Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 8
8 C ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ HM - KEPPNIN ovJP’a %•# ■ STEPHEN Keshi, fyrirliði Ní- geríu, vonast til að geta leikið í HM, en hann meiddist á kálfa á æfingu aðeins þremur dögum áður en heimsmeistarakeppnin hófst. Keshi, sem er 33 ára vamarleik- maður, hefur leikið með landsliðinu í flórtán ár — hann gengur undir nafninu „Foringinn" í leikmanna- hópi Nígeríumanna. ■ DIEGO Maradona, sagði um helgina að hann gæti vel hugsað sér að leika aftur með Boca Juni- ors í Argentínu. Hann lék með lið- inu þegar það varð meistari 1981. „Ég hef aðeins heyrt að Boca vilji fá mig. Það mikilvægasta fyrir mig núna er landsliðið, en strax eftir HM era það bláu og gulu peysurnar sem heilla mig mest,“ sagði Mara- dona og var þar að tala um búning Boca Juniors. ■ IOAN Vladoiu, leikmaður Rúmeniu, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann, en hann var rekinn af leikvelli fyrir brot aðeins fjórum mín. eftir að hann kom inná sem varamaður gegn Sviss. Þá var hann sektaður um 390 þús. kr. fyr- ir brottreksturinn, en rúmenska knattspymusambandið mun borga þá upphæð. ■ FRANCISCO Maturana, þjálf- ari Kólumbíu, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Kólumbíu- manna. Lið Kólumbíumanna hefur valdið vonbrigðum og er fallið úr keppni, en fyrir HM var það talið rmög sigurstranglegt. ■ DIMITAR Penev, þjálfari Búlgaríu, braut lög þegar hann reykti vindlinga á meðan leikur Búlgaríu og Nígeriu fór fram. Það er bannað að reykja á opinberum stöðum í Dallas og minnsta sekt fyrir brot á þeirri reglu er 14.200 ísl. kr. Penev sagði að hann væri vanur að reykja þegar hann stjórn- aði liði sínu í leik — eins og svo margir aðrir þjálfarar. „Ég mun reyna að reykja ekki í næsta leik okkar og þá vinnum við jafnvel," sagði Penev. Búlgarar töpuðu, 0:3, fyrir Nígeríumönnum, en lögðu síðan Grikki að velli, 4:0, að velli — í reyklausum leik. ■ BRASILÍUMENN hafa ekki enn fengið á sig mark í HM, en þeir hafa kappkostað að styrkja vörn sína á undanfömum áram, en lélegur vamarleikur þeirra hefur oft komið þeim um koll. ■ CARLOS Alberto Perreira, þjálfari Brasiliumanna, var fyrirliði þeirra 1970 í Mexíkó, þegar þeir fögnuðu síðast heimsmeistaratitli. Aðstoðarmaður hans er Mario Zag- alo, sem var þá þjálfari. ■ ZAGALO var aftur á móti leik- maður með Brasilíumönnum, þeg- ar þeir urðu heimsmeistarar 1958 og 1962. Hann hefur því komið við sögu í öllum þremur heimsmeistara- titlum Brasilíumanna. ■ ARRIGO Saachi, þjálfari ítal- íu, segir að Roberto Baggio verði fyrirliði gegn Mexíkó í stað Baresi sem er meiddur. ■ JORGE Solari, þjálfari Saudi Arabíu, ákvað fyrir sigurleikinn gegn Marokkó, að hvíla hinn leik- reynda miðherja Majed Abdullah, 35 ára, en hann hefur gengið undir nafninu „Eyðimerkur-Pele“ — hefur leikið 167 landsleiki sam- kvæmt bókhaldi Saudi-Araba og skorað 118 mörk í þeim. ■ ÞESSI gamalkunni leikmaður, sem hefur Ieikið með landsliði Saudi Arabíu í átján ár, missti þar með af fyrsta HM-sigri Saudi