Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 C 3 ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA / HM Hveijir mæta hveijum á HM? Þegar úrslit eru orðin ljós í tveimur riðlum á HM í Bandaríkjunum liggur fyrir að Spánveijar mæta Sviss í sextán liða úrslitum í Washington 2. júlí nk. Einnig bendir flest til þess að Þjóðverjar, sem sigruðu í C-riðli, mæti liðinu sem hafnar í þriðja sæti í B-riðli, sem verður annað- hvort Kamerún eða Rússland. Mestar líkur eru á því að Rúmen- ar, sem sigruðu í A-riðli, mæti lið- inu sem hafnar í þriðja sæti í D- riðli, sem verður að öllum líkindum annaðhvort Nígería eða Búlgaría. Framangreindar hugleiðingar byggja á stórum hluta á því að Suður-Kórea, sem hafnaði í þriðja sæti í C-riðli með tvö stig, komist ekki áfram í keppninni, en fjögur lið af sex í þriðja sæti komast áfram. Einnig er gengið út frá því að Bandaríkjamenn, sem höfn- uðu í þriðja sæti í A-riðli með fjög- ur stig, komist áfram. Að því gefnu eru 75% líkur á því að Þjóð- veijar mæti liðinu í þriðja sæti í B-riðli, en 25% líkur á því að mótheijarnir verði þeir sem lenda í þriðja sæti í F-riðli. 75% líkur eru einnig á því að Rúmenar mæti liðinu sem hafnar í þriðja sæti í D-riðli, og 25% líkur á að mótheijar komi úr E-riðli. Bandaríkjamenn mæta að öll- um líkindum Brasilíu í sextán liða úrslitum gangi framangreind spá upp og sigri Brasilíumenn í B-riðli. Stöðurnar/C14 Reuter Jose Luis Caminero, leikmaðurinn snjalli frá Barcelona, gerir annað tveggja marka sinna gegn Bólivíu í gær. Spánverjar komust áfram Þjóðverj- ar heppnir Kóreumenn nærri þvíaðjafna undir lok leiksins í gær ÞJÓÐVERJAR sigruðu íC-riðli heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Heimsmeistar- arnir sigruðu lið Suður Kóreu 3:2 í gærkvöldi og hlutu því sjö stig í efsta sæti riðilsins. ^%jóðverjar hafa ekki hafið þessa keppni vel og í gær sluppu þeir með skrekkinn þrátt fyrir að leika vel í fyrri hálfleik. Jiirgen Klinsmann gerði þriðja mark sitt í keppninni snemma í leiknum og var það glæsilega gert hjá honum. Thomas Hássler, sem lék manna best, sendi á Klinsmann sem var í miðjum vítateignum. Hann snéri sér snöggt við og skoraði með góðu vinstri fótar skoti í hornið. Óskabyij- un heimsmeistaranna, en Klins- mann misnotaði mjög gott færi skömmu áður. Karlheins Riedle kom heims- meisturunum í 2:0 eftir 20 mínútna leik og var þetta fyrsta mark kapp- ans fyrir Þýskaland siðan í október. Kóreumenn sáu að við svo búið mátti ekki standa og sóttu grimmt og fengu nokkur ágæt færi til að minnka muninn, en Bodo Illgner markvörður sá við þeim. Klinsmann skoraði þriðja mark meistaranna á 37. mínútu og aftur var það Hassler sem sá um undirbúninginn. Klins- mann er nú markahæstur í keppn- inni með fjögur mörk. Kóreumenn skiptu markverði sín- um og fyrirliða útaf í leikhléi og bættu einum manni, Seo, í sóknina. „Ég vil vinna og ef ég þarf að taka fyrirliðann útaf til að vera með besta liðið mitt þá tek ég fyrirliðann útaf,“ sagði þjálfari Kóreu. Þúsundir Kóreumanna fengi ástæðu til að fagna á 52. mínútu er Hwang Sun-hong minnkaði mun- inn með góðu skoti. Sóknir Kóreu- manna þyngdust og Hong Myong- bo gerði annað mark þeirra með glæsilegu skoti af 25 metra færi, en skömmu áður hafði