Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 C 5 ÍÞRÓTTIR GOLF / ARCTIC OPEN A AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór Jólagjöf frá eiginkonunni Morgunblaðið/Pálmi Óskars%on Mary og Roger Hinves komu alla leið frá Ástralíu til að keppa á Arctic Open. Heiner Sievers kom frá Þýskalandi. Heiner Sievers tók sér frí frá kennslustörfum í Norður- Þýskalandi til að koma og spila á Arctic Open. En hvers vegna? „Ja, þetta er nú líklega svolítil ævintýramennska. En konan mín er mikil áhugamanneskja um ís- lenska hesta og þar sem ég leik mikið golf ákvað hún að gefa mér þessa ferð í jólagjöf og nota sjálf tækifærið til að skreppa á hestbak." Hvernig hefur þér líkað mótið? „Afar vel. Við höfum farið til Mývatns og heimsótt Laufás og skoðað okkur um. Ég er einnig mjög ánægður með mótið og hug- myndina á bak við það. Einhver sagði við mig er ég spurði um þetta mót: „Þetta er ekki beint keppni, heldur gleðskapur“, og það finnst mér lýsa stemmningunni vel.“ Hvað með veðrið? „Viltu virkilega vita það?! Stúnd- um fannst mér ég vera staddur inni í ísskáp! En í alvöru talað þá var fyrri nóttin mjög góð og kvöldsólin falleg, en sú seinni hræðilega köld og skorið mun verra.“ Heldurðu að þú mætir aftur næsta ár? „Ég veit ekki, mig langar mikið til þess en á erfitt með það sökum vinnu minnar. En það væri mjög gaman.“ Ævintýraþrá Hjónin Mary og Roger Hinves komu um langan veg til að taka þátt í Arctic Open, en þau búa í Sydney í Ástralíu. Hvað skyldi hafa dregið þau út á hjara veraldar? „Aðallega ævintýraþrá en hins vegar er Hinves nafnið af norræn- um toga og okkur hefur alltaf lang- að til að sækja Norðurlöndin heim. Það kom þannig til að ferð á Arctic Open á Akureyri var meðal hluta sem boðnir voru upp á uppboði til styrktar börnum í Ástralíu, sem haldið var Sydney. Við gripum tækifærið og buðum hæst, og hér erum við.“ „Ég er í raun enginn kylfingur. Ég þurfti að fara á þriggja vikna námskeið áður en ég kom. Þar kynntist ég til dæmis lögun golfkúl- unnar og fleiru," sagði Roger. Hefur dvölin verið ánægjuleg? „Já, mjög. Gestgjafar okkar er mjög vingjamlegt fólk og hafa til dæmis farið meðokkur til Grímseýj- ar og í laxveiði. ísland er svo hreint land, hér eru engir teljandi glæpir, og svo tala allir ensku, sem okkur finnst afskaplega þægilegt.“ Komið þið aftur? „Já, það eru miklar líkur á að við látum sjá okkur aftur næsta ár.“ Sigurpáll Geir sló öll- um við SIGURPÁLL Geir Sveinsson úr GA bar sigur úr býtum á alþjóð- lega Arctic Open golfmótinu sem haldið var á Jaðarsvelli á Akureyri aðfararnótt föstudags og laugardags. Hann lék hol- urnar 36 á 142 höggum og var fjórum höggum á undan Ulfari Jónssyni, GK, sem varð annar. Þriðji var svo Þórleifur Karls- son, GA, á 148 höggum, en hann sigraði í keppninni með forgjöf. Mótið, sem var hið tíunda í röð- inni, hófst kl. 20 á fimmtu- dagskvöld og var spilað fram eftir fgggggggggi nóttu. Keppendurnir pá/m) 124 voru heppnir Óskarsson með veður þessa fyrri skrifar keppnisnótt því logn frá Akureyri var og miðnætursólin lýsti upp norðurhim- ininn. Hefur það vafalaust verið til- komumikil sjón fyrir hina fjölmörgu erlendu þátttakendur, enda er til- gangur mótahaldsins sumpart sá að opinbera útlendingunum