Arabíu. ■ HVER feikmaður Saudi Arabíu fékk andvirði Mercdes Benz fyrir að hafa tryggt sér farseðilinn til Bandaríkjanna. ■ ÞEIR eiga nú von á ennþá meiri búbót, ef þeir ná að tryggja sér rétt til að leika í 16-liða úrslitum. Saudi Arabar unnu fyrsta HM- sigurinn er þeir lögðu frænd- ur sína frá Marokkó að velli 2:1 í F-riðli í New York á laugardag. Fuad Anwar Amin gerði sigur- markið á 45. mínútu með fallegu skoti af 25 metra færi. „Ég var að hugsa um að gefa boltann fyr- ir, en sá síðan möguleika og lét vaða og hann fór inn,“ sagði Amin, sem fagnaði með því að kyssa grasið á Giants-leikvangin- um í New York. Marokkó, sem er að leika í þriðja sinn í HM og var talið sigurstang- Iegra fyrir leikinn, sótti stíft í síð- ari hálfleik til að freista þess að jafna, en Mohammad al-Deayea, markvörður Saudi Arabíu, varði allt sem á markið kom. „Ég reyndi að gleyma mistökunum sem ég gerði gegn Hollendingum í fyrsta leiknum og var þvi ákveðinn að gera betur í þessum leik. Annars held ég að þessi leikur hafi verið góð auglýsing fyrir arabíska knattspyrnu. Bæði liðin léku vel,“ sagði makvörðurinn. „Þökkum guði fyrir markvörðinn," sagði Mohammad Abdul-Jawad, fyrirliði Saudi Arabíu. „Þetta voru Sanngjörn úrslit því þeir léku vel en við illa,“ sagði Abdallah Ajri, þjálfari Marokkó, sem hefur mikla ánægju af því að spila póker og gengur undir nafninu „Blinda“ eða svindlarinn. „Við klúðruðum öllum okkar tæki- færum. Við eigum enn möguleika á að komast áfram ef við sigrum Hollendinga,11 sagði Ajri. Reuter „Cani er bestur“ - sagði Maradona um Claudio Caniggia sem gerði bæði mörk Argentínu, 2:1, gegn Nígeríu ARGENTÍNUMENN sigruðu Afríkumeistarana frá Nígeríu 2:1 á laugardag og tryggðu sér öruggt sæti í 16-liða úrslitum. Claudio Caniggia, sem hef ur nýlokið við 13 mánaða keppnisbann vegna ólöglegrar lyfjaneyslu, gerði bæði mörk Argentínu. Diego Mara- dona lék mjög vel og hefur greinilega engu gleymt í töf rum knattspyrnunnar. aukaspyrnur á meðan leikmenn voru að rökræða við dómarann. En við lærðum ýmislegt í þessum leik. Við þurfum nú aðeins eitt stig til að ná öðru sætinu í riðlinum og það ætlum við okkur gegn Grikkj- um, en það verður ekki auðvelt því Grikkir munu betjast," sagði þjálf- arinn. Samson Siasia náði óvænt for- ystunni fyrir Nígeríu strax á 8. mínútu leiksins. Það sló Argent- ínumenn þó ekki út af laginu því Caniggia gerði tvö mörk með sjö mínútna millibili um miðjan hálf- leikinn og komu þau bæði eftir aukaspyrnur. „Cani er bestur,“ sagði Maradona eftir leikinn, en Maradona kom við sögu í báðum mörkunum. Caniggia hefur nú gert 16 mörk fyrir landsliðið í 43 leikjum, en hann lék fyrst með landsliðinu 1987 er hann var hjá River Plate. „Það mikilvægasta var að sigra. Það er langt síðan ég hef skorað svona mikilvæg mörk fyrir Argentínu. Þetta var besti leikur okkar hingað til,“ sagði Caniggia sem er 27 ára gamall. Þetta var aðeins fimmti landsleikur hans síðan 12. maí eft- ir að hann kom úr 13 mánaða keppnisbanni og það var ekki að sjá á leik hans — hann er í góðri