varamaður- inn Seo misnotað gullið færi. Luthar Mattháus fyrirliði varð að fara af leikvelli snemma í síðari hálfleik og við það riðlaðist leikur heimsmeistaranna. „Hann var meiddur og ég vildi skipta honum útaf í leikhléi en hann vildi endilega halda áfram. Eftir að hann fór útaf riðlaðist leikur okkar talsvert,“ sagði Berti Vogts þjálfari, en heim- ildir herma að þurft hafi að sauma nokkur spor í hægri fót fyrirliðans. „Ég er ánægður með fyrri hálf- leikinn, sérstaklega vörnina og miðj- una en við misnotuðum of mörg færi og eftir að við misnotuðum færi í upphafi síðari hálfleiks fór allt að ganga á afturiotunum og þeir fóru að leika betur, sannkallað- an hara-kiri knattspiynu þar sem allt var lagt undir," sagði Vogts. Kim Ho þjálfari Kóreumanna sagði sínum mönnum í leikhléi að gefast ekki upp heldur beijast af krafti eins og gegn Spánveijum en þá jöfnuðu Kóremenn á síðustu mín- útunum. Spánveijar sigruðu Bólivíumenn með þremur mörkum gegn einu í síðasta leik liðanna í riðla- keppninni. Spánveijar tryggðu sér þar með annað sætið í % C-riðli og mæta þar með Sviss í sextán liða úrslitum, í leik í Washington 2. júlí nk. Bólivíumenn riðu hins vegar ekki feitum hesti frá keppninni, fengu eitt stig og lentu í neðsta sæti í riðlinum. Fyrsta mark Spánveija skoraði Josep Guardiola úr vítaspyrnu á 19. mínútu, og var það heldur gegn gangi leiksins. Markið fékk augljóslega nokkuð á Bólivíumenn en Spánveijar bættu samt sem áður ekki við marki fyrr en á 66. mínútu. Þar var að verki Jose Luis Caminero, og hann gerði einnig þriðja markið á 71. mín- útu. Bólivíumenn náðu að skora á milli marka Camineros, og var þar að verki Envin Sanchez á 67. mínútu. Javier Cleniente þjálfari Spán- veija sagði að leikurinn hefði verið erfiður en þeir hefðu komist áfram og það væri það eina sem skipti máli. Xabier Azkargorta þjálfari Bólivíumanna sagði að ef Ramallo hefði klárað tækifæri sem hann fékk snemma í leiknum hefðu úrslitin orðið önnur. „Mér fannst leikurinn jafn allan tímann. Menn verða að muna að boltinn fór í stöngina og það hefði getað breytt öllum leiknum hefði hann ratað rétta leið. En Spán- veijarnir náðu síðan að skora og þar með þurftum við að breyta leikstíl okkar,“ sagði hann. ÍÞRÚmR FOLK ■ KAMERÚNAR vita að aðeins sigur gegn Rússum í dag getur komið þeim áfram í keppninni. Þeir hafa aðeins eitt stig, eftir jafntefli við Svía en töpuðu stórt fyrir Bras- ilíu 3:0. „Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera í leiknum - sigra,“ sagði Henri Michel, þjálf- ari Kamerún. ■ RÚSSAR, sem hafa tapað bæði fyrir Svíum og Brasilíumönnum, eiga veika von og ætla að gera fimm breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Kamerún í dag. Sadyrin þjálfari liðsins vildi þó ekki segja í gær hvaða breytingar þetta yrðu. Ljóst er að Sergei Gorlukovich verður ekki með þar sem hann tek- ur út leikbann. Eins er talið víst að Sergei Yuran, leikmaður með Benfica, fái ekki annað tækifæri. ■ RÚMENAR fögnuðu sigri yfir Bandaríkjamönnum og efsta sæt- inu í A-riðli HM lengi vel á götum Búkarest eftir leikinn. Fagnaðar- lætin voru slík að menn muna vart eftir öðru eins, nema ef vera skyldi fagnaðarlætin sem brutust út fyrir fimm árum, þegar Rúmenar fögn- uðu því að vera lausir undan