Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 C 13 ALDURSFLOKKAMEISTARAMÓTIÐ í SUNDI Oruggt hjá Ægis- liðinu Ægir sigraði með yfirburðum í keppni félaganna á AMÍ og kom það sjálfsagt engum á óvart. Ægir er með langmestu breiddina af íslenskum sundfélögum og nær helmingsmunur var á Ægi og Sund- félagi Hafnarfjarðar sem hafnaði í öðru sæti. Tólf félög af sextán fengu meira en 100 þúsund stig en afrek sundmannanna eru reiknuð til stiga. Hvert stig í töflunni jafn- gildur einu þúsundi og Ægisliðið var því ekki langt frá því að ná milljón stigum! 1. Ægir................804 2. SH..................405 3. Ármann..............381 4. ÍA..................373 5. SFS.................352 6. UMSK................286 7. ÍS..................216 8. HSK.................200 9. UÍA.................196 9. KR..................127 10. UMSB.................121 10. Vestri...............121 12. HSÞ..................101 Óheppnir sundmenn RÍKHARÐUR Ríkharðsson, einn af sterkustu sund- mönnum Ægis í piltaflokki varð fyrir því óláni þegar hann stakk sér til sunds í 100 m flugsundi að teygjan í sundskýlunni gaf sig með þeim afleiðingum að skýlan færðist niður á læri að aft- an og þjónaði því ekki leng- ur hlutverki sínu. Ríkharður lét það ekki á sig fá og klár- aði sundið. m Eg hugleiddi það hvort ég ætti að stoppa en svo ákvað ég að halda áfram fyrst að þetta var AMÍ sem er eitt af stærstu mótum ársins. Auk þess er þessi líkamspartur á mér ekkert frábrugðinn þeim sem eru á öðrum,“ sagði Rík- harður sem gerði sér litið fyrir og náði öðrum besta tímanum í piltaflokki í flugsundinu. „Ein- beitningin fór hins vegar út í veður og vind og ég er handviss um að þetta óhapp tafði mig, þjálfarinn minn sagði að líklega hefðu tvær sekúndur farið til spillis. Það sést líka á því að þegar ég synti sömu vegalengd í boðsundinu þá náði ég betri tíma þó að það væri síðasta greinin og ég þreyttur eftir greinarnar fyrr um daginn. Brotnar tennur Öllu alvarlegra var óhappið sem félagi Ríkharðs hjá Ægi, Kristbjörn Björnsson, varð fyrir. Keppendur stungu sér við grynnri enda laugarinnar og Kristbjörn varð fyrir því óláni að stinga sér til botns með þeim afleiðingum að tvær framtennur brotnuðu. Haft var samband við tannlækni sem setti bráða- birgðafyllingu í aðra tönnina á laugardeginum og Kristbjörn sem keppti eins og ekkert hefði í skorist síðari daginn þarf að hitta tannlækninn að minnsta kosti einu sinni til viðbótar eftir þetta óhapp. Sem betur fer heyrir það til undantekninga að menn slasi sig sig við það að iðka sund en sundmenn hafa lengi bent á nauðsyn þess að fá góða keppnislaug þar sem ekki er hætta á að reka sig í botninn við stungu eða snúning. Sigursveit Ægis Morgunblaðið/Frosti Fjögur gull í fimmtu tilraun SUNDFÉLAGIÐ Ægir hafði mikla yfirburði á Aldursflokkameistaramóti íslands í sundi á Akranesi um helgina eins og undanfarin ár. Liðið hlaut tæplega helm- ingi fleiri stig en SH sem varð í öðru sæti. Á myndinni fagna liðsmenn Ægis sigrinum eftir mótið á sunnudag. Sjö unglingamet féllu Margrét Rós Sigurðardóttir úr HSK og Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir úr IA eru miklir keppinaut- ar í meyjuflokki enda börðust þær um sigurinn í flestum greinunum í sínum flokki. Þær er hins vegar ágætar vinkonur þótt þær sjái hvor aðra ekki nema á sundmótum. En eiga þær sér einhver markmið sem þær stefna á í framtíðinni? „Já, mig langar einhvern tímann til að vinna Ægi en þau eru bara svo mörg. Svo er það bara svo margt eins og til dæmis að setja íslands- met,“ sagði Margrét Rós. Hvorug þeirra á íslandsmet en Kolbrún á Akranesmet í hnátu-, og meyjaflokki. - En eiga þær sér einhveija