Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ faémR FOLK ■ ÁGÚST Gylfason lék á ný með Val, eftir að hafa verið í Sviss í vetur. Agiíst náði ekki að sýna eins góða takta og hann sýndi sl. keppn- istímabil. ■ ATLI Helgason lék ekki með Valsmönnum — var á sama tíma að horfa á leik Víkings og Þróttar frá Neskaupsstað. Atli á við meiðsli að stríða í tá. ■ KRISTINN Lárusson var rek- inn af leikvelli, eftir að hafa sent dómara leiksins, Sæmundi Víg- lundssyni, tóninn. Sæmundur sýndi Kristni gula spjaldið fyrir brot á leikmanni Stjömunnar, en síðan rautt spjald fýrir mótmæli. ■ KRISTINN mun því ekki leika næsta leik Valsmanna — gegn Breiðabliki 6. júlí. ■ ÞEGAR Kristinn var rekinn af leikvelli og Stjörnumenn minnk- uðu muninn í 3:2, ákvað Kristinn Björnsson, þjálfari Vals, að styrkja vörn sína. Hann tók Davíð Garðars- son og Einar Öm Birgisson af leikvelli, en setti Jón Grétar Jóns- son og Jón S. Helgason inná. ■ STJARNAN er eina liðið í 1. deild, sem hefur ekki unnið leik — liðið hefur tapað þremur leikjum, en gert fjögur jafntefli. WÞRÓTTURUM úr Reykjavík hefur bæst liðsauki í baráttu sinni við topp 2. deildar. Vilhjálmur Vilhjálmsson kom frá Fram, Gunnar Gunnarsson, sem gerði sigurmarkið, kom frá Val og The- ódór Jóhannsson kom aftur eftir stuttan stans hjá Haukum. ■ GUÐMUNDUR Baldursson, fyrrum leikmaður Fylkis, hefur gengið til liðs við 4. deildarliðið Hamar í Hveragerði. Guðmundur mun leika sinn fyrsta leik með fé- laginu gegn Breiðablik í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í vikunni, en þess má geta að hann hefur leik- ið með Blikunum. Hamar varð fyrir áfalli í leik gegn Haukum í bikarkeppninni á dögunum, en þá meiddist þjálfari liðsins Ólafur Jó- sefsson — liðbönd í hné slitnuðu. Ólafur mun því ekki leika meira með liðinu í ár. Sveinbjörn skoraði úr hornspyrnu Sveinbjörn Hákonarson skoraði beint úr hornspyrnu og tryggði Þrótti Nes. jafntefli, 1:1, gegn Víkingum í 2. Guðmundur deild. Leikurinn var Helgi tíðindalítill framan Þorsteinsson af 0g f^tt sem gladdi augað, en Víkingar náðu frumkvæðinu á 31. mínútu fyrri hálfleiks með ágætu marki Marteins Guðgeirssonar. Eftir markið færðist meira líf í leik Þróttara og þeir náðu að jafna á 43. mín. Sveinbjöms skoraði beint úr hornspyrnu — sendi háan snún- ingsbolta fyrir markið. Axel Go- mes, markvörður Víkinga, stökk út úr markinu og hugðist ná til knattarins, en það hefði hann betur látið ógert því hann náði ekki að góma knöttinn sem þeyttist úr fíng- urgómum hans, í stöngina og inn. I seinni hálfleik var það sama upp á teningnum, baráttan fór fram á miðjunni og fátt var um opin færi. Þróttarar virkuðu hálf kraftlaus- ir, en Serbinn Zoran Zikic var þó undantekning, stjómaði vöminni eins og herforingi. Víkingar hefðu með smá heppni átt að tryggja sér öll þijú stigin. ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Om *f| Ingólfur Ingólfsson sendi knött- ■ I inn fram til Goran Micic, sem lék á Kristján Halldórsson við vítateig og skoraði með föstu skoti, á 34. mín. IEiður Smári Guðjohnsen tók aukaspyrnu (45. mín.) út á hægri kantinum og sendi knöttinn inn í vítateig, þar sem Davíð Garðarsson stökk upp og sneiddi knöttínn glæsilega með skalla í horn- ið fjær. B afl Eiður Smári Guðjohnsen lék ■ | skemmtilega á varnannenn Stjömunnar, braust upp að endamörkum og sendi knöttinn út í teig, þar sem Hörður Már Magnússon kom á ferðinni og þrum- aði knettinum í netið á 57. mín. ■ afl Davíð Garðarson tók innkast (70. ■ I mín.) á hægri vængnum — kast- aði knettinum inn að vítateig þar sem Stein- ar Adolfsson skallaði knöttinn fyrir mark Stjörnunnar. Kristinn Lárusson var þar á réttum stað og skallaði knöttinn laglega í netið. 3* ^blngólfur Ingólfsson skoraði úr ■ (Ciiivítaspymu á 78. mín. Vítaspym- an var dæmd á Lárus Sigurðsson fyrir að fella Goran Micic inn í vítateig. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Guftnl Bergsson, fyrirliði Valsmanna, sækir að Sigurði Guðmundssyni, markverði Stjörnunnar, sem mátti hirða knöttinn þrisvar sinnum úr netinu hjá sér. „Þungu fargi létt af okkur4' - sagði Kristinn Bjömsson, þjálfari Valsmanna, sem unnu langþráðan sigur eftir þrjá tapleiki í röð. „Við eigum eftir að verða sterkari" „EFTIR þrjá slæma leiki kom þessi þýðingarmikli sigur og þungu fargi er létt af okkur,“ sagði Kristinn Björnsson, þjálfari Vals- manna, eftir sigur þeirra, 3:2, á Stjörnunni á Laugardalsvellinum. „Við fáum nú hálfan mánuð til að undirbúa okkur fyrir næsta leik okkar í deildinni — gegn Breiðabliki og við munum nýta tím- ann vel til að stilla strengi okkar.“ Valsmenn vöknuðu til lífsins eft- ir stóran skell á Akureyri, 1:5. „Eftir martröðina fyrir norðan er þessi sigur mikill SigmundurÓ. léttir fyrir okkur. Steinarsson Jöfnunarmarkið skrifar gegn Stjörnunni rétt fyrir hlé kom á rétt- um tíma fyrir okkur og við lékum nokkuð vel í seinni hálfleik. Ég var alltaf viss um að við myndum fara með sigur af hólmi — náðum góðum tökum á leiknum eftir að við skoruð- um annað mark okkar og komumst yfír. Síðan kom þriðja mark okkar, en eftir að Kristinn Lárusson var rekinn af leikvelli komu Stjörnu- menn meira inn í leikinn — náðu að minnka muninn í eitt mark, eft- ir varnarmistök okkar,“ sagði Krist- inn Björnsson, sem var ánægður með sigurinn eftir þijá tapleiki í röð; gegn Þór, Akranesi og Fram, en í þeim leikjum skoruðu Valsmenn eitt mark, en fengu á sig níu. Orðrómur var uppi um að sæti Kristins væri orðið heitt — hann yrði jafnvel látin hætta. „Það er eðlilegt að spjótin beinist að þjálfar- anum þegar illa gengur. Við vorum óánægðir með leik okkar, sem er eðlilegt. Það var enginn ánægður, hvorki ég, leikmenn, stjórnarmenn né stuðningsmenn. Við fórum yfír málin, ákveðnir að bæta okkur og láta hlutina ganga upp. Þessi sigur kemur því á réttum tíma og léttir pressunni sem var komin á okkur. Við höfum fengið styrk, þar sem Ágúst Gylfason er kominn heim og byijaður að leika með okkur. Þá styrkist Guðni Bergsson með hveij- um leik og Kristinn Lárusson er að ná sér eftir meiðsli." Hvað með Atld Helgason — hann var ekki í leikmannahópnum gegn Stjörnunni? „Atli á við meiðsli að stríða, en hann kemur inn í liðið í næsta leik. Atli á eftir að leika stórt hlutverk hjá okkur.