Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 10
10 C ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ Mm FOLK TORFÆRA ■ EINAR Gunnlaugsson ekur alltaf á spariskóm í torfærukeppnij ekki strigaskóm eins og flestir. I jeppa hans er einnig gamalt par af spariskóm, sem hann notaði í fyrra. Þeir er hanga við hliðina á öku- mannssætinu, eru lukkuskór kapp- ans. ■ ÞÚRIR Schiöth tannlæknir frá Egilsstöðum ætlar að hvíla sig frá torfærunni fram á haust. Er þreytt- ur á mikilli vinnu í kringum Jaxl- inn, en svo nefnist keppnistæki hans. Hann ætlar að einbeita sér að öðru_ spóli og ferðast um landið. Sækja ísland heim. ■ KARL Gunnlaugsson , Unnar Már Magnússon og Þorsteinn Marelnáðu góðum árangri áDon- ingtonkappakstursbrautinni í Eng- landi um helgina. Þeir kepptu þar í mótorhjólakappasktri, þolaksturs- keppni á Honda CBR 600 og náðu þriðja sæti. ■ UNNAR Már þótti aka sérstak- lega vel, en keppnin var liða- keppni, þannig að samanlagður árangur ökumannana þriggja gilti. Þorsteinn féll tvívegis á hjólinu, en það kom ekki að sök, áfram var haldið. Sigurhjól keppninnar var af Yamaha gerð og mun öflugra en tæki íslendingana, sem kepptu á eigin kostnað ■ AL Unser yngri vann um helg- ina keppni í Indycar meistaramót- inu í kappakstri í Bandaríkjunum. Emerson Fittipaldi varð annar og Paul Tracy þriðji. Allir óku þeir- Penske kappakstursbílum. ■ ÞORVALDUR Ásgeirsson á Yamahavarð fremstur í B-flokki í móto kross móti helgarinnar. Marg- ir nýliðar kepptu á brautinni við Sandskeið. ■ RAGNAR Skúlason vann flokk götujeppa á torfærukeppninni á Egilsstöðum. Kjartan Guðvarð- arsonveitti Ragnari mikla keppni, en sætríst að lokum á silfurverð- launin. Árni Pálssonvarð þriðji, þó hann tapaði hjóli undan í lokaþraut- inni. Hann var ekki einn um vandræðin. Eina ferðina enn fór Egilsstaðabúinn Þórir Schiöth vel af stað, var í öðru sæti eftir þrjár þrautir af sex. En fjórða þrautin reyndist honum dýr- keypt. Sjálfskiptingin hætti að virka í upphafi þrautar og hann var úr leik, náði ekki að lagfæra hana. Á meðan helstu keppinautamir voru í vand- ræðum, hélt Haraldur ró sinni í topp- baráttunni, en Helgi veitti honum mikla keppni. Helgi náði forystu í fjórðu þraut, lauk henni með 300 stig, en Haraldur fékk aðeins 200 stig, missti 100 stig eftir að hafa ekið yfír dekk sem afmörkuðu þraut- Klifrað á toppinn RAGNAR Skúlason vann sinn þriðja sigur í röð á Egilsstöðum. Hér klifrar hann bratta hlíð með látum. Helgi Schiöth öslar drullupytt í lokaþrautinni í kapp við klukkuna. Hann náði forystu í keppninni, en varð að sætta sig við þriðja sætið. Ótemjan Jeppi Gísla G. Sig- urössonar reislr sig tlgnarlega á afturendann, elns og prjónandi hestur. Þrátt fyrir þessi tilþrif réð hann ekki viö þá bestu í sérútbúna flokknum í tor- færunnl á Egils- stöðum á laugar- daginn. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Frækinn sigur í tvísýnni keppni HARALDUR Pétursson úr Ölfusi vann fyrsta sigur sinn í torfæru á laugar- daginn. Þá vann hann þriðju umferð íslandsmótsins í torfæru á Egilsstöð- um í fiokki sérútbúinna jeppa. Akureyringurinn Einar Gunnlaugsson varð annar og hélt þar með forystunni i stigakeppninni um íslandsmeistaratitil- inn, en Eyfirðingurinn Helgi Schiöth varð þriðji, eftir að hafa leitt á tímabili. í flokki götujeppa vann Keflvíkingurinn Ragnar Skúlason, sem hefur nú fullt hús stiga til meistara, hefur unnið öll mót ársins. Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar Fyrir keppnistímabilið leit út fyrir að íslandsmeistarinn Gísli G. Jónssón frá Þorlákshöfn, Helgi Schi- öth og Akureyringur- inn Einar Gunnlaugs- son yrðu líklegastir til að slást um meist- aratitilinn. En Har- aldur Pétursson var öryggið uppmál- að á Egilsstöðum, eftir að hafa náð öðru sæti á Hellu fyrir hálfum mán- uði. Hann er nú í öðru sæti til meist- ara mwð 45 stig, en Einar hefur 47. Haraldur náði forystu í keppninni, fékk 300 stig af 300 mögulegum í fyrstu tveimur þrautunum. Meistar- inn Gísli lenti strax í vandræðum í fyrstu þraut. „Níntró-búnaður vélar- innar virkaði ekki fyrst og sprengdi svo blöndunginn í tætlur. Eg náði að skipta um blöndung, en heddpakkn- ing gaf sig og vélin gekk bara á sex cylindrum af átta. ,“ sagði Gísli, „Mig skorti því helming vélaraflsins alla keppnina og missti af toppbarátt- unni fyrir vikið. Ég verð bara að vinna þær þrjár torfærur sem eftir eru, til að verja titilinn. Það þýðir ekkert að gefa eftir.“ sagði Gísli. ina. En Haraldur náði fyrsta sætinu aftur í næstu þraut á eftir með því að ná besta aksturstíma í þraut þar sem keppt var í kapp við klukkuna. Haraldur var með 1370 stig á móti 1330 stigum Helga fyrir lokaþraut- ina, aðra tímaþraut keppninar. „Það fór allt í handaskolum í síðustu þraut- inni, ég sá ekkert út í rykmekkinum og drullunni sem þyrlaðist upp, ók yfir of mörg dekk og fékk refsistig. Svo fór ég vitlaust í gegnum enda- markið í síðustu brekkunni, blindaðist af sólinni. Þrátt fyrir þetta ólán í lokin, tel ég mig eiga möguleika í baráttunni um meistaratitilinn," sagði Helgi. Hann náði besta aksturs- tíma í þrautinni, en fékk alltof mörg refsistig og fékk því fá stig úr þraut- inni. Ólán Helga færði Einari Gunn- laugssyni annað sætið á silfurfati, en hann hafði hægt og bítandi unnið sig uppúr sjöunda sæti.„Ég hélt að þetta væri alveg búið, titilmöguleik- amir famir, þegar blöndungur bilaði strax í byijun. En smán saman kom rétta hugarfarið og ég náði að klóra í bakkann. Ég er ánægður með ann- að sætið, sem tryggði mér áframhald- andi forystu f stigakeppninni. Harald- ur er góður, hann hefur farið vel af stað á öðru keppnisári sínu,“ sagði Einar. Haraldur varð fjórði í fyrstu keppni ársins á Akureyri, öðru sæti á Hellu og vann síðan á Egilsstöðum, hlaut 1600 stig af 1800 mögulegum, en Einar 1440 og Helgi 1404. „Ég átti ekki von á þessari velgengni í byijun. Ég er orðinn taugaspenntari núna, fínnst meira í húfi. Fallið verð- ur nú hærra ef ekki gengur vel, en ég mun beijast af krafti um titilinn, þó það hafi ekki verið ætlunin í byij- un tímabils. Ég þarf að laga aksturs- mátann dálítið, ek of villt og fæ refs- ingu fyrir að aka niður dekkinn í þrautunum. það er betra að flýta sér hægt,“ sagði sigurvegarinn Haraldur Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.