uppá- haldssundmenn? „Ragnheiður Runólfsdóttir," segir Kolbrún og bætir við að Ragnheiður hafi þjálfað Akranes fyrir nokkrum árum. Margrét segir hins vegar að Eðvarð Þór Eðvarðsson sé í mestu uppáhaldi en hann er einmitt þjálfari Svavar Kjartansson úr SFS lét mikið að sér kveða á mótinu á Akranesi. hennar hjá HSK. ið þó að 400 og 1500 m skriðsund séu mínar aðalgreinar." Sveit SFS var ekki með boð- sundssveitir í piltaflokki. „Við erum aðeins tveir eftir í mínum flokki sem æfum sund hjá félaginu. Það er algengt að menn fái leiða þegar þeir hætta að bæta sig jafn mikið og svo taka önnur áhugamál við. - En hvað er framundan hjá Sva- vari? „Ég er ákveðinn í að halda áfram í sundinu og reyna að bæta mig. Ég æfi níu sinnum í viku og ætla að stefna á að komast út í keppnis- ferð á næsta ári.“ væri á vistinni klukkan hálf-ellefu á kvöldin voru virtar bæði hjá þeim eldri sem yngri. Foreldrar kvörtuöu Verðlaun voru ekki veitt til kepp- enda í hnokka- og hnátuflokki á Aldursflokkamótinu eins og tíðkast hefur undanfarin ár og reyndar var engin tímataka á keppendum í þessum flokki. Þessi nýbreytni gerði það að verkum að keppendur voru mun færri en vanalega í yngsta aldursflokknum. Ekki var hægt að merkja það að ungu kepp- endunum þætti það miður að fá ekki verðlaun. Hins vegar kvörtuðu margir foreldrar við mótshaldara. Eg hef aldrei verið í betra formi og ég vil þakka það því að ég hef aldrei æft jafn vel og svo er gamli þjálfarinn minn, Martin Ra- demacher kominn aftur;“ sagði Svavar Kjartansson sem óumdeil- anlega var maður keppninnar í pil- taflokki. Svavar keppti í fimmta sinn á AMI, hann vann ekki til gullverðlauna á fyrstu fjórum mót- unum en hirti ijögur gullverðlaun í einstaklingsgreinum i mótinu um helgina. Keppinautar í sundlauginni en vinkonur á bakkanum. Kolbrún Ýr Kristjánds- „Ég bætti mig í flestum greinum dóttir í A til vinstri og Margrét Rós Sigurðardóttir HSK. en ég er ánægðastur með flugsund- SJÖ íslandsmet í unglingaflokkum voru sett á Aldursflokkameist- aramótinu í sundi sem fram fór í Jaðarsbakkalaug á Akranesi um helgina. Mótið er hápunktur vertíðarinnar í unglingaflokki og keppendur hafa aldrei verið fleiri en nú. 350 keppendur tóku þátt i mótinu en sundmenn þurftu ekki að sigrast á lágmörkum til þess að fá keppnisrétt eins og undanfarin ár. Lára Hrund Bjargardóttir úr Ægi setti þrjú telpnamet. Hún bætti metið í 400 m skriðsundi um rúmar ■■■■■■ Ijórar sekúndur Frostí þegar hún synti Eiðsson vegalendina á skrifar 4.33,80 mínútum, hún bætti metið í 100 m skriðsundi um 17/100 þegar hún synti á 1.00,63 mín. og metið í bringusundi skrapp saman um tæpa sekúndu þegar hún synti á 1.16,59 mínútum. Eydís Konráðsdóttir úr Sundfé- laginu Suðurnes sem enn á eitt ár eftir í unglingaflokki bætti metið í stúlknaflokki í 100 metra flugsundi með því að synda á 1.04,60 mínút- um og þá féllu þrjú boðsundsmet. Telpnasveit Ægis stórbætti met- ið í 4 x 100 metra fjórsundi. Sveit- in synti á 4.56,38 og rauf þar með léttilega fimm mínútna múrinn en fyrra metið var 5.05,76. Sveina- sveit Ægis setti íslandsmet í 4 x 50 m fjórsundi þegar sveitin synti á 2.28,79 sem er bæting um eina og hálfa sekúndu. Þá setti sveit IS met í 4 x 50 metra skriðsundi í sama aldursflokki. Suðumesja- strákarnir komu i mark á 2.10,02 og bættu metið um liðlega sekúndu. Alls var keppt í 61 grein og for- ráðamenn mótsins áætluðu að á milli fjörutíu og fimmtíu manns hefðu lagt hönd á plóginn og starf- að við mótið. Flestir keppendur voru í fæði auk þess sem þeir gistu í Grundaskóla. Engin agavandræði komu upp og reglur um að slökkt Vinkonur og keppinautar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.