stjórn kommúnista. ■ LUCA M&rchegiani verður í marki Italíu gegn Mexíkó, í stað Gianluca Pagliuca, sem rekinn var af velli í leiknum gegn Noregi. Luigi Appolloni leikmaður Parma tekur líklega sæti fyrirliðans Franco Baresi, sem gekkst undir skurðaðgerð sl. föstudag. ■ TVEIR Bretar voru handteknir í Orlando fyrir að selja ólöglegan HM-varning, meðan á leik Hollend- inga og Belga stóð. Þeir voru send- ir béint til síns heima. ■ DÓMARAR á HM hafa staðið sig vel að mati Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, til þessa, svo vel að enginn hefur feng- ið reisupassann. David Will, for- maður dómaranefndar FIFA sagði í gær að þeir væru ögn óánægðir með frammistöðu tveggja dómara, í leikjunum 26 sem þá voru búnir. ■ LEIKBROTUM hefur fækkað á HM í Bandaríkjunum, sé miðað við úrslitakeppnina á Italíu fyrir fjórum árum. Þá var meðaltalið 39 brot í leik, en það er nú í HM 28 brot í leik. ■ RANGSTAÐA var dæmd átta sinnum að meðaltali í leik á HM á Ítalíu 1990, en 6,5 smnum á HM í Bandaríkjunum til þessa. Á ítal- íu var boltinn í leik í 52 mínútur af 90, en er nú að meðaltali 61 mínútu í leik. ■ BANDARÍKJAMENN hafa mótmælt harðlega gulu spjaldi sem miðjumaðurinn John Harkes fékk í leiknum gegn Rúmeníu. Hann fékk spjaldið fyrir að færa sig fram- ar í varnarvegg, en þegar upptaka af leiknum var skoðuð kom í ljós að hann hafði ekki hreyft sig. Þetta var í annað sinn sem Harkes fékk að líta gula spjaldið í keppninni, og þegar FIFA gaf út yfirlýsingu um að mótmælin yrðu ekki tekin til greina, varð ljóst að Harkes verður í banni í næsta leik Bandaríkja- manna í keppninni. ■ RICHARDO Rocha varnar- maðurinn brasilíski verður ekki með gegn Svíum á morgun. Hann togn- aði í fyrsta leiknum gegn Rússum, fór þá út af og hefur ekki leikið síðan. Martin Dahlin verður ekki með Svíum, hann er í leikbanni. ■ FIFA, Alþjóða knattspyrnu- sambandið, heiðraði á dögunum gamlar knattspyrnustjörnur. Fer- enc Puskas og Álfredo Di Stefano fengu gullmerki FIFA, sem og Eusebio og Just Fontaine. Zamb- ía fékk sérstök liðsverðlaun, en lið- ið náði frábærum árangri í undan- keppni IIM þrátt fyrir að verða fyrir því áfalli að missa 18 leikmenn í flugslysi í fytra. HANDKNATTLEIKUR Tékknesk skytta til HK Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Hlynur Jóhannesson einnig Jan Vecek, 23 ára gamall Tékki sem leikið hefur með Sparta Prag í tékknesku 1. deildinni í hand- knattleik, mun leiku með HK í 1. deildinni handknattleik næsta vetur. Gengið var frá þessu í gærkvöldi og kemur Vecek til landsins í næsta mánuði. Vecek er rétthent skytta, um tveir metrar á hæð, og getur spilað bæði vinstra og hægra meg- in. Rögnvaldur GuðmUndsson for- maður handknattleiksdeildar HK, sagði að þjálfari HK, Rudolf Havlik, liefði séð Vecek spila og litist mjög vel á. Eftir það hefði verið athugað hvort möguleiki væri á því að fá Vecek hingað til lands, og það hefði gengið upp í gærkvöldi. Þá hefur Hlynur Jóhannesson, unglingalandsliðsmarkvörður sem lék með ÍBV sl. vetur, gengið frá félagaskiptum yfir í HK. Rögnvald- ur sagði að verið væri að vinna leikmannamálum áfram, og það myndi skýrast þegar liði á vikuna hvort fleiri myndu ganga til liðs vkL HK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.