fegurð ís- lenskra sumarnátta. Ekki voru veðurguðirnir eins blíðir á manninn daginn eftir, það rigndi látlaust og kuldinn nísti inn að beini og margur keppandinn orðinn krók- loppinn er síðasta höggið hafði verið slegið. En þótt veðrið hefði e.t.v. mátt vera betra var góða skapið og léttleikinn í fyrirrúmi, og fólk al- mennt mjög ánægt með framgang mótsins. Arctic Open hefur á þessum tíu árum sem það hefur verið haldið náð að skapa sér nafn meðal golfáhuga- manna erlendis og má raunar segja að það sé þekktara utan landstein- anna en hér heima. Jaðarsvöllur er skráður nyrsti 18 holu golfvöllur í heiminum og það hefur vissulega aðdráttarafl fyrir útlendinga, svo og það að spila í bjartri sumarnóttinni. Mótið er orðið svo þekkt að það fær sérstaka umfjöllun í riti um sögu golfsins í heiminum. Sömuleiðis hafa birst um það stórar greinar í Sport Illustrated og Newsweek. Framá- menn í golfinu á Akureyri fullyrða að ekkert á Akureyri sé eins þekkt erlendis og Arctic Open. Eitt er víst að þeir erlendu keppendur sem tóku þátt í mótinu halda hæstánægðir af íandi brott og sumir koma aftur og aftur. _______________ ■ Úrslit / C15 KNATTSPYRNA / 2. DEILD || FRJÁLSÍÞRÓTTIR Jafnt á Selfossi I fjörugum leik Selfoss og ÍR skildu jöfn 1:1 eftir skemmtilegan leik í 2. deild karla á Selfossvelli á laugar- dag. Bæði lið áttu Sigurður góð færi og mögu- Jónsson leika á að bæta við skrifarfrá mörkum en það Seifossi voru [uns -yegar markverðir liðanna sem áttu stærstan þátt í því að mörkin urðu ekki fleiri. Anton Hartmannsson, mark- vörður Selfoss, varði þrisvar sinn- um a ótrúlegan hátt þegar ÍR-ingar voru í dauðafæri. Sama er að segja um Ólaf Þór í marki IR sem sýndi snilldarmarkvörslu. þeir voru bestir í hvoru liði í leiknum. ÍR gerði fyrsta markið á 10. mín. eftir að hafa verið mun ákveðnara liðið og átt hvert skotið af öðru af löngu færi. Það var Bragi Björnson sem gerði mark ÍR eftir hornspyrnu. Gísli Björnsson jafnaði fyrir Selfoss þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Hún var dæmd eftir að Sævari Þór Gíslasyni var skellt innan vítateigs en hann komst inn fyrir vörn IR og þurfti ekki nema nokkur skref til að ná að skjóta ogskora. I síðari hálfleik sóttu Selfyssing- ar mun meira en gestirnir áttu hættulegar sóknir sem voru stund- um við það að enda með marki. Leikurinn var hinn líflegasti, bæði lið nutu hægrar golu og sýndu góðan leik á köflum. Morgunblaðið/Stefán Eiríksson Sigríður Anna Guðjónsdóttlr mcð tvö met- stökk á stuttum tíma. Sigríður Anna bætti metið í þrístökki dóttir frá Selfossi setti telpna- met í þrístökki, stökk 10,12 metra. Mikill fjöldi Met Sigríðar bar hæst á íþróttahátíðinni en mikill fjöldi keppenda tók þátt í henni. Keppt var í öllum aldursflokk- um í fijálsum íþróttum og einnig í sundi og yngri flokk- um í knattspyrnu ásamt nokkrum starfsíþróttum. Sigríður Anna Guðjónsdótt- ir bætti íslandsmet sitt í þrístökki á íþróttahátíð HSK sem fram fór á Selfossi um helgina. Sig- ríður stökk 12,62 metra og átti mörg stökk um og yfir 12,50. Það má því alveg gera ráð fyrir að Sigríður Anna nálgist 13 metrana enn frekar á næstunni. Linda Sigmunds- Siguróur Jónsson skrifar frá Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.