Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tvíhliða viðræður fslands og Bandarfkjanna hefjast í dag Rætt um málefni sj ávarútvegsins TVÍHLIÐA viðræður Bandarikja- manna og Islendinga um sjávarút- vegsmál og málefni norðurskautsins hefjast í Reykjavík í dag og lýkur þeim á morgun. Þetta eru fyrstu viðræður af þessu tagi sem þjóðirn- ar eiga saman. Mary Beth West, sendiherra og aðstoðarfram- kvæmdastjóri þeirrar deildar bandaríska utanríkisráðuneytisins, sem fer með alþjóðleg málefni sjáv- arútvegsins og umhverfis- og vís- indamálefni, er í forsæti bandarísku nefndarinnar. Nefndina skipa helztu samningamenn Bandaríkj- anna á alþjóðasviði í viðkomandi málaflokkum. Bandaríska nefndin ræðir hér við fulltrúa utanríkisráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytisins og um- hverfísráðuneytisins og hittir meðal annarra Áma Mathiesen sjávarút- vegsráðherra, Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra og sendiherrana Gunnar Gunnarsson og Eið Guðna- son. Nefndin fer auk þess til Vest- mannaeyja og heimsækir Hafrann- sóknastofnun og Fiskistofu. Helztu málefnin, sem til umræðu verða, eru sjávarútvegsmál, svo sem ríkisstyrkir í sjávarútvegi og fiskveiðinefnd Norðaustur-Atlants- hafsins, Alþjóðatúnfiskveiðiráðið, Fiskveiðinefnd Suðaustur-Atlants- hafsins, hvalveiðar, fiskveiðistjórn- un með áherzlu á eftirlit og fram- seljanlegar aflaheimildir og reynsl- an af fiskveiðistjórnun í báðum löndunum. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Hákarlar á Reykjaneshrygg ÞAÐ hefur gengið þokkalega hjá Klakki SH frá Grundarfirði, en skipið hefur undanfarið verið á karfaveiðuni á Reykjaneshrygg. Skipverjar hafa m.a. veitt þrjá há- karla og var þessi stærstur. Hildi- brandur Bjarnason, í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, er umsvifamikill hákarlaverkandi og varð að vonum glaður yfir þessari góðu veiði. Bilun í Cantat III í gærkvöld BILUN varð um kl. 20 í gærkvöld í Cantat III-sæstrengnum sem ligg- ur um ísland frá Evrópu og Amer- íku. Talið er að bilunin sé skammt norðan við Færeyjar. Rúmri klukkustund síðar var búið að koma sambandi á til Vesturheims en búist var við að samband til Evrópu kæmist í lag þegar liði á nóttina. Ólafur Stephensen, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningarmála hjá Landssímanum, tjáði Morgun- blaðinu að við bilunina hefði síma- samband úr landinu rofnað nema sá fjórðungur talsambands sem fer jafnan um jarðstöðina Skyggni. Um kl. 21.15 komst á að nýju netsam- band við útlönd svo og tal- og gagnaflutningssamband vestur um haf en í gærkvöld var jafnframt ver- ið að flytja sambandið til Evrópu yf- ir á gervihnött. Bjóst Ólafur við að samband yrði komið á með morgn- inum. Ekkert er vitað hvenær við- gerð verður lokið. ---------------- Harður árekstur í Kópavogi HÖRÐ aftanákeyrsla varð á Hafn- arfjarðarvegi í Kópavogi, um klukk- an 11 í gærmorgun. Ökumenn voru einh' í bílunum og fékk annar hnykk á háls. Hann var fluttur á slysa- deild. Hinn slasaðist ekki en bílam- ir skemmdust töluvert. Vegna fram- kvæmda var Hafnarfjarðarvegurinn þrengdur þar sem slysið varð. Fangi undir læknishendur EINN fjögurra gæsluvarðhalds- fanga í tengslum við rannsókn lög- reglunnar á tilraun til smygls á um 1.000 e-töflum til landsins, sem leit- arhundur tollgæslunnar þefaði uppi í hraðpóstsendingu 7. júlí, var settur í umsjón geðlæknis í gær, tveimur dögum áður en varðhald hans átti að renna út. Lét lögregl- an það i hendur læknis hans að ákveða um framhaldið, m.a. með tilliti til innlagnar hans á sjúkra- hús. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var úrskurðaður í stysta gæslu- varðhaldið af fjórmenningunum, eða til 16. júlí, en varðhald hinna, tveggja kvenna og eins karlmanns, rennur út 20. júlí. Sparisjóðurinn í Keflavík og Kaupthing Luxembourg í samstarf Avaxta tvo milljarða fyrir lífeyrissjóð SPARISJÓÐURINN í Keflavík og Kaupthing Luxembourg S.A. hafa tekið upp samstarf sem felur í sér að Kaupthing sjái um eignastýringu og ávöxtun fjármuna erlendis fyrir við- skiptavini Sparisjóðsins. Fyrsti samningurinn þar að lút- andi hefur nú verið undirritaður og er hann við Lífeyrissjóð Suðurnesja. Kveður hann á um að Sparisjóðurinn og Kaupthing Luxembourg sjái um vörslu og ávöxtun 2 milljarða króna í sameiningu fyrh- Lífeyrissjóðinn í upphafi. Friðjón Einarsson, framkvæmda- stjóri lífeyrissjóðsins, segir upphæð- ina sem Kaupthing Luxembourg mun ávaxta um 23% af eign sjóðsins. „Tilgangurinn með samstarfi við Sparisjóð Keflavíkur og Kaupthing Luxembourg um eignastýringu er að leita betri ávöxtunar. Með þessu telj- um við okkur einnig ná aukinni rekstrarhagkvæmni þar sem um- sýslugjald sem Kaupthing tekiu- af svo stórri upphæð er hagstætt" . ■ Ávaxtar/B2 Morgunblaðið/Arnaldur Ekið á gangandi vegfaranda EKIÐ var á konu á Miklubraut um miðjan dag í gær á móts við Fram- heimilið. Hin slasaða hlaut höfuð- meiðsl við ákeyrsluna og var flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og lögð inn á gæsludeild. Að sögn læknis á slysadeild var konan ekki í hættu og virtist hún hafa sloppið vel. Engin gangbraut er þar sem slysið varð en undirgöng ena undir götuna nokkru vestar. Þá eru grindverk á umferðareyjum við götuna til að beina gangandi vegfarendum að und- irgöngunum eða ljósum við Háaleitis- braut. Grindverkið nær hins vegar ekki þangað sem slysið varð. Sala stakra korta álitaefni LANDMÆLINGAR íslands hafa hætt lausasölu á stökum kortum úr verki Haraldar heitins Sigurðssonar, Korta- sögu Islands, eftir að kvörtun vegna lausasölunnar kom fram af hálfu ekkju höfundar- ins. Astæða fyrir lausasölunni var aukaupplag kortanna, sem Landmælingar fengu frá Menningarsjóði. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er málið í höndum lögfræðinga Land- mælinga og ekkju Haraldar og er verið að kanna hvort leyfilegt hafi verið að selja stök kort úr verkinu í lausa- sölu. Kortin úr verki Haraldar voru seld í kortaverslun Land- mælinga við Laugaveg, en verslunin var lögð niður þegar starfsemi stofnunarinnar var færð til Akraness snemma þessa árs. ISérblöð í dag Viðskiptablað Morgunblaðsins Heiðmar Felixson á leið • til Wuppertal / C1 Sérblac) um viðskipti/atvinnulíf „Rautt ljós“ á Evrópuleiki í Eyjum? / C3 ■ la.U' > n tí- . Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.