Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HM - KEPPNIN ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 C 9 Reuter Jack Charfton í banni gegn Norðmönnum Jack Charlton, þjálfari írlands, var á laugar- daginn settur í eins leiks bann, þannig að hann má ekki stjórna Irum af vara- mannabekknum gegn Noregi í dag. Aganefnd alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA; setti hann í bannið vegna framkomu hans við dóm- ara og línuverði í leikjum gegn Ítalíu og Mexíkó. Þá var írska knattspyrnu- sambandið sektað um 10,6 millj. ísl. kr. vegna framkomu Charltons. John Aldridge, sem kom inná sem varamaður gegn Mexíkó, var sektað- ur um 132 þús. ísl. kr. vegna framkomu sinnar við starfsmenn FIFA þegar hann var að fara inná. Charlton er ekki eini maðurinn úr herbúðum íra, sem verður ekki með gegn Norðmönnum. Varnarmennirn- ir Denis Irwin og Terry Phelan taka út eins leiks bann, þar sem þeir hafa fengið að sjá gula spjaldið tvisvar. Charlton hefur deilt hart á framkvæmd leikja í HM og hefur hann bent á að rétt væri að taka smá hvíld í leikjum, til að gefa Ieikmönnum tækifæri til að fá sér vatnssopa. „Það er verið að refsa mér fyrir að hafa komið með þær hugmyndir, að stöðva leikinn til að leikmenn geta fengið sér að drekka,“ sagði Charlton. Uwe Seeler, fyrrum fyrirliði Þýskalands, segir að bannið á Charlton sé strangur dómur. „Það er mikið lagt undir í heimsmeistarakeppni. Það er ekki hægt að ætlast til að þjálfarar standi við hliðarlínuna eins og myndastyttur," sagði Seeler, sem lék gegn Charl- ton í úrslitaleik HM á Wembley 1966, er Englending- ar unnu V-Þjóðveija, 4:2, í sögulegum leik. Fögnuður ARGENTÍNUMENN hafa fagnað tveimur sigrum í Bandaríkj- unum — síðast gegn Nígeríumönnum. Hér á myndinni til hlið- ar fagna þeir marki og aðalmaðurinn í þeim fögnuði er sjálfur kóngurinn Diego Maradona, sem tekur um höfuðið á Gabriel Batistuta, en fyrir aftan hann er markaskorarinn Claudio Can- iggia, sem skoraði tvívegis um helgina. Hálfgert þjóðhátíðaröngþveiti fyrir leik Brasilíu og Rússlands í San Fransisco Um 5.000 manns misstu Bell er hættur af leiknum vegna umferðar Ijó völlurinn við Stanfordháskóla suður af San Francisco taki um 91.000 áhorfendur eru ekki bíla- stæði fyrir svo marga frekar en við aðra háskólavelli. Því er fólki, sem ætlar á HM leiki á vellinum, ráðlagt að leggja tímanlega af stað og HM-BRÉF sérstaklega er því bent á að nota al- Frá Gunnari Valgeirssyni i Bandaríkjunum mennmgssamgong- : ur, en um hálftíma akstur er frá San Francisco. Leikur Brasiltu og Rúss- lands í síðustu viku hófst klukkan 13 að staðartíma og var uppselt, 86.000 miðar seldir, en fækkað var um 5.000 manns vegna fjölda fréttamanna. Flestir fóru að ábend- ingum og þegar blaðamaður Morg- unblaðsins mætti á staðinn um kl. níu um morguninn, lj'órum tímum fyrir leik, var fjöldi manns fyrir utan völlinn og um hálf ellefu, hálftíma áður en áhorfendum var hleypt inn í stúkuna, var allt troðfullt. En þeg- ar leikurinn hófst voru um 5.000 áhorfendur fjarri góðu gamni — og þeir misstu af leiknum. Síðar kom í ljós að umræddir eigendur aðgöngumiða höfðu tekið lífinu með ró og ætlað sér að mæta á síðustu stundu. Flestir voru í langferðabifreiðum, sem komust ekki áfram vegna mikillar umferðar. Margir ætluðu að fara með lest, en mikill meiri hluti þeirra varð að sætta sig við að horfa á lestarnar bruna framhjá viðkomustöðum — þær höfðu fyllst á fyrstu stöðum. 