Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 C 11 MOTO KROSS - sagði sigurvegarinn Reynir Jónsson. „Reyndi að stinga Guðmund af" Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Stokkið í 3. sætið JÓN K. Jacobsen í léttu flugi á leið í þriðja sætið. Eg lagði alltundir REYNIR Jónsson vann fyrstu keppnina sem gildirtil ís- landsmeistara í móto krossi. Hann ók Yamaha YZ 250 vélhjóli, en samskonar hjólum óku Guðmndur Sigurðsson sem varð annar og Jón K. Jacobsen sem varð þriðji. Fjög- ur mót gilda í stigakeppninni til meistaratitils. Þorsteinn skiptir um gír Þorsteinn Einarsson, íslandsmeistari í flokki götujeppa í torfæru, hefur skipt um gír. Hann keppir nú í sérútbúna flokknum. Hann hefur þó ekki alveg náð sér á strik, vann marga keppnina í fyrra, en hefur ekki enn komist á verðlaunapall í þessum nýja flokki. Islandsmeistari liðins árs, Helgi Valur Georgsson var ekki meðal keppenda, ákvað í fyrra að taka sér frí frá keppni. Reglum hefur verið breytt, þannig Gunnlaugur að keppendur aka í Rögnvaldsson tvisvar sinnum tutt- skrifar ugu mínútur og fá stig í hvorri umferð eftir árangri. Sá sem nær bestum árangri samanlagt vinnur. Reynir sigraði í báðum umferðum, en Guðmundur Sigurðsson veitti hon- um mesta keppni. Gífuriega erfitt „Eg lagði allt undir í fyrstu umferðinni, ætlaði að vinna og rétt hékk stundum á hjólinu, slíkur var hamagangurinn. Eg reyndi að stinga Guðmund af, þannig að hann gæti ekki tekið sömu ökulín- ur í brautinni,“ sagði Reynir Jóns- son í samtali við Morgunblaðið. „Móto kross keppni tekur gífurlega á líkamann, en íþróttin er talin ein sú erfiðasta sem hægt er að stunda. I heimsmeistaramótinu er ekið í tvisvar fjörutíu og fimm mínútur. Það er öll orka farin úr líkamanum eftir keppni, hendur og heili er lítt virk sökum þreytu.“ Æfingar „Til að mæta þessu álagi reyni ég að æfa mig heima, lyfti lóðum og hjóla á fjallareiðhjóli. Það eru samt engar æfingar sem jafnast á við að keyra hjól á fullu í braut, það þjálfar líkamann best fyrir keppni. þá ferðast ég mikið á ferðamótorhjóli um hálendið, en það er samt ekki nógu erfitt til að gefa manni fullan styrk fyrir keppni. Það þarf virki- lega að pína sig til að ná árangri, maður verður að vera þijóskur, gefa allt í botn og halda einbeitingunni þó himinn og jörð séu að farast,“ sagði Reynir. Verðlauna- hafar REYNIR Jónsson á sigurhjólinu fagnar með keppinautum sín- um, þeim Guðmundi Sigurðs- syni og Jóni K. Jacobsen. Allir óku þeir Yamaha YZ 250 vé- hjólum. TORFÆRA Morgunblaðið/Kristinn Jóhannes og Auðunn tóku á lóð- unum í Indónesíu um helgina. Auðunn fékk sitfur Jóhannes bætti fimm íslandsmet Auðunn Jónsson úr Kópavogi varð annar í 100 kg flokki á heims- meistaramóti unglinga í kraftlyfting- um sem fór fram í Bali í Indónesíu og lauk um helgina. Jóhannes Eiríks- son varð 7. í -60 kg flokki og setti jafnframt 5 íslandsmet. Auðunn lyfti samtals 805 kg, 310 kg í hnébeygju, 190 kg í bekkpressu og 305 kg í réttstöðulyftu. Sigurveg- arinn var frá Bandaríkjunum og lyfti hann samtals 847,5 kg (322,5 - 197,5 - 327,5). í þriðja sæti var Norðmaður sem lyfti samtals 770 kg (310 - 175 - 285 ). Alls voru 10 keppendur í þessum flokki. Auðunn fékk tvær fyrstu tilraunir sínar í hnébeygju ógildar, fór í síð- ustu tilraun í sömu þyngd, 310 kg, og fékk loks gilt, en sú þyngd var langt frá hans besta. Þetta setti strik í reikninginn því Bandaríkjamaðurinn var með 322,5 kg í hnébeygjunni og fékk strax forskot sem náðist aldrei að brúa. Jóhannes keppti í 60 kg flokki og varð sjöundi af 12 keppendum. Hann setti samtals 5 íslandsmet karla og unglinga; í bekkpressu 110 kg og 115 kg, í réttstöðulyftu 207,5 kg og 217,5 kg og síðan í samanlögðu 522 kg. Sigurvegarinn Sutrisno frá Indónesíu lyfti samtals 645 kg sem er nýtt heimsmet í þessum flokki og eins í hnébeygju, lyfti 260 kg. FJALLAHJÓLREIÐAR Tvöfaldir meistarar Einar Jóhannsson hjólaði 35 km — sjö hringi við Rauðavatn Islandsmótið í fjallahjólreiðum fór fram við Rauðavatn á sunnu- daginn, en keppnin var einnig liður í baráttunni um bikarmeistaratitil- inn. Einar Jóhannsson á Giant hjóli varð íslandsmeistari í A flokki karla og tryggði sér einnig bikarmeist- aratitilinn. Sömu sögu er að segja af Sigríði Ólafsdóttur á Trek hjóli í kvennaflokknum, hún vann einnig tvöfalt þó einni keppni af fjórum til bikarmeistara sé ólokið. Keppnin lá um 7 km hring í ná- grenni Rauðavatns og hjólaði Einar samtals 35 km, eða fimm hringi um brautina. Lá hún um malarvegi og torfæra slóða, og reyndi því á tækni og úthald keppenda. Guð- mundur Eyjólfsson varð annar á eftir Einari, sem hefur verið ósigr- andi, en Guðmundur Vilhjálmsson þriðji. Sigríður varð talsvert á und- an Gerði B. Guðlaugsdóttur, sem er mikill hlaupagarpur. Sigi'íður er liðtæk siglingakona, auk þess að leggja stund á fjallahjólreiðar. í B flokki karla varð Haraldur Vil- hjálmsson á undan Borgari Ólafs- syni og Eggerti Eggertssyni, sem nældu í annað og þriðja sætið. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigríður Ólafsdóttir varð íslands- og bikarmeistari í fjallahjóireiðum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson íslandsmeistarinn Einar Jóhannsson hjólar hér af krafti, en hann hefur verið ósigrandi á fjallahjóli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.