“ Ekki á skotskónum Fimm mörk voru skoruð á Laug- ardalsvellinum, en þau hefðu hæg- lega getað orðið fleirri. Leikmenn liðanna fengu mörg góð tækifæri til að skora, en þeir nýttu ekki nema fimm — voru stundum of fljótir á sér, þegar þeir voru komnir í góðar skotstöður. Stjörnumenn voru ákveðnari til að byija með, en Vals- menn náðu tökum á leiknum þegar leið á hann. Maður leiksins var Eið- ur Smári Guðjohnsen, sem fékk að leika lausum hala og kunni hann svo sannarlega að meta það — gerði marga mjög skemmtilega hluti, og oft usla í vörn Stjörnunnar. Kristinn Björnsson, þjálfari Vals. Fylkir á uppleið Fylkir sigraði HK í Kópavogi nokkuð örugglega, 2:0, og er kominn í toppbaráttu 2. deildar eftir frekar brösótt gengi framan af, en aftur á móti eiga leikmenn HK erfiðan róður framundan — eru á botni deildarinnar. Eftir mikla baráttu í fyrri hálfleik, þar sem Fylkismenn voru sterkari, komu þeir ákveðnir til síðari hálfleiks og áttu tvö skot í þverslána áður en boltinn vildi loks í netið á 59. mín- útu. Þar var Olafur Stígsson að verki — gerði gott mark eftir ein- staklingsframtak. Fylkismenn héldu áfram að sækja og uppskáru eitt mark til viðbótar er 10 mínútur voru til leiksloka. Þórhallur Dan Jóhannsson var þá felldur innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Að- alsteinn Víglundsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni og þar við sat. Aðalsteinn Víglundsson og Finn- ur Kolbeinsson voru bestu leikmenn Fylkis. Eins vakti frammistaða hins unga markvarðar liðsins, Kjartans Sturlusonar, mikla athygli. Efni- legur markvörður þar á ferð, en hann er aðeins 19 ára og var að leika annan leik sinn fyrir Fylki. Hjá HK var meðalmennskan alls- ráðandi. Nýliðamir bestir Eftir tvo slaka leiki náðu Reykja- víkur-Þróttarar sér á strik og unnu efsta lið 2. deildar, Grindavík, 1:0 í Sæviðarsundinu Stefán á laugardaginn. Stefánsson „Þetta var vinnslu- skrifar sigor hjá okkur,“ sagði Ágúst Hauks- son, þjálfari og leikmaður Þróttar. Þessi úrslit skipa liðunum tveimur í efstu sæti 2. deildar, Grindvíkingum þó fyrir ofan með betri markatölu. Fyrstu mínútur leiksins gáfu fögur fyrirheit. Gestimir sóttu án afláts fyrstu tíu mínúturnar og Fjalar Þor- geirsson, 17 ára markvörður Þróttar, varði oft glæsilega. Dæmið snerist síðan við og heimamenn sóttu af krafti og Haukur Bragason mark- vörður Grindvíkinga náði að slá skallabolta frá Gunnari Gunnarssyni í stöng. Eina mark leiksins leit dagsins ljós á 61. mínútu þegar Ragnar Egilsson renndi knettinum fyrir fætur Gunnars sem skoraði. Sóknarþungi Grindvík- inga jókst mikið þegar leið á leikinn en heimamenn vörðust vel. „Ég fann mig vel, betur en ég átti von á en ég vissi að ég gæti þetta. Við ætlum að gera okkar besta í sumar og kreista það besta útúr lið- inu,“ sagði Fjalar markvörður sem stóð sig mjög vel ásamt Ágústi þjálf- ara sem bindur vel saman varnarleik Þróttar. Bestu menn voru þó nýlið- arnir Gunnar Gunnarsson og Vil- hjálmur Vilhjálmsson. „Við hefðum viljað jafntefii en svona er knattspyrnan og við óskum þeim til hamingju. Við stóðum okkur ekki eins vel og í síðustu leikjum okkar. Þetta var mikilvægur leikur en lífið heldur áfram, það er nóg eft- ir og maður verður að tapa líka,“ sagði Lúkas Kostic þjálfari og leik- maður Grindvíkinga sem kom inná um miðjan síðari hálfleik og náði að hleypa lífi í leikinn. Haukur stóð sig vel í markinu og liðið almennt vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.