80.000 Brasilfumenn Furðulega vel gekk að koma öllu fólkinu á sinn stað. Reyndar varð að loka einu hliðinu vegna þess að rusiabíll hafði ekið undir brú, sem var byggð fyrir frétta- menn frá fréttamannatjaldi að hliðinu, og rekið gálgana í hana með þeim afleiðingum að hún hrundi. Öryggisverðir voru úti um allt og hef ég aldrei séð svo marga á íþróttaleik í Bandaríkjunum. Leit- að var á öllum, töskur opnaðar og flöskur teknar af þeim, sem voru með slíka hluti. Lögreglan fjarlægði sjö menn, sex, sem voru að selja miða á svörtum markaði, og einn vegna ölvunar. Að öðru leyti sást ekki vín á nokkrum manni. Brasiliskir áhorfendur settu óneitanlega mikinn svip á leik- vanginn enda um 80.000 talsins. Þeir voru ýmist með bumbur eða önnur ásláttarhljóðfæri, fána og veifur, og létu vel í sér heyra; gleðin hjá þeim var mikil fyrir leik og þeim þótti ekkert leiðin- legt, þegar Romario gerði fyrra mark Brasilíu um miðjan fyrri hálfleik, hvað þá þegar Brasilíu- menn bættu öðru við. Hins vegar voru stuðningsmenn Brasilíu komnir til þess að sjá sig- ur og á andlitum þeirra mátti sjá að ekkert annað en sigur kom til greina. Eins mátti á þeim skilja að tap jafngilti ragnarökum. Eíns og böra í sandkassa Fréttamannafundurinn eftir leik var jafnframt óvenjulegur. Mörg hundrað fréttamenn vora mættir frá Brasilíu, en aðeins 10 Rússar. Allir biðu spenntir eftir Romario og allt í einu sáu brasil- ískir sjónvarpsmenn goðið koma. Þeir gátu ekki beðið, heldur rudd- ust yfir keðjur og hindranir inn á bannsvæði með hrópum og köil- um, eins og börn í sandkassa. Öryggisverðir sáu samt til þess að leikmaðurinn kæmist rétta leið inn í fréttamannatjaldið. Romario stoppaði stutt við, en sagði að HM væri það eina sem hann hugsaði um. „Það hefur ekk- ert annað komist að hjá mér í marga mánuði og ég byrjaði mjög vel.“ Mikið var gert úr togstreitu Romarios og Bebetos, en Carlos Alberto Parreira, þjálfari, sagði ekkert vandamál vera því samfara að hafa þá báða. „Þeir era aðeins vandamál fyrir mótheijana hveiju sinni,“ sagði hann. Joseph Antoine Bell, markvörður Kamerún, sem er 39 ára, til- kynnti á sunnudaginn að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik fyrir Kamerún. Hann ákvað að hætta og sagði að ástæðan fyrir því væri, að menn í ríkisstjórn Kamerún hefðu reynt að fá þjálf- arann Henri Michel til að láta hann ekki leika gegn Brasilíu. „Ég hef ekki áhuga að leika meira,“ sagði Bell, sem hefur verið þó nokkuð í sviðsljósinu — hann hefur deilt hart á forráðamenn Kamerún fyrir að leikmenn Kamerún hafi ekki fengið laun sín greidd, sem þeim var lofað fyrir að komast til Bandaríkjanna. Michel varð ekki við ósk for- ráðamanna Kamerún — hann lét Bell leika. „Við héldum fund fyrir leikinn, til að ræða um hvort það væri rétt að láta stjórnmálamenn ráða ferðinni. Við vorum allir sam- mála um að Bell léki,“ sagði varn- armaðurinn Samuel Ekeme. Þess má geta að Bell missti stöðu sína sem markvörður í HM á Ítalíu 1990, eftir að hafa gagn- rýnt leikskipulag og æfingar liðs- ins, en þá var Sovétmaðurinn Val- ery Nepomniachi þjálfari Kamer- ún. Þá reyndu forráðamenn í Ka- merún að hafa áhrif á Nepomniac- hi, en hann gaf sig ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.