í ágúst. Inga Rún Sigurðardóttir hitti að máli tvo nýútskrifaða fatahönnuði, Þuríði Rós Sigurþórs- dóttur og Hugrúnu Dögg Arnadóttur, en þær taka báðar þátt í sérstakri samsýningu á Futurice. Morgunblaðia/Jim Smart Stór hluti fatalínu Hugrúnar er handsaumaður enda leggur hún mikið upp úr litlum smáatriðum. ur úr lérefti á gínuna og vinn út frá þeim. Það er fullt af frægum hönn- uðum sem kunna ekki að teikna. Þeir ráða til sín teiknara." Stór hluti fatalínu Hugrúnar fyr- ir Futurice er handsaumaður. „Þetta er meira svona „haute cout- ure“ eða hátíska. Stór hluti af föt- unum er handsaumaður enda legg ég mikið upp úr smáatriðum. Ég geri allt sjálf, ég sníð og sauma.“ Hugrún segir að fötin hennar séu fyrir kraftmiklar konur. „Þetta er pönkaður dömustíll fyrir konur með mikla orku. Fötin eru litrík. Þau eru fyrir konur sem þora að skera sig úr fjöldanum en eru dömulegar um leið,“ segir Hugrún, sem að eigin sögn hefur þetta litríka og dömu- lega í sér. Útskriftarsýning Studio Bergot var haldin 10. júlí síðastliðinn. „Á sýninguna koma alltaf allir helstu fatahönnuðir í heimi til að fylgjast með. Þetta er stór sýning en eig- andi skólans er gömul og virt kona sem hefur góð sambönd í tísku- heiminum. Ég ætla að nota eitthvað „Persónuleg og einlæg hönnun“ ÞURÍÐUR Rós Sigurþórs- dóttir útskrifaðist í vor frá Central Saint Martins listaháskólanum í London með BA- próf i fatahönnun. Nem- endur skólans eru frá um 70 löndum en Þurý, eins og Þuríður er oftast kölluð, var eini íslendingurinn í sinni deild. Skólinn er ekki af lakara taginu en á meðal fyrrverandi nem- enda eru hönnuðirnir Hussein Chalayan, John Galliano og Alex- ander McQueen. Námið tók þrjú ár og sérhæfði Þurý sig í hönnun á kvenfatnaði. „Ég hef lært rosalega mikið í skólanum, ekki bara á því að sækja tíma heldur líka á því að vera innan um fólk sem lifir og hrærist í lista- og tískuheiminum. Það er sér- stakt að vera alltaf á meðal fólks sem er á sömu braut og maður sjálf- ur og hefur náð langt. Maður er því stöðugt að gagnrýna sjálfan sig og leitast við að gera betur. Umhverfið er mjög örvandi og gerir það að verkum að maður verður að fylgjast vel með og myndar sér einnig sterk- ari skoðanir á hönnun," segir hún. Áhuginn á fatahönnunamámi jókst hjá Þuríði eftir að hún sótti sumarnámskeið í tískuteikningu við Saint Martins. Hún hafði þó góðan grunn fyrir námið því áður en hún fór út var hún búin bæði með for- nám og eitt ár í textíldeild MHÍ sem nú er Listaháskóli íslands. „Mér hefur alltaf fundist gaman að teikna og hef sótt ýmis myndlistarnám- skeið frá því ég var tólf ára. Ég var mikið að spá í hvort ég ætti að fara út í myndlist eða fatahönnun og eft- ir námskeiðið varð fatahönnunin of- an á,“ segir Þurý. Námið nýtist henni vel fyrir Futurice þvi þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þurý hannar fatalínu. „Fyrir útskriftarsýninguna mína í skólanum gerði ég sjö alklæðnaði. Á meðan náminu stóð vann ég við að hjálpa til á tískusýningum og kynnt- ist þannig vel hvernig þær fara fram.“ Samhent systkini Listrænt eðli er greinilega í ætt- inni því Þór, bróðir Þuríðar, er búinn með eitt ár í textíldeild LHÍ. „Við vinnum mikið saman. Þegar ég var að vinna að útskriftarsýning- unni úti í London kom hann alla vega þrisvar sinnum að heimsækja mig. Við skiptumst á hugmyndum en það er erfitt að gera allt einn. Nú virðist líka vera algengt að hönnuðir vinni saman tveir og tveir eða í hóp- um en það er miklu betra fyrir hug- myndavinnuna. Af þvi að við erum systkini þá er líka aílt í lagi að rífast aðeins. Við þekkjum hvort annað svo vel. Ef það verður eitthvert áframhald á verkefninu fyrir Futur- ice þá eigum við eftir að vinna það Morgunblaðið/Golli Þuríður er með BA-próf í fata- hönnun frá Central Saint Mart- ins listaháskólanum í London. saman. Jafnvel væri gaman að stofna fjölskyldufyrirtæki," segir hún. í hugmyndavinnu hefur Þurý gaman af því að skyggnast undir yfirborðið. „Ég vinn oft út frá ein- hverri ákveðinni hugsun eða jafnvel einni setningu. Fyrir útskriftarsýn- inguna í skólanum vann ég út frá dagdraumum. Þá kannaði ég draumaheiminn og jafnframt súr- realisma. Ég vil kafa ofan í hlutina og fá til baka svörun með því að hanna flík og sjá sjálfa mig í henni. Fyrir mér er teikningin mikið at- riði. Ég geri yfirleitt margar skiss- ur áður en ég finn réttu útfærsluna. Mér finnst mjög mikilvægt að það sem ég geri sé einlægt." Að sögn Þuríðar er enginn ákveð- inn boðskapur í hönnun hennar. „Það er ekki tilgangurinn með föt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.