æfíngu. Alfio Basile, þjálfari Argentínu, sagði að það væri mikill sigur fyrir liðið að ná að komast yfir eftir að hafa lent undir. „Þetta var erfíður og harður leikur. En við reyndum þó að spila góða knattspyrnu og ég held að það hafi tekist þokka- lega,“ sagði Basile. Hollendingurinn Clemens West- erhof, þjálfari Nígeríu, sagði að lið hans hafi veitt Argentínu verðuga keppni, en gagnrýndi sænska dóm- arann Bo Karlsson fyrir slaka frammistöðu. „Það var greinilegt að dómarinn bar of mikla virðingu fyrir Maradona og stóru nöfnunum í liði Argentínu. Vonandi fáum við annað tækifæri til að leika við Arg- entínu í keppninni og þá með ann- an dómara. Ég var ánægður með leik liðsins, en smá einbeitingar- og reynsluleysi var því dýrkeypt. Argentína gerði bæði mörkin eftir „Ég er óánægður með hve Níger- íuinenn léku gróflega á móti okk- ur,“ sagði Maradona sem fékk lít- inn frið með boltann. „Þetta var oft eins og maður væri að beijast við Mike Tyson. En ég er ánægður að við náðum að snúa leiknum okkur í hag eftir að hafa lent und- ir og það sýnir kannski þann mikla styrk sem er í liðinu,“ sagði Mara- dona. Reuter Fuad Anwar Amin (nr. 6) fagnar marki sínu, ásamt félögum sínum — þeg- ar Saudi Arabía vann sinn fyrsta sigur í HM. 1500 Argentínumaðurinn Claudio Caniggia skráði nafn sitt í sögu HM er hann skoraði fyrra mark sitt gegn Nígeríu. Markið var það 1.500. sem skorað er í úrslitakeppni HM frá 1930 í Ur- uguay. Hér á mynd- inni sést Caniggia skora hið sögulega mark sitt — sendir knöttinn framhjá Peter Rufai, mark- verði Nigeríu. Tveggja leikja bann Gianluca Pagliuca, markvörður Ítalíu, var úrskurðaður í tveggja leikja bann, eftir að hann var rekinn af leikvelli í leik gegn Norðmönnum. Hann leikur því ekki með gegn Mexíkó í dag og ef ítalir komast í 16-liða úrslit, leikur hann heldur ekki með. Rigobert Bahanang Song, hinn 17 ára varnarleikmaður Kamerún, sem var rekinn af leikvelli gegn Brasilíu, fékk einnig tveggja leikja bann. Nokkrir leikmenn, sem hafa fengið að sjá gula spjaldið tvisv- ar, voru úrskurðaðir í eins leiks bann: Julio Baldevieso og Luis Cristaldo, Bólivíu, Denis Irwin og Terry Phelan, írlandi, Alf Inge Haland, Noregi, Sergei Gorlukovich, Rússlandi og Martin Dahlin, Svíþjóð. Met hjá Diego Maradoni Diego Maradona jafnaði leikjamet í HM, er hann lék sinn 21. leik í úrsl keppni heimsmeistaramótsins — gegn Nígeríu á föstudag, en leikurinn jafnframt hans 90. fyrir Argentínu. Maradona lék fyrst í HM á Spáni 1982, síðan var hann fyrirliði Argentínumanna er þeir urðu heimsmeistarar 1986 í M íkó og þegar þeir fengu silfurverðlaun á Ítalíu 1990. Metið með honum eiga þeir Uwe Seeler, fyrram fyrirliði V-Þýskalands og Pólv inn Wladyslaw Zmuda. Seeler lék með V-Þýskalandi 1958 í Svíþjóð, 1962 í CI 1966 í Englandi og 1970 í Mexíkó. Zmuda lék með Pólveijum 1974 í V-Þýs landi, 1978 í Argentínu, 1982 á Spáni og 1986 í Mexíkó. Maradona mun setja nýtt met er hann leikur gegn Búlgaríu 1. júlí. Fyrsti HM-sigur Saudi Arabíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.